Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 12
í september verður opið á Ðauta frá kl. 9-23. ☆ ☆ Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin. Svo mikill var krafturinn í árekstrinum í Sunnuhlíð að önnur bifreiðin valt. Mynd - KGA. Sjöfn selur gólf- efni til USA - Getur skipt sköpum fyrir okkur segir Aðalsteinn Jónsson Slysaalda »Eg er ámóti einokun -segirEinar Tjörvi „Það er ekki rétt að Lands- virkjun hafi yfírtekið Kröflu- virkjun þó viðræður séu í gangi um slíkt milli stjórnar Lands- virkjunar annars vegar og fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins hins vegar um að úr því verði,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson, yfírverkfræðingur Kröflu- virkjunar, í samtali við Dag. 1. september sl. var önnur vélasamstæða Kröfluvirkjunar í fyrsta sinn gangsett fyrir fullu afli, hún skilar nú 30 mw eins og ráð var fyrir gert í upphafi. Af því tilefni var efnt til fagnaðar í Kröfluvirkjun, sem m.a. gömlu Kröflunefndinni, ráðamönnum Rarik, Orkustofnunar og Sverri Hermannssyni, orkuráðherra, var boðið til. Að sögn Einars Tjörva þarf 11-12 borholur til að knýja vélasamstæðuna, en upp- haflega var gert ráð fyrir tveim slíkum samstæðum. Og hin véla- samstæðan er til, bíður ósamsett í kössum í stöðvarhúsinu. Einar var spurður um uppsetningu hennar. „Það hafa því miður engar ákvarðanir verið teknar í því sambandi, en við höfum reynt að telja ráðherra á að gera það og vonum að það verði sem allra fyrst.“ - Finnst þér eðlilegt og sjálfsagt, að Landsvirkjun yfir- taki rekstur og eignir Kröfluvirkj- unar? „Nei, þvert á móti, því ég er á móti allri einokun og miðstýr- ingu. Ég held að það hafi sýnt sig í íslensku þjóðlífi, allt frá Sturlungaöld til okkar tíma, að það er ekki farsælt að safna of miklum völdum á eina hendi. Það er réttara að dreifa valdinu og leyfa þeim að njóta ávaxtanna, sem standa sig vel. Þess vegna held ég að það verði ekki til hags- bóta fyrir landsmenn, að setja alla orkuöflun í landinu á eina hendi. Um leið er öll samkeppni úr sögunni - samkeppni sem veit- ir aðhald,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson. - GS „Ef þetta gengur upp, þá er ómögulegt að segja nema að það geti skipt sköpum fyrir okkur,“ sagði Aðalsteinn Jónsson hjá Sjöfn á Akureyri, en fyrirtækið hefur hafíð til- raunaútflutning á gólfefnum til Bandaríkjanna. „Það komu menn hingað frá þessu fyrirtæki sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum og þeir kynntu sér þessi gólfefni, bæði „uritan kvartz“ og önnur efni sem við höfum lagt tugi þús- unda fermetra af á verslunar- húsnæði, stórmarkaði, frystihús og aðra staði. Þeir urðu mjög hrifnir af þessum efnum og einnig gólftexinu sem er fljótandi gólf- efni og hefur reynst vel hér á landi. Þeir urðu svo hrifnir af þessari framleiðslu að þeir vildu endilega fá efnið út til Bandaríkjanna og við höfum þegar afgreitt 5 tonn til þeirra. Um miðjan þennan mánuð fara svo þrír menn frá okkur utan til þess að kenna þeim að leggja þessi efni og fara með þau. Það má segja að þetta sé til- raun með útflutning á vöru sem þróuð hefur verið hér í Sjöfn á síðustu 10-15 árum. Við sýndum bandarísku fulltrúunum staði hérna þar sem við höfum lagt þessi efni og þeir urðu mjög hrifnir," sagði Aðalsteinn. gk-. Akureyringar fóru ekki var- hluta af umferðarslysum í gærdag. Fyrsti áreksturinn sem varð um 10 leytið í gærmorgun var sýnu alvarlagastur. í>á beygði öku- maður í veg fyrir bifreið á mótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar. Fimm manns voru í bílunum tveim og voru allir fluttir á sjúkrahús. Fjórir fengu að fara fljótlega heim en kona sem var farþegi í bílnum sem ekið var í veg fyrir, skarst mikið á andliti. „Þetta var ekki átakafundur; bændur ræddu sín vandamál af einurð og náðu málefnalegri sam- stöðu um leiðir til að vinna sig út úr vandanum,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirson, bóndi á Öng- ulsstöðum og annar af fulltrúum Eyfírðinga á aðalfundi Stéttar- sambands bænda. I ályktun fundarins kemur m.a. fram að miða skuli framleiðslu land- búnaðarafurða við þarfir innanlands og aðstæður á erlendum mörkuðum. Þýðir þetta ekki að bændum verður að fækka og þar með enn frekari fólksflótta úr sveitum? „Þetta er í sjálfu sér ekki ný stefna, því hún var mörkuð með breytingum á framleiðsluráðslög- unum 1979,“ sagði Jóhannes. „Síðan hefur náðst verulegur árangur í þessa átt; mjólkurframleiðsla hefur dregist saman, þó nokkuð hafi sigið á ógæfu- hliðina aftur í ár, og vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað úr 900 þúsund- um í 700 þúsund. En það er útlit fyrir enn frekari samdrátt, og ef hann á ekki að verða til þess að skerða tekjumöguleika bænda meira en orð- ið er, þá er óhjákvæmilegt að þeim fækki eitthvað. Hins vegar er ekkert sem mælir á móti því að þeir taki upp aðra bú- skaparhætti, t.d. loðdýrarækt, fiski- rækt eða önnur störf í sínu héraði, Bílarnir eru taldir gjörónýtir. Þorsteinn Pétursson, lögreglu- varðstjóri sagði að í þessu slysi hefðu öryggisbeltin bjargað öllum frá skaða, ef þau hefðu verið notuð. Um klukkan 15 var ekið á pilt á vélhjóli á mótum Hamragerðis og Akurgerðis en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Skömmu síðar var tveim bifreiðum ekið saman í Sunnuhlíð og valt önnur bifreiðin við áreksturinn. Öku- menn sluppu með skrekkinn en bifreiðirnar skemmdust talsvert. þannig að þeir geti setið jarðir sínar áfram, og á það var lögð áhersla á fundinum. Að mínu mati yrði það dýrasti kosturinn fyrir þjóðfélagið, ef samdráttur í landbúnaði verður til enn frekari búferlaflutninga úr dreif- býli í þéttbýli. Ég tel að þetta megi fyrirbyggja með skipulögðum að- gerðum í flestum sveitum, en ýmsar jaðarbyggðir hafa sérstöðu, þannig að þar verður ekki tryggð byggð nema til komi aðstoð frá þjóðinni allri. Þess vegna var rætt um það á aðalfundinum, að rétt væri að nota hluta þess fjármagns sem rennur til landbúnaðarins í dag, til að styrkja jaðarbyggðirnar, enda held ég að það sé fullur vilji til þess meðal landsmanna að landið byggist áfram líkt og nú er. Hins vegar er ekki þar með sagt að einhverjar jarðir megi ekki missa sín. Ég held að bændur líti raunsætt á þessi mál.“ - Efla aukabúgreinar, segið þið. Fá fulltrúar þeirra þá aðild að Stétt- arsambandinu? „Skipulagsmál sambandsins voru mikið rædd á fundinum, en niður- staðan var sú að vísa þeim til nefndar, sem á að skila áliti fyrir næsta aðalfund. Þá verður ákveðið hvort fulltrúar aukabúgreinanna svonefndu fá aðild að sambandinu, en ég trúi ekki öðru en svo verði,“ sagði Jóhannes Sigurgeirsson í lok samtalsins. _ Qg „Bændur vilja vinna sig út úr vandanum“ - segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson í dag er spáö hægrí norðanátt og skúraveðri á Norðurlandi. Svipuðu veðri er spáð á morgun, laugardag, en á sunnu- daginn er reiknað með vaxandi norðanátt og áframhaldandi skúra- veðri, einkum an- nesjum, en eitthvað hlýrra verður inn til sveita yfír hádaginn. Nú er meiriháttar útsala í Herradeildinni og ★ aMáttar minnst 40% 4- Rýmum fym nýjum vörum ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.