Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: eirIkur st. EIRlKSSON og gylfi kristjánsson AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjármálastjóm veikasti hlekkur stjórnarsamstarfs í áramótagrein sem Ingvar Gíslason, alþing- ismaður, skrifar í Dag fjallar hann m.a. um stjórnmálaástandið og segir stjórnarand- stöðuna, eins og hún leggi sig, fjarri því að vera álitlegan valkost fyrir kjósendur, enda sundrað lið margra smáflokka, sem auk þess séu ekki samstæðir innbyrðis hver um sig. Síðan segir Ingvar: „Ekki síst í ljósi þess hversu stjórnarand- staðan er ógæfuleg eins og sakir standa er æskilegt að núverandi ríkisstjórn haldi áfram um sinn, þótt hún þurfi að endurmeta stöðu sína og aðferðir til þess að ná þeim árangri sem henni ber, áður en efnt verður til alþing- iskosninga, enda skortir ríkisstjórnina ekki þingfylgi. “ Ingvar segir að viðunandi árangri sé hægt að ná á þessu ári ef forystulið stjórnarflokk- anna fer að með gát og sýni skilning á hag hins almenna launamanns. Hann ræðir síðan um efnahagsmálin og segir: „Fjármálastjórn og skattamál er veikasti hlekkurinn í stjómarsamstarfinu. Ef eitthvað gæti flýtt fyrir falli þessarar ríkisstjórnar, þá er það stefnuleysið í fjármálum ríkisins, sem sjálfstæðismenn bera ábyrgð á, en hafa ekki náð samstöðu um að bæta úr vegna ólíkra viðhorfa innbyrðis um ríkisfjármál og tekju- öflunarleiðir fyrir ríkissjóð. Þessi óeining sjálf- stæðismanna innbyrðis um svo mikilvægt mál er óneitanlega bagaleg fyrir ríkisstjórnarsam- starfið, enda óvíst hvaða afleiðingar hún hefur. Eftirtektarverðast er að æ fleiri taka sér nú í munn samlíkinguna um að á íslandi búi „tvær þjóðir". Sumir nota hugtakið „tvær þjóðir" til þess að tákna muninn sem er á milli ríkra og fátækra almennt í landinu, aðrir eiga við þá gjá sem er að myndast milli Stór- Reykjavíkur annars vegar og hins vegar landsbyggðarinnar í heild utan höfuðborgar- svæðisins. Sannleikurinn er sá að þetta hug- tak getur sem best átt við hvort tveggja, þótt ekki sé um sama fyrirbæri að ræða í sjálfu sér. Það fer ekki á milli mála að efnahagur manna á íslandi er gróflega mismunandi, tekjumun- ur hins hæst launaða og hins lægst launaða er gífurlegur og jafnvel svo, að tekjumunur vex æ því meira sem ákafar er talað um að draga þurfi úr tekjumismun í samningum um kaup og kjör. Hitt er líka jafnvíst að bilið milli lands- byggðar og Stór-Reykjavíkur fer breikkandi og ef svo heldur áfram gæti það endað með því að „tvær þjóðir" byggju í landinu," sagði Ingvar Gíslason m.a. í áramótagrein sinni. Náttúruverndarráð: Varar við mengun frá fiskeldi A undanförnum árum hafa veriö settar á stofn fjölmargar fiskeldisstöðvar hérlendis og er Ijóst, að allmargar stöðvar eru nú í undirbúningi, sumar hverjar mjög stórar. Náttúru- verndarráð hefur sent frá sér varnaðarorð vegna þessarar at- vinnugreinar og telur ráðið nauðsynlegt að minna á 29. grein laga um náttúruvernd, sem hljóðar svo: „Valdi fyrirhuguð mann- virkjagerð eða jarðrask hættu á því, að landið breyti varan- lega um svip, að merkum nátt- úruminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að Ieita álits Náttúruverndarráðs, áður en framkvæmdir hefjast. Ef það er vanrækt, getur Náttúruverndarráð krafist at- beina lögreglustjóra til að varna því, að verk verði hafið eða því fram haldið. Virkjanir, verksmiðjur og önnur stór mannvirki skulu hönnuð í samráði við Náttúruverndar- ráð. Sama gildir um vegalagn- ingu til slíkra mannvirkja. Nánari fyrirmæli samkv. þess- ari grein setur menntamála- ráðuneytið í reglugerð.“ Ekki fer á milli mála, að þetta ákvæði í náttúruverndarlögunum á við klak-, eldis- og hafbeitar- stöðvar. Slíkum stöðvum fylgir ætíð jarðrask, mismikið að sjálf- sögðu. Frárennsli frá slíkum stöðvum er mjög mengað lífræn- um leifum, og getur þessi meng- un á stundum verið varhugaverð. Merkar náttúruminjar eru víða um land, og er augljóst að þeim getur stafað hætta af fiskeldis- stöðvum, sem oft er valinn staður á ströndum eða í fjarðarbotnum þar sem er auðugt og fjölbreytt lífríki. A næstunni kemur út endur- skoðuð útgáfa náttúruminja- skrár, hin 4. í röðinni, sem Nátt- úruverndarráð hefur sett saman. Tilgangur náttúruminjaskrárinn- ar er að gefa „heildaryfirlit yfir þau svæði eða staði sem hafa eitt- hvað það til að bera sem þjóðinni er mikils virði að eiga og vart eða ekki verður bætt, sé því raskað. Slík skrá markar m.a. stefnu í friðlýsingarmálum, og undirbýr jarðveginn fyrir viðræður rétt- hafa um þau efni. Pað er og mikilvægt fyrir þá, sem leggja á ráðin um ný mannvirki og hvers konar breytingar á landi, að vita hvar síst má raska náttúrunni, um leið er henni ætlað að vera leiðarvísir varðandi skipulag og nýtingu lands.“ Pví miður hefur orðið talsverð- ur misbrestur á því, að forsvars- menn fiskeldisstöðva hafi leitað álits Náttúruverndarráðs áður en stöðvar eru reistar eins og þeim ber þó skylda til samkvæmt lögum. Þess eru jafnvel dæmi að fiskeldisstöðvar séu reistar á svæðum sem eru á náttúruminja- skrá og styrktar af opinberum sjóðum án þess að leitað hafi ver- ið álits Náttúruverndarráðs, eins og lög gera ráð fyrir. Tekið skal fram, að þegar leit- að hefur verið álits Náttúru- verndarráðs vegna fiskeldis hefur ráðið í flestum tilvikum ekki gert athugasemdir við staðsetningu eða rekstur stöðvanna. f öðrum tilvikum hafa framkvæmdaaðilar og Náttúruverndarráð komið sér saman um ýmis atriði, þannig að báðir hafa vel við unað. Til undantekninga heyrir að fram- kvæmdaaðilar séu ófúsir til þess að virða óskir Náttúruverndar- ráðs um að sérstökum svæðum eða stöðum sé hlíft við raski eða mengun. Náttúruverndarráð vill hér með eindregið hvetja alla þá, sem eru með fiskeldisstöðvar í uppbyggingu eða undirbúningi, en hafa ekki leitað til Náttúru- verndarráðs að gera það hið fyrsta. Jafnframt er skorað á þá, sem nú starfrækja fiskeldisstöðv- ar án þess að tilskilið samráð hafi verið haft við Náttúruverndarráð að hafa þegar samband. Pað er þjóðinni fyrir bestu að leitast sé við að sú starfsemi sem hún rekur taki mið af þeim lög- málum sem landið setur, segir í greinargerð Náttúruverndarráðs um þetta mál. Hvers eiga smábáta- eigendur aö gjalda Um stjórnun fiskveiða og afla- mörk hefur margt verið ritað og rætt á síðasta ári, og hafa mörg misjöfn sjónarmið komið fram, og nú á síðustu dögum hafa um- ræður vaxið til muna. En eitt virðast allir vera sammála um, það er, að nauðsynleg sé stjórnun fiskveiða. Þó virðist sú ákvörðun stjórnvalda að stöðva allar fisk- veiðar smábáta upp að 10 lestum vera með öllu óskiljanleg ráð- stöfun. Pað er jafn undarlegt hvað fáir hafa látið í sér heyra af smábátaeigendum, en skýringin líklega sú, að lægst launuðu hóp- ar þjóðarinnar eru vanir að taka öllu sem að þeim er rétt með þögn og þolinmæði halda bara áfram að herða sultarólina. Sem einn af trillukörlum lang- ar mig að láta álit mitt í ljós á þessum aðgerðum. í fyrsta lagi er sameiginlegur kvóti allra báta upp að 10 lestum algjör vitleysa, því margir bátar af stærðinni 7-10 lestir hafa möguleika á að vera með net og gera það, og geta því verið búnir að fylla að nokkru leyti í sameiginlegan kvóta áður en handfæratími hefst. í öðru lagi er ekki viðun- andi að ekki sé skipting milli landshluta því dæmin sýna að misjöfn fiskgengd er við landið. Skipting milli landshluta er í alla staði nauðsynleg. Nú síðustu 2 árin hefur afli smábáta verið mjög lítill hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Elstu menn sem stundað hafa þessar veiðar allt frá barnæsku muna ekki slíkt aflaleysi. Eyjafjörður var gjöfull og ótrúlegur fjöldi manna hefur lifað eingöngu á handfæra- og línuveiðum á þessum smábátum að stærð 2-5 tonn. Það er viður- kennt af öllum að handfæra- og línufiskur er besta hráefnið sem að landi berst. Síðan í september hefur verið sæmilegur afli á línu fyrir þessa báta 5-7 tonn að stærð miðað við undanfarin ár, en þá eru þeir stöðvaðir með stjórnun- araðgerðum þó þeir hafi ekki haft neitt framan af sumri, vegna þess að þá eru bátar í öðrum landshlutum búnir að fylla þenn- an sameiginlega kvóta. Ef talað er um stjórnun fisk- veiða þá verður manni á að spyrja, er ekki stjórnun til þess að reyna að vernda hagsmuni eins þeirra smáu og þeirra stóru? Pað væri til dæmis stjórnun - og þeim smáu til ótrúlegra hagsbóta ef bönnuð væri t.d. netaveiði inn- an við línu dregna yfir norður- enda Hríseyjar. Þótt hér sé talað um Eyjafjörð, á þetta við um ótrúlega marga staði á landinu. Það er ömurlegt hlutskipti þeirra sem eingöngu byggja afkomu sína á handfæraveiðum á opnum bátum 2-5 tonna trillum að horfa á stærri báta allt upp í 80 tonn leggja fjörðinn bókstaflega fullan af netum, og þar með eyðileggja afkomu litla bróður. Þessir stærri bátar gætu auðveldlega sótt örlít- ið lengra, sem hinir geta alls ekki. Það er erfitt að skilja þá stjórn- un að banna þessum smábátum veiðar, bæði nú og í sumar því þótt þessum smábátum hefði ver- ið leyfð áframhaldandi veiði er mjög ólíklegt að sameiginlegur afli þeirra hefði getað orðið meiri, en sem svarar til örfárra togarafarma. Á sama tíma eru útlendingum leyfðar veiðar hér við land. Er ekki nær að skerða hlut þeirra en smábátaeigenda? Þessar stjórnunaraðgerðir eru til þess eins fallnar að vekja deilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ráðast að mönnum sem reynt hafa að standa á eigin fótum með áhættu og erfiði, reynt að sjá sér og sínum fyrir lífsviðurværi, mönnum sem ekki fá og ekki geta fengið atvinnu- leysisbætur, og mönnum sem ekki hafa rútinerað sig í að gera út á sjóðakerfið. Þetta er þeirra persónuuppbót í desember. Þetta er þeirra félagsmálapakki. Margt fleira mætti segja um þessar aðgerðir og mættu trillu- karlar því fara að athuga hvort ekki er ráðlegt að mótmæla sam- eiginlega slíkri aðför og á hvaða grundvelli það er best gert, því nú er mælirinn fullur. Gísli Ingólfsson, Grenivík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.