Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 15

Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 15
25. janúar 1985 - DAGUR - 15 í HöUirmi Skíðatrimmganga í Kjamaskógi - Allir í Kjamaskóg á sunnudaginn í „ Á morgun kl. 14 verður haldið bekkpressumót í Líkamsrækt- arstöð Sigurðar Gestssonar í íþróttahöllinni (kjallara). Mun þetta vera fyrsta bekk- pressumótið sem haldið er á Akureyri a.m.k. um alllangt skeið en mót sem þetta njóta mikilla vinsælda erlendis og í Reykjavík hefur af og til í vet- ur verið keppt í bekkpressu í Æfingastöðinni í Engihjalla. Keppendur á þessu móti verða bæði vaxtarræktarmenn sem æfa í íþróttahöllinni og kraftlyftingamenn sem aðsetur hafa í Lundarskóla. Bekk- pressa er ein af undirstöðun- um í báðum þessum íþróttum þannig að búast má við jafnri og spennandi keppni. Keppt verður samkvæmt al- þjóðlegri stigatöflu, þannig að bæði lyftingaþyngdin og lík- amsþyngdin ráða úrslitum. Þetta er gert til að gefa léttari Loksirn skíðafcm íFjáirn Loksins! - Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli verða loksins opn- aðar fyrir almenning nú um helgina, og eru eflaust margir orðnir þyrstir í að komast á skíði. Að sögn ívars Sigmundsson- ar forstöðumanns í Hlíðarfjalli er sæmilega gott færi þar efra og um helgina verða tvær lyft- ur í gangi. Opið verður kl. 10- 17, bæði á morgun og á sunnu- dag. Og þá er ekkert annað á dagskrá en að drífa sig í Fjallið. Upplagt svœði við Bjarg „Ég vil endilega benda skíða- göngufólki á lóðina hérna austan og sunnan við Bjarg, það er öllum velkomið að liðka sig þar á meðan færið er svona gott,“ sagði Valdimar Pétursson, framkvæmdastjóri Bjargs, í samtali við Dag. Valdimar sagðist hafa orðið var við, að göngufólk hefði verið að leita sér að heppilegu göngusvæði og hefði þá stund- um þurft að klofast yfir girð- ingar. En slíkar torfærur geta menn sem sé sparað sér og notað víðáttumikla lóðina hjá Bjargi. Ekki hafa verið þar troðnar slóðir, en Valdimar sagði standa til að fá snjósleða til að troða. mönnum möguleika í slagnum við „tröllin" en gerir keppnina auk þess mjög spennandi. All- ir geta því unnið óháð líkams- þyngd. 1 ráði er að keppni sem þessi geti orðið fastur liður í íþrótta- lífinu á Akureyri en í ráði er að vaxtarræktarmenn og kraft- lyftingamenn skiptist á að halda þessi mót. BœndaMúbbs- fimdará mámdagjm Bændaklúbbsfundur verður haldinn á Hótel KEA nk. mánudagskvöld kl. 21. Frummælandi á fundinum verður Gísli Karlsson, kennari á Hvanneyri og ræðir hann um bókhaldsmál bænda, skattskil og virðisaukaskatt. Einnig verður greint frá framkvæmd bændabókhalds Búnaðar- sambands Eyjafjarðar. Fœreyingar vilja sjá „Gii og gersenu“ Um helgina verða tvær sýning- ar á „Eg er gull og gersemi" hjá Leikfélagi Akureyrar og hefjast þær kl. 20.30 á föstu- dags- og laugardagskvöld. Leikfélagi Akureyrar hefur nú borist boð frá Norræna hús- inu í Færeyjum, um að sýna þetta leikrit þar í mars næst- komandi, og er þá miðað við .að farið yrði að aflokinni frumsýningu á söngleiknum um Piaf. Að sögn Signýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra, er mjög mikill áhugi fyrir því inn- an félagsins, að úr þessari ferð geti orðið. Eftir er að athuga með hugsanlega styrki til ferð- arinnar, en Signý sagði líklegt, að ákvörðunin um hvort hægt verður að þiggja þetta boð yrði tekin í næstu viku. „Kjarnagangan", trimmganga fyrir almenning á skíðum, verður háð í Kjarnaskógi á sunnudag og hefst gangan kl. 14 stundvíslega. Rétt til þátttöku í þessari keppni hafa allir og er reiknað með þátttöku trimmara á öllum aldri. Keppt verður í 4 flokkum. 12 ára og yngri ganga 4,5 km 13-16 ára ganga 6,7 km, 17-34 ganga 9 km og 35 ára og eldri ganga 6,7 km. Gott skíðafæri er nú í Kjamagönguna“ Kjarnaskógi og er skorað á fólk að mæta á sunnudag og taka þátt f göngunni. Allir þátttakendur sem ljúka göng- unni fá þátttökumerki, og auk þess verða veitt verðlaun fyrir þrjá bestu í hverjum flokki. Tónldkar Éstyrktar rmrmgar- SjOÖl Þorgerðar Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til tónleika í Borgarbíói næstkomandi laugardag 26. jan. kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir fyr- ir Minningarsjóð Þorgerðar, en sjóðurinn var stofnaður til minningar um Þorgerði S. Ei- ríksdóttur, en hún var einn af efnilegustu nemendum Tón- listarskólans á Akureyri og lést árið 1972. Sjóðurinn hefur styrkt fram til þessa 15 nemendur skólans vegna framhaldsnáms í tónlist. Flytjendur eru úr hópi nem- enda og kennara skólans. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn, er renna í minningarsjóðinn. Subaru ogNissan sýningjn endurtekin Vegna óhagstæðs veðurs um sfðusíu helgi hefur verið ákveöið að endurtaka bílasýn- inguna hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag frá kl. 14-17 báða dagana. Sýningin verður að Óseyri 5a, í húsnæði verk- stæðisins. Á sýningunni er nýjasta ár- gerðin af Subaru, sem er veru- lega breytt frá fyrri árgerðum, eins og við greindum frá í síð- asta helgarblaði. Einnig verð- ur þar nýjasta árgerðin af bíl- um frá Nissan verksmiðjun- um, en þar á meðal verður t.d. Nissan Cap, nýi fjórhjóladrifs- bíllinn sem er með díselvél. Kvikmyndin Gullsandur frumsýnd í Borgarbíói á morgun: Hún fjallar um helsta deilumid þjóðarinnar „Gullsandur", nýjasta kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, verður frum- sýnd í Borgarbíói kl. 19.00 á morgun, laugardag. Síð- an verður önnur sýning kl. 21.00 og sú þriðja verður á sunnudaginn kl. 15. Næstu sýningar verða kl. 17 og 21 sama dag. „Myndin er ákveðin til- raun' til að segja eitthvað um íslensk þjóðareinkenni, en án þess að gera það á allt of alvöruþrunginn hátt. Það er svo áhorfendanna að dæma um hvernig til hefur tekist,“ sagði Ágúst Guðmundsson. - Um hvað fjallar þessi mynd? „Hún fjallar um eitt helsta deilumál meðal þjóðarinnar á undanförn- um áratugum; sem sé veru bandaríska hersins á ís- landi. Myndin fjallar um hreppsnefndarmenn fyrir austan fjall og mismunandi afstöðu þeirra til herset- unnar. í upphafi myndar- innar aka þrír herbílar austur fyrir fjall, að Kirkju- bæjarklaustri, en þar beygja þeir í Meðalland og allt niður á Meðallands- sand. Þar slá þeir upp tjald- búðum og þetta vekur mikla furðu meðal hrepps- búa. Það verður til þess að margs konar sögur komast á kreik um erindi gestanna. Hreppsnefndin heldur fund, rökræðir málið og tekur afstöðu. Þar er sam- þykkt með þremur at- kvæðum gegn tveim, að heilsa upp á Kanann,“ seg- ir Ágúst. Pálmi Gestsson fer með aðalhlutverkið í myndinni. Hann leikur Eirík, ungan Alþýðubandalagsmann í hreppsnefndinni, og hann er jafnframt formaður ung- mennafélagsins á staðnum. Edda Björgvinsdóttir leikur Ásthildi vitavörð og Arnar Jónsson fer með hlutverk prestsins, séra Páls á Kirkjubæjarklaustri. Hann er fulltrúi Framsókn- ar í hreppsnefndinni, ásamt oddvitanum, Þor- finni, en með hlutverk hans fer Jón Sigurbjörnsson. Borgar Garðarsson leikur Stefán nautabónda og Gestur Einar Jónasson leikur Gvend grillskálaeig- anda. Þessir kappar túlka sjónarmið Sjálfstæðis- flokksins í hreppsnefnd- inni. Ómar Ragnarsson leikur sjálfan sig; hvern annan ætti hann svo sem að leika? HLH flokkurinn kemur fram sem hljóm- sveitin „Sómamenn“ og leikur fyrir dansi sem Ei- ríkur heldur á vegum ung- mennafélagsins. Rósa Ing- ólfsdóttir leikur Rúnu, eig- inkonu Gvendar í Grillinu, en einnig fara Viðar Egg- ertsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson og nokkrir her- menn með hlutverk í myndinni. Kvikmyndatöku annað- ist Sigurður Sverrir Pálsson, Gunnar Smári Helgason nam hljóðið, Halldór Þorgeirsson vann leikmyndina, tónlistina samdi Englendingurinn Daryl Runswick, en fram- kvæmdastjóri var Guðný Halldórsdóttir. Og nú er bara að drífa sig í Borgarbíó og sjá her- legheitin. Það ætti enginn að vera svikinn, því margir telja Ágúst bera höfuð og herðar yfir íslenska kvik- myndagerðarmenn. Nægir í því sambandi að minna á myndirnar „Land og synir“ og „Útlagann“ og „Með allt á hreinu“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.