Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 07.01.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. janúar 1985 Bréf til íþróttasíðunnar: Engin umfjöllun um næstu leiki Íþróttasíðunni hefur borist bréf frá Ragnari Eiríkssyni á Hofsósi, þar sem hann gerir umfjöllun Dags um ensku knattspyrnuna að umræðuefni. Ragnar þakkar fyrir umfjöllun um leiki helgarinnar í mánudags- blaðinu og vekur athygli á því að Dagur berist sér t.d. fyrr í hendur en önnur blöð er fjalla um ensku knattspyrnuna eftir helgarleik- ina. Hann lýsir hins vegar óánægju sinni með að engin umfjöllun skuli vera í blaðinu um leiki næstu helgar, og á hann þá við að ekki skuli reynt að gera „úttekt“ á leikjum þeim er þá fari fram. Ragnar segir að „spámaður vik- unnar“ sem sé „hörmulega út- færð og óréttlát keppni" sé það eina í blaðinu er varðar leikina sem framundan eru. Þessu er til að svara að get- raunaleikurinn er ekki hugsaður sem nein tæmandi úttekt á þeim leikjum sem framundan eru, og enn síður er um það að ræða að hann sé alvörukeppni þeirra er þar spá fyrir um úrslit leikja. Pað vita allir sem fylgjast með ensku knattspyrnun.ti að seðlarnir eru svo misjafnir (a.m.k. fyrirfram) að sú keppni getur ekki verið réttlát. Blaðið tók hins vegar þá stefnu í haust að fá einn stuðn- ingsmann hvers liðs í 1. deild til að spá, og efna svo til úrslita- keppni í lokin. Þetta er einungis gert til skemmtunar en að sjálf- sögðu fengnir til menn sem vitað er að fylgjast vel með. Að mati undirritaðs hefur sér- stakur þáttur þar sem fjallað er um hvern einstaka leik á get- raunaseðli komandi helgar afar takmarkað gildi. Það sýnir sig að þegar enska knattspyrnan er ann- ars vegar er ekkert öruggt, jafn- vel ekki sigur efsta liðsins á heim- avelli gegn því neðsta. Ef menn vilja hafa eitthvað til að styðjast við er þeir fylla út getraunaseðla sína er beinast að áætla að staðan hverju sinni sé besta „hjálpartæk- ið“ og hana birtum við á mánu- dögum. Undir eitt í bréfi Ragnars vil ég taka, og það er hið óréttláta fyrir- komulag hjá íslenskum Getraun- um. Ragnar bendir á að hann þurfi að skila sínum seðlum fyrir kl. 10 á miðvikudagsmorgnum. I framhaldi af því getur hann þess að í 18. leikviku hafi verið til- kynnt um það síðdegis á miðvik- udaginn fyrir umræddan leikdag að einn leikurinn hafi verið felld- ur af seðlinum. Hann hafi þá staðið uppi með þá staðreynd að vera búinn að eyða mörgum röðum í að hálftryggja umrædd- an leik. Ragnar kemur hér inn á hlut sem er furðulegt að félögin úti um land sem selja getraunaseðla skuli ekki hafa íátið til sín taka fyrr. í Reykjavík geta menn t.d. komið með seðla í höfuðstöðvar Getrauna fram yfir hádegi á laug- ardögum, og auðvitað notfæra þeir sér það. Nú þegar sá árstími rennur upp að fresta þarf leikjum vegna veðurs er hægt að komast að slíku t.d. með því að hlusta á BBC um hádegi á laugardögum og gera síðan ráðstafanir á get- raunaseðlum sínum samkvæmt því. En á meðan þarf Ragnar að skila sínum seðlum fyrir hádegi á miðvikudag, og t.d. á Akureyri þarf að skila fyrir hádegi á fimmtudögum. Þarna er þeim er taka þátt í getraunum mismunað stórlega og furðulegt að félögin skuli ekki láta þetta mál til sín taka. gk'- Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik eftir leiki helgarinn- ar: KA-Þór Haukar-Fylkir HK-Ármann Fram-Grótta KA 9 Fram 9 HK 9 Haukar 9 Grótta 10 Ármann 8 Fylkir 9 Þór 9 30:16 27:25 21:23 26:18 8 0 1 213:175 16 7 1 1 217:178 15 5 1 3 186:183 11 4 0 5 204:214 8. 235 209:225 7 3 0 5 176:176 6 2 2 5 172:192 6 1 1 7 188:222 3 Logi Már Einarsson svífur hér inn í teiginn og blakar boltanum að Þórsmarkinu. En Daví fjær má sjá Erling Kristjánsson. Það var bikardagur hjá ensk- um á laugardaginn, sannkall- aöur „karnivaldagur“ spark- unnenda. Þetta er sá dagur þegar litlu liðin fá tækifæri til að velta þeim stóru og oft hafa mikil undur og stórmerki gerst. Á laugardaginn urðu líka nokkur óvænt úrslit og leikmenn sumra liða hypjuðu sig heim skömmustulegir. 1. deildarlið QPR mátti þola ósigur gegn 4. deildarliði Donc- aster. í þeim leik sá David Hurle til þess að nafn Doncaster komst í fyrirsagnir ensku blaðanna. Þess má geta að framkvæmda- stjóri Doncaster er enginn annar en Billy Bremner sem um langt skeið var „primus motor" Leeds United er það lið var og hét. WBA gleymir sennilega seint viðureigninni við lið Orient sem hingað til hefur ekki riðið feitum klárum í knattspyrnuheiminum. Orient vann 2:1 með mörkum Barry Silkman og Richard Cadett. Mark Albion skoraði David Cross. Önnur lið í 1. deild áttu í hinu mesta basli með andstæðinga sína. Arsenal heimsótti 4. deild- arlið Hereford og mátti sætta sig við 1:1 jafntefli. Tony Woodcock skoraði á 22. mínútu með skoti af 20 metra færi. Hereford barðist af krafti og bakvörður þeirra Chris Price jafnaði og tryggði liði sínu leik á Highbury, þeim fræga velli í London. í London áttust við grannarnir Tottenham og Charlton og var reiknað með öruggum sigri 1. deildarliðsins. En það fór á aðra leið. Garth Croks skoraði fyrir Tottenham á 6. mínútu, en Mark Aizelwood jafnaði úr vítaspyrnu. En lítum þá á úrslitin í 4. umferð ensku bikarkeppninnar: Fulham-Sheff. Wed. 2:3 2 N. County-Grimsby 2:2 x Coventry-Man. City 2:1 1 Bristol R.-Ipswich 1:2 2 Wolves-Huddersfield 1:1 x Chelsea-Wigan 2:2 Hereford-Arsenal 1:1 Liverpool-A.Villa 3:0 1 Burton-Leicester 1:6 Man. Utd.-Bornmouth 3:0 N. Forest-Newcastle 1:1 x Tottenham-Charlton 1:1 Barnsley-Reading 4:3 Birmingham-Norwich 0:0 x Carlisle-Dagenham 1:0 Oldham-Brentford 2:1 Portsmouth-Blackpool 0:0 x Southampt.-Sunderland 4:0 1 Watford-Sheff. Utd. 5:0 West Ham-Port Vale 4:1 York-Walshall 3:0 Orient-WBA 2:1 Schrewsbury-Oxford 0:2 2 Teleford-Bradford 2:1 Doncaster-QPR 1:0 Luton-Stoke 1:1 x Millwall-C. Palace 1:1 Wimbleton-Burnley 3:1 Brighton-Hull 1:0 Middlesb.-Darlington 0:0 Leeds-Everton 0:2 Chelsea lenti í miklum ógöngum með Wigan sem leikur í 4. deild en leikið var á heima- velli Chelsea. Gestirnir komust í 2:0 með mörkum Paul Duell og Mike Newille. í síðari hálfleik hresstust leikmenn Chelsea og jafnaði Chelsea með mörkum David Speedie og Pat Neven. Botnliðin í 1. deild, Luton og Stoke skildu jöfn 1:1. Leit þó lengi út fyrir að Stoke ætlaði að ganga með sigur af hólmi. Ian Painter kom Stoke yfir en á síð- ustu mínútu jafnaði Steve Foster og tryggði liði sínu annan leik. En það voru ekki öll liðin úr 1. deild sem áttu í basli með sína andstæðinga. Liverpool, Manchester United, Leicester, Watford og Southampton unnu öll sína leiki auðveldlega. Aston Villa sá aldrei til sólar í ieik sínum gegn Liverpool. Ian Russ skoraði tvívegis fyrir Liver- pool og John Wark það þriðja. - Manchester United fékk Born- mouth í heimsókn á Old Trafford, en í síðuslu viðureign þessara liða steinlá United. Slíkt kom aldrei til tals að þessu sinni og mörk Gordon Strachan, Gordon McQuuen og Frank Stapleton sáu til bess. Utandeildarliðið Burton Albion tók á móti Leicester og kom á óvart lengi vel. En þegar flautað var til leiksloka var stað- an orðin 6:1 fyrir Leicester. Gary Lineker skoraði þrennu, Alan Smith 2 og Steve Lynex það sjötta. Watford rúllaði Sheffield Unit- ed upp eins og gólfteppi og vann 5:0. Luther Blissett hefur heldur betur tekið fram gömlu Iðunnar- skóna og gerði 4 mörk og Taylor bætti við því fimmta. Leikur Southampton og Sund- erland var ójafnari en gert var ráð fyrir og Southampton vann 4:0. Steve Moran skoraði tvö, Alan Curtis og Joe Jordan sitt markið hvor. Sjónvarpsleikurinn bauð upp á fimm mörk og það kunnu gláp- endur vel að meta. Fulham, isem að undanförnu hefur verið í mikilli sókn í 2. deild átti skilið jafntefli í þeim leik. Ray Houg- ton skoraði bæði mörk Fulham en Mel Stirland og Lee Chapman skoruðu mörk Wednesday. Coventry sló Manchester City út og dugðu tvö mörk Terry Gib- son gegn marki Paul Power. Ips- wich komst áfram á kostnað Bristol Rovers og það á ævintýra- legan hátt. Mark Brennan skoraði sigurmarkið með skoti af 30 metra færi, boltinn fór í þver- slána og þaðan niður á marklínu, í tærnar á markverði Rovers og inn! Paul Goddard skoraði þrennu og Alan Dickens það fjórða í sigri West Ham gegn Port Vale. Oxford komst áfram á mörkum John Aldridge og Brian McDer- mott gegn Schrewsbury. - A.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.