Dagur - 13.02.1984, Qupperneq 12
RAFGEYMAR Heildsala
i BfuNN, bátinn, vinnuvéuná Smásala
Hjólin fara senn að snúast hjá Sigló-síld:
„Rækjan verður aðals-
merki fyrirtækisins“
- segir Sæmundur Arelíusson framkvæmdastjóri
Þessa dagana er unnið af mikl-
um krafti að endurbótum
húsnæðis Siglósíldar á Siglu-
firði og eins hefur tækjakostur
verið endurnýjaður. Að sögn
Sæmundar Árelíussonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins þá styttist nú óðum í að
hjólin fari að snúast að nýju,
en rækjuvinnsla ætti að geta
hafist í byrjun mars.
- Petta er gjörbreytt vinnu-
aðstaða frá því sem verið hefur.
Síldarvinnslan verður nú á neðri
hæð hússins en rækjan á þeirri
efri en rækjan verður í framtíð-
inni aðalsmerki þessa fyrirtækis
eins og síldin var hér áður fyrr,
sagði Sæmundur.
Að sögn Sæmundar er ýmiss
konar tilraunastarfsemi fyrirhug-
uð hjá Sigló-síld á næstunni.
M.a. er verið að gera tilraunir
með niðurlagningu á kolkrabba
sem veiddur er í suðurhöfum í
nágrenni Falklandseyja en kol-
krabbann fær Sigló-síld frá Mar-
bakka hf. í Kópavogi sem stend-
ur að þessari vinnslu. Pá verður
einnig unnin rækja fyrir Sovét-
menn og ýmislegt fleira er í
bígerð. - ESE.
Djúprækja í stað loðnunnar:
„Kemur ekki til
mála að leggja
upp á Dalvík“
- segir Garðar Guðmundsson á Ólafsfirði
- Það er líl'snauðsyn fyrir okk-
ur að fá rækjuvinnsluleyfí. Hér
er atvinnuleysi og það kæmi
aldrei til mála að leggja upp á
Dalvík, sagði Garðar Guð-
mundsson, útgerðarmaður á
Ólafsfírði í samtali við Dag er
hann var spurður að því hvað
tæki við hjá loðnuskipinu
Guðmundi Ólafí frá Ólafsfírði
þegar loðnuveiðum lyki.
Garðar sagöist fastlega reikna
með því að skipið færi á djúp-
rækju þegar aflahrotunni á
loðnuveiðunum linnti og þegar
búið væri að veiða upp í leyfileg-
an kvóta. Að sögn Garðars virð-
ast flestir útgerðarmenn á Ólafs-
firði og víðar ætla á rækjuveiðar
en enginn kvóti hefur hingað til
gilt á þessum veiðum.
- Við höfum sótt um rækju-
vinnsluleyfi, einir þrír aðilar á
Ólafsfirði en á meðan engin svör
hafa fengist við þeirri beiðni er
erfitt að segja til um hvað við
gerum, sagði Garðar Guðmunds-
son. - ESE.
Góður árangur í M.A.
Af 610 nemendum sem hófu
nám við Menntaskólann á Ak-
ureyri sl. haust gengu um 600
undir próf að þessu sinni. Af
þessum fjölda hættu eða féllu
34 nemendur.
- Árangur á prófum verður að
teljast góður, sagði Tryggvi
Gíslason, skólameistari í samtali
við Dag.
Að sögn Tryggva voru um 170
nemendur skráðir í fyrsta bekk í
vetur en þar hættu eða féllu 18
nemendur. í öðrum bekk hófu
um 180 nemendur nám og þar
hættu eða féllu 11 nemendur. í
þriðja bekk hættu fimm af 127
skráðum nemendum og engin af
þeim 125 nemendum sem hófu
nám í haust í fjórða bekk, hætti
eða féll að þessu sinni.
- Pað er ennþá mikið um mjög
góða námsmenn hér sem taka
góð próf en þeim nemendum hef-
ur fjölgað sem eru óráðnir og
sýna náminu lítinn áhuga, a.m.k.
enn sem komið er, sagði Tryggvi
Gíslason, skólameistari. - ESE.
■
Mikið fjölmenni fylgdi Sigurði Óla Brynjólfssyni, kennara og bæjarfulltrúa,
til grafar á föstudag og var þessi mynd tekin þegar kistan var borin úr kirkju.
Mynd: KGA
Sölufyrirtæki
Sambandsins:
122%
aukning
í Þýska-
landi
Sem kunnugt er þá hafa sölu-
fyrirtæki Sambandsins í
Bandaríkjunum og Bretlandi
náð góðum árangri í sölu sjáv-
arafurða. Samkvæmt upplýs-
ingum Sambandsfrétta þá er
söluárangurinn í Þýskalandi
ekki síðri.
Priðji aðilinn á vegum Sam-
bandsins, sem fæst við sölu sjáv-
arafurða erlendis, er skrifstofa
þess í Hamborg, og hún hefur
vissulega ekki heldur látið hlut
sinn eftir liggja. Á síðasta ári jók
hún sjávarafurðasölu á svæði
sínu um 47% í verðmæti, en í
magni varð söluaukningin mun
meiri eða 122%. Veldur þessu
hækkandi hlutfall ódýrari teg-
unda, svo sem síldar og grálúðu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Steinari Magnússyni frkvstj.
Sambandsins í Hamborg varð
salan á síðasta ári 4,6 milljónir
þýskra marka og magnið um
1300 tonn. Að sögn Steinars hef-
ur verið góð eftirspurn eftir
frystri grálúðu, bæði heilfrystri
og flakaðri. „Á síðustu vikum
höfum við selt mikið magn af
frystri síld, og er svo að sjá sem
freðsíldarmarkaður í Vestur-
Pýskalandi sé nú að opnast aftur
eftir að hafa verið dræmur um
nokkurra ára skeið,“ sagði Stein-
ar Magnússon í viðtali við Sam-
bandsfréttir.
Iceland Seafood Corporation
seldi frystar sjávarafurðir fyrir
120.4 millj. dollara á síðasta ári,
á móti 101 milljón dollara 1982.
Söluaukningin í verðmæti var
rúmlega 19%, en í magni 20%.
Þetta er framhald af stöðugri
aukningu síðustu ára, en salan
hefur nær tvöfaldast síðustu sjö
árin, úr 61,7 millj. dollara 1977.
Svipaða sögu er enn að segja
frá Iceland Seafood Limited í
Hull í Bretlandi. Pað fyrirtæki
seldi íslenskar sjávarafurðir fyrir
9.4 milljónir sterlingspunda 1983,
en 1982 var sala þess 6 milljónir
punda.
Veður
Þaö eru ágætishorfur
með veður fyrir norðan á
næstunni, að sögn veður-
fræðings í morgun. Suð-
lægar og suðvestlægar
áttir eru framundan. Bú-
ast má við slyddu eða
rigningu í nótt en það lag-
ast aftur seinni partinn á
morgun. Hitastig verður
um og yfir frostmarki. Af
og til má reikna með lítils
háttar úrkomu. Þetta eru
veðurhorfurnar alla vik-
una eða a.m.k. fram á
föstudag.
# Tvísýnt
- eða hvað?
Þaö hefur varla farið framhjá
neinum aö undanfarið hefur
staðið yfir svokallað „Búnað-
arbankamót" í skák, og voru
þar fjölmargir snjallir skák-
menn mættir til leiks. Fjöl-
miðlar lögðu áherslu á góðan
fréttaflutning af mótinu og
var oft gripið til stórbrotinna
lýsinga og lýsingarorða þeg-
ar sagt var frá einstaka viður-
eignum. Sl. föstudagsmorgun
mátti t.d. heyra í útvarpi að
Jóhann Hjartarson ætti mun
betrí stöðu í tvísýnni skák
gegn Helga Ólafssyni. Þetta
minnir óneitanlega á leik milli
KR og Vals í knattspyrnu fyrir
mörgum árum, en þá sagði
einn íþróttafréttamaðurinn
að Valur hefði unnið KR 9:0 í
jöfnum leik.
# Hlægileg
fullyrðing
Spennan í kringum togara-
mál Útgerðarfélags Akureyr-
inga og samningaviðræður
Slippstöðvarinnar og ÚA þar
að lútandi, virðist hafa farið
iila með Vilhelm Þorsteins-
son, annan framkvæmda-
stjóra Útgerðarfélagsins. í
„frétt“ í íslendingi á fimmtu-
dag segir Vilhelm að blaða-
maður (Dags) hafi snúið út úr
ummælum Gísla Konráðs-
sonar, hins framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, varðandi
togaramálið. Það sem Gísli
sagði var einfaldlega það að
ekki væri ráðlegt eins og sak-
ir standa að bæta við fimmta
togaranum og það væri ekki
verkefni ÚA að skapa atvinnu
í Slippstöðinni. Fuilyröingar
Vilhelms um útúrsnúninga
eru hlægilegar ekkí síst
vegna þess að fréttín sem
höfð var eftir Gísla Konráðs-
syni var lesin fyrir Gísla áður
en hún birtíst og hann sam-
þykkti hana athugasemdar-
laust.
# Hálfur þing-
flokkur allur
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra heím-
sótti Menntaskólann á föstu-
daginn og hafði hún frítt föru-
neyti þar sem voru þrír þing-
menn Sjálfstæðisflokks og
varaþingmaður. Skólameist-
ari Tryggvi Gíslason kallaði
á Sal og kynnti gestina sem
hér um bil hálfan þingflokk
Sjálfstæðisflokksins. Tryggvi
lét þess jafnframt getið, að
eflaust væru margir sem
helst vildu að þetta væri hann
allur. Staðreyndin er hins
vegar sú að þingmenn
flokksins eru 24 talsins.