Dagur - 09.01.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 9. janúar 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GÍSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Endurmat á kjörum
Endurflutt hefur verið á Alþingi frumvarp til
laga um endurmat á störfum láglaunahópa.
Þar er gert ráð fyrir að skipuð verði 5 manna
nefnd til að fá fram hlutlausa rannsókn og
endurmat á störfum og kjörum láglaunahópa
og að gerð verði úttekt á hlut þeirra í tekju-
skiptingu og launakjöruim í þjóðfélaginu. Að
þessu frumvarpi standa þingmenn allra
flokka.
Þetta mál varð ekki útrætt á síðasta þingi.
Nú hafa slíkar aðstæður hins vegar skapast í
þjóðfélaginu að það er ekki vansalaust fyrir
Alþingi að láta þetta þinghald líða án þess að
því verði komið í gegn. Þróunin undanfarið
hefur að margra mati orðið til þess að tekju-
misrétti í þjóðfélaginu hefur stórlega aukist.
Tvær þjóðir eru í landinu sem búa við gjörólík
kjör. Lagt er til að lögfest verði tímabundið
skipan láglaunanefndar sem hafi það verk-
efni að framkvæma hlutlausa rannsókn og
endurmat á störfum og kjörum láglaunahóp-
anna og skilgreina þá.
í greinargerð segir: „Hlutlaus úttekt og
endurmat er nauðsynlegt fyrir aðila vinnu-
markaðarins til að geta lagt sanngjarnt mat á
vinnuframlag láglaunahópa og eðlilega hlut-
deild þeirra í tekjuskiptingunni. Auk þess er
sú rannsókn, sem hér er gerð tillaga um, for-
senda þess að á raunhæfan hátt sé hægt að
auka tekjur láglaunahópanna í þjóðfélaginu.
Einnig myndi slík rannsókn leiða í ljós hvern-
ig launamisrétti kynjanna er háttað í ein-
stökum starfsgreinum."
Auk þess að fá fram mat sérfróðra manna
á því hvort störf láglaunahópanna séu óeðli-
lega lágt metin er einnig talið nauðsynlegt að
fá fram samanburð og mat á því hvort ekki
hafi þróast hér óeðlilegt tekjubil milli starfs-
stétta í þjóðfélaginu.
Það er ljóst að slíkt mat, sem hér er lagt til,
er langt frá því að vera auðvelt í framkvæmd.
Það er skoðun flutningsmanna að hér sé þó
um að ræða svo brýnt og knýjandi verkefni,
að stjórnvöldum beri skylda til að sjá svo um
að þessi tilraun sé gerð. Flutningsmenn taka
fram að á engan hátt sé verið að ganga fram
hjá aðilum vinnumarkaðarins, enda til þess
ætlast að þeir verði kallaðir til ráðuneytis um
slíka rannsókn. Þeir benda einnig á að ára-
tugum saman hafi verið um það deilt hvaða
hópar í þjóðfélaginu séu láglaunahópar. Ein
ástæða þess að slík skilgreining hafi ekki
fengist sé sú að ekki hafi verið kannað ítar-
lega í öllum starfsgreinum hvaða yfirborganir
og aðrir kaupaukar og kjaraþættir utan við
hina eiginlegu kauptaxta séu ákvarðandi
hluti dagvinnutekna eða heildarlaunatekna.
Ef vel tekst til gætu niðurstöður nefndar-
innar orðið grundvöllur þess að láglaunahóp-
arnir fengju réttlátt mat og sanngjörn laun
fyrir störf sín og því er hér um gagnlegt mál
að ræða sem þarf að fá afgreiðslu hið fyrsta.
Yfirlit Veðurstofu íslands um veðráttuna 1984:
rr llýt ra l 1
bj ij lara
Þi nrr, i - á Akureyri miðað við Reykjavík
í janúar var rysjótt tíð og kalt um
allt land, hiti 2,7° undir meðaltali
áranna 1931-60. Vestan til á
landinu var óvenju snjóþungt.
Með febrúarmánuði tók að
skipta mjög í tvö horn um veðrið
á landinu. Vestan til var áfram
hretviðrasamt og óvenju snjó-
þungt allan veturinn, en frá
Norðurlandi til Suðausturlands
var góð tíð og óvenju snjólétt.
Mánuðina febrúar til apríl var
meðalhiti á öllu landinu um 1°
yfir meðallagi, norðan lands og
austan um 2° yfir því, en víðast
suðvestan og vestan lands var hit-
inn lítið eitt undir meðallagi.
Vindar milli suðurs og vesturs
voru tíðari en venja er til og hélst
svo fram undir haust.
Maí var fremur kaldur en alls
staðar var þó kominn góður
gróður í mánaðarlok og var hann
talinn um mánuði fyrr á ferðinni
en árið áður. í Reykjavík var
úrkoman 40% umfram meðallag
en á Akureyri og.á Höfn var hún
minni en í meðalári. í Reykjavík
var úrkoman meiri en í meðalári
alla mánuði frá febrúar til ágúst
og mest að tiltölu í júlí og ágúst.
Á Akureyri var úrkoman breyti-
legri. Hún var meiri en í meðalári
í febrúar, apríl og júní en minni
í mars, maí, júlí og ágúst.
í júní og júlí var hitinn um
meðallag í Reykjavík, en í ágúst
0,9° undir því. Á Akureyri var
hlýtt alla þessa mánuði, einkum
þó í júlí og ágúst, en þá var hitinn
tæplega 2° yfir meðallagi. Mjög
hlýtt var um allt land fyrstu viku
júní og einnig fyrstu 9 dagana í
júlí. I september var vindur
norðlægari en áður og rösklega 1°
kaldara en í meðalári í Reykja-
vík og á Akureyri en á Höfn var
mun mildara.
Haustmánuðina október og
nóvember var lengst af stillt
veður og svalt. í Reykjavík og á
Akureyri var 1,5-2,0° kaldara en
í meðalári, en á Höfn var hitinn
um meðallag. Urkoma var minni
en í meðalári nema á Akureyri í
nóvember. Desember hefur verið
umhleypingasamur og úrkoman
verður meiri en í meðalári bæði í
Reykjavík og á Akureyri. Hitinn
verður rétt yfir frostmarki á báð-
um stöðunum, en það er V20
kaldara en í meðalári í Reykja-
vík og hlýrra en í meðalári á
Akureyri.
Meðalhiti ársins verður aðeins
hærri á Akureyri en í Reykjavík,
4,2° á Akureyri en 4,0° í Reykja-
vík. Á Akureyri er þetta 0,3° yfir
meðalhitanum 1931-60 og 1°
hlýrra en á árunum 1961-80. Er
þetta í fyrsta skipti sem meðalhit-
inn er hærri á Ákureyri, frá því
að mælingar hófust.
Ársúrkoman verður um 1.000
mm í Reykjavík en 500 mm á
Akureyri og er það meira en í
meðalári á báðum stöðunum
hvort sem miðað er við 1931-60
eða 1961-80.
Sólskinsstundir verða sem næst
980 í Reykjavík en 1.040 á Akur-
eyri. í Reykjavík vantar þá um
270 klst. upp á meðaltalið fyrir
1931-60 og 325 sé borið saman
við árin 1961-80. Á Akureyri
verða sólskinsstundirnar um það
bil 80 fleiri en á árunum 1931-60
en 25 færri en þær reyndust að
meðaltali 1961-80.
. . . en sumario var afburðagott.
Snjór var ekki sjaldséður á Norðurlandi . . .
Meðalhiti Úrkoma Sólskin
Akureyri 4,2° 500 mm 1.040 klst.
Reykjavík 4,0° 1.000 mm 980 klst.
" -