Dagur - 09.01.1985, Page 2

Dagur - 09.01.1985, Page 2
2 - DAGUR - 9. janúar 1985 „Ég hef fengið mjög góðar við- tökur hér hjá samstarfsfólki mínu og það er vissuiega upp- örvandi þegar menn taka við nýju starfi, að finna slíkt viðmót. Auk þess bíða mín hér mörg og skemmtileg viðfangs- efni, þannig að ég uni mínum hag hið besta.“ Þannig komst Markús Örn Antonsson að orði í samtali við Dag, en hann tók við starfi út- varpsstjóra af Andrési Björns- syni um áramótin. Markús var spurður um hugsanlegt „Eyja- fjarðarútvarp" á vegum Akureyr- ardeildar Ríkisútvarpsins. Má búast við að slíkar útsendingar geti hafist á næstu vikum eða mánuðum? „Það er erfitt að spá um það strax," svaraði Markús, „en menn þekkja þá glæsilegu að- stöðu sem byggð hefur verið upp fyrir Ríkisútvarpið á Akureyri og það hefur alltaf verið ætlunin að nota hana fyrir staðbundnar út- sendingar að einhverju leyti. Það sem er næst á dagskrá er að gera athuganir á því, hvernig útsend- inga- og móttökuskilyrði eru á Akureyri og í nágrenni, fyrir út- sendingar sem hægt væri að hefja með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og þá fyrst í tilraunaskyni. Akvörð- un um framhaldið verður síðan tekin með hliðsjón af þeirri reynslu. En fyrst þarf sem sé að kanna aðstæður og fá sendi sem hentar þeim.“ - Hvernig yrði þessari starf- semi háttað? „Ég á von á greinargerð fljót- lega frá Pósti og síma, sem ann- ast dreifikerfi Ríkisútvarpsins og annast rekstur þess, um hvaða möguleikar eru fólgnir í dreifi- kerfinu fyrii Rás 2, til að þjóna ákveðnum landshlutum og byggðarlögum, þannig að þau gcti útvarpað staðbundnu efni ákveðinn tíma á dag. Landsdag- skrá rásarinnar yrði þá hætt á meðan, a.m.k. útsendingum í viðkomandi byggðarlagi, en stað- bundið útvarp kæmi þess í stað.. Ég vænti þess að það komi ná- kvæmlega fram í þessari greinar- gerð hvað þetta kerfi býður upp á í þcim efnum. í fyrstu, á meðan tilraun fer fram, má reikna með að útsend- inar frá RÚVAK nái til Akureyr- ar og nágrennis. Síðar rná gera ráð fyrir að þessar útsendingar geti náð til mun stærra svæðis um dreifikerfi Rásar 2, jafnvel um meginhluta Noröurlands." - Hvernig efni á að koma frá slíkum stöðvum? „Það verður að mínu mati verkefni þeirra manna sem vinna að dagskrármálum Ríkisútvarps- ins fyrir norðan að gera um það tillögur. Ég geri fastlega ráð fyrir að þar verði fyrst og fremst um að ræða staðbundna upplýsinga- miðlun og fréttir og fréttatengt efni. Auk þess yrði annaö dag- skrárefni. sem á einhvern hátt tengist l'rekar ykkur fyrir norðan, en á ekki eins mikið erindi til allra landsmanna." - Hvenær eigum við von á að heyra í Rás tvö? „Ég vona að það sé frekar spurning um vikur en mánuði. Það hafa orðið ansi miklar tafir á afhendingu á sendum sem ætlaðir eru fyrir dreifikerfið norður. En við höfum fengið skýringar á þeim drætti og ég vænti þess að þeir komi mjög fljótlega til lands- ins og ef veður og færð hamla ekki aðgerðum verður strax ráð- ist í að koma þeim upp,“ sagði Markús Örn Antonsson. Markús Orn hætti sem fastur starfsmaður hjá fréttastofu sjón- varpsins árið 1970 og sneri sér að pólitík með því að bjóða sig fram til borgarstjórnar Reykjavíkur á vegum Sjálfstæðisflokksips. En „ Það er erfitt að losna við þessa bakteríu segir Markús Orn Antonsson í Viðtali Dags-ins hann sagði ekki alveg skilið við stofnunina, því 1978 var hann kosinn í útvarpsráð og þar hefur hann verið formaður í rúmt ár. Nú hefur Markús söðlað um aftur; sagt skilið við bein afskipti af pólitík og tekið að sér yfir- stjórn Ríkisútvarpsins. Var það erfið ákvörðun? „Jú, að sjálfsögðu var erfitt að skilja við borgarstjórn, þar sem ég var að vinna við mörg skemmtileg verkefni og mér hafði verið treyst þar til margvís- legra ábyrgðarstarfa. Hins vegar held ég að það sé samdóma álit þeirra sem eitthvað hafa fengist við blaðamennsku, frétta- mennsku eöa fjölmiðlun al- mennt, að þegar menn hafa einu sinni tekið þá bakteríu þá er mjög erfitt að losna við hana - og fæstum tekist það. Það gildir um mig, því ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á þessum málum. Þess vegna fannst mér ákaflega áhugavert að reyna við útvarps- stjórastarfið, þegar ljóst var að hér yrðu mannaskipti.“ - Fjölmiðlamaðurinn hefur þá verið sterkari í þér heldur en pólitíkusinn? „Það er nú viss skyldleiki með þessum tveim greinum; bæði fyrr og síðar hafa blaðamenn verið ráðandi í stjórnmálum. En ég viðurkenni fúslega að fjölmiðla- maðurinn í mér hafði vinninginn að þessu sinni og ég geri ekki ráð fyrir því á þessu stigi að ég eigi afturkvæmt í stjórnmál. En ég hef óhikað tekið stórar ákvarðan- ir áður, t.d. þegar ég ákvað að kasta frá mér tryggu og ágætu starfi hjá sjónvarpinu, fyrir sæti í borgarstjórn, sem engan veginn var tryggt fyrirfram. Enda þótti mönnum það fífldirfska a sinum tíma.“ - Hafa orðið mikiar breyting- ar hjá ríkisfjölmiðlunum frá því þú varst þar fastur starfsmaður í frumbernsku sjónvarpsins? „Já, vissulega. Þegar við vor- um að kveðja Andrés Björnsson var það rifjað upp, að miklar framfarir hafa orðið í hans tíð. Dreifikerfi sjónvarpsins hefur verið eflt, það var farið yfir í lita- sjónvarp, hafnar útsendingar í stereo hjá útvarpi, Akureyrar- deildin stofnuð og Rás 2 komið á fót og nú er unnið að dreifingu útvarpsstjóri, hennar um landið. Auk alls þessa var hafin bygging nýs útvarps- húss. Það hafa þvf verið mikil umsvif hjá stofnuninni á þessum tíma.“ - Er fjölmiðlun orðin opnari en hún var á þeim árum sem þú varst hjá sjónvarpinu? „Já, almennt hygg ég að svo sé. Ég held að þeir sem til þessara mála þekkja og fylgst hafa með þróuninni á undanförnum árum, séu nokkuð sammála um það að tilkoma sjónvarpsins hafi breytt verulega allri fjölmiðlun um þjóðmál. Þannig held ég að sjón- varpið hafi fært stjórnmálin og stjórnmálamennina miklu nær fólkinu en var, sem m.a. varð til þess að landsmenn sáu þá í allt öðru ljósi en þeirra fyrri hug- myndir sögðu til um.“ - Nú tekur þú við stjórnun stofnunar, sem á að vera hafin yfir alla pólitík. Áttu ekki von á því að þín beinu afskipti af pólit- ík geti orðið þér fjötur um fót? „Nei, ég á alls ekki von á því. Ég geri mér jú fullkomlega grein fyrir því, að fólk veit hvaðan ég kem og úr hvaða jarðvegi, þannig að það efast ekkert um mínar grundvallarskoðanir á stjórnmál- um. Hins vegar tel ég mig kunna þá list að láta það ekki hafa áhrif á gang mála hér innan stofnunar- innar, þannig að ég geti rækt mín störf eins og til er ætlast." - Þú óttast ekki óvægari gagn- rýni vegna þessa? „Ég geri allt eins ráð fyrir því, að einhverjir eigi eftir að tengja gerðir mínar hér hjá útvarpinu forsögu minni í pólitík, en þá verð ég bara að taka því. Hins vegar er það bjargföst sannfæring mín, að ég geti rækt þetta starf eins og til er ætlast, þannig að all- ir geti vel við unað, hvar sem þeir standa í stjórnmálaflokkum." - Markús Örn Antonsson er Reykvíkingur í húð og hár, aust- urbæingur, en býr nú í Breiðholt- inu ásamt eiginkonu sinni, Stein- unni Ármannsdóttur og tveimur börnum. Að lokum var hann spurður um verkefni útvarps- stjóra í frístundum. „Utvarpsstjórinn verður eðli- lega að gera sér far um það að fylgjast nokkuð grannt með dagskrá ríkisfjölmiðlanna, efni blaða og tímarita og annarri þjóðmálaumræðu. En þar fyrir utan hef ég fyrst og fremst ánægju af því að fara í göngu- ferðir, ekki síst í nágrenni borg- arinnar.“ - Einhver uppáhaldsleið? „Já, af því að ég bý í Breiðholti þá liggur afskaplega skemmtileg gönguleið um Élliðaárdalinn vel við, upp hjá Elliðavatni, Vatns- enda og Rjúpnahæð. Eftir atvik- um fer ég allt suður að Vífils- stöðum og Garðabæ og heim aftur, ellegar þá í kring um Elliðavatn og upp í Rauðhóla og þaðan jafnvel niður í Mosfells- sveit. Það er úr mörgu að velja og maður getur haft gönguferðina klukkustundarlanga, eða allt upp í 4—5 tíma, allt eftir því hvað tím- inn leyfir," sagði Markús Örn Antonsson í lok samtalsins. GS Fjallshlíðar á ekki að nota undir auglýsingar Eiríkur Pétursson hringdi: Ég vil koma á framfæri mótmæl- um vegna þeirrar auglýsingastarf- semi sem KFUM og K voru með á nýársnótt og Dagur greindi frá undir fyrirsögninni „Jesús lifir“. Mér finnst það smekkleysa af versta tagi að nota fjallshlíðar undir auglýsingar og þá er sama frá hverjum þær eru. Megum við kannski eiga von á því að sjá í framtíðinni: „Það hressir, Braga- kaffið" í flennistórri auglýsingu í Vaðlaheiðinni. Varðandi slag- orðið Jesús lifir, þá er þetta stað- hæfing sem ekki fær staðist að mínu mati. Mér finnst allt í lagi með ártalið sem skátarnir sjá um, enda skilst mér að þetta sé gamall siður. Góðar bíómyndir á Siglufirði borgarsvæðisins til þess að geta séð þær. Þetta hafa verið frábær- ar nýjar myndir. Toppurinn var svo auðvitað á dögunum er ein mynd var frumsýnd hér í bæ um leið og frumsýnt var í Reykjavík. Vegna þessa erum við kvik- myndaáhugamenn hér á Siglu- firði mjög hressir þessa dagana, og finnst gott að vera hér. Okkur verður oft hugsað til þeirra sem áhuga hafa á kvikmyndum og eru svo ólánssamir að búa á Akur- eyri, það er víst ekkert hægt að gera annað en að vorkenna þeim. Ánægður Siglfirðingur hringdi: Það er svo sannarlega gaman að vera Siglfirðingur þessa dagana og ekki síst ef maður er um leið áhugamaður um kvikmyndir eins og ég. Steingrímur Kristinsson sem rekur kvikmyndahúsið hér hefur verið með frábærar myndir að undanförnu. Hver myndin af annarri hefur komið hingað um leið og sýningum á henni hefur lokið í Reykjavík, og Siglfirðing- ar því orðið fyrstir utan höfuð-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.