Dagur - 01.02.1985, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 1. febrúar 1985
1. febrúar 1985 - DAGUR - 9
Síðasta ár, þetta fræga ár
1984, var sannkallað tví-
buraár á Fœðingardeild
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Þar fæddust sjö
tvíburar á árinu og ef við
margföldum það með tveim-
ur þáfáum við á Degi út 14
börn. Þetta er ábyggilega
heimsmet, að minnsta kosti
efmiðað er við þessa einu
og sönnu höfðatölu. Umtal-
að er það í það minnsta, svo
mikið er víst.
Þráttfyrir þetta tvíburaár
hefur fœðingum fœkkað á
Fœðingardeildinni á Akur-
eyri. Þannig fæddust 305
börn á síðasta ári, en árið
1981, áðuren „kreppan“fór
að segja til sín að ráði,
fæddust þar 400 börn. 1982
fœddust 373 börn og árið
1983 voru þau 394. Áhuga-
samir lesendur geta svo sett
þessar tölur upp í súlurit og
sést þá þróunin mjöggreini-
lega!
En hvers vegna heldur
fólk að sér höndum
í barneignum? Eða
á ef til vill frekar að spyrja
sem svo; afhverju heldur
fólk aftur afsér við slíkar
framkvæmdir sem barnatil-
búningur er? Segir margum-
rædd kreppa í athafnalífi til
sín þarna líka? Skyldufleiri
börn fœðast ef upp rennur
langþráð betri tíð með blóm
í haga og gróskumeiri nátt-
úru, jafnframt því sem pen-
ingarfœru að vaxa á
trjánuni, sem allir keppast
við að planta. En nóg um
það.
Hér verður fjallað um
tvíbura. Það er stór stund í
lífi allra mæðra ogfeðra að
eignast barn, hvað þá efþau
eru tvö, já og jafnvel þrjú.
Ábyrgðin verður meiri og
álagið á uppalendurna vex.
En hvernig er að eignast tví-
bura? Blaðamenn Dags
heimsóttu heimili þeirra
tvennra sem eiga heima á
Akureyri og einnig brugð-
um við okkur í heimsókn
fram í Uppsali og Möðru-
velli í Eyjafirði. Þar eru
komnir fernir af þeim sjö
tvíburum semfæddust á Ak-
ureyri á árinu. Þeirsem upp
á vantar eiga heima á
Þórshöfn, Norðfirði og í
Skagafirði.
Hvemig er að eim tvíbura?
Ég trúði þessu ekki
fyrr en á síðustu stundu
- sagði Kolbrún Stefánsdóttir en hún og Friðrik Adolfsson eignuðust fyrstu tvíburana á tvíburaárinu
Fyrstu tvíburarnir sem
fœddust á tvíburaárinu
frœga voru þœr Harpa
og Hildur sem fæddust
þann 5. apríl. Foreldr-
ar þeirra eru Kolbrún
Stefánsdóttir og Friðrik
Adolfsson, þau eiga 2
stráka fyrir. Kolbrún
sagði að gaman hefði
verið að fá stelpur, þó
henni hefðifundist það
dálítið mikið aðfá tvær
á einu bretti. Ég spurði
hvenœr hún hefði fyrst
vitað að von vœri á
tvíburum í fjölskyld-
una.
„Þegar ég fór í sónar 15. des-
ember ’83 sá læknirinn þetta.
Hann sagði: Heyrðu, bíddu við,
þarna sé ég eitt barn og þarna er
annað, ég ætla að athuga hvort ég
sé ekki það þriðja. Ég trúði hon-
um ekki. Ég fór aftur í sónar í
Friðrik Adolfsson og Kolbrún Stefánsdóttir með tvíburana sína Hörpu og Hildi, eða er það Hildur og
Harpa?
mars og þá töluðu læknarnir líka
um tvíbura og ég varð sannfærð-
ari, en fannst samt ennþá svo
ótrúlegt að ég gæti átt tvíbura og
þorði ekki að taka mig til með
tvö börn. Stelpurnar fæddust svo
mánuði fyrir tímann og það var
rétt þá að ég var farin að kaupa á
tvö börn.
Þegar ég fór í sónarinn var ég
spurð hvort ég vildi vita kynið, en
ég sagði nei. Læknirinn varð al-
veg hissa því hann sagði allt
kvenfólk svo forvitið að honum
fannst það ekki passa að ég vildi
ekki vita þetta. Eg trúði því eig-
inlega aldrei að um tvíbura væri
að ræða fyrr en þær komu. Það
var nefniiega sagt við mig þegar
ég gekk með yngri strákinn að
nú væri ég með tvíbura, en annað
kom í ljós.“
- Meðgangan hefur þá ekki
verið sérstaklega erfið?
„Nei, ég fann ekkert fyrir því,
mér fannst ég ekkert feitari en
aðrar konur. Það var eiginlega
ekki fyrr en kvöldið áður en ég
átti sem ég fann að ég var virki-
lega ófrísk. Ég gat ekki gengið al-
mennilega, ég þurfti að skáskjóta
fótunum til hliðanna þegar ég
gekk. Þær komu svo morguninn
eftir að ég var að hugsa þetta.
Harpa kom á undan og var 11
merkur, Hildur kom hálftíma
seinna og var 10 merkur. Lækn-
arnir voru búnir að reikna út að
þær kæmu 25. apríl, en sjálf ætl-
aði ég að eiga 5. maí. Þó að þær
hafi fæðst mánuði á undan áætlun
vildu þau á Fæðingardeildinni
ekki kalla þær fyrirburði.“
- Hvernig gekk fæðingin?
„Hún gekk fljótt fannst mér,
þó svo að það hafi verið hálftími
á milli þeirra fannst mér hann
fljótur að líða.“
- Varst þú viðstaddur fæðing-
una? spyr ég Friðrik.
„Já, ég var það, þó ég hafi ekki
ætlað það í upphafi. Reyndar var
ég bara inni þegar sú fyrri kom,
mér var farið að leiðast að bíða
og brá mér fram að fá mér kaffi-
bolla, á meðan notaði hin tæki-
færið og skaust í heiminn."
- Hvernig gekk þegar heim
var komið?
„Það kom upp smá afbrýði-
semi hjá strákunum fyrst, en það
bjargaði því að þær voru svo góð-
ar að það þurfti lítið að vera með
þær.“ „Þeim þótti spennandi að
fá tvíbura," bætti Friðrik við.
- Er það bara létt verk að eiga
tvíbura?
„Það er ekkert erfitt, þær eru
mjög góðar og það er lítið vesen
í kringum þær. Það er samt að
sjálfsögðu tvöföld vinna í kring-
um tvö börn, en á móti kemur
tvöföld ánægja.“
- Er ekki óskaplegur bleiu-
þvottur?
„Nei, ég er ekki mikið í bleiu-
þvotti, ég hef keypt bleiur. Ég
ímyndaði mér að bleiuþvotturinn
yrði svo mikill að ég gerði ekkert
annað, svo ég ákvað að nota
bréfbleiur og mér finnst það
ágætt.“
Friðrik segir að þær Hildur og
Harpa séu frænkur strákanna á
Uppsölum. „Það er mikið af tví-
burum í Uppsalaættinni.“
Áður en ég fer tölum við um
alla tvíburana sem fæddust á síð-
asta ári og undrum okkur á því
hversu margir þeir væru.
„Það er loftslagið sem gerir
þetta, ég er klár á því,“ segir
Friðrik.
Og ég spyr hvernig veðrið hafi
verið sumarið áður en stelpurnar
þeirra fæddust.
„Mig minnir að þetta hafi verið
skítasumar,“ svaraði hann og
hló.
Samkvæmt þessari kenningu
Friðriks, fæðast líklega fáir tví-
burar í ár. Það var svo óskaplega
gott sumar í fyrra. - mþþ
Ekki hœgt að
ruglast á þeim
- sagði Lilja Stefanía Jóhannsdóttir, en hún átti síðustu tvíburana
sem tæd
Yngstu tvíburarnir sem
fœddust á Fœðingar-
deild FSA eru 6 vikna
strákar, synir Lilju
Stefaníu Jóhannsdóttur
og Arnar Tryggvason-
ar en þau búa á Upp-
sölum í Öngulsstaða-
hreppi. Við lögðum
leið okkarfram í Fjörð
og hófum mikla leit að
Uppsölum. Við sáum
varla veginn, hvað þá
Uppsali. Það hlýtur að
vera næsti bœr. Nei.
Þar nœsti þá? Örvœnt-
ingin er að ná tökum á
okkur, því eins og allir
vita býr margt í þok-
unni. Okkur til mikils
léttis og sáluhjálpar
sáum við grilla í gang-
ust á Fæðingardeild F
andi mannveru þar
sem við húktum fram
á mælaborðið og rýnd-
um út í sortann. „Get-
ur þú sagt okkur hvar
Uppsalir eru, “ sögðum
við í bœnarrómi. „Fm
sorry, I don’t live
here“.
Eina gangandi
manneskjan í Önguls-
staðahreppi þennan
daginn var ókunnug og
enskumœlandi! Við
keyrðum framhjá
Uppsölum í fyrstu til-
raun. En gáfumst ekki
upp, leitið og þér mun-
ið finna. Og við
fundum. Við knúðum
á og fyrir okkur var
upp lokið. Lilja bauð
A í fyrra
okkur til stofu og náði
í annan ungann.
„Þessi er svolítið erfiður,"
sagði Lilja. „Hann er hress og
kátur á nóttunni, hann hefur líka
verið með dálitlar innantökur,
greyið. Hinn bjargar þessu, hann
er svo ósköp vær. Þeir eru af-
skaplega ólíkir, bæði í sjón og
reynd.“
Við spyrjum hvenær hún hafi
vitað að hún gengi með tvíbura
og hvernig viðbrögðin hafi verið.
„Ég vissi þetta frekar snemma,
ég hef líklega verið komin 2-3
mánuði á leið þegar þeir sáust í
sónarnum. Mér brá dálítið, ég
var nokkra daga að ná þessu.
Þetta er að vísu í ættinni, en
aldrei óraði mig fyrir að ég myndi
eignast tvíbura.“
- Vissurðu að þetta voru
strákar?
„Nei, ég vissi ekkert, ég spurði
einu sinni að því, en læknirinn
sagðist ekkert vita.“
- Var meðgangan ekki erfið?
„Hún var erfið, jú, ég var orð-
in ansi þung undir það síðasta, en
sem betur fór var ég hress allan
tímann og vann í bænum fram í
september.“
Strákarnir hennar Lilju fædd-
ust þann 18. desember og hún
segist hafa sloppið heim á að-
fangadag.
„Nei, það var ekki mikill jóla-
undirbúningur hjá mér þetta
árið, ég var lögð inn 7. desember,
svo að hann fór framhjá mér að
mestu leyti. Ég var svolítið
spennt að vita hvort ég slyppi
heim fyrir jólin, því ég átti ekki
að fara heim fyrr en á annan í
jólum. En þau hleyptu mér heim
í gæsku sinni.“
- Hvernig gekk fæðingin?
„Þegar hún loksins gekk, þá
gekk allt vel. Það voru 7 mínútur
á milli þeirra og þeir voru báðir
12 merkur.“
- Finnst þér ekkert erfitt að
vera úti í sveit með svona lítil
böm?
„Það er nú varla að mér finnist
ég vera úti í sveit, það er svo stutt
í bæinn. Það koma að vísu ekki
ljósmæður hingað, en við megum
koma á hverjum fimmtudegi inn
á Heilsuverndarstöð að láta vigta
þau og það er ágætt.“
Lilja og Örn eiga fyrir 12 ára
gamlan strák og 11 ára stelpu,
hún sagði að sér fyndist erfiðara
að vera með lítil börn sitt á hvoru
árinu heldur en að eiga tvíbura,
það þurfi að vísu mikið að sinna
þeim, sérstaklega A.“
- A, hvað meinarðu?
„Á Fæðingardeildinni var ann-
ar kallaður A og hinn B, Addi og
Böddi, við höfum haldið því
áfram hér heima, því við erum
ekki enn búin að ákveða nöfnin.“
- Hvernig tóku börnin þessari
viðbót?
„Þeim fannst þetta voða
spennandi.“ Sigríður, dóttirin,
var nýkomin heim úr skólanum
og hún tók undir orð móður
sinnar. „Það er bara skemmtilegt
að fá tvíbura," sagði hún.
- Finnst þér þeir ekkert líkir?
spyr ég hana.
„Nei, það er ekki hægt að rugl-
ast á þeim.“ „Þeir hafa verið
ólíkir strax frá fæðingu," bætir
Lilja við.
Við getum samþykkt það að
minnsta kosti hvað útlitið varðar.
Þeir voru báðir í bláum fötum.
„Þeir eiga mikið í bláu, þeim
var gefið svo mikið og það var
mikið af bláum fötum. Það er
dálítið mikill kostnaður við tví-
bura, en ég fékk mikið lánað og
það bjargar miklu," sagði Lilja
að lokum. - mþþ
Myndir og texti: Margrét Þóra Þórsdóttir og Helga Jóna Sveinsdóttir
Tvíburasysturnar á Möðruvöllum, Hrönn og Sara, í fanginu á Nonna bróður.
Mér brá rosalega
við þessi tíðindi
- sagði Anna Jónsdóttir, húsfreyja á Möðruvöllum í Saurbæjarhreppi
Það var hálfgert leið-
indaveður nú í vikunni
er við þeystum inn í
fjörð að hitta þar að
máli tvœr tvíburamœð-
ur. Eftir að hafa haft á
orði nokkrum sinnum
að fjörðurinn hefði ör-
ugglega lengst eitthvað
síðan í sumar komum
við loksins að Möðru-
völlum í Saurbœjar-
hreppi. Eftir að hafa
dustað af okkur mesta
snjóinn og klappað
hundinum börðum við
að dyrum og húsfreyj-
an, Anna Jónsdóttir
kom til dyra og bauð
okkur inn.
Tvíburarnir þeirra Önnu Jóns-
dóttur og Sigurbjarnar Vilbergs-
sonar eru stelpur og fæddust þær
14. júlí 1984 og eru því 6 mánaða
síðan 14. janúar. Þær heita
Hrönn og Sara.
„Hrönn fæddist á undan og
Sara kom svo 4 mínútum seinna.
Sara var stærri 121A mörk en
Hrönn rúmar 10 merkur, en núna
munar ekki nema 130 grömmum
á þeim,“ sagði Anna er við
spurðum hana hvort stelpurnar
hefðu verið jafn stórar.
- Eru þær eineggja?
„Þær eru sagðar eineggja, en
þær eru samt ekki alveg nákvæm-
lega eins. Ókunnugum getur
fundist þær vera alveg eins, sér-
staklega ef þeir sjá þær sitt í
hvoru lagi, en flestir sjá nú mun-
inn ef þær eru saman. Sara er
með heldur meira hár og stærri
augu, sem hægt er að þekkja þær
í sundur á.“
- Hvenær vissir þú að þú
gengir með tvíbura og hvernig
voru viðbrögðin?
„Ég vissi það bara um leið og
ég vissi að ég var ófrísk, ég fór í
sónar í lykkjuskoðun og þá kom
þetta í ljós. Mér var ekki sagt
þetta en svo fór ég að skoða
myndina á skerminum og fannst
hún eitthvað skrítin, ég sá alltaf
eitthvað tvöfalt og fór að spyrja.
Ég get ekki sagt annað en að mér
hafi brugðið rosalega við þessi
tíðindi. Ég átti 3 börn fyrir og var
búin að lofa elstu stelpunni að
koma með stelpu þegar hún yrði
10 ára og það var komið að því,
en ég bjóst ekki við að það yrðu
tvær á einu bretti.“
- Var ekki erfiðara að ganga
með 2 börn en 1?
„Jú, það fannst mér. Það er
líka aldurinn, það er svo miklu
léttara að ganga með börn þegar
maður er yngri. En fæðingin
gekk mjög vel.“
- Hvernig tóku systkinin
þessu?
„Þeim fannst þetta bara
gaman. Strákarnir hefðu kannski
heldur viljað fá stráka, a.m.k. 1
strák, en ég held að þeir sætti sig
alveg við þetta orðið. Yngsti
strákurinn er 7 ára og ég var svo-
lítið smeyk um að hann yrði af-
brýðisamur af því að þær þurfa
svo mikla athygli og hann hafði
svo lengi verið yngsta barnið, en
hann hefur alls ekki verið það, er
mjög duglegur að halda á þeim
og gefa þeim pela.“
- Ein klassísk, hefur þetta
ekki verið mikil vinna?
„Þetta venst, þetta er ekki eins
erfitt og ég hafði búist við. Ég
kveið mikið fyrir meðan á með-
göngunni stóð, en þetta hefur allt
gengið mjög vel. Eldri krakkarn-
ir hjálpa líka mikið til, ef ég hefði
sjálf þurft að hlaupa til í hvert
skipti sem heyrðist í þeim hugsa
ég að ég hefði lagst í rúmið, en
þau eru svo viljug að hlaupa. Ég
neita því auðvitað ekki að þetta
er mikil vinna, en þær hafa alltaf
verið mjög þægar. Fyrstu 3 mán-
uðina fengu þær aldrei innan-
tökur eða neitt slíkt og ég hef
aldrei þurft að vaka heila nótt
yfir þeim. ‘
- Eru þær alltaf eins klæddar?
„Oftast eru þær það. Þær fengu
svo mikið af fötum gefins og þá
gáfu þeim allir eins. En ef ég set
þær í gamalt af hinum krökk-
unum eru þær auðvitað ekki
eins.“
- Svona að lokum, hafa þær
uppgötvað hvor aðra?
„Já, ég held það. Fyrst þegar
við vorum að láta þær horfa hvor
á aðra litu þær undan, en núna
brosa þær framan í hvor aðra og
vilja snerta hvor aðra, en það
iendir nú oft í andlitinu og er þá
ekkert voðalega vinsælt.“ - HJS
Sjá næstu síðu