Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. janúar 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 180 A MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Lærdómsrík reynsla
Nú um alllangt skeið hefur
Dagur varað við þeirri þró-
un sem merkja hefur mátt í
vaxandi mæli á undanförn-
um árum — þeirri miklu
byggðaröskun sem nú hef-
ur staðið í um fimm ár og
sífellt farið vaxandi. Þessa
þróun hefur mátt merkja af
mörgu og ef til vill fyrst og
fremst þeirri óhemju þenslu
sem orðið hefur í Reykjavík
og nágrannabyggðum.
Samdráttur hefur að sama
skapi orðið í velflestum
byggðarlögum úti um land.
Akureyri hefur ekki farið
varhluta af þessari þróun.
Fyrstir til að merkja hana
voru byggingariðnaðar-
menn. Þeir vöruðu við því
haust eftir haust að at-
vinnuleysi blasti við. Frá
því var greint í fjölmiðlum,
en einnig frá því að þrátt
fyrir hrakspárnar hefði ekki
orðið verulegt atvinnuleysi.
Skýringin á því hefur séð
dagsins ljós, en hún er sú
að byggingariðnaðarmenn
leituðu eftir vinnu annars
staðar, aðallega á suðvest-
urhorninu.
Þessum mönnum hefur
verið álasað fyrir að greina
opinberlega frá ugg sínum
- talað um að þeir hafi sí-
fellt hrópað úlfur, úlfur -
málað hlutina dekkri litum
en ástæða var til. Því miður
var sú ekki raunin. Fjölmiðl-
um hefur einnig verið álas-
að fyrir að segja frá þessari
uggvænlegu þróun og jafn-
vel verið látið að því liggja
að þeir eigi sök á því hvern-
ig komið er með nei-
kvæðum fréttaflutningi.
Fjölmiðlarnir endur-
spegla samfélagið, en þeir
hafa einnig töluverð áhrif á
skoðanamyndun í landinu,
þó vísast séu þau oft á tíð-
um stórlega ofmetin. Það
þurfti t.d. enga fjölmiðla til
að segja iðnaðarmönnum á
Akureyri að þeir þyrftu að
leita sér atvinnu annars
staðar. Þeir fundu sam-
dráttinn því hann var stað-
reynd.
Það er skylda fjölmiðla að
greina frá staðreyndum og
ekki við þá að sakast þó
þær séu neikvæðar. Það má
hins vegar benda á það, að
þrátt fyrir mörg varnaðar-
orðin hefur lítið raunhæft
verið aðhafst til að snúa
hinni óhagstæðu byggða-
þróun við. Það er ekki fjöl-
miðlum að kenna þó ekki
hafi verið brugðist við þess-
um varnaðarorðum með
réttum hætti. Það má ef
eitthvað er álasa hinum öfl-
ugu fjölmiðlum höfuðborg-
arinnar, sem ná til alls
landsins, fyrir að taka ekki
á þessum málum. Þeir eru
hins vegar þekktir fyrir
annað en hagsmunagæslu
fyrir landsbyggðina.
Þann lærdóm virðist helst
mega draga, að til lítils sé
að leita á náðir stjórnvalda
eða embættiskerfisins um
úrbætur. Áhrif þeirra fjöl-
miðla sem fjallað hafa um
vandamálið sýnast a.m.k.
hafa verið stórlega ofmetin
gagnvart þessum aðilum.
Bænaskrár hafa aldrei borið
tilætlaðan árangur. Því ber
nauðsyn til þess að völd
verði í stórauknum mæli
færð út í byggðirnar, áhrif
heimamanna aukin í eigin
málefnum og því þannig
fyrir komið að meira fjár-
magn verði eftir í byggðar-
lögunum, en minna fari í
ríkis- og þjónustuhítina á
höfuðborgars væðinu.
_ ' ■ ■ ■" ■ := ■
- /
Það hefur varla mátt opna svo fyrir
fréttir í fjölmiðlum allrar þjóðar-
innar, að ekki heyrist þar talað um
hið lága verð á fasteignum úti á
hinni svokölluðu landsbyggð, en
það orð mun vera notað yfir allt
heila klabbið utan hins svokallaða
höfuðborgarsvæðis, sem eins og
kunnugt er má finna á veðurbörð-
um útkjálka á suðvesturhorni
landsins. Jafnvel hér á Akureyri
sem þó á að heita veðursælasti þétt-
býlisstaður landsins er fasteigna-
verðið lægra en í hinum rigningar-
sama Fossvogi. Ja, hver veit nema
flutt verði bráðum tillaga á hinu
háa Alþingi um það, að lag
ísafjarðarhljómsveitarinnar Grafik
þar sem í textanum stendur: „Mér
finnst rigningin góð“, verði gert að
þjóðsöng íslendinga, og ekki spillir
að ef ég man rétt, þá heitir lagið:
„Húsið mitt og ég“, sem einnig er
einstök skírskotun til hins félags-
lega veruleika fslendinga á síðari
hluta tuttugustu aldar.
Mikið áhyggjuefni
Sem vonlegt er hafa ýmsir miklar
og stórar áhyggjur af þeirri þróun
á fasteignamarkaði landsmanna
sem minnst var á hér að framan.
Meðal þeirra er sunnankrati einn
ágætur sem nýverið talaði um „dag-
inn og veginn“, og þar af leiðandi
óritskoðað í útvarpið. Þessi mæti
krati mátti vart vatni halda yfir því
hversu illa væri farið með þá sem
vildu flytja suður í rigninguna, og
neyddust til að selja fasteignir sínar
úti á landi fyrir gjafverð. Hér skal
ekki gert lítið úr því vandamáli sem
umræddur sunnankrati fjallaði um,
en lausnin er ekki sú að sporðreisa
landið, heldur jafna aðstöðu fólks-
ins í landinu, þannig að fólk fái not-
ið þeirra grundvallarmannréttinda
að búa þar sem það helst kýs, jafn-
vel þar sem veðrið er gott.
Það má annars furðulegt heita að
fasteignir skuli vera svo verðlitlar
sem raun ber vitni hér á Akureyri,
og þeirrar skoðunar er líka blessað-
ur bæjarstjórnarmeirihlutinn sem
samþykkt hefur að hækka fast-
eignagjöldin verulega. Nú er það
sjálfsagt gott og blessað, að blankt
bæjarfélag noti alla sína möguleika
til að verða sér úti um aura, en í
Ijósi þess sem fyrr hefur verið sagt
um fasteignamarkaðinn, þá hlýtur
þessi skattheimta að teljast dálítið
hlægileg. Hér er nefnilega verið að
skattleggja verðmæti sem í sífellu
er verið að tönnlast á að ekki séu
til.
Um orsakir þess að fasteignir hér
á Akureyri eru í svo lágu verði,
þegar ef allt væri með felldu, hér
ættu að vera dýrustu fasteignir
landsins vegna legu bæjarins og
veðurs í honum, skal ekki fjölyrt
hér. Þær eru margvíslegar, en ljóst
er að það þarf að skapa hér mikla
þenslu til að laga þetta ástand.
Sjávarútvegsbjargráð, svo sjálfsögð
sem þau eru, breyta hér ekki miklu,
einfaldlega af því að Akureyri er
ekki sjávarpláss. Sá sjávarútvegur
sem hér er rekinn er útvegur sem
fyllilega er samkeppnisfær og á því
fyllsta rétt á sér, hvort sem er með
eða án ríkisstyrkja. En það sem
Akureyringar horfa nú mest til er
auðvitað hin gómsæta milliliðakaka
sem að vísu er keypt fyrir erlent
lánsfé, en sem þeir Reykvíkingar
hafa borðað svo mikið af, að þeim
ingnmgu
hlýtur fyrir löngu að vera orðið
bumbult af. Mjög er talað um að
flytja hingað ýmsar ríkisstofnanir
eða þá stofna útibú frá þeim sem er
vinsæl reykvísk hugdetta. Er ekkert
nema gott um þetta að segja, en
bent skal á að forsætisráðherranum
okkar varð svolítið á þegar þessi
mál bar á góma rétt fyrir áramótin.
Að flytja stofnun frá Reykjavík til
Akureyrar er ekki að flytja hana út
á land heldur inn í land. Þetta ætti
hann Steingrímur að taka til greina
því hann er hreint enginn grautar-
haus þó að Ómar láti það í veðri
vaka.
Nýr fjölmiðill
En þó að það kreppi að á ýmsum
sviðum hér í bæ, fasteignir lækki,
fólkinu fækki, og bændurnir séu
nú í þann veginn að byrja að fjár-
festa í reiðhöll númer tvö fyrir
sunnan, er ýmislegt athyglisvert á
seyði hér við Pollinn. Akureyringar
eru nefnilega enn á ný að taka for-
ystuna í þróun ljósvakafjölmiðlun-
ar á íslandi.
Það var ekki ætlun mín að fjalla
hér um fjölmiðla, en hjá því verður
víst ekki komist að gefnu tilefni.
Þetta tilefni er auðvitað það, að
botn sá er ég í síðustu grein hugði
dottin úr RÚVAK og týndan er
kominn í ljós, og þar að auki lík-
lega aldrei heillegri en nú, úti í
Þorpi. Þau tíðindi hafa nefnilega
gerst, að gamall draumur er nú í
þann veginn að rætast. Innan fárra
vikna tekur hér til starfa fyrsta stað-
bundna útvarpið sem löglegt er
utan Reykjavíkur, og óneitanlega
hlýtur það að hræra hjarta gamals
Þorpara að hinni nýju stöð skuli þar
ætlaður staður. Ber að þakka Jón-
asi Jónassyni sérstaklega dugnað
hans og harðfylgi í hinni hörðu bar-
áttu hans við kerfiskarlana fyrir
sunnan, baráttu sem nú hefur leitt
til sigurs, og einnig ber að meta við-
brögð hins nýja útvarpsstjóra, þó
því verði nú ekki neitað að hann
var í raun aðeins að viðurkenna
staðreynd sem alls staðar er viður-
kennd í fjölmiðlum. Fjölmiðlar
hvarvetna í heiminum eru um þess-
ar mundir að þróast í tvær gagn-
stæðar áttir, færast bæði inn í næsta
umhverfi fólksins og um leið langt
í burt frá því. En um leið og Mark-
úsi eru þökkuð viðbrögð hans í
þessu máli ber að harma það að
hann skuli ekki hafa treyst sér til að
mæla með hinum vinsæla útvarps-
manni og einstaka drengskapar-
manni Ævari Kjartanssyni í fram-
kvæmdastjórastarfið. Hann átti á
því ótvíræðan siðferðislegan rétt,
um það eru án efa flestir útvarps-
hlustendur sammála. Jafnvel þeir
sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Ekki er að efa að hin nýja út-
varpsstöð mun fljótt vinna sér sess
meðal bæjarbúa. RÚVAK hefur á
að skipa starfsmönnum sem sumir
hverjir eru langt yfir landsmæli-
kvarða að hæfni, til dæmis um það
má nefna Ólaf Torfason, þriðju-
dagsmennina (þá Gest og Ingimar),
að ógleymdri Ernu Indriðadóttur.
Því verður það að teljast eðlilegt að
hin nýja stöð verði að minnsta kosti
fyrst um sinn rekin innan vébanda
RÚVAK. En ekkert ætti að vera
því til fyrirstöðu að annað rekstrar-
form yrði tekið upp þegar að loknu
tilraunatímabilinu í júníbyrjun,
ekki síst ef útvarpslögum verður
breytt, sem að vísu er ennþá óvíst.
Annars væri það ekki svo vitlaust
að salta útvarpslögin í bili og gera
Akureyri að tilraunastöð í útvarps-
málum, líkt og gert var á sínum
tíma í Noregi, og nota síðan þá
reynslu sem hér fengist við gerð
nýrra laga. En hvað sem því líður
þá ber okkur öllum að sameinast
um nýju stöðina okkar, og hefja
jafnframt sem opnastar umræður
og skoðanaskipti um framtíð
hennar. Slík málefnaleg umræða er
miklu mikilsverðari en það leið-
indanöldur sem því miður hefur
einkennt alla umfjöllun um þessi
mál hér að undanförnu. Það er
kominn tími til þess að menn setjist
niður og ræði málin af hreinskilni
og fordómalaust.