Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 5
Framleiðslu- ráð styrkir matvæla- rannsóknir Undanfarin 3 ár hefur Fram- leiðsluráð iandbúnaðarins veitt Fæðudeild Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins verulegan fjárhagslegan stuðning. Undanfarna mánuði hefur það greitt til deildarinnar 130 þús- und kr. á mánuði. Á síðasta fundi framleiðslu- ráðs fyrir áramót, var ákveðið að greiða til matvælarannsókna hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins sömu upphæð mánaðarlega allt árið 1985, þannig að heildar- framlag til þessarar starfsemi á ár- inu verður því 1.560.000 kr. Jafnframt var samþykkt að ekki verði framhald á styrkveit- ingum til RALA á næsta ári og að verkefnaval verði í samráði við framleiðsluráð og jafnframt að stefnt verði að því að verkefn- um sem unnið verði að verði lok- ið á þessu ári. Jólahraðskákmót: Sigraði nafna sinn í einvígi Jón Garðar Viðarsson sigraði á jólahraðskákmóti Skákfélags Akureyrar sem haldið var um áramótin. Jón Garðar hlaut 16 vinninga úr 22 skákum eða sama vinninga- fjölda og Jón Björgvinsson en sá síðarnefndi tapaði síðar í einvígi um titilinn fyrir nafna sínum. Arnar Þorsteinsson varð þriðji með 14 vinninga. Suður-Brekkan sigursæl Hverfakeppninni í skák lauk fyrir skömmu á Akureyri. Sveit Suður-Brekku sigraði tvöfalt, bæði í hinni hefð- bundnu skákkeppni og svo hraðskákkeppninni, eftir harða og tvísýna keppni við Norður-Brekku. S.-Brekka fékk 15,5 vinninga í skákkeppninni og 32 v. í hrað- skákinni. N.-Brekka var með 13,5 v. og 31 v. þannig að mjög mjótt var á munum. Þorparar höfnuðu síðan í þriðja sæti. SKILVRE3I Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slit- lagi þurfa tima til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur viö af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. yUMFEROAR RÁÐ Til sölu eftirtaldar notaðar dráttarvélar: Ursus C 385, 85 hp. árg. ’81. Ursus C 362, 65 hp. árg. ’82. Ursus C 335, 40 hp. árg. 74. IH 444, 45 hp. árg. 77 m/ámoksturstækjum. Ford 2000 40 hp. árcj. 76 m/ámoksturstækjum. M. Ferguson 575 árg. ’82. HAUKUR GUÐMUNDSSON, Draupnisgötu 7, sími 25773. Frá Saurbæjarhreppi Samkvæmt samþykkt Saurbæjarhrepps er óheimil hrossabeit á afréttum og löndum ofan vörslugiröinga frá og meö 1. febrúar nk. Oddviti. Aðalfundur Foreldrafélags barna með sérþarfir veröur haldinn sunnudaginn 3. febrúar kl. 15.00 aö Hljómborg Óseyri 6. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. 25. janúar 1985 - DAGUR - 5 Allir velkomnir í Laxdaishús. ... % / Opið föstudag, vMjr laugardag og sunnudag. Tileinkað Sólon íslandus verða eingöngu kertaljós á borðum og munir frá gamalli tíð á veggjum. Auk þess ljósmyndir úr umræddu leikriti. Hafa matreiðslumeistarar Sjallans veg og vanda af matreiðslu kvöldsins. Málsverður frá kr. 450,- Opið á föstudag og laugardag til kl. 01. Léttar veitingar. Opið á sunnudag frá kl. 11 f.h. Þorramatur á sunnudag í hádeginu og um kvöldið. Opið frá kl. 11 f.h. Sviðasulta * Hrútspungar * Reyktir bringukollar * Súrir bringukollar Lundabaggi * Blóðmör * Lifrarpylsa * Svínasulta * Magáll Reykt nautatunga * Súr hvalur * Saltkjöt * Nýtt kjöt * Hangikjöt Harðfiskur * Hákarl * Heimalagað rúgbrauð * Flatbrauð * Smjör Rófustappa * Uppstúf * Soðnar kartöflur * Grænmetissalat Marineruð síld * Kryddsíld * Reykt síldarsalat. Kynningarverð aðeins þennan sunnudag, 27. janúar kr. 385,- pr. mann og kr. 150,- fyrir 12 ára og yngri. Vegna frábærra undirtekta riljum rið benda gestum á að panta borð tímanlega, og leikhússmatargesti biðjum rið rinsamlegast að mæta tímanlega, sro þeirgeti notið reitinganna sem best í ró og næði. Pantanir í síma 26680 eða 22644. C h, c I € C p r I/j 'and nordan na hinum * M °sr i’ai- tyigihiutit I I G/St/ / yiiS'r °g6róc gíslT^ on > I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.