Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 8
wmm kemur út þrísvar í viku, mánudaga, midvikudaga og föstudaga Hólmur á strandstað í Ólafsfirði. Myndin er tekin 1979. Hólmur rifinn og seldur í brotajám Allt bendir nú til þess að fær- eyski báturinn Hólmurinn sem legið hefur í fjörunni í Olafs- fírði undanfarin ár verði fjar- lægður í sumar. Ólafsfirðingar hafa verið mjög óánægðir með að hafa bátsflakið þarna í fjörunni en bátnum var á sínum tíma siglt þarna upp í fjöruna. Lengi hefur verið rætt um að fjarlægja flakið og var m.a. rætt um að sprengja það f loft upp. Á dögunum voru í Ólafsfirði starfsmenn frá fyrirtækinu Sindra-stál og hafa þeir í hyggju að saga flakið niður og selja það sem brotajárn til útlanda. Yrði Hólmurinn þá sagaður niður í smáparta og þeim skipað um borð í skip á Ólafsfirði sem flytti brotajárnið til útlanda. . mÉmmmmm 1» SÖRft? pnms Smásala sími 21730 , / Séndum í póstkröfu um allt land Olympíuleikar fatlaðra: Tveir kepp- endur frá Akureyri Tveir Akureyringar hafa verið valdir til þess að taka þátt í Ol- ympíuleikum fatlaðra íþrótta- manna sem fram fara í New York í júní, en leikar þessir eru fyrir hreyfihamlaða íþróttamenn. Snæbjörn Þórðarson mun keppa í sundi, og Hafdís Gunn- arsdóttir í borðtennis. Þá eru taldar góðar líkur á að Sigurrós Karlsdóttir muni ná lágmarki því sem sett er fyrir keppendur í 100 metra bringusundi. Þá hafa tveir Akureyringar verið valdir til þátttöku á Norðurlandamóti fatlaðra íþróttamanna sem fram fer í Ósló í næsta mánuði. Þetta eru þeir Tryggvi Haraldsson og Björn Magnússon sem munu keppa í boccia. -gk. Ólafsfjörður: „Bjart- sýnl með hækk- andi sól“ - segir bæjarstjórinn „Það hefur veríð mikið svart- nættishjal varðandi atvinnu- málin hér í vetur og í skýrslum sem gefnar hafa verið út hafa dökku hliðarnar verið ákaflega áberandi,“ sagði Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri í Ólafs- firði er við ræddum við hann um atvinnuástandið í bænum. „Það er ekki ný saga að hér sé atvinnuleysi í kringum áramót, en því er ekki að leyna að það var með meira móti núna og inn í þetta blandaðist umræða um kvótamálin og óvissa um framtíð- ina. En ég held að menn hafi reiknað með að þegar kæmi fram á vorið og sumarið, myndi at- vinna aukast og auðvitað eru menn bjartsýnir með hækkandi sól,“ sagði Valtýr. -gk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.