Dagur - 09.01.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 09.01.1985, Blaðsíða 11
9. janúar 1985 - DAGUR - 11 Tveir heiðurs- félagar KA Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, varð 57 ára í gær og var af því tilefni haldinn stjórnar- fundur í aðalstjórn félagsins. Þar var ákveðið að gera tvo af félögum KA að heiðursfélögum, en báðir þessir menn hafa unnið mjög mikið starf fyrir félagið, verið formenn og sinnt fjölda annarra starfa. Þetta eru þeir Haraldur M. Sigurðsson íþróttakennari, en hann var m.a. formaður KA 1953-1955 og aftur 1974-1975, og Haráldur Sigurðsson bankafull- trúi, en hann var formaður KA 1976-1978. Ómar í Borgarbíói Á stórstúkuþingi sem haldið var á Akureyri síðastliðið vor var ákveðið að 10. janúar skyldi vera bindindisdagur ár hvert. Af þessu tilefni gangast Góð- templarar á Akureyri fyrir sam- komu í Borgarbíói næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 8.30. Þar kemur fram hinn landskunni skemmtikraftur og bindindis- maður Ómar Ragnarsson, en hann verður ennfremur aðal- ræðumaður kvöldsins. Öllum verður heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þakkirfrá sóknamefndum Sóknarnefndir Akureyrar- og Lögmannshlíðarsóknar gengust fyrir því að bíll sem Bílaleiga Ak- ureyrar lánaði endurgjaldslaust, var staðsettur í göngugötunni í miðbæ Akureyrar laugardaginn 22. des. sl. milli kl. 16 og 23, tii að taka við söfnunarbaukum og peningaframlögum í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar, „Brauð handa hungruðum heimi“. Einnig stóðu sömu aðilar að móttöku framlaga til þessarar söfnunar í Akureyrarkirkju kl. 13-18 á Þorláksmessu. Á þessum tveim dögum söfnuðust þannig samtals kr. 112.904,40. Hjálparstofnun kirkjunnar og sóknarnefndir Akureyrar- og Lögmannshlíðarsóknar flytja bæjarbúum og öðrum gefendum fjár hugheilar þakkir fyrir þann ágæta skilning og undirtektir, sem söfnunin „Brauð handai hungruðum heimi" liefur mætt hér í bæ. Hjálparstofnunin tekur áfram á móti framlögum til hjálpar fólki í sveltandi heimi. Framlög er hægt að leggja inn á gíróreikn- ing stofnunarinnar nr. 20005-0 hjá bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Borgarbíó Miðvikudag kl. 9: MAÐUR, KONA, BARN. Fimmtudag kl. 11: SEVEN. Á laugardag hefjast sýningar á myndinni KÚREKAR NORÐURSINS. Laugardag kl. 15: LEYNIFÉLAGIÐ. Barna- og unglingamynd. —....... ■ I !■■■■■ II lambamerki ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokaö. ELTEX merkin fást áletruö (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum meö á lager merkjaraðir 1—1000. FÁST f LIT Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. DNG hf. óskar eftir að ráða iðnaðarmenn eða laghenta verkamenn í eftirtalin störf: 1. Rennismíði og vélvirkjun. 2. Samsetningu og frágang á rafeindastýrðum handfaeravindum. Upplýsingar um áðurgreind störf ekki veittar í síma. Umsóknir sendist til: DNG Box 157, 602 Akureyri. Bankastörf Við leitum að ungum starfsmönnum til bankastarfa. • Um heilsdagsstarf er að ræða. • Verslunarmenntun æskileg. • Einnig lífleg framkoma og góður sam- skiptahæfileiki. • Örugg og góð atvinna handa ungu og áhugasömu fólki. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. FELLhf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455 Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTRÚNAR MARGRÉTAR HÁLFDÁNARDÓTTUR, Bjarkarstíg 5, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 12. janúarkl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á líkarstofnanir. Bernharð Jósefsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Öllum þeim mörgu nær og fjær sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför TRYGGVA HARALDSSONAR færum við innlegar þakkir. Sérstakar þakkir starfsfólki bæjarfógetaskrifstofu Akureyrar fyrir veitta aðstoð. Fjóla Jónsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS TRYGGVASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíö fyrir umönnun síðustu ára. Kristín Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ^ Tölvuskóli M A Námskeið hefjast að nýju 14. janúar Öll námskeiðin standa yfir í þrjár vikur, tvisvar í viku, samtals 18 tímar auk opinna æfingatíma. Kennsla fer fram í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri klukk- an 20.00-22.00. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði er 12 en lágmarksfjöldi 8. Hver þátttakandi hefur tölvu fyrir sig. í lok námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal. Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, sími 25660. 1. Einkatölvur (PC) og notkun stýrikerfis (14. janúar - 1. febrúar.) Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynnast möguleikum einkatölvunnar. Megináhersla verður lögð á stjórnun tölv- unnar og umgengni við tölvur og tölvugögn. Kynnt verða ýmis notendaforrit svo sem ritvinnsla, áætlanagerð, gagnagrunnur o.fl. 2. Ritvinnsla II (Easywriter II) (14. janúar - 1. febrúar.) Ritvinnsla II frá ATLANTIS hf. er nú mest notaða rit- vinnslan á PC tölvum á íslandi. Engin tölvuþekking nauð- synleg. Farið verður í eftirfarandi atriði: Stutt kynning á vélbúnaði og stýrikerfi. Valmyndir og kerfisaðgerðir. Ritvinnsluskipanir. 3. Tölvubókhald (4. -22. febrúar.) Námskeiðið hentar öllum sem vilja fá þekkingu á notkun PC tölva við bókhald fyrirtækja. Nokkur bókhaldsþekking nauðsynleg. Farið verður í: Bókhaldslykla og uppsetningu fyrirtækjabókhalds. Fjárhagsbókhald. Skuldunautabókhald. Pantana- og sölunótukerfi. 4. Turbo-PASCAL (4 -22. febrúar.) Turbo-Pascal er eitt vinsælasta forritunarmálið í dag. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynnast þessu öfluga forritunarmáli og hafa nokkra þekkingu á tölvum og for- ritun. 5. Áætlanagerð/töflureiknir (Easyplanner) (4.-22. febrúar.) Easyplanner er forrit gert af sama fyrirtæki og Ritvinnsla II. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynna sér mögu- leika PC tölva til áætlanagerða og arðsemisútreikninga. Engin tölvuþekking nauðsynleg. 6. Gagnasafnskerfi (dBase II o.fl.) (25. febrúar - 15. mars.) Námskeiðið hentar öllum sem þurfa að vinna við uppsetn- ingu skráa og meðferð gagna svo sem áskrifendaskrár, félagaskrár, nemendaskrár, einkunnaskrár, rannsókna- skrár o.fl. o.fl. Ef næg aðsókn fæst verður boðið upp á framhaldsnámskeið í tölvubókhaldi og gagnavinnslu síðar í vetur. Bent skal á að margir endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga veita styrki til þátttöku á þessum námskeiðum. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.