Dagur


Dagur - 13.02.1984, Qupperneq 3

Dagur - 13.02.1984, Qupperneq 3
13. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Kaupir hafnarsjóður Bílasöluna hf? „Ýmislegt annað meira aðkallandi“ - segir Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri Snær Karlsson. Húsavík: Óljósar horfur í atvinnu- málum „Horfur í atvinnumálum hér á Húsavík eru ákaflega óljós- ar, það veltur allt á því hvort eitthvað flskast og svo kemur óvissan varðandi kvótakerfíð inn í þetta,“ sagði Snær Karls- son á skrifstofu verkalýðsfélag- anna á Húsavík er við Iitum inn á skrifstofu hans á dögun- um. Snær sagði að 31. janúar hefðu 28 verið á atvinnuleysisskrá á Húsavík og 39 úr nágranna- byggðunum, en skrifstofan á Húsavík sér um atvinnuleysis- skráningu í Þingeyjarsýslum allt frá Þórshöfn til Vaðlaheiðar. Snær sagði að þessi tala væri lægri en um áramótin en þá lá starf- semi reyndar niðri í fiskvinnslu á Húsavík. Þeir sem aðallega eru án at- vinnu á Húsavík eru byggingar- verkamenn, einnig nokkrir sjó- menn en iðnaðarmenn hafa ekki komið þar á skrá. Þá eru alltaf nokkrir bifreiðastjórar á skrá tímabundið á hverju ári á tíma- bilinu frá hausti og fram undir vor. „Það er ekki gott að segja til um framhaldið,“ sagði Snær. „Það má reikna með að ef afli glæðist ekki og bátarnir fara suður og vestur á land þá versni ástandið verulega. gk-. „Það má segja að þegar til Iengri tíma er litið sé æskilegt að Akureyrarhöfn eignist þessa Ióð, en í augnablikinu er ýmislegt annað sem mönnum fínnst meira aðkallandi að gera við peningana,“ sagði Guð- mundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri á Akureyri er Dagur spurði hann hvort hafnarsjóð- ur væri að kaupa Bflasöluna hf. og lóð fyrirtækisins við Strandgötu. „Þessi lóð er í jaðri á framtíð- arvörusvæði við höfnina og sökum þess væri æskilegt að hún tilheyrði hafnarsvæðinu, við gæt- um hins vegar ekki nýtt þau mannvirki Bílasölunnar sem þarna eru og eru á milli 1100 og 1200 fermetrar." Það voru eigendur Bílasölunn- ar hf. sem buðu hafnarsjóði lóð- ina og mannvirkin til kaups en Verkfræðistofa Norðurlands mat eignir fyrirtækisins og lóð á 6,7 milljónir króna. „Þótt hafnar- Um sl. mánaðamót færði hjálparsjóður Verkalýðsfélags Raufarhafnar, grunnskólanum 26 tommu litasjónvarpstæki og vandað myndsegulbandstæki að gjöf. Var þetta kærkomin gjöf og góð viðbót við tækjakost skólans sem annars er fremur rýr. Voru tækin strax vígð með því að sýna 9. bekk íslensku kvikmyndina Útlagann en nemendurnir hafa sjóður hafi sjálfstæðan fjárhag kæmi þetta mál til með að heyra undir bæjarstjórn og væntanlega einnig undir Hafnarmálastofnun því við fáum framlög frá ríkinu til að vinna að hafnargerð. Ef við færum að taka svona mikið af okkar peningum í þessi kaup myndi sennilega heyrast kvak frá þeirri stofnun,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur Sigurbjörnsson. tekið Gísla sögu Súrssonar sem hluta af námsefni fyrir samræmt próf í íslensku. Þá settust og kennarar skólans niður og horfðu á fræðsluefni um byrjenda- kennslu frá Kennaraháskólanum í Kristiansand í Noregi. Jón Magnússon skólastjóri vill hér með koma á framfæri þakk- læti vegna hinnar höfðinglegu gjafar fyrir hönd skólanefndar, kennara og nemenda. - JM, Raufarhöfn/ESE Raufarhöfn: Höfðingleg gjöf til grunnskólans Slæm útkoma sauðfjárslátrunar Útkoma sauðfjárslátrunar á síðasta ári virðist almennt ætla að verða mjög slæm, ef marka má upplýsingar í nýjasta hefti Sambandsfrétta. ur eigi þarna verulegan hlut að máli. Þessu til stuðnings benda menn á að ástandið sé skárra hjá elstu sláturhúsunum sem hafa lágan fjármagnskostnað en verst sé ástandið hjá nýjum húsum sem þurfi að standa undir háum af- skriftum. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Sveinssonar, kaupfélags- stjóra á Egilsstöðum, formanns samstarfsnefndar Búvörudeildar og afurðasölu kaupfélaganna, virðist víðast hvar ætla að vanta upp á verðið fyrir framleiðsluna. Þessar upplýsingar komu fram seint á síðasta ári og við nánari athugun hefur komið í ljós að þetta á við hjá sláturhúsum um land allt. Ástæður þessarar slæmu af- komu liggja ekki endanlega fyrir en svo virðist sem vaxtakostnað- Það er útsalá í Eyfjörð Förum þangað og verslum því það er eins og að vinna í happdrætti að versla þar þessa viku. E Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 sími 22275 Nám í Bandaríkjunum Fulltrúi frá Fulbrightstofnuninni ætlar að vera í Menntaskólanum á Akureyri dagana 15.-17. febrúar og mun veita upplýsingar um nám og styrki í Bandaríkjunum. Þeir sem áhuga hafa á að fá viðtalstíma geta hringt á skrifstofu skólans í síma 22422 milli kl. 9 og 4 mánudag 13. febrúar og þriðjudag 14. febrúar. Firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu Knattspyrnuráð Akureyrar gengst fyrir Firma- keppni í innanhússknattspyrnu 3. og 4. mars. Óheimilt er að fyrirtæki sameinist um lið í keppnina. Þátttökutilkynning, ásamt nafnalista þeirra er þátt taka verður að berast staðfestur af yfirmanni. Á það skal bent að miðað er við launaskrá fyrirtækis 1. febrúar sl. Þátttökulistum, ásamt 3.000 kr. þátttökugjaldi skal skilað til Gunnars Austfjörð, Raflagnadeild KEA, fyrir kl. 18.00 mánudaginn 27. febrúar 1984. K.R.A. Skrifstofa Framsóknarflokksins Opið alla virka daga frá kl. 15.30-18.30. Starfsmenn skrifstofunnar verða Tryggvi Svein- björnsson á mánudögum og miðvikudögum og Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Síminn er 21180. Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678. Bragi V. Bergmann, 26668.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.