Dagur - 20.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 20.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Því fyrr sem kosið er því betra... Sjaldan eða aldrei hafa orðið meiri framfarir í íslensku þjóðfélagi en undangenginn áratug. Segja má að gjörbylting hafi orðið á öllum lífs- háttum almennings. Lýsandi dæmi um þetta eru utanlandsferðir, sem áður voru dýr mun- aður örfárra, en þykja nú sjálfsögð almenn- ingseign. Bifreiðaeign landsmanna segir einn- ig sína sögu, svo og hvers konar innflutningur annar, sem áður þótti „lúxus" en hefur þróast upp í það að þykja sjálfsagður. íbúðaeign segir einnig sína sögu og þá ekki síst sú staðreynd að yfir 20 þúsund manna byggð skuli hafa risið í Reykjavík án þess að íbúunum fjölgaði svo nokkru næmi. Líklega býr engin þjóð við eins góðan húsakost og íslendingar. Fjárfestingar atvinnuveganna hafa verið miklar og má þar helst til nefna hin glæsilegu atvinnutæki sem skuttogarar landsmanna eru. Nú eru blikur á lofti og eins líklegt að nokk- urt hlé geti orðið á þessari öru framfaraþróun. Liggja til þess margar ástæður. Verðbólgan á þar stóran þátt í, aflabrestur og erfiðleikar í sölu framleiðsluafurða á erlendum mörkuðum þegar kreppir að í heiminum. Allt þetta þekkir fólk af mikilli umræðu upp á síðkastið. Hins vegar verður vart hjá því komist að líta lítillega í eigin barm og þá kemur óhjákvæmilega í ljós að það þarf sterk bein til að þola góða daga og einmitt á því sviði hefur orðið nokkur mis- brestur. Við höfum ekki alltaf varið ágóðanum af undanförnum velferðarárum á þann veg sem best hefði verið kosið til að tryggja áfram- haldandi velsæld. Við höfum jafnvel brugðist við erfiðleikunum með enn meiri eyðslu um- fram efni en hingað til hefur þó viðgengist. íslendingar hafa nú um nokkurt skeið lifað um efni fram og nauðsynlegt hlýtur að vera að draga saman seglin um stund, huga að áttum og lagfæra stefnuna. Því fyrr sem þetta er gert því betra. Þó núverandi ríkisstjórn hafi komið ýmsum góðum hlutum í verk er nú svo komið að vart er við því að búast að hún verði til stór- ræðanna það sem hún á eftir ólifað. Best væri ef samkomulag næðist um það að efna til kosninga sem fyrst og ekki síðar en í apríl, eins og raunar hefur verið stefnt að. Ástæðulaust er að taka tillit til þess að nýstofnað Bandalag jafnaðarmanna þarf frest til að kynna sig og undirbúa kosningaslaginn, en afstaða þing- manns bandalagsins til mála sem ríkisstjórnin vinnur nú að getur vart byggst á öðrum sjón- armiðum. Svipað má segja um meintan kaupsamning Eggerts Haukdals og Gunnars Thoroddsens um fjarveru þess fyrrnefnda af þingi gegn endurkjöri sem formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Sérhags- munasjónarmið af ofangreindu tagi eiga ekki að ráða neinu um framvindu mála. SKTRYGGUR SÍMONARSON: í Degi 21.12.1982. birtist mynd- skreytt grein er ber nafnið: Vegmál, gagnrýni og blaða- mennska, undirrituð af Guð- mundi Svavarssyni, umdæm- isverkfræðingi. Mér skilst að þessi ritsmíð eigi að vera svar við grein minni: Að „pissa upp í vindinn“, sem Dagur birti viku fyrr. Pví miður hlýt ég að gera smávegis athugasemdir við grein G.Sv. Upphaf hennar er þannig: „Þriðjudaginn 14. des- ember 1982 skrifaði Sigtryggur Símonarson enn eina níðgreinina í málgagn sitt, Dag.“ Og síðar í greininni átelur hann ritstjóra og ábyrgðarmann Dags fyrir það að birta „ár eftir ár“ slík skrif frá mér. Svo vill til að þótt Dagur hafi birt alls fimm smágreinar frá mér, á tímabilinu 11.8.-1976- 14.12.1982, liðu nærfimm ár milli þeirrar næstsíðustu og síðustu. Því sé ég ekki betur en að G.Sv. sé haldinn leiðinlegri skrök- hneigð, og að minnsta kosti hefur hann ekki hirt um að afla sér þekkingar á þessu sviði. Það er þó furðulegt, þar eð hann í grein sinni leggur ríka áherslu á, með réttu, að menn skrifi af þekkingu um þau mál er þeir ræða. En auk þess að alrangt er að ég skrifi árlega greinar í Dag hlýt ég að mótmæla því að um níðskrif sé að ræða, því aldrei fyrr hefi ég vitað að talið sé níð að bera sannleikanum vitni og álít að G.Sv. væri hollt að hafa í huga að sá er vinur sem til vamms segir, en það er gamall málsháttur. Reynd- ar get ég frætt G.Sv. um það að auk Dags hafa þrjú blöð, Tíminn, Morgunblaðið og íslendingur, birt greinarkorn frá mér, alls fimm að tölu, ef ég man rétt. Þess- ir fjórir fjölmiðlar hafa veitt mér ágæta fyrirgreiðslu og kann ég rit- stjórum þessara blaða bestu þakkir fyrir. Þá kvartar G.Sv. yfir því að ég hafi ekki leitað upplýsinga til Vegagerðarinnar. Þetta er hárrétt, og ástæðan sú að verk vegagerðarinnar eru öllum aug- ljós þá unnin eru, hvort heldur unnin til bóta, sem því betur oftar er, eða af vanhyggju svo sem vesalings „Hlykkur“ ber vitni um. Ég undraðist nokkuð er ég las grein G.Sv. að því var líkast að grein mín hefði hleypt nokkurri ólgu í blóð hans, ekki ólíkt því sem kvað stundum gerast hjá vissri skepnu þá rauðu klæði er veifað í augsýn hennar. Þá kom mér einnig á óvart að hann skyldi slíta orð mín svo úr samhengi að, þau yrðu óskiljanleg. Orðrétt seg- ir G.Sv.: „Málflutningi hans verð- ur best lýst með hans eigin orðum: „Ég hefi ekki lagt kapp á að kynnaj mér . . . þó að ég ef til vill hafi grun um . . . þá vildi ég helst ekki vita það.“ Hér er um all freklega ritfölsun að ræða því að rétt eru orð mín þannig: „Ég hefi ekki lagt kapp á að kynna mér hvaða „fræðingur" var hér að verki og þó að ég, ef til vill, hafi grun um hver hann er þá vildi ég þó helst ekki vita það.“ Ég sé að nauðsyn- legt er að útskýra þetta betur fyrir G.Sv. Skýringin erþessi: Svo yfir- þyrmandi geta mannleg afglöp verið að jafnvel virðist sá kostur bestur að vita ekki hver fremur þau. Ég veit að sú aðferð G. Sv. að slíta orð úr samhengi er svolítið þekkt og verður sjálfsagt að telj- ast mannleg, en stórmannleg er hún ekki, því hún sýnir ætíð við- brögð rökþrota manna sem óttast að verða kaffærðir í forarvilpu eigin ávirðinga. Skröksemi hefur ætíð þótt leiðinlegur galli og föls- unarhneigð, frænka hennar, engu betri. Þar sem ég á bágt með að trúa því að þessar leiðu nornir hafi náð tangarhaldi á G.Sv. vil ég skjóta hér fram þeirri hugdettu hvort ekki geti skeð að þessi mis- tök hans stafi frá skertri sjón, af hvaða ástæðu sem það ætti nú að vera, og að hann hafi raunveru- lega aðeins séð punktalínur í grein minni þar sem orð mín voru þó prentuð skýru letri. Reyndar gæti þessi hugdetta mín, ef rétt væri, afsakað margt í gerðum og orðum G.Sv. En þar eð alkunnugt er að veikum mönnum er oft ókunnugt um sjúkdóma sína, og einnig þó að þeir viti af þeim er þeim oft sárnauðugt að um þá sé rætt og með tilliti til þess að G.Sv. sé, ef til vill, í þeim hópi mun ég, í framhaldi greinar minnar, haga orðum mínum svo sem um heil- brigðan og ábyrgan mann sé að ræða - og vona að G.Sv. geðjist vel að. G.Sv. birtir uppdrætti af tvenn- um vegarlínum og nefnir aðra þeirra „Sigtryggsleið“. Þó að ég, af heilum huga, vildi að ég hefði átt frumkvæði að þeirri leið þá er það Guðmundur Benediktsson, forveri G.Sv. í starfi sem á þann heiður en ekki ég. Því sé ég ekki betur en að hér sé um nafnstuld að ræða og frábið mér að hróður minn sé hækkaður á svo fölskum forsendum. Þá er það leiðinlegur þvættingur hjá G.Sv. að ég sé far- inn að siá G.Ben í öðru ljósi en áður. Alit mitt á honum er óbreytt, um margra ára skeið. Ég hef ætíð metið hann sem vitmann og eitt mesta prúðmenni er ég hefi kynnst, en að sjálfsögðu gat það álit mitt ekki hindrað að ég gagn- rýndi gerðir hans í opinberu starfi þegar ástæða var til á sama hátt og ég hefi gagnrýnt lagningu „Hlykks“. G.Sv. telur að óvíst sé með snjósækni á þeim tveimur leiðum sem um er rætt, „enda get- ur reynslan ein skorið úr því“, segir hann. Er það ekki ömurlegt að G.Sv. skuli ekki vita, það sem er alkunnugt vegfarendum Eyja- fjarðarbrautar, að reynsla all margra undanfarandi ára hefur skorið glöggt úr um það mál? Reynslan er ætíð heiðarleg, ólygin og laus við blekkingar. Það svíkur engan að fylgja leiðbein- ingum hennar. Reynslan sagði mér og öðrum, sem ekið hafa um Eyjafjarðarbraut svo mörgum árum skiptir, jafnvel áratugum, að uppi á melnum festi ekki snjó þó að ófært væri á neðri leiðinni sem nú hefur verið endurbyggð. Hvers vegna skyldum við bílstjór- ar annars hafa flúið á veg G.Ben., hvað eftir annað þegar hlykkja- vegurinn var ófær vegna snjó- þyngsla? Þó var leiðin yfir melinn aðeins rudd með jarðýtu, gróf og óslétt. Vissulega hefði þurft að breikka þann veg lítilsháttar og bera ofan í hann fíngerðara efni, en það sem melurinn gat látið í té, auk smávegis hækkunar. Og þá eru það teikningar nar af umrædd- um tveimur línum sem G.Sv. birt- ir í grein sinni og prýða hana hvað mest. Því miður eru þær svolítið falskar, þar eð báðar eru sýndar þráðbeinar, sem er að vísu rétt hvað varðar leið G.Ben., en vesa- lings „Hlykkur“ fær ekki að njóta fegurðarinnar af sínum sex hlykkjum, stórum og smáum, á sinni tiltölulega stuttu leið. Þarna hefði loftmynd sýnt legu veglín- anna mun greinilegar. 4 - DAGUR - 20. janúar 1983 „HLYKKUR" Þá kemur það öllum „spánskt" fyrir sjónir sem kunnugir eru þessum leiðum, að sjá á uppdrætt- inum yfir melinn gífurlega upp- fyllingu norðan miðju hans. Reynslan segir, alveg steinhissa, að þetta sé frekleg fölsun því að þarna er sannarlega ekkert Color- ado gljúfur til. Þá er sýnd mikil uppfylling norðan melbarðsins, en ætlun G.Ben. að ýta melbrún- inni niður til að lækka hana og fá um leið efni í uppfyllinguna, sýnd fullkomin fyririitning. Ég vil taka skýrt fram að ég veit með vissu að Sigtryggur Símonarson. G.Ben. er ekki höfundur teikn- ingarinnar, sem betur fer. Aðal viðfangsefnið var lagning nýs veg- ar í beinu framhaldi frá melnum, suður hjá Stíflubrú. Á þann hátt fjarlægist Eyjafjarðarbraut Stíflu- brúna og minnkaði slysahættu, þveröfugt við það sem nú hefur gerst. G.Sv. telur að leið G.Ben. hefði orðið dýrari en „Hlykkur" og má vel vera að hægt hefði verið að hanna hana svo að rétt hefði reynst. Að.sjálfsögðu er auðvelt fyrir „fræðing" sem hefur „aflað sér þekkingar“ að skapa sér vissar forsendur til að reikna dæmið útfrá og virðist þá reynslan auka- atriði. Alltaf er vonast eftir, þegar skipt er um forystumenn í ábyrgð- armiklum störfum, að einn komi öðrum meiri og ef svo reynist er það auðvitað ágætt en stundum snýst þetta við þannig að einn kemur öðrum minni - en það er afleitt og ætti vart að geta gerst vegna stóraukinnar þekkingar og tækni vinnuvísinda vorra tíma, svo sem á fleiri sviðum. G.Sv. minnist á umferðarör- yggi sem hann telur minna á veg- arlínu G.Ben. Hún er örfáum metrum hærri en lína Vegagerð- ar forsjónarinnar og fráleitt að þar sé slysahætta meiri en á mörg- um krókum „Hlykks“. Svo skringilega bregður við að G.Sv. lætur þess stuttlega getið að teng- ■ ing vegarins við Stíflubrú verði „lagfærð" á því ári sem nú er byrjað. Óneitanlega vaknar þá sú spurning hvers vegna vegurinn var færður nær brúnni en hann áður var, síðastliðið sumar, til þess eins að færa hann fjær á ný- byrjuðu ári? Er svo miklu fé varið til endur- bóta þjóðvega að umdæmisverk- fræðingurinn geti leyft sér leik að eyðslu þess jafnvel til þess að kynna sér hvort áhrifa gæti af stór- aukinni slysahættu og til þess að færa sama veginn til, sitt á hvað, svo sem í atvinnubótaskyni? Brást þekkingin - eða hvað? Ef til vill var umhyggja G.Sv. vegna umferðaröryggis bara í sumarfríi á meðan að þessu var unnið. Og hvað skyldi hafa orsak- að það að útboðslýsing Vegagerð- arinnar vegna „Hlykks“ stóðst ekki fyllilega rök reynslunnar? Ég geri ekki ráð fyrir að skrifa meira um þetta mál nema sérstakt tilefni gefist, enda hefi ég náð til- gangi mínum að vekja athygli á furðulegri „vegbótar“-fram- kvæmd ef verða mætti til þess að svipuð hneykslisverk endurtækju sig ekki í náinni framtíð. En vissu- lega mun „Hlykkur" á ókomnum tímum gæta þess vel að þekking og færni G.Sv., sem umdæm- isverkfræðings gleymist ekki. Vel mun „Hlykkjar “ vangerð myndin vitni bera, enn um sinn, hvort ötull pissar upp í vindinn umdæmisverkfræðingurinn. 8. janúar 1983. Sigtryggur Símonarson. Nýi hreini appelsínusafinn Blanda er kominn í verslanir Mjólkursamlag S.A.H., Blönduósi. 3 mót um helgina Það verður nóg um að vera í Hlíðarfjalli um helgina en þá fara þar fram þrjú skíðamót. Þorramót í göngu verður haldið á laugardag og hefst kl. 14. Keppt verður í öllum aldurs- flokkum en skráning er við Skíðastaði kl. 13.30. Stórsvigsmót Þórs verður framhaldið á laugardag og þá keppt í flokkum 13-14 ára og 15—16 ára stúlkna og einnig verður keppt í sömu aldurs- flokkum pilta í Svigmóti KA. Á sunnudag halda mótin áfram. í Stórsvigsmóti Þórs verður keppt í 13-14 og 15-16 ára flokkum pilta og í Svigmóti KA í flokkum 13-14 ára og 15-16 ára flokkum stúlkna. Fjölskylduskemmtun KA Fjölskylduskemmtun sú er KA hugðist halda á dögunum en aflýsa varð vegna veðurs verður haldin á laugardag í íþróttahöllinni og hefst kl. 14. Þar verður margt til skemmt- unar. Fyrst á dagskrá er knatt- spyrnukeppni yngri flokka og að henni lokinni fimleikar. Því næst kemur „rúsínan“ á dagskránni en það er viðureign úrvalsliðs gegn „Stjörnuliði Ómars Ragn- arssonar". Auk Ómars eru í liði hans margir landsþekktir kapp- ar og í því sambandi má nefna Albert Guðmundsson, alþingis- mann, Ladda og grínistann Magnús Ólafsson. Þórður húsvörður, sem allir þekkja, mætir og ræðir við börnin, hljómsveitin Des og 7 skemmta og spilað verður bingó. Kynnir verður Magnús Ólafsson. Handbolti Á föstudagskvöldið fer fram í íþróttahöllinni einn leikur í fyrstu deild kvenna. Þar eigast við Þórsstúlkur og Fram, og hefst leikurinn kl. 21.45. AK-mót í handbolta Á föstudagskvöldið kl. 20.30 leika í íþróttahöllinni Þór og KA í meistaraflokki karla. Þetta er Akureyrarmót í handbolta og jafnframt fyrsti alvöruleikur þessum leik, eða kl. 21.45, leika þessara liða í höllinni. Á eftir í fyrstu deild kvenna Þór og Fram. Akureyringar eru hvattir til að fjölmenna á þessa fyrstu leiki í höllinni. Þór og KA leika ekki í karla- flokki þessa helgi, en Dalvíking- ar fara suður og leika tvo leiki. Sá fyrri er í Sandgerði á föstu- dagskvöldið gegn Reyni og sá síðari á laugardaginn í Keflavík gegn ÍBK. Kæra Haukanna Það hefur varla farið framhjá þeim er lesa íþróttafréttir blað- anna að einhver eftirmáli ætlar að verða á leik Þórs og Hauka i 1. deild körfuknattleiksins sem fram fór um helgina á Akureyri, en þar töpuðu Haukar sínum fyrsta leik í mótinu-og þótti súrt að vonum. Haukarnir tilkynntu strax eftir leikinn að þeir myndu kæra. Ekki þó þórsara eða úrslit leiks- ins, heldur aðaldömarann Hörð Tuliníus. Þegar Einar Bollason þjálfari Haukanna var spurður að þvf eftir leikinn hvað þeir ætl- uðu að kæra nefndi hann eftir- farandi: Hlutdrægni Harðar, það að hann skyldi voga sér að dæma leik þar sem sonur hans væri leikmaður með Þór og kunnáttuleysi í regiunum og sví- virðilega framkomu gagnvart Haukum. í viðtali við DV sl. mánudag sagði Einar stðan að það væri skilyrðislaus krafa að tveir Akureyrardómarar dæmdu ekki leiki Þórs á Akureyri. Ef við lítum fyrst á síðasta at- riðið, þá eru þeir Hörður og Rafn Benediktsson sem dæma leiki Þórs á Akureyri báðir KA- menn, og ég hef grun um að margir Þórsarar séu ekki á þeirri skoðun að Þór hagnist yfir höfuð ekki á dómgæslu þeirra. Ekki vegna þess að þeir eru KA- menn, heldur vcgna hins að ætli það sé ekki mannlegt hjá þeim að gera heimaliðinu ekki of hátt undir höfði, ómeðvitað. Þetta er ekkert einkennilegt. Verði breyting á þessu og sendur einn dómari að sunnan á hvern heimaleik Þórs, þá hlýtur að vera eðlileg krafa þórsara er þeir leika á útivelli t.d. við ÍS að það dæmi ekki tveir dómarar úr Reykjavík. Ásökun Haukanna um hlut- drægni Harðar er ekki svaraverð og verður því ekki tekin til umræðu hér. Ef við lítum hinsvegar á það atriði að Hörður ætti ekki að dæma leiki Þórs vegna þess að sonur hans er í liðinu, þá er hún furðuleg. Eða á að meina Hrafn- keli Tuliníus að iðka körfuknatt- leik hjá Þór vegna þess að pabbi hans er dómari fyrir KA? Og þá er það kunnáttuleysi Harðar í reglum körfuknatt- leiksins. Nú er Hörður með al- þjóðleg réttindi sem dómari og hefur dæmt fjölda landsleikja' innanlands og utan. Ætli þeir séu margir alþjóðadómaramir sem þau réttindi hafa og kunna ekki reglurnar? Það getur hinsvegar hent dómara að gera mistök og túlka reglurnar á rangan hátt og það henti Hörð í þessum leik, því verður ekki neitað. En ætii mis- tök Harðar og Rafns í leik Þórs og Hauka hafi verið fleiri en leik- manna liðanna? Eða jafnvel: Ætli Einar Bollason þjálfari Hauka hafi ekki gert sín mistök í þessum leik eins og dómararnir? Ég er á þeirri skoðun að kæra Haukanna sem kom fram strax eftir aö leiknum lauk hafi verið sett fram í fljótfærni, ogeftir það verður ekki aftur snúið. Nú er að fylgjast með framhaldi málsins, og einnig þvf hvaða afgreiðslu mál Einars Bollasonar fær fyrir Aganefnd KKÍ, en þangað er hann kærður af dómurum leiks- ins fyrir óprúðmannlega fram- komu á meðan á leiknum stöð og aðhonum ioknum. glt- 20. janúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.