Dagur - 22.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 22.03.1983, Blaðsíða 12
n aiv_ n rv 3 VATNSKASSAHOSUR Margeir tapaði fjórum skákum Nýlega tefldi IVlargeir Péturs- son, aþjóðlegur meistari í skák, fjöltefli á Raufarhöfn í boði skákfélagsins á staðnum og er þetta í annað sinn á tveim árum sem Margeir þekkist slíkt boð og kemur til Raufarhafnar. Margeir tefldi tvö klukkufjöl- tefli viö grunnskólanemendur og náðu þeir Snorri Sturluson, Stein- ar ívarsson, Ásgrímur Angantýs- son og Ófeigur Gylfason að vinna sigur á Margeiri. Björgúlfur Björnsson náði jafntefli. í opna fjölteflinu í félagsheimilinu náði Vilhjálmur Hólmgeirsson jöfnu gegn Margeiri. Auk fjölteflisins kenndi Mar- geir félögum í Skákfélagi Raufar- hafnar og nemendum grunnskól- ans á sérstöku skáknámskeiði. GH Framboðslisti Bandalags jafnaðarmanna Framboðslisti Bandalags jafn- aðarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra fyrir alþingiskosn- ingarnar hefur verið ákveðinn og skipa listann eftirtaldir aðil- ar: 1. Kolbrún Jónsdóttir sjúkra- liði Húsavík, 2. Páll Bergsson yfirkennari Akureyri, 3. Snjólaug Bragadóttir rithöfundur Dalvík, 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir hótelstýra Þórshöfn, 5. Rögn- valdur Jónsson skrifstofumaður Akureyri, 6. Sverrir Þórisson vél- fræðingur Akureyri, 7. Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur Húsavík, 8. Albert Gunnlaugsson útgerðarmaður Dalvík, 9. Guð- mundur Stefánsson afgreiðslu- maður Húsavík, 10. Bergur Steingrímsson verkfræðingur Ak- ureyri, 11. Hallgrímur Ingólfsson innanhússarkitekt Akureyri, 12. Maríus Jónsson verkstjóri Akur- eyri. Kvennalisti í Norðurl. Eystra Kvennalistinn í Norðurlands- kjördæmi eystra hefur nú verið ákveðinn. Listann skipa eftirtaldar konur: 1. Málmfríður Sigurðardóttir Jaðri Reykjadal, 2. Elín Antons- dóttir verkakona Akureyri, 3. Þorgerður Hauksdóttir kennari Akureyri, 4. Hilda Torfadóttir kennari Laugum, 5. Anna Guð- jónsdóttir húsmóðir Raufarhöfn, 6. Hólmfríður Jónsdóttir bóka- vörður Akureyri, 7. Jóhanna Helgadóttir húsmóðir Dalvík, 8. Kristbjörg Sigurðardóttir verka- kona Húsavík, 9. Jófríður Traustadóttir fóstra Grund Eyja- firði, 10. Þorbjörg Vilhjálmsdótt- ir kennari Húsavík, 11. Valgerður Bjarnadóttir félagsráðgjafi Akur- eyri, 12. Jóhanna Steingrímsdótt- ir bóndi Árnesi Aðaldal. Úrslitaslagurínn í kvennaflokknum. Aldís Amardóttir og Steinunn Agnarsdóttir keppa til úrslita en sigurínn féll síðan Steinunni (hægra megin fyrir miðju) í skaut. Mynd: ESE Akureyringar sigursælir Akureyringar hlutu sjö af tólf verðlaunagripum sem keppt var um á Vaxtarrækt ’83, fyrstu vaxtarræktarkeppninni sem haldin hefur verið á Akureyri. Keppt var í fjórum flokkum á mótinu. f unglingaflokki bar Sig- urður Pálsson, Akureyri, sigur úr býtum, Júlíus Á. Ágústsson, Reykjavík, varð annar og þriðji varð Einar Guðmann, Akureyri. f kvennaflokki sigraði Steinunn Agnarsdóttir, Reykjavík, eftir harða keppni við Aldísi Arnar- dóttur, Akureyri, en Rósa Ólafs- dóttir, Reykjavík, varð þriðja. Sigurður Gestsson, frá Akureyri, tvöfaldur íslandsmeistari í 80 kg flokki, sigraði í léttari karla- flokknum, Gísli Rafnsson, Akur- eyri, varð annar og Sævar Símon- arson, Akureyri, kom mjög á óvart og hreppti þriðja sætið. í þyngri karlaflokknum sigraði Magnús Óskarsson, Reykjavík, Sigmar Knútsson, Akureyri, varð annar og Sveinbjörn Guðjohn- sen, formaður Vaxtarræktarsam- bandsins, varð þriðji. Þá var einnig keppt um tvo verðlaunagripi fyrir bestu frjálsu æfingarnar í karla- og kvenna- flokki og komu þessi verðlaun í hlut Gísla Rafnssonar og Rósu Ólafsdóttur. Mikill fjöldi fylgdist með keppninni sem fram fór í Sjallan- um og var stemmning mjög góð í salnum. Er greinilegt að vaxtar- rækt nýtur vaxandi vinsælda hér- lendis og þegar er kominn fram góður hópur mjög góðs vaxtar- ræktarfólks sem væntanlega mun láta mikið að sér kveða í framtíð- inni. Eru íslandsmeistararnir Guðmundur Sigurðsson og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir þar í nokkrum sérflokki en þau sýndu listir sínar á mótinu í Sjallanum. Afli að glæðast Dalvík 13. mars. Atvinnuhjólin við sjávarsíðuna eru nú aftur farin að snúast eðlilega. Togarihn Björgvin sem var frá í 10 daga vegna vél- arbilunar fyrr í mánuðinum kom inn með 80 tonn eftir 9 daga veiðiferð. Hjá netabátunum er afli aðeins byrjaður að glæðast. Stóru neta- bátarnir hafa verið með allt að 13 tonnum, tveggja nátta, að sögn Ingimars Lárussonar viktarmanns á Dalvík. Gæftir voru erfiðar í janúar og fram í miðjan febrúar en síðan hefur gengið vel. Ingi- mar sagði að hljóðið í mönnum væri ekki slæmt, fiskurinn væri feitur og fallegur og ástandið væri ekki verra hér en annarstaðar. Undanfarin ár hefur marsmán- uður verið besti aflamánuðurinn á vetrarvertíðinni og ef ekki bregð- ur til verri vegar ætti það sama að verða upp á teningnum í ár. A.G. Landað úr togaranum Björgvin. Dalvíkingar heiðruðu fyrrverandi bæjarstjóra Fyrir nokkru afhenti forseti bæjarstjórnar á Dalvík, Krist- ján Ólafsson, Valdimar Braga- syni málverk eftir Sigurð Hall- marsson, leikara með meiru, frá Húsavík, sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins. Valdimar var, eins og mörgum er kunnugt, fyrsti bæjarstjórinn á Dalvík en Dalvík fékk kaupstað- arréttindi 1974. Valdimar var því bæjarstjóri rúmlega tvö kjörtíma- bil. Hann lét svo af störfum um Valdimar starfar nú sem með- framkvæmdastjóri Ú.D. en mun í sumar taka við sem framkvæmda- stjóri þegar Björgvin Jónsson læt- ur af störfum fyrir aldurssakir. Að lokum má geta þess að málverk þetta er af Svarfaðardal. Menn verða svo að geta sér til frá hvaða sjónarhóli myndin er mál- uð. AG Krístján Ólafsson forseti bæjarstjómar á Dalvfk afhendir Valdimar Bragasyni málverkið. Mynd. Rögnvaldur. # Óttinn við Framsókn Nú fara alls kyns flokksblöð og bæklingar að berast inn um bréfaiúgur fólks í tilefni kosninga. Blöð sem ekki hafa séð sér fært að þjóna lesend- um að staðaldri skjóta nú upp kollinum á nýjan leik til þjón- ustu reiðubúin fyrir flokkseig- endur. Eitt þessara blaða er Norðurland Alþýðubanda- lagsins á Akureyri. Ábyrgð- armaður þess er Helgi Guð- mundsson, þriðji, og hann rit- ar forsíðugrein í blaðið um vfsitölumál og Framsóknar- f lokkinn og sitthvað f leira. All- ir vita hversu logandi hræddir Alþýðubandalagsmenn eru um að tapa verulega f kosn- ingum í Norðurlandi eystra, ekki síst þar sem hlutur Akur- eyringa er heldur klénn á lista þeirra. Þeir beina spjótum sfnum að þvf stjórnmálaafli sem þeir telja sinn höfuð- andstæðing í baráttunni, Framsóknarflokknum, og geta framsóknarmenn unað sæmilega við þetta mat alla- ballanna. # Hugur til Ihalds Sem kunnugt er mótmæltu framsóknarmenn þeim hug- myndum að þingið yrði kvatt saman strax eftir kosningartii þess eins að kjósa aftur eftir nýjum reglum þar sem ekki mætti draga úr hömlu að fást við efnahagsmálin. Nýjar kosningar hefðu getað þýtt að starfhæf ríkisstjórn næði ekki saman um aðgerðir fyrr en í september eða október. Framsóknarmenn bentu á að engu væri líkara en nýr meirl- hluti væri að myndast á þingi, þar sem Alþýðubandalagið virtist ætla að ganga f eina sæng með íhaldinu og krötum. Þó hugur þeirra standi til íhaldssamvinnu má ekki með nokkru móti viður- kenna það svona rétt fyrir kosningar. Spurningin er bara hvernig allaböllum tekst að aðlaga sig leiftursóknar- mynstrinu. # Lofsverð frammistaða Rokksöngleikurinn „Lísa f Undralandi" eftir Klaus Hag- erup hefur nú verið sýndur sex sinnum í Dynheimum við fádæma góðar viðtökur. Upp- selt hefur verið á þrjár sfðustu sýningar. Leikklúbburinn Saga hefur ákveðið að sýna leikinn tvisvar í viðbót hér á Akureyri og verða þær sýn- ingar í kvöld, þriðjudags- kvöld, og fimmtudagskvöld- ið. Þessar sýningar á „Lísu í Undralandi“ verða þær allra síðustu hér á Akureyri en á laugardagskvöldið mun Saga sýna leikritið í félagsheimil- inu Bifröst á Sauðárkróki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.