Dagur - 09.01.1985, Page 9

Dagur - 09.01.1985, Page 9
9. janúar 1985 - DAGUR - 9 Guðmundur kjörinn Nýlega kusu Ólafsfirðingar sinn „Knattspyrnumann árs- ins“ fyrir árið 1984 og voru það leikmenn m.fl. Leifturs sem kusu. Niðurstaðan varð sú að þeir völdu fyrirliða sinn Guðmund Garðarsson sem „Knattspyrnu- mann ársins“ en Guðmundur sem er miðvörður og mikill harð- jaxl átti gott sumar á sl. ári eins og reyndar liðið allt sem vann frækilegan sigur í 3. deild og tryggði sér í fyrsta skipti rétt til að leika í 2. deild. Einn landsleikur í hand- knattleik hefur verið háður á Akureyri. Það var fyrir 10 mánuðum er Rússar mættu í Höllina, og áhorfendur settu þá aðsóknarmet. 1H Immal „JUKKd nnr nunid! Allt bendir til þess að júgó- slavneskir handknattleiks- menn muni heimsækja Akur- eyri á næstunni. Akveðið er að júgóslavneska liðið Crevenka sem leikur gegn Víkingi í Evrópukeppni bikarhafa muni leika gegn KA á Akureyri 29. janúar og svo er von á sjálfum Olympíumeisturum Júgóslava í febrúar. Handknattleiksdeild KA er í samningum við stjórn HSÍ um að einn landsleikur íslendinga og Júgóslava verði háður á Akur- eyri, og er talað um 13. febrúar sem leikdag. Þegar þessar línur voru skrifaðar benti allt til þess að samningar tækjust um að fá þennan leik hingað. Júgóslavar eru sem fyrr sagði Olympíumeistarar og segir það allt sem segja þarf um styrkleika þeirra. Mönnum er sjálfsagt enn Jón Kristjánsson. í fersku minni leikur íslands og Júgóslavíu á Olympíuleikunum í Los Angeles í ágúst er ísland var komið með nánast unninn leik en Júgóslövum tókst á ótrúlegan hátt að sleppa með jafntefli. Stig- ið sem liðið tapaði gegn íslandi var eina stigið sem Júgóslavarnir töpuðu í Los Angeles. Landsleikur í handknattleik hefur einu sinni áður farið fram á Akureyri, en það var er Sovét- menn komu hingað fyrir um ári. Þá mættu um 1.500 manns í íþróttahöllina sem er aðsóknar- met og má fastlega búast við því að það met verði slegið 13. febrúar ef „júkkarnir" koma. Ár- angur íslenska landsliðsins að undanförnu hefur verið góður ef leikirnir við Svía eru undanskild- ir, og ekki annað vitað en að ís- land muni tefla fram sínu sterk- asta liði í þessum leikjum við Ol- ympíumeistarana. Feögarnir fara til Olafsfjarðar „Við ætlum að byggja þetta upp á þeim kjarna sem við höfum hér á staðnum,“ sagði Jóhann Helgason stjórnar- maður í knattspyrnudeild Leifturs í Ólafsfirði er við ræddum við hann, en Leiftur mun í fyrsta skipti leika í 2. deild knattspyrnunnar næsta keppnistímabil. Leiftursmenn hafa gengið frá sínum þjálfaramálum fyrir sumarið og sá sem tekur við af Kristni Björnssyni er ekki með öllu ókunnugur í Ólafsfirði. Það er Einar Helgason sá gamli mark- vörður en hann þjálfaði Leiftur 1983 og kom þá liðinu upp úr 4. deild. Logi sonur Einars mun ætla að verja mark Leifturs í sumar en hann lék vel með Magna sl. keppnistímabil. Þá hefur Sölvi Ingólfsson, ungur piltur úr Þór ákveðið að spreyta sig í Ólafs- firði, en ekki er vitað um aðrar breytingar á liðinu sem vann sigur í 3. deildinni. Jóhann Helgason sagði að erf- itt væri að eiga við æfingamálin hjá þeim Leiftursmönnum. Meirihluti liðsins væri í Reykja- vík við nám og myndi þeir sem þar eru reyna að fá inni hjá reykvískum félögum til þess að koma sér í gang áður en þeir koma norður í vor. NM unglinga í handknattleik: Jón verður fyrirliði Einn Akureyringur hefur verið valinn í landslið unglinga 18 ára og yngri í handknattleik sem tekur þátt í Norðurlanda- meistaramóti unglinga sem fram fer í vor. Þetta er Jón Kristjánsson úr KA, og hefur Jón verið tilnefnd-. ur sem fyrirliði liðsins. Heyrst hefur að Geir Hallsteinsson sem hefur veg og vanda að undirbún- ingi liðsins fyrir þetta mót hyggist byggja liðið að verulegu leyti upp í kringum Jón, og að áhersla verði lögð á að notfæra sér styrk- leika Jóns sem sóknarleikmanns. 1—X—2 Ámi Jónsson. „Nafnið fallegt" ,fMér fannst nafnið fallegt, já alveg mjög fallegt,“ sagði Árni Jónsson QPR-aðdáandi sem er spámaöur vikunnar að þessu sinni, er við spurðum hann hvað hefði valdið því að hann hóf að halda með þessu 1 liði. „Það spilaði líka inn í að ég vildi ckki halda með liði sem margir héldu með, og þegar QPR sem var í 3. eða 4. dcild komst einu sinni í úrslitin í bikarkeppninni tók ég að lialda með liöinu.“ - Þú ert sennilega ekki ánægður með gengi liðsins þessa dagana, og sérstaklcga ekki árangurinn í bikarkeppn- inni um helgina? „Það eru erfiðir tímar núna og liðið er að ná sér upp eftir að hafa sparkað framkvæmda- stjóranum. Það var allt í lagi að tapa í bikarkeppninni.“ - Hverjir verða Englands- meistarar? „Varla við. Ég hef trú á að það verði Manchester United. Tottenham tapar stigum gegn okkur núna um hclgina og ég held að United standi uppi sem sigurvegari í vor. Og þá er það spá Árna: A.Villa-Watford 1 Luton-N.Forest 2 Nonvich-Southampton 2 QPR-Tottenham 1 Sheff.Wed.-WBA 1 Sunderland-Liverpool 2 West Ham-Chelsea x Cardiff-Barnsley x Carlisle-Birmingham 1 C.Palace-Bríghton x Fulham-Oxford 2 Huddersf.-Man.City 1 Beggi með 4 rétta Baldvin „Beggi“ Ólafsson spámaður í síðustu viku náði ekki að komast á toppinn og reyndar er Ijóst að hann kemst ekki einu sinni í úrslitin. Baldvin var með 4 rétta en cfstur er sem fyrr Sigurður Pálsson með 6 rétta. 6 spá- menn eru síðan með 5 leiki rétta hver. 1—X—2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.