Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 6
66 spjalla saman og bera saman einnig haldið rally-cross keppnir, hafa unnið með okkur að ■ - Pað eru engin peningaverðlaun í sandinum eða í kvartmílunni. Mér hefur líka fundist það til leiðinda að vera með peningaverðlaun og tel það best að hver sjái um sig og fjármagni sínar keppnir með auglýsingum. - Er nóg af keppnum? 6 - DAGUR - 16. september 1983 16. september 1983 - DAGUR - 7 Bragi Finnbogason sandspyrnu- og kvartmflumaður. - Alls ekki og þessi eina kvartmílubraut sem til er á landinu, hún er jú staðsett á rigningasvæði eins og þú veist og það er því erfitt að koma keppnum við, segir Bragi sem notar Pontiacinn sem fjölskyldubíl þegar hann er ekki að keppa. - Eg þarf að vísu að skipta um blöndung til þess að láta bílinn lulla í bæjarumferðinni, segir Bragi, en þessa daga ekur hann samt á milli staða á vörubíl, þar sem Pontiacinn er enn fyrir sunnan eftir síðustu keppni. Ekki sér Bragi eftir þeim bensínlítrum sem hann eyðir á keppnis- og fjölskyldubílinn, eða eins og hann sjáifur orðar það: - Það er mín skoðun að það sé ekki verra að eyða peningum í íþróttir eða eitthvað annað sem maður hefur gaman að í stað þess að eyða þeim t.d. á barnum. — segja húsverðimlr og reddaramir Þorsteinn Vignisson og Þorvaldur Vestmann. Það þarf trausta menn til þess að halda öllu í röð og reglu í húsnæði Bflaklúbbs Akureyrar við Óseyri. Til þessa starfa hafa þeir Þorsteinn Vignisson og Þorvaldur Vestmann valist, en sá síðamefndi á einnig sæti í stjórn klúbbsins. Auðvitað vora þeir félagarnir mættir fyrstir manna það kvöld sem blaðamaður Dags leit inn í helgidóm bflaáhugamanna á Akureyri og vafalaust hafa þeir horfið síðastir á braut. - Við sjáum hérna um reksturinn, viðhaldið og allar hinar reddingarnar, segir Þorvaldur og Þorsteinn bætir því við að þeir hafi nóg að gera. - Hér koma félagsmenn og fá tíma og dytta að bílum sínum og draumurinn er sá að koma upp almennilegu verkfærasafni, segja félagarnir og formaðurinn sem þarna skýtur inn kollinum bætir því við að þeir sem eigi verkfæri sem þeir eru hættir að nota megi alveg ánafna Bílaklúbbi Akureyrar þau. - Er mikil aðsókn að húsnæðinu? - Það er talsvert og í vetur voru mest sex bílar hér inni í einu, segir Þorsteinn og nú bætir Þorvaldur því við að það sé upplagt fyrir hinn almenna félagsmann að fá sér tíma og tíma (sólarhringurinn kostar aðeins 50 krónur) því þarna séu alltaf fagmenn á vappi og reiðubúnir til þess að gefa góð ráð. - Um að gera að svífa á vesírana í klúbbnum og toga upp úr þeim ókeypis ráð, segir Þorvaldur og hinn húsvörðurinn hann Þorsteinn er hjartanlega sammála. Myndlr og textí: ESE Kristján Kristinnsson, formaður eimsók^ -Sr eyrar ÞAÐ EINA SEM ÞARF ER AHUGENN H 99 - Þetta byrjaði eiginlega sem kjaftaklúbbur. Bflaáhuga- menn á Akureyri komu reglu- lega saman á þessa kjaftafundi og það var svo að frumkvæði Steindórs Steindórssonar að Bflaklúbbur Akureyrar var stofnaður. Það vora miklir bjartsýnismenn sem stóðu að þessari klúbbstofnun því í lög- um félagsins var m.a. kveðið á um að komið skyldi upp safni til varðveislu gamalla bfla. Þetta hefur ekki reynst mögu- legt og við höfum því haldið okkur við bflasýningarnar og keppnirnar, sagði Kristján Kristinsson, formaður Bfla- klúbbs Akureyrar í léttu spjalli við Dag, er við höfðum komið okkur fyrir á kontor klúbbsins á Óseyri. Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og gengu Mér finnst peninga verðlaunln hafa veiiö tíl leiðinda66 — segir Bragi Finnbogason „fljótasti maðurínna í bænum. - Ég keppti fyrst árið 1980 í torfærukeppni á jeppanum hans Sigga Bald og varð annar en síðan hef ég haldið mig við fólksbflana, sagði Bragi Finn- bogason hinn góðkunni akst- ursíþróttamaður frá Akureyri er hann var spurður um upphaf keppnisferils síns. - Mér fannst þetta alltof mikið mas að vera með öll þessi drif og þar sem mér þótti auk þess miklu skemmtilegra að keyra fólksbíl þá var valið í sjálfu sér ekki svo erfitt, segir Bragi sem hefur keppt ótrauður í sandspyrnunni undanfarin ár og ætlar nú að snúa sér að kvartmílunni af fullum krafti. Bragi keppir á Pontiac Firebird árgerð 1967 og þessa stundina er 427 kúbika vél í bílnum. Bragi kímir þegar ég spyr um vélarstærðina enda kannski ekki auðvelt að átta sig á því hvaða vél er í bílnum þessa og hina stundina, þegar maðurinn á nokkrar vélar á lager. - Ég hef sagt að 80% af vinnu og peningum fari í að gera bílinn klárann í keppni og hin 20% eru þá fólgin í keppninni sjálfri. Síðasta keppni kopstaði mig t.d. í kringum 15 þúsund krónur en þetta geta orðið mikið hærri upphæðir ef eitthvað fer í bílnum meðan á keppni stendur. Maður reiknar alltaf með því að eitthvað fari - annað væri óskhyggja en töfræðilega held ég að maður með sæmilegan bíl eigi að hafa 75% líkur á að koma með bílinn óskemmdan úr sandspyrnu eða kvartmílukeppni. - Þarf þá ekki há peningaverðlaun til að vega upp á móti? þá óformlegir meðlimir svonefnds kjaftaklúbbs ásamt fjölda annarra bílaáhugamanna í klúbbinn. Svipaður fjöldi meðlima hefur haldist í klúbbnum allt frá upphafi og að sögn Kristjáns Kristinssonar þá eru nú hátt í 200 manns skráðir í spjaldskrá þessa elsta og virtasta bílaklúbbs landsins, en virkir félagar munu vera um 50 talsins. - Starf klúbbsins snerist í upphafi aðallega um torfærukeppnir en bílasýningar urðu snemma fastur liður í starfseminni. Bílasýningar hafa verið haldnar árlega frá 1976, alltaf á 17. júní og frá árinu 1978 höfum við haldið tvær torfærukeppnir árlega. Bílaklúbbur Akureyrar er jafnframt eina félagið á landinu sem enn heldur tryggð við sandspyrnumar og svo höfum við segir Kristján, en Glerárdalur hefur alla tíð fóstrað bílaíþróttir hér á Akureyri. - Hvernig er aðstaðan sem þið hafið í Glerárdal? - Hún verður að teljast mjög góð frá náttúrunnar hendi og eins höfum við unnið mikið starf við skipulagningu svæðisins. Við hófumst handa í sumar við byggingu einu sandspyrnubrautarinnar á landinu og er það verk hér um bil hálfnað. Þá byggðum við rallý- cross braut í fyrra en ég vil taka það fram að það hefði ekkert áorkast þarna ef við hefðumm ekki notið stuðnings og hjálpsemi þeirra Guðmundar Guðlaugssonar, yfirverkfræðings og Stefáns Stefánssonar, verkfræðings hjá Akureyrarbæ og Hilmars Gíslasonar, verkstjóra og hans manna sem verklegum framkvæmdum. Allir þessir menn eiga þakkir skyldar fyrir framlag sitt, segir Kristján og getur þess jafnframt að það sé ósk og von bílaklúbbsmanna að þeir geti ræktað svæðið í Glerárdal upp en það sé ekki hægt fyrr en þeir losni við öskuhaugana. - Hvernig gengur með fjármögnun vegna starfseminnnar? - Það hefur gengið þokkalega að fjármagna starfið en það fer versnandi eins og allt annað. Tryggingar eru nú alveg að drepa okkur og t.d. er tryggingakostnaður í keppninni núna um helgina 20 þúsund krónur. Heildarkostnaður við þá keppni verður um 50 þúsund krónur og það þýðir að við þurfum 500 manns til þess að keppnin standi undir sér. Við 800 manns þannig að það er Ijóst að við mokum ekkert inn af peningum á þessum torfærukeppnum. Síðan töpum við peningum á öðrum keppnum eins og rally-crossinu, þar sem við fengum rétt tæplega 300 manns í sumar, þannig að við megum þykjast góðir ef við komum sléttir út, segir Kristján en auk fyrrgreindra keppna þá hefur félagið tekjur af auglýsingum, sérstökum auglýsingaspjöldum sem velunnarar félagsins hafa auglýst á en spjöld þessu eru við keppnissvæðið í Glerárdal. - Hvað með annað starf á vegum klúbbsins? - Við höldum stjórnarfundi vikulega og almennir fundir eru haldnir einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá koma félagsmenn hingað í húsnæðið okkar og bækur sínar. Við reynum einnig að fjármagna dauða tímann á vetrum með kvikmyndasýningum en það hefur nú gengið svona upp og ofan að fá myndir hjá kvíkmyndahúsunum fyrir sunnan. - Hvernig fólk er félagar í Bílaklúbbi Akureyrar? - Það er af öllum stærðum og gerðum. Allt frá 16 ára og vel yfir fimmtugt. Það eru heldur engin önnur inntökuskilyrði hjá okkur en að félagsmenn séu 15 ára gamlir og þeir hafi áhuga á bílum. Þeir þurfa ekki einu sinni að eiga bíl til að komast í félagið. - Kvenfólk? - Já, já. Það eru einar sex stúlkur í félaginu og ég vil hvetja konur jafnt sem karlmenn að hafa samband við okkur ef þeim langar í klúbbinn. Nýir félagar eru alltaf velkomnir. - Hvernig líst þér á keppnina um helgina? - Mér líst nokkuð vel á hana, en því er ekki að leyna að það er komið upp ákveðið vandamál sem ekki er séð fyrir endann á. Þetta vandamál er hvort leyfa skuli keppendum sem hafa álveltibúr í bílnunum að keppa en alþjóða reglur kveða á um að það skuli vera stálveltibúr í bílunum. Keppendur voru fyrst útilokaðir vegna þessa í Grindavík fyrir skömmu og ég sé ekki fram á annað en að þeir sem eru með álveltibúrin að þeir fái ekki að keppa hér. Við tryggjum nefnilega hjá íslenskri endurtryggingu sem aftur tryggir keppnina hjá tryggingarfélagi úti í Sviss. Við verðum því í einu og öllu að fara eftir alþjóðareglum og þá er sama þó álbúrin séu jafnvel betri og öruggari en stálbúrin. Reglur eru reglur og við verðum að sæta þeim til jafns við aðra. Að öðru leyti líst mér vel á keppnina og það sakar ekki að geta þess að þarna ráðast úrslitin í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Fyrir keppnina eru þeir Halldór Jóhannesson frá Akureyri og Bergþór Konráðsson úr Fljótshlíðinni hnífjafnir og efstir með 35 stig en í þriðja sæti er Sigurður „Smurlaugur“ Vilhjálmsson sem keppir fyrir bílakklúbbinn, með 24 stig. Þessir þrír voru útilokaðir í síðustu keppni vegna álbúranna en þá skaust Sigurður Baldursson frá Akureyri upp í fjórða sætið með sigri í keppninni og hlaut þar 20 stig. Það er því Ijóst að keppnin verður hnífjöfn og spennandi og það verður ekkert gefið eftir, sagði Kristján. , ,Nú er mér ekkert að vanbúnaðiu — segir Sigurður Baldursson sem mættur er í torfæruslaginn. - Daginn eftir að ég fékk bflprófið þá flaug ég suður til Reykjavíkur. Þetta var að morgni til en um kvöldið ók ég mínum eigin Willisjeppa norður. Þetta sagði Sigurður Baldursson, sem sigraði í torfærukeppninni við Grindavík á dögunum er hann var spurður að því hvenær áhugi hans á bílum og bílaíþróttinni hefði vaknað. Að sögn Sigurðar þá hefur hann keppt í torfærukeppnum af og til undanfarin ár en aðallega hefur hann þó notað bíl sinn í fjallaferðir en Sigurður hefur einnig verið virkur félagi í hjálparsveit skáta. - Fram að þessu hef ég aldrei verið með bíl sem hefur hentað vel í torfærukeppnirnar en nú er mér ekkert að vanbúnaði. Ég og hann jafnaldri minn (Willis ’55 með 350 kúb. Chervolet-vél) erum til í allt og aðalatriðið er að vinna þessa kappa sem hafa raðað sér í efstu sætin að undanfömu, Allt annað svo sem verðlaun eru aukaatriði, sagði Sigurður Baldursson, sem nú á möguleika á íslandsmeistaratitlinum í torfærukeppni. „Það er um að gera að svífa á ves- irana í klúbbnum og biðja um ókeypis ráð46

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.