Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 5
7. september 1984 - DAGUR - 5 Jón A. Baldvinsson, sóknarprestur í London, er á línunni - Séra Jón Baldvinsson, er hann á línunni? „Já, það er hann.“ - Komdu sæll, þetta er á Degi. Pú hefur haft þann starfa sl. ár að vera sjúklingum innan handar sem þurfa að leita sér lækninga í London. Gæturðu sagt okkur eitthvað af því? Já, ég er búinn að vera í 1 ár í London að taka á móti sjúkl- ingum og aðstoða þá. Það sem varð þess valdandi að ég fór að starfa við þetta var sú gífurlega þörf sem orðin var á því að hafa mann til að annast þá sjúklinga sem sendir eru til London. í fyrra voru sendir 160 sjúklingar og það er útlit fyrir að þeir verði yfir 200 í ár. Þessir sjúklingar eru sendir í aðgerðir sem reyna mikið á þá og eru hættulegar margar hverjar. Það var eigin- lega Jónas Gíslason, dósent sem kom þessu á. Hann fór sjálfur í aðgerð til London og fann til þess hvað mikið vantaði á að sjúklingum væri sinnt nógu vel. Margir sjúklingar voru í hálf- gerðu reiðileysi, þó þarna hafi starfað ágætis kona, en hún er orðin fullorðin og réði ekki við þetta ein. Jónas sá að það var ekki síður ástæða til að hafa starfsmann í London en Kaup- mannahöfn, og jafnvel meiri þörf. Hann vakti máls á þessu við heilbrigðisyfirvöld og biskup þegar hann kom heim og út- koman varð sú að farið var að leita að manni sem gæti sinnt þessu. Ég hafði verið í fram- haldsnámi í Edinborg, m.a. í sjúkraþjónustu, það var leitað til mín og ég lét tilleiðast að fara til reynslu. Núna að ári liðnu hefur verið ákveðið að halda þessu starfi áfram.“ - Er þetta mikil vinna? „Já, mjög mikil. Þetta er eig- inlega meira en fullt starf, bara að annast sjúklingana. Ég tek á móti þeim, kem þeim á sjúkra- hús, greiði götu þeirra og skila þeim til baka út á flugvöll. Ég er með skrifstofu í sendiráðinu og þangað geta allir leitað til mín. Sjúklingarnir hringja yfirleitt áður en þeir koma og ég þarf oft að sjá um hótel og annað fyrir fylgdarmenn. Þetta er allt ógur- lega tímafrekt og sjúklingarnir eru dreifðir út um allt. Starfs- dagurinn er því mjög langur hjá mér, aldrei neinir vissir frídag- ar.“ - Það er ekki nóg fyrir sjúkl- ingana að hafa með sér fylgdar- menn að heiman ? „Nei, það er ekki nóg. En hins vegar er það oftast meira virði fyrir sjúklinginn að hafa með sér einhvern náinn að- standanda, en einhvern ensku- hest, því þessar aðgerðir reyna oft mikið á tilfinningalega. En omten 'iAí það er nauðsynlegt áð hafa einn- ig mann sem kann ensku og þekkir til, því oft er þetta eldra fólk sem ekki er enskumælandi og þeirra nánasti, þá maki, er það ekki heldur. Fylgdarmaður þarf þá oft verulega mikla aðstoð. Þeir eru óvanir þessum umsvifum og oft óttaslegnir vegna sjúklingsins.“ - Hefur þú fleira á þinni könnu en sjúklingana? „Ég sinni ýmsu sem kemur upp á í sambandi við sendiráðið og fellur undir mitt starfssvið. Það eru því miður oft neikvæðir hlutir. En ég er líka í jákvæðum hlutum, það eru margir íslend- ingar búsettir í London og við byrjuðum með svolítið safnað- arstarf fyrir áramót í fyrra. Við fengum inni í dönsku kirkjunni. Þar getum við messað og þar er safnaðarheimili þar sem við höfum komið saman vikulega, til söngæfinga m.a. Það var stofnaður kór á vegum íslend- inga og stúdentar hafa verið mjög aktívir í þessu starfi.“ - Er mikið af íslendingum í London? „Það em búsettir í London og nágrenni hátt í 300 íslendingar. Svo er alltaf eitthvað af náms- mönnum, annars eru þeir ekki margir miðað við það sem var því námsgjöldin eru orðin svo hrikalega há á Bretlandseyj- um.“ - Hvernig hefur þér og fjöl- skyldunni líkað í London? „Mér hefur líkað mjög vel, þetta er þakklátt starf þó það sé erilsamt. Ég á konu og 2 dætur og yngri dóttirin er ekkert allt of hrifin. Það er erfitt að skilja við félagana og byrja í nýjum skóla. Skólinn þarna úti er ansi strangur, það eru gerðar meiri kröfur og það er ekki nema 6 vikna sumarfrí. Börnin verða að ganga í skólabúningum, hvernig sem viðrar. Þetta er svo allt öðruvísi en hér, krakkarnir eru minna saman eftir skóla. Þau fara heim og læra fyrir næsta dag og svo er það ekki til siðs að krakkar séu úti á götu. Við búum í mjög skemmti- legu hverfi, það heitir Wimble- ton, þar er mjög grænt, mikil útivistarsvæði og frábærir garðar. Þar er mjög auðvelt að stunda ýmiss konar sport, tennis m.a., þarna er vagga tennis- íþróttarinnar. Hið fræga Wimbletonmót er haldið þarna. Það er fullt af völlum sem hægt er að spila á og veðrið er þannig að maður getur spilað allan árs- ins hring.“ - Stundið þið tennisíþrótt- ina? „Við höfum ekki verið mikið í tennis, frekar spilað golf. Það er mjög stutt á góðan golfvöll og við erum meðlimir í golf- klúbbi.“ - Er ekki erfitt fyrir þig að finna stund til að sinna áhuga- málum? „Maður verður að stela sér stund og stund til þess. Það er helst að ég geti stolið mér hluta úr degi. Það er misjafnlega mik- ið að gera hjá mér, þetta gengur í bylgjum, stundum ekki smuga. Þetta hverfi býður upp á mikla útivist, þannig að það eru ekki eins mikil viðbrigði fyrir okkur að koma úr sveitinni og ætla mætti. Annars er minn starfs- vettvangur ekki eins heilsusam- legur. Ég er mikið í því að þvæl- ast milli spítala og út á flugvöll og er því mikið í kæfandi um- ferðinni. Umferðin er orðin mikið vandamál inni í London, mengunin er mikil af henni. Gatnakerfið er orðið úrelt og umferðin því hæg. En við gæt- um margt af henni lært og það er að taka tillit til annarra í um- ferðinni. Það er ólíkt auðveld- ara að keyra í London en í Reykjavík, þó umferðarþunginn sé margfalt fleiri, menn eru svo tilitssamir. Það er verulega fátítt að sjá árekstra í London, en sama er ekki hægt að segja um Reykjavík." - Þið eruð þá ekkert á leið- inni heim? „Nei, við erum eiginlega á leiðinni út. Ég er búinn að ráða mig í 2 ár í viðbót, en auðvitað kemur maður heim í fríum. Okkur líður vel þarna, það er orðið svo gott samþand milli landanna, það er bara að taka símann og tala við sitt fólk, það er varla að maður nenni orðið að skrifa bréf. Svo er fólk mikið á faraldsfæti og heimsækir okkur þá. Sjúklingarnir eru líka dug- legir að færa okkur góðan ís- lenskan mat.“ - Jæja, Jón, ég þakka þér kærlega fyrir spjallið, vertu blessaður. „Þakka þér sömuleiðis, blessuð." - HJS Viltþú gerast hluthafi? í undirbúningi er stofnun almenns hiutafélags um framleiðslu á rafeindatækjum hönnuðum af DNG s.f., það er færavindum og fleira. Þeir sem áhuga hafa á að gerast hluthafar, hafi sem fyrst samband við Gísla Eiríksson, Dagverðarvík sími 21682. Ví HHÍI1 Akureyringar ★ Nærsveitamenn Tilboðsverð á svínakjöti Ný læri, heil og hálf . kr. 253 kg. Lærisneiðar ......... kr. 177 kg. Kótilettur.............. 253 kg. Hamborgarlæri heil og hálf ....... kr. 198 kg. Bacon í stykkjum og sneitt. Skinka í stykkjum og sneidd Svínarúllupylsa í stykkjum og sneidd. Kálfarúllupylsa í stykkjum og sneidd. Hamborgarhryggir .. kr. 260 kg. Reyktur kambur úrb. kr. 250 kg. Reyktur bógur úrb. . kr. 238 kg. Bayonneskinka .... kr. 280 kg. Svínahakk......... kr. 125 kg. Nautagullash ...... kr. 320 kg. Nautahakk1.fl...... kr. 200 kg. Kálfahakk........... kr. 130 kg. Kjötfars ................91 kg. Hrossakjöt af nýslátruðu í buff og gullash. Hrossasaltkjötið komið verð kr. 65 kg. Gerið verðsamanburð. Sláturhús Benny Jensen Lóni sími 21541. AKUREYRARBÆR Kartöflugeymsla Kartöflugeymslan verður opin mánudaginn 10. sept- ember kl. 5-7 e.h. og verður einnig opin þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag á sama tíma. Garðyrkjustjóri. býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyríngar + Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 8 sept Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi til kl. 02. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Borðapantanir Verið velkomin. HOTEL KEA teknar í síma 22200. AKUREYRl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.