Dagur - 25.01.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. janúar 1985
25. janúar 1985 - DAGUR - 9
„Við endumst nokkuð
vel, þetta er langlíffjöl-
skylda sem ég tilheyri, “
segir Jóhann Kröyer,
en hann varð 90 ára
gamall í vikunni. Jó-
hann er hress vel og
sprœkur, heyrnin þó
aðeins farin að gefa
sig. Jóhann á fjögur
systkini á lífi og er
hann þeirra nœstelstur.
Pað er því óhœtt að
taka undir orð Jóhanns
hér í upphafi, þau end-
ast nokkuð vel systkin-
in.
Jóhann er fœddur á
Svínárnesi á Látra-
strönd, austan megin
Eyjafjarðar, sonur
hjónanna Þorsteins
Gíslasonar bónda, œtt-
aðs úr Grýtubakka-
hreppi og Önnu Jóa-
kimsdóttur úr Hval-
vatnsfirði. ÓlstJóhann
upp á Svínárnesi og
stundaði alla almenna
vinnu til lands og
sjávar, en bœndur á
Látraströndinni stund-
uðu alla tíð sjóróðra er
fœri gafst þar sem land
er ekki velfallið til bú-
skapar, snarbrattar
hlíðar og undirlendi
lítið.
Ég hitti Jóhann á
heimili hans og Mar-
grétar Guðlaugsdóttur,
konu hans, að Helga-
magrastræti 9. Hann
var að hlusta á veður-
fregnir. Spáin vargóð.
Jóhann tilheyrir svo-
nefndri aldamótakyn-
slóð, kynslóðinni sem
vann hörðum höndum
fyrir ófœdda erfingja
sína. Aldamótakyn-
slóðin man tímana
tvenna. Ég œtla að
spjalla dálítið við Jó-
hann um það sem var.
„Ég var jöfnum höndum við búskap-
inn og sjóróðra meðan ég bjó á
Látraströndinni, ég fór ungur á
mótorbát og stundaði vinnu bæði til
lands og sjávar. Það var mest verið á
sjó að sumrinu, því þarna er mesta
hafnleysa. Á þessum árum voru um
5-6 bæir í byggð á Látraströndinni,
en nú er hún öll komin í eyði inn að
Finnastöðum. Ég fann ekki fyrir ein-
angrun þarna út frá á meðan allir bæ-
irnir voru í byggð, en eftir að fólk fór
að tínast burtu varð einangrunartil-
finningin meiri. Vegir hafa aldrei
verið góðir á þessum slóðum, það var
alltaf verið að tala um að byggja brú
yfir Svíná og þegar hreppsnefndin lét
loks verða af því, þá var ekki að
spyrja að því, bærinn Svínárnes fór í
eyði skömmu síðar. En hann var þá
einn orðinn eftir í byggð.
Ég tók við búi af föður mínum árið
1920, en þá var verðlag allt í hámarki
og gott að búa. Eftir þriggja ára bú-
skap flosnaði ég upp, en þá var fyrri
kreppan skollin á. Ég bjó í félagi við
föðurbróður minn, hann hélt áfram
þegar ég hætti, en það urðu aldrei
nema 2 ár, þá hætti hann líka
búskap. Brauðstritið var ekki síður
erfitt í þá daga en nú og ekki öll þessi
hjálpartæki til sem nú eru.
Á meðan ég bjó á Svínárnesi átti
ég einn óvin og það voru þúfurnar í
túninu. Ég neytti ævinlega færis að
skeyta skapi mínu á þeim og árið
1923 þegar ég hætti búskap var um
helmingur túnsins orðinn sléttur fyrir
handaflið eitt saman. Ég kom að
Svínárnesi um 10-15 árum seinna og
var þá búið að slétta allt túnið með
vélum og ég þekkti það ekki fyrir
sama túnið, svo mikil var breytingin
orðin. Stuttu seinna fór bærinn í
eyði.“
- Þú flosnaðir upp frá bú-
skapnum, hvað tók við?
„Ég flutti austur á Norðfjörð þar
sem ég fékk vinnu við verslun Kon-
ráðs Hjálmarssonar. Ég var þar verk-
stjóri í fiskverkunarhúsi, þeir köll-
uðu það reyndar að fara með
ráðstjórn. Konráð hafði mikið um sig
og keypti fisk af íslenskum bátum og
norskum línuveiðurum. Þarna var
verkaður saltfiskur ýmist þurrkaður
eða blautur.
Ég var á Norðfirði í 3 ár og kunni
sæmilega við mig. Þar kynntist ég
miklum andstæðum, þar var annars
vegar mjög ríkt fólk og hins vegar
mjög fátækt verkafólk. Því hafði ég
aldrei kynnst áður. Hjú í sveit voru
fátæk en það var frekar litið á þau
eins og heimilisfólk. Þau samlöguð-
ust fjölskyldunni og voru allt öðru-
vísi en mér fannst fátæka verkafólkið
á Norðfirði. Ég var rótlaus á Norð-
firði fannst mér, hafði enga mold að
róta í og það átti ekki við mig, ég
flutti því eftir 3ja ára veru til Akur-
eyrar og hóf starf hjá KEA þann 14.
maí 1926.“
0 Kreppan
- Hvert var fyrsta starfið hjá
kaupfélaginu?
„Ég var búðarloka, kaupfélagið
var með eina búð í þá daga og var
hún að Hafnarstræti 90. Þetta var
ekta krambúð, við seldum álnavöru,
járnvöru og ýmiss konar smávöru.
Þarna ægði öllu saman í þessu litla
húsi og vorum við 5 við afgreiðslu, 3
karlmenn og 2 stúlkur. Nútímaversl-
unarfólk gerir sér ekki grein fyrir því
hvemig þetta var. Búðirnar voru
opnar frá 9 á morgnana og til klukk-
an 8 á kvöldin. Nei, maður fann ekki
til þess á meðan maður var ungur.
Þarna var ég í 3 ár og tók þá að
mér útibússtjórastöðu í Ólafsfirði, en
kaupfélagið hafði nýlega stofnað þar
útibú. Vilhjálmur Þór bað mig um að
veita útibúinu forstöðu og þar sem
kona mín var ættuð úr Ólafsfirði
hafði hún ekkert á móti því að fara
þangað.
Það varð því úr að við fluttumst til
Ólafsfjarðar og var ég þar í 5 ár. Það
var ágætt að vera í Ölafsfirði, mikið
að gera þar sem ég var eini starfs-
maður kaupfélagsins og umsvifin
jukust hægt og rólega.
Kaupfélagið hafði fiskverkunarhús
og tók á móti fiski og sá ég um þá
hlið líka ásamt því að panta vömr og
afgreiða þær, ég var að atast í öllu.
Það var enginn vegur og engar
samgöngur við Ólafsfjörð á þessum
árum nema á sjó og voru vörur flutt-
ar til okkar á mótorbátum. Það var
nokkuð bagalegt, því oft skemmdust
vömr á leiðinni, ég var með lífið í
lúkunum yfir að þær eyðileggðust,
einkum þegar vont var veður.
Þarna í Ölafsfirði lenti ég í annarri
kreppu. Árið 1930 féll verð á saltfiski
um 50% og þegar mynduðust miklar
skuldir. Þegar við vorum að plan-
leggja næsta ár á eftir sögðum við:
Það verður aldrei verra en í fyrra. En
haustið 1931 varð enn verðfall á fiski
og þegar kom fram á næsta ár 1932
þá var sýnt að það yrði enn verra
ástand. Hver einasti maður skuldaði
meira og minna. Þá var ekki hægt að
fara í ríkisstjórnina og biðja um pen-
inga og hjálp. Nei, nei, það var bara
eins og Jón Sólnes segir: Menn urðu
bara að fara á hausinn.
Árið 1933 rofaði aðeins til og gekk
bara nokkuð vel. Verð hækkaði ofur-
lítið og skuldir voru borgaðar að ein-
hverju leyti, en ég var orðinn þreytt-
ur á þessu eilífa baxi, átti auk þess
strák sem búinn var með barnaskól-
ann og ekki hægt að senda hann í
framhaldsnám í Ólafsfirði, en ég
hafði hugsað mér að gera það. Ég
minntist á flutning við Vilhjálm Þór
og hann sendi mér bréf og bauð mér
að taka við rekstri kjötbúðar KEA,
sem seinna varð kjötiðnaðarstöð. Ég
var því aftur kominn til Akureyrar
árið 1934.“
% Kaupfélagið er
eilíft
- Hvernig líkaði þér þetta starf?
„Þetta var oft ansi örðugur rekstur
og gekk venjulega fremur illa, en ég
lafði við þetta í 14 ár. Oft var ég
þreyttur á þessu og var búinn að
biðja Jakob Frímann sem þá var tek-
inn við kaupfélagsstjórninni að láta
mig hafa eitthvað annað að gera.
Samvinnutryggingar voru nýstofnað-
ar og hafði KEA tekið við umboði,
piltur nokkur hafði tekið að sér for-
mennskuna, en hann var eitthvað
óánægður og sagði upp, þá hittist
svoleiðis á að ég hafði einnig sagt
upp í óánægjukasti. Það varð því úr
að ég tók við Samvinnutryggingum
og druslaðist þar í 17 ár. Alls starfaði
ég hjá kaupfélaginu um 40 ár. Eins
og lög gera ráð fyrir lét ég af störfum
70 ára gamall, sat reyndar út árið og
var að verða 71 árs er ég hætti. Síðan
hefur þjóðfélagið ekki haft neina
þörf fyrir mig og við tók 20 ára iðju-
leysi og það þarf sterk bein til að þola
svoleiðis nokkuð.“
- Nú er sagt að kaupfélagið borgi
starfsmönnum sínum ekki mjög hátt
kaup svona yfirleitt, en þú entist
samt í 40 ár hjá þeim.
„Já, það er rétt, margir mínir fé-
lagar segja samvinnufélögin borga
heldur illa og þau gera það. Framan
af árum var verið að bjóða mér betri
störf, betri laun. Ég hugsaði með
mér þegar verið var að gera mér ýmis
gylliboð annars staðar að kaupfélag-
ið væri eilíft. Það yrði alltaf hér í hér-
aðinu. Það er „solid“ fyrirtæki. Um
1930 var farið að tala um lífeyrissjóði
að frumkvæði Vilhjálms Þórs og ég
var mjög spenntur að sjá hvernig
þeim málum lyktaði, því ég vissi sem
var að það yrði erfitt í framkvæmd.
Núna sé ég ekki eftir að hafa unnið
þessi ár hjá KEA því lífeyrissjóður-
inn er góður, ef ég hefði ekki
greiðslur úr honum núna myndi ég
drepast úr hungri."
% Lagði alla
drauma um
prestskap
á hilluna
Við höfum stiklað á stóru yfir
starfsævi Jóhanns. Ég spyr hann
hvort hann hafi ekki ætlað sér að
verða bóndi.
„Þegar ég var að alast upp á Svín-
árnesi ætlaði ég alltaf að verða
bóndi, mér þótti vænt um jörðina og
þetta var föðurleifð. Þegar ég var
strákur kom annað starf ekki til
greina. Að vísu eru ræktunarskilyrði
ekki góð á Látraströndinni, snar-
brattar hlíðar fram í sjó, en bú-
skapurinn byggðist mikið á sjávarút-
vegi.
Annars langaði mig á tímabili til
að gerast prestur, ég varð gagnfræð-
ingur árið 1915 og mig langaði óskap-
lega mikið suður að læra. Þegar
strákarnir skólabræður mínir voru að
skrifa mér að sunnan var ég alveg
viðþolslaus. Pabbi sá hvað mér leið
og var búinn að gera einhverjar ráð-
stafanir, hafði talað við stórbónda
frænda okkar og hann hafði sagt hon-
um að senda strákinn bara suður,
það yrðu einhver ráð með pening-
ana. Sjálfur átti ég enga peninga,
þeir sem vinna heima hjá sér yfir
sumarið sjá ekki peninga, þeir renna
beint í búið. Ég var heima veturinn
eftir prófið og þegar ég fór að huga
að suðurferð var búið að herða inn-
tökuskilyrðin í Menntaskólann.
Aldurstakmark var 20 ár, auk inn-
tökuprófs, en ég var orðinn 21 árs og
þurfti sérstök meðmæli. Ég fór til
Stefáns skólameistara og bað um
þau, en hann sagðist ekki hafa geð í
sér til að skrifa meðmæli, því hann
hafði árinu áður skrifað meðmæli
með einum af sínum bestu nemend-
um, en hann hafði verið rekinn úr
skóla út af einhverri smá yfirsjón.
Stefán skólameistari sagði við mig að
það væri best að ég yrði bóndi á
minni föðurleifð eins og minn hugur
hefði staðið til. Þá lagði ég alla
drauma um prestskap á hilluna og
það er fátt sem ég þakka guði eins
mikið í dag og að ég varð aldrei
prestur. Ég uppgötvaði það seinna
að driffjöðrin að því að vilja predika
er valdið, það að hafa áhrif á hugi
fólks. Ég var ansans ári mælskur á
tímabili og talaði mikið á fundum.“
- Ef þú værir ungur maður í dag,
myndir þú læra til prests?
„Nei, það myndi ég ekki gera, mig
langaði að verða prestur á tímabili,
en er þessi draumur minn var orðinn
að vöku, þá langaði mig að taka þátt
í opinberum málum. Það fylgir eng-
inn friður félagsmálum og mér fannst
skítmennska og óþverri í kringum
alla pólitík. Ég komst að því seinna
að það skiptir meira máli að hafa frið
í sál sinni heldur en að gala á manna-
mótum.“
0 Tala mikið
við guð
- Ef við höldum aðeins áfram með
prestinn, varstu eitthvað sérstaklega
trúaður?
„Ég var alinn upp við guðstrú,
ekki guðsótta og það skiptir miklu
máli. Á yngri árum talaði ég mikið
við sjálfan mig, en núna tala ég meira
við guð, já síðan ég hætti að líta á
hann sem reikningshaldara. Ég
komst að því einn daginn að ég var
hættur að biðja, því sló einu sinni
niður í mig á erfiðri stundu: Hvers
vegna ertu að biðja guð um þetta?
Guð sem segir að þetta átt þú að
gera, en þú gerir það ekki og það
sem guð segir þér að gera ekki gerir
þú. Þú átt ekkert hjá honum. Svona
liðu nokkur ár, þá varð mér það allt
í einu ljóst að guð var enginn reikn-
ingshaldari með prótókoll eins og
kaupmaðurinn í gamla daga og allir
voru skíthræddir við. En þarna fann
ég að guð var faðir minn og feður eru
ekki alltaf að eltast við að maður eigi
inni hjá þeim. Þetta var stærsti þátt-
urinn í því að ég öðlaðist frið og mér
líður afskaplega vel og hef ekki yfir
neinu að kvarta. Það sem mér þykir
verst við ellina er að maður verður
svo leiður á sjálfum sér. Hangir og
bíður eftir að öllu sé lokið, að þetta
sé búið.“
% Samvinnuandinn
- Þú ert mikill samvinnumaður,
Jóhann?
„Ég er reglulegur samvinnumað-
ur.“
- Og hvað þýðir það?
„Það þýðir að vera samvinnumað-
ur af hugsjón og trú. Ég trúi því að
hægt sé að leysa málin með sam-
vinnu, að það sé betra að öllu leyti.“
- Þú ert kannski alinn upp í sam-
vinnuandanum?
„Já, ég er það. Pabbi var deildar-
stjóri í Pöntunarfélagi Grýtubakka-
um tíma, en við höfðum bara enga
möguleika. Æskufólk dagsins í dag
hefur óteljandi möguleika, svo ég ör-
vænti ekki um það. Ef menn bara
gefa sér tíma til að hugsa um nútím-
ann og öll þau gæði sem fólki fellur í
skaut, þá er ekki ástæða til að vera
óánægður.
Það er alltaf verið að tala um að
það þurfi að gera eitthvað fyrir gamla
fólkið, að það þurfi einhverja
skemmtun. Það á að skemmta sér
sjálft, flestir hafa sjónvarp og geta
séð 2-3 bíómyndir á viku að ég nú
ekki tali um útvarpið, svo er verið að
tala um að það þurfi að skemmta
manni! Það er nóg skemmtun heima.
Konur og börn eru stór þáttur í lífi
hvers manns, ég hef átt tvær konur
og tvö börn. Fyrri kona mín var Eva
Pálsdóttir frá Ólafsfirði, en hana
missti ég eftir 22ja ára hjónaband.
Við áttum einn son, Harald, en hann
hefur starfað hjá utanríkisþjónust-
unni og nú síðast hefur hann verið
sendiherra íslands í Moskvu. Ég
varð ekkjumaður árið 1941, en giftist
Margréti Guðlaugsdóttur árið 1944,
hún er fædd og uppalin á Akureyri.
Margrét er 29 árum yngri en ég og
það get ég sagt þér að sennilega væri
ég fyrir lifandi löngu dauður hefði ég
hana ekki. Við eignuðumst eina
dóttur, Elínu Önnu, en hún er
íþróttakennari. Við hefðum átt að
eignast fleiri börn, því börnin yngja
mann svo mikið upp. Barnabörnin
bæta úr því.“
Jóhann fer að segja mér frá barna-
börnum sínum og það er greinilegt
að þau eiga mikið í honum þó dreifð
séu um heim allan. í framhaldi af
því spyr ég Jóhann hvort hann hafi
ferðast mikið um dagana.
„Ég hef lítið ferðast. Ég fór í fyrsta
skipti út yfir pollinn árið 1936, en
þá fór ég við annan mann til Eng-
lands að kynna mér slátrun og með-
ferð kjöts. Var ég í 7 vikur í Liver-
pool og London í það skiptið. Síðan
fór ég ekki út yfir pollinn fyrr en
1950 er ég heimsótti Harald til Osló-
ar, þá var verið að skíra son hans,
Jóhann. Er ég vann hjá Samvinnu-
tryggingum vann ég þar til verð-
launa, ferð með einhverju skipa
Sambandsins til Norðurlanda. Við
fórum með Arnarfellinu til Eystra-
salts og komum á margar hafnir,
þetta var alveg ágætis ferð. Nú, svo
var það 1979 að ég heimsótti Harald
til Sviss og þangað þótti mér gaman
að koma. Því miður varð aldrei tæki-
færi að heimsækja hann þegar hann
var í Moskvu. Þegar við sigldum með
Arnarfellinu fórum við alla leið til
Gdynia og var þá stutt eftir til
Moskvu, en þá hittist svo á að Har-
aldur var suður við Svartahaf. Það er
eilífur flækingur á þessum sendiherr-
um. Og ég veit að þeir eiga það sam-
eiginlegt allir að enginn vill láta
börnin sín leggja starfið fyrir sig.
Þetta er rótleysi.“
Við látum þetta verða lokaorð Jó-
hanns að þessu sinni, þó eflaust hefð-
um við getað spjallað mikið lengur.
Ég þakkaði Konfektið með kaffinu
og ljúffengar smákökurnar og gekk
út í góða veðrið. Ég hafði dvalið
nokkuð lengi, það var farið að út-
varpa nýjum veðurfregnum. Og spá-
in var enn nokkuð góð.
hrepps sem fékk vörur í gegnum
Kaupfélagið á Svalbarðsströnd. Þar
var vörunum skipað upp og menn
náðu í þær þangað. Pabbi skrifaði
svokallaðar skiptiskýrslur, þar sem
skrifuð voru nöfn bændanna og
hvaða vörutegundir þeir fengu. Ég
man að það fyrsta sem ég gerði var
að skrifa skiptiskýrslu með pabba og
þegar hann lét af þessu starfi lánaði
pabbi mig til Guðlaugs frænda sem
tók við af honum og ég var ákaflega
upp með mér af því. Ég kynntist því
samvinnuhreyfingunni ungur, en það
kom tímabil í ævi minni þegar ég ætl-
aði að verða kapítalisti. Mér fannst
það liggja fyrir mér að pota mér
áfram. Frændi minn var með útgerð
í Þorgeirsfirði á sumrin og þessi
rekstur heillaði mig, þarna var ein-
staklingshyggjan að læðast að mér,
en aldrei náði hún yfirhöndinni.“
- Hallaðist þú aldrei neitt til
vinstri?
„Eitthvað var það nú. Ég var
vinstri maður um tíma, þegar ég var
á Norðfirði og sá fátæktina og baslið
þar og varð fyrir áhrifum frá Jónasi
Guðmundssyni en hann var mikill
jafnaðarmaður. Ég komst það langt
til vinstri að vera meðlimur í Jafnað-
armannafélagi Akureyrar. Þar
kynntist ég Einari Olgeirssyni. Ein-
hvern tíma gerðist það á fundi að
skarst í odda með honum og Erlingi
Friðjónssyni, en hann var maður
hægfara, roskinn og gætinn, en Einar
var eldhugi og bráðmælskur. Einar
hélt þrumuræðu um hversu hægfara
Erlingur væri og að enginn tími væri
til að bíða eftir byltingunni. Við Ein-
ar urðum samferða heim eftir fund-
inn og ég spurði hann hvort hann
hefði meint blóðuga byltingu, hjá
okkur friðelskandi og vopnlausri
þjóðinni. Hann svaraði já og það
sagðist ég ekki geta „gúdderað". Þá
sagði hann: „Hér skiljast leiðir, þú
ert allt of mikill tækifærissinni.“ Svo
eru þessir menn að tala um að þeir
séu friðarsinnar, ég hef aldrei síðan
trúað alþýðubandalagsmanni."
- Enertuþessitækifærissinni,sem
Einar sagði þig vera?
„Auðvitað er ég tækifærissinni.
Samvinnumenn eru tækifærissinnar.
Auðvitað eigum við að taka það sem
næst er og þegar það kemur, við
verðum að haga seglum eftir vindi.
Ég var allt of friðelskandi maður til
að vilja byltingu. Ég vil ræða hlutina
frekar en að berja þá áfram. Það er
skylda okkar að hlusta á rök and-
stæðinganna en neita ekki öllu
strax.“
- Þú kýst Framsókn, eða hvað?
„Ég var framsóknarmaður á tíma-
bili, en hef ekki verið flokksbundinn
t mörg ár. Ég hef ævinlega neytt
míns kosningaréttar en ekki verið að
flíka minni pólitík. Upp á síðkastið
hef ég sagst vera stjórnarsinni og þá
er sama hvaða stjórn er við völd.
Mér finnst stjórnarandstaðan vera
svo andstyggileg og ósanngjörn, hún
er á móti öllum málum sama þó hún
hafi borið þau upp árið á undan.“
0 Að skemmta
gömlu fólki
- Svo við víkjum að öðru, Jóhann,
hvernig er að bera saman gamla og
nýja tímann?
„Það er ekki saman að jafna hvað
nýi tíminn er miklu betri, þó vissu-
lega sakni maður margs frá gamla
tímanum. Æskufólkið nú til dags er
afskaplega elskulegt og kannski
höfum við líka verið elskuleg á sín-
Mynd og texti: mþþ
Dagur ræðir við Jóhann
Kröyer um eitt og annað sem borið hefur við á 90 ára lífshlaupi hans