Dagur - 01.02.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 01.02.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 1. febrúar 1985 Tryggvi Harðarson með heimskautarefinn sem hann skaut í Ódáðahrauni. - Spjallað við Tryggva Harðarson, refaskyttu í Svartárkoti Það er ennþá auð jörð er við rennum í hlað í Svartárkoti í Bárðardal. A afskekktari bœ höfum við sjaldan komið en þó erþjóðbrautin ekkifjarri. Svartárkot er á heiðarsporðinum austan megin í dalnum, við Svartárvatn og þaðan sést vel til allra átta. Lengst í suðri sést inn á sjálfan Vatnajökul en í norðri er Mývatnsheiðin, eyðileg en samt full af lífi. í austri Herðubreið og fjallahringurinn óvíða fegurri í fallegu veðri og góðu skyggni. Tryggvi Harðarson, bóndi og refaskytta í Svartárkoti er úti við er við komum heim að bœnum. Hann þenur stálfák sinn um nœrliggjandi holt og móa og vélarskellir rjúfa kyrrðina. Mótorhjólið hefur leyst þarfasta þjóninn afhólmi við að smala samanfé. Tryggvi kemur að vörmu spori og býður okkur til stofu. Okkur leikur forvitni á að vita hve lengifjölskyldan hefur búið á þessum stað. - Mitt fólk hefur verið hér síð- an 1946. Faðir minn byrjaði bú- skap hér á jörðinni þá um haustið en jörðin hafði verið í eyði um sumarið, segir Tryggvi. Hann kann vel við sig á þessum stað en neitar því þó ekki að jörðin verði að teljast afskekkt. - En við erum í góðu vega- sambandi. Hér er yfirleitt ekki mjög mikill snjór og ef snjóar þá erum við með snjóblásara þannig að hér er í mesta lagi ófært nokkra daga á ári. Annars var snjórinn með mesta móti sl. vetur og túnin voru öll að meira eða minna leyti dauð sl. sumar, vegna klakans. í Svartárkoti var kúabúskapur hér áður fyrr en nú er sauðféð eitt um hituna ásamt aligæsunum sem vappa um á hlaðinu. Þær var Tryggvi nýbúinn að fá í tilrauna- skyni. Hlunnindi eru og talsverð af vatninu en þar hefur netaveiði verið stunduð lengi og fiskur var yfirleitt vænn hér áður fyrr. Tryggvi man eftir að einir tveir tíu punda urriðar hafi veiðst í vatninu, annar í net, hinn á stöng og eins hefur fengist þar átta punda bleikja. - Hvað með Svartána? - Það er urriði í henni líka en við höfum lítið leyft að veiða þar. Sex daga á greni - Nú ert þú meindýraeyðir hér í sveitinni. Er þetta opinber staða? - Það má kalla það svo. Ég er í vinnu hjá hreppnum við að út- rýma ref og mink. - Hvernig hagar þú þessum veiðum? - Ég fer á vorin í refinn, á grenin og minkinn á vorin og haustin. Það hefur annars komið fyrir að ég hef elt tófuna uppi á vélsleða á vetrum. - Nú eru þetta talsverðar úti- legur. Hvað hefur þú legið lengst á greni? - Það eru einir sex dagar það lengsta, án þess að koma heim. Það var þegar ég var að byrja á þessu en þá var mikið meira um tófu hér en nú. Það er frekar lítið um tófu um þessar mundir og meðan svo er þá veldur hún ekki teljandi skaða á fé, segirTryggvi en bætir því við að það komi þó fyrir. T.d. hafi gert mikið norðanáhlaup sl. haust en þá hafi fleiri rollur verið bitnar á heið- inni. - Ég sé að þú ert með upp- stoppaðan ref hér á borðinu hjá þér. Hefur þú tölu á því hvað þú ert búinn að skjóta marga? - Nei ekki hef ég það nú en refurinn hér á borðinu er svokall- aður heimskautarefur. Ég skaut þrjá slíka fyrir einum tveim eða þrem árum og lét stoppa tvo þeirra upp. - Hvar náðir þú í þá? - Einn þeirra var hérna suður í hrauninu, Ódáðahrauni. Hinir aðeins austar. - Þú merkir ekki við á byssu- skeftið hvað þú skýtur marga? - Ekki geri ég það nú, segir Tryggvi og hlær, - en ég á þetta auðvitað allt niðurskrifað í skýrslum sem ég verð að halda. - Er þetta uppgripastarf? Verða menn ríkir af því að bana refum og minkum? - Það held ég tæpast. Ég er á tímakaupi við þetta en síðan er „premía" eða skotlaun fyrir hvert dýr. Tímakaupið er ekki hátt en premían bætir skotin. - Þú færð þá ekki skot hjá hreppnum? - Nei ég sé alveg um þau sjálfur. - Hleður þú sjálfur? - Það hef ég alveg látið vera, þrátt fyrir að skotin hafi hækkað geysilega í verði. - Þú þarft kannski að skjóta tvo í skoti til að koma sléttur út? - Ekki er það nú svo slæmt enda óalgengt að hægt sé að koma skoti á fleiri en eitt dýr samtímis. Það er helst þegar hvolparnir eru með líka. Aldrei tómhentur heim - Það hefur verið talið mikið þolinmæðiverk að liggja á grenjum. Hvað hugsa menn á meðan beðið er eftir lágfótu? - Þeir hugsa ýmislegt, enda oft nógur tími til að hugsa. Þetta er ekki leiðinlegt. Þaö getur oft ver- ið ákaflega gaman að liggja á grenjum þó veður geti verið misjöfn. Reyndar er kalsahríð ekkert gamanmál en við liggjum oftast í svokölluðum skotbirgjum sem við hlöðum. - í svefnpokum? - Það er ýmist. Það kemur fyr- ir að menn vefja pokum utan um lappirnar ef kalt er í veðri. - Fara menn oft slippir og snauðir heim? - Aldrei tómhentir, ég man a.m.k. ekki eftir því. Það geta verið allt að sjö hvolpar í hverju greni auk fullorðnu dýranna þannig að þó ekki sé unnið á öllum dýrunum þá næst alltaf eitthvað. Oft hreinsum við grenin. - Þú liggur þá aldrei einn á greni? - Alltaf tveir. Páll Kjartans- son á Víðikeri hefur verið með mér í þessu á seinni árum. Það er ekki hægt að vera einn í þessu. Svæðið er ákaflega víðlent og t.d. eru einir 60 km héðan fram að syðsta greninu. Þá erum við komnir langt suður fyrir Kiðagil. Tryggvi Harðarson og faðir hans Hörður Tryggvason eru með um 350 fjár sem Tryggvi seg- ir vera í rúmu meðallagi. Við spyrjum hvort það sé nóg til að lifa af? - Það fer eftir því hve hátt er lifað, segir Tryggvi brosandi. í máli Tryggva kemur fram að hann stundar lítið skytterí fyrir utan það sem hann er ráðinn til af hreppnum. Rjúpur segist hann ekki sjá nálægt Svartárkoti eftir að rjúpnaveiðitíminn hefst og hann er sjálfbjarga með gæsir. Við spyrjum að lokum hvort „túrisminn“ teygi anga sína að Svartárkoti á sumrin en sem kunnugt er hefur það mjög færst í vöxt að ferðamenn leggi leið sína um Sprengisand á sumrin. - Við finnum ekki fyrir þessari aukningu hér og þó. Það er alltaf talsvert rennerí hér í gegn. Það liggur vegartroðningur upp í Dyngjufjöll og Öskju og það er sérstaklega um helgar sem fólk er hér á ferð. En stórleg aukning er það ekki, segir Tryggvi um leið og hann fylgir okkur út að bílnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.