Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 7
BLAÐ2 27. apríl 1984 - DAGUR - 19 S 4 helgum degi Texti: Jóh. 6,35-51. Brauð að ofan Jesús er það brauð, sem veitir eilíft líf. Það er páskafasta og þá er píslarsagan efst í huga okkar kristinna manna. Pján- ingar Jesú voru okkar vegna. Hann gaf sitt líf, sem iausnar- gjald, fyrir okkur synduga menn. Synd krefst fórnar, lýtalausrar fórnar. Við gátum ekki fært þessa fórn sjálf, vegna þess að hér er enginn lýtalaus. En Jesús „bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði.“ Líkamsdauði hans er björgun okkar. Jesús sagði: „Ég er hið lif- andi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.“ En það er ekki nóg að vita um brauðið. Fullt hús matar kemur ekki þeim sem hungr- aður er að gagni, nema hann neyti matarins og þannig fái næringu og orku. Eins er þv( varið með lífsins brauð, Jesúm. t>að er ekki nóg að vita að hann sé lífsins brauð. Hann kemur okkur fyrst að gagni, þegar við veitum honum við- töku inn í líf okkar, trúum á hann, byggjum á honum og því sem hann er, séum eitt með honum og lifum honum. Jesús sagði: „Sá sem trúir hef- ur eilíft líf.“ Óskum að ráða starfsmann við skipaafgreiðslu Starfið felst meðal annars í: • Frágangi farmbréfa, pappírsvinnslu og inn- heimtu. • Umsjón með vörumóttöku og afhendingu. Við ieitum að traustum manni sem getur starfað sjálfstætt, reynsla í skrifstofustörfum og/eða verslunarmenntun æskileg. Umsóknareyðubiöð á skrifstofunni. RtiKSTRARRÁÐGJÖF FEIKNINGSSKIL RAÐNINGARÞJÓNUSTA BÓKHALD ÁÆTLANAGERÐ HÖFUM SAMVINNU VIÐ: TÖLVUÞJÓNUSTU LÖGGILTA ENDURSKOÐENDUR OG ÚTVEGUM AÐRA SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455 Laugaborg 25 ára í tilefni af afmæli félagsheimilisins þá ættuð þið, núverandi og burtfluttir Hrafnagilshreppsbúar, ásamt gestum ykkar, að koma í Laugaborg laugardaginn 28. apríl nk. kl. 21.00 og fá ykkur kaffi- sopa og meðlæti og snúning á eftir. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar sér um strengi, nótur og húðir. Aðgangseyrir kr. 250,- Allur ágóði rennur til hússins. Stjórnin. SAMVINNU TRYGGINGAR Samvinnutryggingar g.t. Akureyri óska eftir tilboðum í eftir- taldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp: Mitsubishi 1200 Pick-up ................ árg. 1980 Lada 1200 ............................. árg. 1978 Austin Allegro ......................... árg. 1977 Saab 99 ................................ árg. 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis í nyrstu skemmu SfS verk- smiðjanna við Glerá, gengið inn að sunnanverðu, mánu- daginn 30. apríl frá klukkan 12.30 til 16.00. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Skipagötu 18, fyrir föstudaginn 4. maí eða á sýningardag. Samvinnutryggingar g.t. Vátryggingadeild KEA Skipagötu 18, Akureyri. MITSUBISHI Mitsubishi bílarnir sem voru á bílasýningunni Auto ’84 verða á bíiasýningu að Fjölnisgötu 1b nk. laugardag og sunnudao Ræðið við sölu- menn á staðnum - Tökum vel með fama bíla upp í nýja - Reynsluakið Komið og skoðið nýju línuna frá Mitsubishi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.