Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 7
7. janúar 1985 - DAGUR - 7 ð markvörður varði. Gunnar og Gunnar Gunnarssynir Þórsarar fylgjast með og Mynd: KGA Mikill hugur í KS-mönnum: Fær KS þrjá leik- menn úr 1. deild? „Við höfum verið í viðræðum við 3 leikmenn úr 1. deild um að leika með okkur næsta sumar. Það má segja að það sé orðið nokkuð öruggt með tvo þeirra og ég er bjartsýnn á að sá þriðji komi Iíka,“ sagði Karl Pálsson formaður Knatt- spyrnufélags Siglufjarðar er við ræddum við hann um knattspyrnuvertíðina framund- an og ástandið í herbúðum KS. „Það hættir enginn leikmaður sem var með okkur í fyrra sem þýðir að Colin Tacker verður hér áfram en hann var besti maður liðsins sl. keppnistímabil. Það að við höldum öllum okkar mann- skap og fáum menn til viðbótar þýðir að við erum óvenju bjart- sýnir en í fyrra t.d. áttum við rétt nógu marga leikmenn til þess að fullmanna liðið. Nú verður nægur mannskapur sem þýðir einfald- lega að við verðum sterkari.“ - Hvað með þjálfaramálin? „Það verður þetta sama gamla góða. Skotinn Billy Hogdson kemur til okkar í vor og verður með liðið fjórða árið í röð og við erum auðvitað ánægðir með það enda hefur okkur líkað vel við hann.“ Það kom fram hjá Karli að Siglfirðingar hyggjast undirbúa sig betur fyrir keppnistímabilið núna en gert hefur verið undan- farin ár. Ætlunin er að leika eins marga æfingaleiki fyrir íslands- mótið eins og hægt verður að koma við, fara jafnvel í keppnis- ferðir suður á land, og þá hefur verið rætt um möguleika á að fara með liðið í æfingaferð til Skotlands, en það er ekki ákveð- í veðurblíðunni sem var á Ak- ureyri sl. föstudag og laugar- dag voru kylfingar á ferðinni á Jaðarsvelli og er óhætt að segja að 50. starfsár Golf- klúbbs Akureyrar hafi hafist óvenju snemma að þessu sinni. A föstudag var upp undir 10 stiga hiti og margir á ferli en enn fleiri á laugardag þótt þá hefði kólnað nokkuð. Golfklúbbur Akureyrar verður 50 ára 19. ágúst í sumar og ljóst að árið verður viðburðaríkt hjá félögum klúbbsins. Ekki er ann- að vitað en að öll þau stórmót sem verið hafa hjá klúbbnum undanfarin ár verði á sínum stað og í lok júlí mun íslandsmótið verða háð á Jaðarsvellinum. Verður það í fyrsta skipti sem ís- ið enn hvort af því getur orðið. KS hefur ráðið starfsmann sem er einungis ætlað það verkefni að annast fjármálin og finna leiðir til fjáröflunar en á sl. ári kostaði út- gerð KS um 2 milljónir króna og verður ekki ódýrari á þessu ári. landsmótið verður háð á 18 holu velli utan Reykjavíkur. Geysilegt uppbyggingarstarf hefur verið unnið hjá klúbbnum undanfarin ár. Segja má að 18 holu völlurinn sé nú tilbúinn til að taka við jafn fjölmennu móti og íslandsmótið er þótt enn sé ýmislegt sem ógert er við nýrri hluta vallarins. Þá hefur klúbbur- inn reist sér nýtt húsnæði sem var að nafninu til tekið í notkun í haust en verður vonandi fullbúið í vor. Reikna má með að 50 ára af- mælisins verði minnst á veglegan hátt síðla sumars, og rætt hefur verið um að Golfþing verði hald- ið á Akureyri nú í vor. Það er því ljóst að framundan er anna- söm vertíð hjá Golfklúbbi Akur- eyrar. Afmælisárið tekið snemma Þórsarar „flengdir ! Ekki er meö góðri samvisku hægt að segja annað en að Þórsarar hafi fengið háðulega útreið er þeir mættu KA- mönnum í 2. deildinni á föstu- dagskvöldið. KA var svo mörgum klössum betra á öllum sviðum handknattleiksins án þess þó að eiga stórleik, að undrun sætti, og er ljóst að til- vera Þórsara í 2. deild á eftir að vera ansi erfið, en sennilega ekki löng. „Það er auðvitað frumskil- yrði til þess að ná árangri að menn mæti á æfingar en æf- ingasókn er ákaflega slök hjá okkur,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs eft- ir leikinn gegn KA. „Það má segja að það sé regla Þórsarar hafa fyrr í mótinu náð sér í stig og verið nærri fleirum með því að halda uppi baráttu og leggja sig alla fram á köflum. Lít- ið fór fyrir slíku núna, og hvað getuna snertir er mér næst að halda að 3. flokkur félagsins hefði getað sýnt jafn góðan leik. KA liðið á hins vegar hrós skil- ið þótt liðið hafi ekki verið með toppleik. Mjög skemmtilegir kaflar sáust hjá liðinu og ljóst að í þeim herbúðum hafa menn ekki bara kýlt vömbina um jól og ára- að á æfingar vanti 5-6 menn úr 14 manna hópnum og þetta segir meira en margt annað um það sem er að hjá okkur. Það er svo sannarlega ekki von á góðu og ætli það væri ekki best fyrir Þór að fara að huga að uppbyggingu handboltans neðan frá, leggja áherslu á yngri flokkana." mót. Segja má að þeir Árni Stefáns- son og Guðjón Magnússon hafi haldið í við KA framan af fyrri hálfleik. Árni hafði skorað 6 mörk Þórs er staðan var 8:7 fyrir KA og öll eftir sendingar Guðjóns. KA hlaut að setja und- ir þann leka og eftir að Árni var tekinn fastari tökum á línunni var Þórsliðið sem höfuðlaus her. KA-menn voru ekki lengi að ganga á Iagið, þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og í leikhléi voru þeir búnir að gera út um leikinn, voru komnir með 10 marka forskot 18:8. Þegar annað liðið hefur slíka yfirburði er ekki hægt að búast við miklum handknattleik og sú varð raunin að síðari hálfleikur- inn varð hálfgert hnoð. Það fór þó aldrei á milli mála hvort liðið var hið sterkara í þessari viður- eign og KA gat leyft sér að nota alla sína menn, það virtist ekki skipta neinu máli. KA liðið var mjög jafnt, Friðjón Jónsson þó ívið betri en hinir en erfitt að gera upp á milli annarra. KA lið- ið virðist ekki hafa misst skriðið um hátíðarnar og er því ekki ástæða til annars en vera bjart- sýnn á gengi liðsins. Annað er uppi á teningnum með Þórsliðið. Áð vísu vantaði þá Sigurð Pálsson og Odd Sig- urðsson en það afsakar ekki frammistöðu hinna. Svo virðist sem handboltinn sé hjá mörgum leikmanna liðsins ekki tekinn mjög alvarlega og því ekki hægt að reikna með miklum árangri eða framförum, og varla hægt að nefna einn öðrum frenrri nema þá Árna og Guðjón sem voru bestu menn liðsins. Mörk KA: Friðjón Jónsson 10, Pétur Bjarnason 5, Logi Einars- son 4, Jón Kristjánsson og Þor- leifur Ananíasson 3 hvor, Erl- ingur Kristjánsson og Erlendur Hermannsson 2 hvor, Ragnar „Sót“ Gunnarsson 1. „Ég vona að við ofmetnumst ekki við þessi úrslit, en Þórs- ararnir voru ákaflega slakir í þessum leik og mótstaðan því ekki mikil,“ sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA eftir leikinn gegn Þór. „Ég er nokkuð ánægður með Mörk Þórs: Árni Stefánsson 7, Baldvin Hreiðarsson, Kristinn Hreinsson og Guðjón Magnús- son 2 hver, Gunnar M. Gunnars- son, Gunnar E. Gunnarsson og Hörður Harðarson 1 hver. KA skoraði 10 mörk úr hraða- upphlaupum, 5 úr langskotum, 4 af línu, 4 úr horni. 4 úr vítum og 3 úr gegnumbrotum. Þór skoraði 8 af línu. 3 úr horni, 3 úr langskotum, 1 úr víti og 1 úr hraðaupphlaupi. mína menn, liðið virðist vera í góðri æfingu og lék oft mjög vel í þessum leik. Það er hins vegar nokkuð í næsta leik, við eigum ekki leik fyrr en gegn Ármanni í næsta mánuði en munum nota tímann fram að þeim leik til að undirbúa okkur sem best fyrir lokaátökin í deildinni." Guðjón Magnússon: Ekki mætt á æfingar Helgi Ragnarsson: „Megum ekki ofmetnast1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.