Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 2
14 - DAGUR -13. júní 1984 Skilyrði að Akureyri eigi 33 tvö lið í 1. deildinni“ segir Skúli Ágústsson sem lengi var einn besti knattspyrnumaður landsins „Mér fínnst það algjört skil- yrði að Akureyri eigi tvö lið í 1. deild og KA á að sjálfsögðu að standa feti framar en hitt Akureyrarliðið. Þetta fínnst mér vera atriði númer eitt og ég satt að segja skil ekki þá Akureyringa sem eru að óska öðru félaginu falli niður í 2. deild og þess háttar. Akureyri þarf að hafa tvö lið í 1. deild, þetta er það stór bær og við skulum bara vona að bæði lið- in standi sig vel í sumar, KA þó betur vonandi.“ Þetta sagði Skúli Ágústsson er við ræddum stuttlega við hann, en Skúli var hér á árum áður einn helsti knattspyrnumaður lands- ins. Hann þótti afburðasnjall leikmaður, tekniskur og flinkur með boltann og útsjónarsamur í betra lagi. - Við spurðum Skúla um það hvernig honum litist á knatt- spyrnuna hjá KA í sumar. „Ég er mjög sáttur við ástandið í dag og mér finnst knattspyrnan á uppleið,“ sagði Skúli. „Leikur Þórs gegn Akranesi lofaði góðu fyrir Þór en þeir hafa fengið bakslag Þórsarar. Mér fannst KA-liðið þunglamalegt í upphafi mótsins en síðan hefur liðið verið að sækja sig. Þeir áttu t.d. góðan leik gegn Víkingi og leikurinn við KR á föstudaginn var virkilega góður. Maður hlýtur að vera Vormót Knattspyrnuráðs Akureyrar: KA hefur gengið vel Yngri flokkum KA hefur geng- iö vel í leikjum sínum í Vor- móti Knattspyrnuráðs Akur- eyrar og af 7 leikjum sem lokiö er hafa aðeins tveir leikir tapast. í 5. flokki a vann Þór 1:0 en b- lið KA sigraði 1:0 og c liðið gerði enn betur með því að vinna Þórs- arana með 5:0. Formenn í vítaspyrnukeppni Þeir Stefán Gunnlaugsson for- maður knattspyrnudeildar KA og Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs ætla að reyna með sér í hálf- leik á leik KA og Akraness í kvöld. Formennirnir ætla í vítaspyrnu- keppni og verða það varamark- verðir liðanna sem munu freista þess að verja hjá þeim. í fjórða flokki eru búnir tveir leikir, a-liðin gerðu jafntefli 1:1 og 2:2 jafntefli varð í leik hjá b- liðunum. í 3. flokki vann Þór 2:1, KA sigraði í 2. flokki með sömu markatölu og eins og fram hefur komið og sigraði KA lið Þórs í m.flokki kvenna 2:1. Næstu leikir í Vormótinu verða á morgun á Þórsvelli. Kl. 17 leika þar lið KA og Þórs í 6. flokki a en síðan leika b-liðin og loks c-liðin. Akureyrarmótið hefst síðan í byrjun júlí og verður þá leikin tvöföld umferð. Haustmótið hefst síðan í lok ágúst og stendur fram í september. KAgegn Þrótti á laugardag Leik Þróttar og KA í 1. deildinni sem vera átti í Reykjavík n.k. laugardagskvöld samkvæmt mótaskrá hefur verið breytt og verður leikurinn háður á Akur- eyri á laugardaginn. Verður hann á aðalvellinum og hefst kl. 14. Þróttarar hafa komið nokkuð á óvart það sem af er mótinu og unnu þeir t.d. lið Þórs með 3:0 í Reykjavík á dögunum og skoraði Páll Ölafsson þá öll mörk leiks- ins. KA-menn njóta auðvitað heimavallarins á laugardag og ef þeim tekst að stöðva Pál Ólafs- son þá ættu sigurmöguleikar liðs- ins að vera verulegir. bjartsýnn með áframhaldið.“ - Hvenær spilaðir þú í fyrsta skipti í meistaraflokki? „Ég var 16 ára þegar ég spilaði fyrst með ÍBA árið 1959, en ég man ekki sérstaklega eftir þeim leik. Þá voru reglurnar þannig að tveir 16 ára máttu spila með meistaraflokki og við vorum nokkrir ungir strákar að koma inn í þetta.“ - En hvað heldur þú að þú hafir spilað marga leiki með KÁ? „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég spilaði með KA í gegn um alla flokka en ég hef ekki hugmynd um leikjafjöldann.“ - Og þú lékst lengi með Kára Árnason, öðrum þekktum knatt- spyrnusnillingi úr KA? „Við spiluðum lengi saman, hann kom inn í meistaraflokkinn einu eða tveimur árum á eftir mér en hann var líka lengur að.“ - Hvernig var að spila með Kára? „Það var mjög gott að spila með honum. Hann var geysilega fljótur eins og allir vita, og notað- ur sem hálfgerð raketta í liðinu. Við áttum mjög gott með að spila saman. Maður gat alveg vitað hvað hann hafði í huga ef tæki- færi gafst og hann var fljótur að stinga sér í gegn. Við spiluðum saman frá því við vorum smápollar og erum reyndar enn að spila og Kári er prýðisfélagi í alla staði,“ sagði Skúli Ágústsson. Flugleiðir jljúga 101 sinni í viku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! Akuteyn ^mlsstaövt Hotnaíptðut Húsavt^ kaíiötðttf ?s^$h '&sss pmgcvf' 30 siofftf^l^u 14 SmrS í 4 sffffff^ ( vi\cu VL;'.. , • \ \'s. 4 smnff1^ ( viLu 1 sinuum f viku 15 ánnUZ í 2 stnuum i. v&u patteV.st]°fUV11 5 svuuuuf \ Sauöár^uf f l9 sinuum t v&u VesttuauuawJ 2 smu^2—— uinaevff FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.