Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 4
16 - DAGUR - 5. september 1984 „Við verðum að losna við skuldahalann” - segir Hallgrímur Skaptason formaður knattspyrnudeildar „Það er óhætt að segja að þetta sé þungur rekstur,“ sagði Hallgrímur Skaptason gjald- keri knattspyrnudeildar Þórs er við ræddum við hann og spurðum hvernig rekstur deild- arinnar gengi. „Við höfum verið að burðast með skuldahala sem við tókum við fyrir tveimur árum og hann er enn til staðar þótt það hafi saxast á hann. Við verðum hins vegar að gera stórt átak til þess að losna endanlega við þennan skuldahala því hann stendur öllu starfi deild- arinnar fyrir þrifum. En tvö síð- ustu árin hafa verið jákvæð, við höfum náð endunum saman og getað aðeins kroppað í þennan óvinsæla skuldahala okkar.“ - Hverjir eru aðaltekjupóst- ar? „Það er aðgangseyririnn á leik- ina í 1. deild sem er okkar aðal- tekjuleið. Aðsóknin í vor var góð, betri en í fyrra. Hún hrapaði svo niður um mitt sumarið en hefur batnað verulega í síðustu leikjum hér heima. Það má segja að aðsóknin fylgi gengi liðsins, og þá hefur það áreiðanlega haft sitt að segja að í júlí er fólk mikið á ferðalögum og það kemur við okkur. Aðrar tekjuleiðir eru auglýs- ingatekjur og svo er þetta hefð- bundna betl. Þá höfum við unnið að útburði á bókum fyrir Al- menna bókafélagið og yfirleitt reynt að vera með allar klær úti til öflunar peninga." - Hvað með tekjur af gstraun- um? „Getraunirnar hafa gefið okk- ur tekjur og sá póstur hefur farið vaxandi undanfarið. Þó sitjum við ekki við sama borð og Reykjavíkurliðin t.d. eins og fram hefur komið og það skaðar okkur örugglega fjárhagslega." - Snúum okkur að öðru. Þú ert þekktur fyrir það að hafa ekki taugar til þess að geta horft á Þór spila í 1. deildinni. „Já, ég hef ekki séð nema einn heilan leik í sumar, en ég hef yfir- leitt komið á völlinn og kíkt að- eins en síðan farið heim, ég er svona voðalega hræddur. Ég hringi t.d. aldrei þegar Þór er að spila á útivelli fyrr en leik er lokið, ég hef ekki taugar til þess að vita hvernig leikurinn gengur fyrir sig.“ - En ef lýsing á útileik er í út- varpinu? „Þarna komst þú að ágætum punkti. í fyrra var Þór með lægstu tekjur allra liðanna í 1. deild frá útvarpi og sjónvarpi. í sumar hefur engin breyting orðið á og við höfum ekki fengið eina einustu krónu fyrir útvarps- lýsingu í sumar. Þeir sáu t.d. ekki ástæðu til að lýsa leik Keflavíkur og Þórs á laugardaginn, en á sunnudag þegar tvö lið af Reykjavíkursvæðinu Valur og Breiðablik voru að keppa, þá sáu þeir ástæðu til að lýsa. Það bend- ir því allt til þess að við fáum ekki krónu fyrir útvarpslýsingu í sumar,“ sagði Hallgrímur Skaptason gjaldkeri knattspyrnu- deildarinnar. Kristján Kristjánsson skorar gegn Frani á dögunum. Ekki er vitað hvort Hallgrímur Skaptason sá þann leik. Flugleiðir fljúga 101 smm í yiku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! 30 sinnum ^ ^u \\ sinnum • -• 1^11 AkureVÓ PaWsstaötf Homafl01 Kftvðuf 2 siffl""" ■ ' J5S£‘&. ÞtngPVÍ'-...... 4 smnuvo ^ 4 stnnntn 1 sinnnin i ^ 1S svnnn^ v&u 2 stnnnm ' ^ FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.