Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 9
7. janúar 1985 - DAGUR - 9
Eins og mönnum er eflaust
kunnugt um hafa Sameinuðu
þjóðirnar ákveðið að tileinka
árið 1985 æskunni. Við
gengum á fund Hermanns Sig-
tryggssonar æskuiýðsfulitrúa
Akureyrar að forvitnast um
hvort eitthvað sérstakt verði á
döfinni hjá þeim á þessu ári og
hvernig ástand æskulýðsmála
er á Akureyri yfírleitt. „Þær
uppákomur sem verða á næst-
unni má ekki eingöngu miða
við þetta ár. Tilgangur þessa
árs er að vekja athygli á hvað
ungt fólk er að gera, aðstöðu
þess o.s.frv. Þó að komið sé að
þessu ágæta ári með þessu
heiti, þá hefði það ekki breytt
miklu um okkar starf. Við
höfum á undanförnum árum
verið að vekja athygli á ungu
fólki og starfi þess og munum
gera það áfram.“
Einn af stærri þáttunum sem
við helgum þessu ári, er að koma
Dynheimum í gott horf. Við
höfum fengið fjárveitingu frá
bænum til að endurnýja Dyn-
heima og innrétta neðri hæð
hússins, stefnt er að því að opna
allt húsið í byrjun febrúar endur-
bætt og flott.
Það eru mörg verkefni á döf-
inni hjá okkur í nafni ársins. Við
munum eiga töluverð samskipti
við vinabæi okkar á Norðurlönd-
unum og er þá fyrst að telja að í
tilefni af opnun Dynheima mun
verða sett upp málverkasýning
unglinga sem er liður í sam-
keppni um mynd á plakat. Það
eru 14 ára unglingar sem eiga
kost á því að taka þátt í þessari
samkeppni og sá unglingur sem
vinnur keppnina hér fer til Rand-
ers í vor og tekur þátt í keppni
þar. Þar verður endanlega ákveð-
ið hver vinnur.
Á árinu verður haldin norræn
æskulýðsleiðtogavika í Randers
og munu 11 manns fara héðan
frá Akureyri. í júlí verður haldið
norrænt íþróttamót í Lahti í
Finnlandi og reiknum við með að
héðan fari um 25-30 manna hóp-
ur og keppi í knattspyrnu og
frjálsum íþróttum. Þetta er það
helsta sem á döfinni verður með
International 'tbuth >bar 1985
þátttöku okkar og annarra þjóða,
en það verður einnig mikið um
að vera hér heima. Unglingar á
Akureyri ætla að heimsækja ná-
grannabyggðir okkar og hafa
undirbúið kvöldvökur og
skemmtiatriði sem þeir munu
bjóða upp á. Þetta á að efla og
treysta samskipti unglinga á
Norðurlandi, því stundum er leit-
að langt yfir skammt í þeim
efnum, en þessar heimsóknir eiga
að treysta böndin.
í Dynheimum fer fram fjöl-
breytt starf, þar er boðið upp á
ýmiss konar námskeið. Nú
standa yfir ljósmyndanámskeið
og er gert ráð fyrir að halda sýn-
ingu á ljósmyndum unglinga í
haust, þeir eru hér á námskeiði í
vetur, vinna sjálfstætt í sumar og
afraksturinn verður sýndur í
október. Þá hefur verið í gangi
snyrti- og tískunámskeið, þar
sem komið hefur verið inn á fjöl-
marga þætti, s.s. umgengni og
framkomu og fleira. Þátttaka í
þessu námskeiði sem og öðrum
hefur verið mjög góð í vetur og
munum við því halda áfram á
sömu braut. Það nýjasta hjá okk-
ur er að halda hæfileikasam-
keppni ungs fólks og er það að
einhverju leyti tilkomið í fram-
haldi af tískunámskeiðinu. Ungl-
ingar geta þá komið og verið með
einhverjar uppákomur, söng,
dans eða eitthvað þvíumlíkt.
Það má nefna að í vetur er 10
ára afmæli Andrésar andar-leik-
anna og reynt verður að vanda
sérstaklega til þeirra að þessu
sinni, en á leika þessa koma börn
og unglingar víðs vegar af landinu.
í sumar mun Fjórðungssamband
Norðlendinga hafa forgöngu um
stórt íþróttamót og þannig má
lengi telja upp atriði sem verða á
dagskrá þetta árið. Það eru ýmis
almenn mál sem við munum taka
upp á þessu ári og reyna að vekja
áhuga á starfsemi okkar og auka
þátttöku unglinga í öllu því er
kallast heilbrigt líferni. Við ætl-
um að gefa frá okkur bækling um
félög og félagasamtök í bænum
sem hafa æskulýðsmál á sinni
stefnuskrá og þá getur ungt fólk
séð hvað því stendur til boða.
Eins og menn sjá þá er margt
og mikið um að vera, en við ætl-
um sérstaklega að reyna að ná til
unglinganna og koma á framfæri
varnaðarorðum um fíkniefni og
fíkniefnaneyslu. Vímuefni ungl-
inga er brennivínið og við höld-
um uppi áróðri gegn vínneyslu,
því við höfum áhyggjur af
drykkjuvenjum unglinga í dag.
Við verðum að skipuleggja her-
ferð gegn neyslu áfengra drykkja
því aðalvandamálið sem við er að
etja í dag er drykkjan. Við
höfum sáralítið orðið varir við
fíkniefni, en lokum ekki augun-
um fyrir því að þau eru á leiðinni
og geta skotið upp kollinum fyrir-
varalaust. En það sem við höfum
áhyggjur af er að brennivíns-
drykkja unglinga er orðin sjálf-
sagður hlutur og ætlun okkar er
að halda uppi áróðri gegn því.
Krakkar fikta við að drekka í ein-
hvern tíma, lenda svo kannski í
því að verða ofurölvi og við hjá
æskulýðsmiðstöðvunum höfum
þá samband við foreldra. Það vill
stundum brenna við að sumir for-
eldrar vilji kenna okkur um
hvernig komið er. Við ætlum að
reyna að koma á góðu og já-
kvæðu samstarfi við foreldra
unglinga, við ætlum að reyna að
ná til foreldra og gera þeim ljóst
hversu frjálslega unglingar fara
með vín. Foreldrar geta orðið
virkir í að hjálpa okkur í barátt-
unni gegn víninu og það er það
langbesta sem völ er á. Við von-
um bara að foreldrar bregðist vel
við og taki þátt í þessu með
okkur.
Hvað reykingar unglinga
varðar, þá er það ekki mikið í
tísku núna að reykja, reykingar
eru háðar tískusveiflum eins og
aðrir hlutir og mér finnst þær fara
minnkandi. Eftir stóru herferð-
ina um árið var mikið um það að
unglingar byrjuðu ekki að
reykja, síðan fjöruðu áhrifin út
og fleiri fóru að reykja, en aftur
núna upp á síðkastið er ekki mik-
ið um það. Og er það gott. Það er
margt á döfinni og mörg stór
verkefni í gangi, margt er enn í
undirbúningi, en aðalatriðið er
hjá okkur eins og endranær, að
vekja athygli á málefnum ungl-
inga og við viljum beina því til
félaga og félagasamtaka að ef
þau hyggjast gera eitthvað er
unglinga varðar sérstaklega, þá
er æskulýðsráð tilbúið að veita
stuðning og húsnæði.
Ég er búinn að vera í þessu
starfi æði lengi og mér finnst
unga fólkið í dag duglegt að
bjarga sér og það er frjálslegt og
skemmtilegt,“ sagði Hermann að
lokum. - mþþ
„Aðalatriðið er að vekja athygli
á málefnum æskunnar“
- segir Hermann Siglryggsson, æskulýðsfuIItrúi Akureyrar