Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.1983, Blaðsíða 8
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Framleiða refa fóður hjá K. I*. I byrjun þessa mánaðar hóf K.Þ. framleiðslu á refafóðri í svokölluðu fóðureldhúsi sem fyrirtækið setti á laggirnir í gamla Frystihúsinu. Uppistaö- an í fóðri þessu eða um 70% er fiskúrgangur frá Fiskiðjusam- laginu og um 12% sem er úr- gangur frá Sláturhúsi K.Þ. Alls munu vera 14 efni eða efnasambönd sem notuö eru í blönduna, flest' þeirra innlend. Vítamín, kolvetni og hemax er keypt erlendis frá og það er dýr- asta hráefnið. Blaðamaður Dags átti leið þarna um sl. föstudag, og þá var Þórður Sveinsson „fóðurblönd- unarstjóri“ að útbúa blöndu sem fara átti í 120 dýr. Hann sagði að fimm bændur í Reykjadal, Aðal- dal og Laxárdal væru með refa- búskap. Þeirværuallirkaupendur að fóðrinu og líkaði það mjög vel. Þórður sagði að einnig væri í bí- gerð að selja fóðrið austur í Keldu hverfi og jafnvel víðar. Enn sem komið er fer blöndunin fram að- eins tvisvar í viku og samdægurs flytja vöruflutningabílar K.Þ. fóðrið til kaupenda. Tækja- samstæðan, hakkavél, blandari og fínhakkari er smíðað hjá Landssmiðjunni og getur hún séð 800-1000 dýrum fyrir mat. Hvert dýr étur um 500 grömm á dag. Þ.B. Húsavík. Vitni vantar: Fótaför á bifreiðinni Aðfararnótt sl. laugardags voru unnar skemmdir á bifreið af gerð- inni Volkswagen Jetta. Bifreiðin sem er grá að lit stóð á bifreiða- stæði fyrir norðan nætursöluna við Ráðhústorg og samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögregl- unnar er engu líkara en sparkað hafi verið mörgum sinnum í hlið bifreiðarinnar. Fótaför eru á bif- reiðinni og biður rannsóknarlög- reglan þá sem geta gefið upplýs- ingar varðandi þessar skemmdir að hafa samband strax. Hægt er að ná sambandi við rann- sóknarlögreglumenn í síma 22344 og við almenna lögreglu í síma 23222. Þórður Sveinsson í „fóðureldhúsinu' Stakfell með 610 tonn Þórshöfn 15. mars. Togarinn Stakfell hefur fengið 610 tonn frá áramótum og hef- ur mesti hluti aflans verið unn- inn hér á Þórshöfn, en um 25% fer til vinnslu á Raufarhöfn. Afli bátanna frá áramótum er hinsvegar um 250 tonn en þeir hafa aðallega verið á netum en einnig nokkuð á línu. Hefur slæmt tíðar- far gert þeim erfitt fyrir en nú eru 6 bátar gerðir út héðan. Af verklegum framkvæmdum hér á staðnum má nefna í vor verður lokið við byggingu barna- dagheimilis og um næstu mánaða- mót verður tekin í notkun við- bygging við vélaverkstæði Kaup- félagsins. Kvenfélagið Hvöt varð 50 ára á dögunum og var haldið upp á af- mælið af miklum myndarskap. Framsóknarfélagið á staðnum hélt þriggja kvölda spilavist sem tókst mjög vel og var fjölsótt. Snjólétt hefur verið hér um slóðir í vetur og lítur vel út fyrir bændur ef ekki bregður til verri tíðar. Þeir sem hyggjast stunda grásleppu- veiðar í vor eru nú að undirbúa sig og gera klárt fyrir þær veiðar.J.J. Frá æfíngu á „Illur fengur“. - Frá v. Björn I. Hilmarsson, Ingibjörg Hjalta- dóttir, Arnar Símonarson, Björn Björnsson, Guðmundur Júlíusson og Jón Hjaltason. Mynd: Rögnvaldur. „Kóngsins lausamaður“ Dalvík: lllur fengur Á föstudagskvöldið mun Leik- félag Dalvíkur frumsýna leik- ritid „Illur fengur“ eftir breska leikarann og leikritaskáldið Jou Orton. Leikstjóri er Bjarni Ingvason en leikmynd gerir Kristján Hjartarson, sem jafn- framt er formaður Leikfélags Dalvíkur. Að sögn Kristjáns eru leikend- ur 6 talsins og eru aðalhlutverkin í höndum Björns Björnssonar og Ingibjargar Hjartardóttur. Krist- ján sagði þó að öll hlutverkin væru frekar stór. Leikstjórinn Bjarni Ingvason kemur frá Akureyri en í vetur hef- ur hann m.a. leikið með Leikfé- lagi Akureyrar í „Bréfberanum frá Arles" og „Atómstöðinni". Áður lék Bjarni með Alþýðuleik- húsinu, m.a. í ærslaleiknum „IUur fengur“. Þetta verður eina verk- efni Leikfélags Dalvíkur í vetur, en undanfarin ár hefur félagið sett upp tvö verk. Að sögn Kristjáns Hjartarsonar eru menn að safna kröftum fyrir næsta ár, en þá á Leikfélag Dal- víkur 40 ára afmæli sem ætlunin er að minnast með myndarskap. í Leikfélagi Dalvíkur eru félagar vel yfir 100 en virkur kjarni sam- anstendur af um 30 manns. Leik- félagið hefur sýnt það og sannað hverju áhugaleikfélög geta áork- að, verk félagsins hafa yfirleitt verið vönduð og því er ávallt spenningur í lofti þegar beðið er eftir nýrri frumsýningu. A.G. „Ætli það hafi ekki veriö kom- inn tími til þess að fara að hvíla sig á þessu, ég er búinn að vinna tvöfalda vinnu við fyrirtækið lengst af, bæði ekið og séð um fjármálin“ sagði Pétur Jónsson, aðaleigandi vöru- flutningafélagsins Péturs og Valdimars sem nú er hætt starf- semi. Það var fyrirtækið Dreki sem keypti þetta rótgróna fyrirtæki. Að sögn Péturs Jónssonar byrjaði hann að aka vörum frá Akureyri til Reykjavíkur uppúr 1940 og kveikjan að stofnun fyrirtækisins var sú að bílarnir voru oftast tóm- ir á bakaleiðinni og var þá hafist handa um að komast í samband við aðila fyrir sunnan til að kippa því í lag. Um það leyti byrjaði Valdimar bróðir hans að starfa að þessu með honum. Fyrirtækið Pétur og Valdimar var svo formlega stofnað stuttu síðar og hefur fram á þennan dag verið eitt allra stærsta vöruflutn- ingafyrirtæki landsins og Pétur var m.a. ein af stofnendum Vöru- flutningamiðstöðvarinnar sem hefur aðalaðsetur í Reykjavík. En nú er hann orðinn „kóngsins lausamaður" eins og hann orðaði það. # Ekkert áunnist Árni Gunnarsson, þing- maður, flutti skörulega ræðu í eldhúsdagsumræðunum. Hann byrjaði á því að segja að ríkisstjórnin hefði haft þrjú ár og ekkert lægi eftir sem máli skipti. Þar með vita menn hvaða hug Árni ber til aldr- aðra, fatlaðra og annarra sem hafa fengið talsverða úrlausn sinna mála á síðustu árum og félagslegra umbóta almennt sem hafa orðið verulegar á ýmsum sviðum. Þá vita menn iíka hvaða álit þingmaðurinn hefur á vegabótum og bundnu slitlagi út um landið en framkvæmdir á því sviði hafa aldrei verið meiri en ein- mitt síðastliðin þrjú ár. Að ekki sé nú minnst á að tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu. # Óábyrgir iandsbyggð- armenn Árni sagði einnig að nú dygði ekkert annað en sátt milli dreifbýlis og þéttbýlis en óá- byrgir menn hefðu stuðlað að ósátt þar á milli. Hvað þing- maðurinn á við er óljóst. Hafa þeir sem barist hafa fyrir auknu valdi á höfuðborgar- svæðið stuðlað að þessari ósátt eða hinir sem hafa bent á að fleira þyrfti að leiðrétta en kosningavægið eitt? Árni hef- ur ekki haft sig í frammi til varnar landsbyggðinni svo líta verður á sem hann teljí hina óábyrgu í röðum þeirra sem vilja leiðrétta ýmislegt óréttlæti gagnvart lands- byggðarfólkinu. # Nýviðreisn „Við verðum að hætta þessu svartagallsrausi", sagði Árni í lok ræðu sinnar og hafði undangengnar mínútur talað um lítið annað en hvaö allt væri ömurlegt í þessu þjóð- félagi. Til þyrfti að koma ný sjálfstæðisbarátta undir for- ystu Alþýðuflokksins. Þessi nýja barátta verður líklega eitthvað í iíkingu við viðreisn með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksfiótta af landsbyggð- Inni. # „Gömlu rokkararnir“ Rokksöngvarar sem voru upp á sitt besta hér á landi fyrir 15-20 árum hafa undanfarnar helgar safnast saman i veit- ingahúsinu Broadway í Reykjavík og skemmt gestum þar. Hefur verið húsfyllir þar hvað eftir annað og undirtekt- ir frábærar. Nú berast þær fregnir að rokkararnir séu væntanlegir til Akureyrar ( næsta mánuði og í hóp þeirra munu þá bætast norðlenskir rokkarar frá þessum tíma. Má telja nokkuð víst að fiðringur fari um suma við tilhugsunina um að fá að berja gömlu goðin augum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.