Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR DAGS OG AFGREIÐSLU: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BjÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jöfnun húshitunarkostnaðar og raforkuverð til álversins Eins og flestum mun kunnugt hefur verð á raf- orku hækkað mjög verulega. Þannig hefur smásöluverð á raforku frá almenningsveitum hækkað um 116—132% frá nóvember 1981 til sama tíma í fyrra og á sama tímabili hækkaði gjaldskrárliðurinn almenn notkun hjá Rarik um tæplega 126%. Landsvirkjun hefur nú ákveðið 29% hækkun frá og með 1. febrúar og svo dæmi sé tekið þá þýðir það tæplega 19% hækkun á smásöluverði Rafmagnsveitu Akur- eyrar. Á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er jöfnun húshitunarkostnaðar og verði raforka til hús- hitunar ekki greidd niður á þessu ári verður kostnaður við rafhitun jafnmikill kostnaði við kyndingu með óniðurgreiddri olíu. Þetta er reyndar furðulegt í okkar orkuríka landi á tím- um orkukreppu í heiminum. En þannig standa nú málin engu að síður. Nefnd sem vinnur að lausnum á þessu máli hefur komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að afla fjár til þessarar niðurgreiðslu á raforku til húshitunar með hækkun á raforkuverði til stóriðju. Þetta er rökrétt þegar til þess er litið að t.d. álverið í Straumsvík greiðir svo miklu lægra verð fyrir raforkuna en almennir neyt- endur að engu lagi er líkt. Heildsöluverð til almenningsrafveitna í landinu hefur að undanförnu verið fimmfalt hærra en verð á raf- orku til álversins í Straumsvík. Mismunurinn er um 400%, en starfshópur á vegum iðnaðar- ráðuneytisins hefur komist að þeirri niður- stöðu að eðlilegur munur þarna á milli væri um 50%, að teknu tilliti til þess hversu stór kaup- andi álverið er. í viðtali við Dag segir Guðmundur Bjarna- son, alþingismaður og einn nefndarmanna í nefndinni sem fjallaði um jöfnun húshitunar- kostnaðar: „Það getur hver maður séð að seinagangur í samningum við álverið um hækkun raforkuverðs veldur okkur stórkost- legu tjóni og því miður er samningsstaðan mun verri nú en fyrir tveimur árum, en þá hefði að líkindum verið hægt að ná viðunandi samn- ingum. Það má því segja að seinagangur í samningum við álverið um hækkun raforku- verðs standi nú í veginum fyrir því að hægt sé að jafna húshitunarkostnað landsmanna.“ Að sögn Guðmundur verður leitað bráða- birgðalausna á þessu vandamáli en lögð er áhersla á að stjórnvöld beiti öllum tiltækum ráðum í því skyni að fá framgengt kröfunni um hækkun raforkuverðs til álversins. Því miður er samningsstaðan nú miklu verri en áður, þar sem nú fást ekki nema þúsund dollarar fyrir tonnið af áli á móti tvö þúsund dollurum fyrir tveimur árum. Ráðherranefnd hefur nú yfirtekið þetta mál, rétt eins og nauðsynlegt reyndist í Blöndudeil- unni, sem iðnaðarráðherra virtist ekki fær um að leysa. Er vonandi að nefndinni verði betur ágengt en iðnaðarráðherra einum, sem klúðr- aði málinu og nýtti ekki þá samningsstöðu sem við höfðum. Það er oft svo með góð mál og það sem vel er gert á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins, að þau fara ekki alltaf hátt og stundum er alls ekkert á þau minnst. Það væri t.d. gaman að vita hve margir hér í bæ hafa heyrt minnst á starfsemi heimahjúkrunarinnar eða sjúkravina Rauða krossins. Þeir eru örugglega ekki mjög margir, en það segir ekkert um eðli eða umfang þessarar starfsemi. Til að ráða bót hér á ræddi blaðamaður Dags á dögunum við fulltrúa heimahjúkrunarinnar og sjúkravina, þær Huldu Baldursdóttur og Öldu Sigurbrandsdóttur og voru þær fyrst beðnar að gera grein fyrir starfseminni. - Eins og í nafninu felst þá er okkar starf fólgið í hjúkrun og að- hlynningu sjúklinga í heimahúsum, segir Hulda Baldursdóttur. Að sögn hennar voru svokölluð stöðugildi við heimahjúkrunina, sem rekin er í tengslum við Heilsu- verndarstöð Akureyrar, þrjú og hálft á síðasta ári en þá var farið í alls 4800 vitjanir. Þetta þýðir í raun að hver starfsmaður hafi farið í um 1500 vitjanir á árinu eða rúmlega sex heimsóknir daglega, ef miðað er við fimm daga vinnuviku. Fimmtán manns eru á skrá hjá sjúkravinum á Akureyri en auk þess er, að sögn Öldu, margt Rauða kross fólk svo reiðubúið til að að- stoða ef þörf krefur. - En hvernig kemst fólk í sam- band við ykkur? - Það á að vera hægt með því að hafa samband við lækna sjúkrahúss- ins eða Félagsmálastofnun og svo hefur séra Pálmi Matthíasson síma- númerin okkar. En þetta má fréttast víðar og því miður hefur ekki verið Hulda Baldursdóttir og Alda Sigurbrandsdóttir. „Ríkjandi skoðun hjá gamla fólkinu að það sé að þiggja ölmusu“ - segja þær Hulda Baldursdóttir, hjá heimahjúkruninni og Alda Sigurbrandsdóttir, hjá Sjúkravinum Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar vilja sjúkravinir fá aðstöðu fyrir sölubúð í framtlðinni. Allt sjálfboðavinna En nú er röðin komin að Öldu. - Við í sjúkravinum hjálpum fólki á heimilunum svo sem við ýms- ar útréttingar. Við borgum reikn- inga, sækjum mat, lesum fyrir fólkið og spjöllum við það. Það má eigin- lega segja að okkar starfsemi sé fólgin í að rjúfa einangrun þess. Samkvæmt upplýsingum Öldu er öll starfsemi sjúkravina unnin í sjálfboðavinnu og á síðasta ári sinntu sjúkravinir á Akureyri um tíu aðilum reglulega, en þar við bættust svo fjöldi heimsókna á sjúkrahús. - Það er yfirleitt miðað við að við heimsækjum hvern skjólstæðing svona tvisvar sinnum í viku og þá u.þ.b. klukkutíma í senn, en oftast verður þetta nú meira. Það myndast oft mjög skemmtileg og indæl vin- áttubönd, þannig að þessar heim- sóknir verða í sjálfu sér oft eins og sannkallaðar vináttuheimsóknir, segir Alda, sem er með sex manns á sínum heimsóknarlista. leitað eins mikið til okkar og við átt- um von á. - Já, þettaervístalvegrétt, skýt- ur Hulda nú inn í og bætir því við að gamla fólkið viti oft ekki um þá þjónustu sem því stendur til boða og eins séu bæjarfélögin oft sein að taka við sér og kynni þetta ekki nægilega. Þá er það einnig ríkjandi skoðun hjá þessu gamla fólki að það sé að þiggja einhverja ölmusu, enda verð- ur það oft ákaflega undrandi þegar það kemur í ljós að það á ekkert að borga. Þetta fólk er vant þvf frá blautu barnsbeini að sjá um sig sjálft og það bara gerir sér ekki grein fyrir því að það eru svo margir fleiri aðil- ar í þjóðfélaginu sem fá svo miklu meiri þjónustu en þeir sjálfir, segir Hulda og Alda tekur h^ils hugar undir. En svo vikið sé nánar að heima- hjúkruninni, þá má geta þess að heimahjúkrunin ráðstafar sjúkra- rúmum til einstaklinga. Rúm þessi voru framlag Rauða kross deildar- innar hér á Akureyri á ári aldraðra og voru kaupin m.a. fjármögnuð með fé úr sérverkefnasjóði Rauða kross íslands. Biölisti eftir sjúkrarúmunum Keypt voru átta rúm og eru sjö þeirra í notkun á Akur- eyri, en eitt frammi í Eyjafirði. - Þessi rúm eru ákaflega góð og heimilisleg, segir Hulda og tekur það fram að auk þess sem þau séu þægilegri fyrir sjúklingana, þá sé það mjög mikill munur fyrir þá sem hlynna að sjúklingunum að vinna við þessi rúm. - Ég er sannfærð um að þessum peningum, sem varið var til kaup- anna á þessum sjúkrarúmum, hefði ekki getað verið betur varið, segir Hulda, en getur þess jafnframt að heimahjúkrunin gæti notað miklu fleiri rúm og auk þess sé bagalegt að hafa ekki a.m.k. eitt aukarúm sem hægt sé að grípa til í neyðartilvik- um. - Er þá fólk á biðlista eftir þess- um rúmum? - Já, það eru all nokkrir á biðlista og við gætum t.d. ráðstafað þrem rúmum strax í dag ef þau væru fyrir hendi. Þörfin er brýn og það má gjarnan koma fram að rúmin eru lánuð endurgjaldslaust. Ég vil jafn- framt biðja fyrir þakkir hér til sendi- bílstjóranna og slökkviliðsmanna bem hafa hjálpað okkur við að flytja rúmin á milli staða, en þessir menn hafa reynst okkur mjög hjálpsamir og ekki talið það eftir sér að flytja rúmin þó þau séu þung og mikið þyngri en tveir menn eiga gott með að bera. - En hvað er nú framundan hjá heimahjúkruninni og sjúkravinum? - Hvað okkur snertir, segir Hulda, - þá munum við bara halda okkur striki og vonandi verður okk- gr gert kleyft að sinna okkur starfi bftir bestu getu. Sjúkravinir fái sölubúð á sjúkrahúsinu - Við hjá sjúkravinum bíðum spennt núna eftir niðurstöðum könnunar Félagsmálastofnunar á vistunarþörf aldraðra, segir Aldá og bætir því við að þessi könnun hafi verið það víðtæk að hún ætti að gefa svör við mörgum spurningum varð- andi þarfir aldraðra á Akureyri. - Nú og svo vonum við einnig að þess verði skammt að bíða að sjúkravinir fái aðstöðu í Fjórðungs- sjúkrahúsinu fyrir sölubúð, líkt og sjúkravinir í Reykjavík. Það er langt síðan að þessu máli var fyrst hreyft, en þess má geta að öll vinna við búð sem þessa er sjálfboðavinna og rennur ágóði, ef einhver er, til starfseminnar. Hvað er mm ■ ■■ ■ í;:' > sjjúkra vinur? Sjúkravinur er sá sem leitar að því besta í sjálf- um sér til að miðla öðrum og gerir sér far um að sýna skilning, umburðarlyndi og þolinmæði. Sjúkravinur reynir að hjálpa og létta undir með sjúkum og þjáðum og þeim sem eru einmana. Sjúkravinur vinnur að líknar- og mannúðar- störfum fyrir Rauða krossinn á hlutlausan og óhlutdrægan hátt. Þannig er sjúkravinur. Hugmyndin um sjúkravini og starfsemi þeirra er upphaflega frá hinum bandarísku „Red Cross Grey Ladies“ sem voru til ómetanlegrar hjálpar sjúkum og særðum í sjúkrahúsum með- an á báðum heimsstyrjöldum stóð. Undirbúningur undir starf sjúkravina Rauða kross íslands hófst í byrjun ársins 1967 á vegum nýstofnaðrar kvennadeildar Reykjavíkur- deildarinnar, en starfsemi sjúkravini á Akur- eyri hófst árið 1979. (Úr bæklingi kvennadeildar RKÍ) pipii Texti: ESE Mynd: H.Sv. Þeim var skipað að koma suður KA-Ármann Friðbjörnn Jónsson verður í sviðsljósinu í íþróttahöllinni annað kvöld. KA-mót IKA-mót í svigi fyrir 12 ára og yngri verður haldið í Hlíðarfjalli á laugardag og hefst það kl. 12 á hádegi. Skráning hefst kl. 11 í Strýtu. (Foreldraráð hefur ákveðið að allir þeir er keppa og greiða ekki æfingagjald greiði þátttökugjald í mótum kr. 50). Fylkir 9 9 0 0 199-141 18 Reynir 10 7 1 2 258-188 15 Akranes 10 6 1 3 278-186 13 Þór Ak. 9 5 2 2 234-165 12 Keflavík 9 5 1 3 211-167 11 Týr 8 3 1 4 173-151 7 Dalvík 7 2 9 5 164-165 4 Skallagr. 12 2 0 10 202-338 4 Ögri 10 0 0 10 111-337 0 annað kvöld Á föstudagskvöldið verður fyrsti skömmu þannig að ekki má van- leikurinn í annarri deild í meta þá sem andstæðinga. íþróttahöllinni. Þá leika KA og Leikurinn hefst kl. 20.00 og Ármenningar. KA er á toppi eruáhorfendurhvattirtilaðfjöl- deildarinnar en Ármann í neðri menna íhöllinaogsjáspennandi hlutanum. Þeir unnu hins vegar leik. Þór í Vestmannaeyjum fyrir Þórsarar leika mjög þýðingar- mikla leiki um toppsætin í þriðju deild um helgina. Þá leika þeir gegn Reynir Sandgerði og Keflvíkingum. Ef Þór sigrar í þessum leikjum hafa þeir mikla möguleika á að endurheimta annarardeildar sæti sitt, en ef þessir leikir tapast verður róður- inn mun erfiðari. Þeir hafa ekki leikið í deildinni í tvo mánuði en vonandi skila æfingarnar sér með góðum sigrum í þessum leikjum. Staðan í þriðju deild er nú þessi: Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta umferð í riðlakeppni annars flokks. Eins og áður var sagt frá var búið að dæma Þórs- ara úr þessari keppni þar er þeir sem töpuðu fyrir þeim kærðu þá fyrir að nota of unga leikmenn. Þeir voru því dæmdir stigalausir. Meðal annars þess vegna og einnig vegna prófa hjá piltunum fóru Þórsarar ekki í þessa síð- ustu keppni. Það gekk hinsvegar erfiðlega fyrir KA að komast þar sem þeirra strákar voru einnig í prófum. Sumir þeirra fóru í tvö próf fyrir hádegi á laugardag til þess að ljúka þeim fyrir keppnina. Þegar prófunum var lokið var hinsvegar ekki flug- veður fyrir Fokkerana hjá FI. Stjórn HSÍ tilkynnti hins vegar forráðamönnum KA að þeir yrðu dæmdir úr keppni ef þeir kæmu ekki tafarlaust suður. Stjórn handboltadeildarinnar varð því að fá leiguvél með liðið suður í einum hvelli, en það kostaði okkur 20.000 krónur aukalega sagði einn stjórnar- manna. Þegar suður kom á laug- ardaginn þurftu þeir að leika tvo leiki strax og þeir komu úr flug- vélinni. Fyrri leikurinn var við Hauka og þar sigraði KA með 21 marki gegn 15. Næst var leikið gegn Víkingum sem voru mjög sterkt lið í þessari keppni. Þar tapaði KA með 17 gegn 27. Á sunnu- dagsmorguninn var leikið gegn Aftureldingu og þar vannst auð- veldur sigur 24 gegn 14. Næst var leikið gegn Fylki og þar var einn- ig sigur 16 gegn 14 og síðan gegn Stjörnunni og þar vann KA einnig 19 gegn 11. Þrátt fyrir þessa góðu sigra komst liðið ekki í sjálfa úrslita- keppnina þar sem þeir lentu í þriðja sæti. Strákarnir stóðu sig hins vegar vel en þeir verða flest allir í öðrum flokki næsta ár. Jakobí landslið í leikjum annars flokks var það Jakob Jónsson sem var lang markhæstur KA manna, og einnig hafði hann yfirburði yfir flesta aðra leikmenn keppninn- ar. Hann hefur nú verið valinn til æfinga hjá Unglingalandsliðinu og mun fara til Reykjavíkur strax í næstu viku á æfingar. Íþróttasíðan óskar Jakobi til hamingju með þennan árangur. Jakob er einnig fastamaður í annarar deildar liði KA. Þórfer suður Hörkuleikir í körfunni Öruggt má telja að körfuknatt- leiksmenn Þórs eigi erfiða helgi fyrir höndum. Þeir eiga að leika syðra gegn þeim liðum sem keppa ásamt þeim um sæti í Úr- valsdeild að ári, Haukum og ÍS, og Þórsarar munu ekki geta far- ið með fullskipað lið í þessa mikilvægu leiki. Jóhann Sigurðsson hefur ver- ið meiddur frá því um áramót, og í vikunni meiddist Eiríkur Sigurðsson illa á ökkla og mun verða eitthvað frá. Er þetta geysileg blóðtaka fyrir liðið að missa þessa leikmenn sem eru tveir af bestu mönnum liðsins. Staðan í 1. deild körfuboltans er nú þannig að Þór og Haukar hafa tapað fjórum stigum en ÍS sex stigum. Leikirnir um helgina eru því geysilega þýðingarmiklir fyrir öll þessi lið. - Auk þessara leikja eiga Þórsarar eftir að mæta báðum þessum liðum aftur og Haukar og ÍS eiga eftir einn innbyrðis leik. Mikið mun mæða á Robert McField í leikjum Þórs um helgina. 4 - DAGUR - 3. febrúar 1983 3. febrúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.