Dagur - 01.02.1985, Side 10

Dagur - 01.02.1985, Side 10
10 - DAGUR - 1. febrúar 1985 „Þetta kom mjög fljót- lega í Ijós, ég var kom- in 2 mánuði á leið þeg- ar sást í sónar að ég ætti von á tvíburum. Viðbrögðin? Þau voru jákvæð þegar ég var búin að jafna mig eftir fyrsta sjokkið. Að vísu var meiningin aðfá eitt lítið til að leika sér að í ellinni, en þetta var bara gaman, sérstak- legafyrir eiginmanninn því þetta eru fyrstu börnin hans. “ Við sitj- um yfir koffeinlausum Bragakaffibolla hjá Hrefnu Birgisdóttur, en hún og eiginmaður hennar, Gunnar Karls- son eignuðust tvíbura þann 24. október sl. Við spyrjum hana um meðgönguna. „Óneitanlega var hún töluvert erfiðari, ég varð að hætta að vinna og halda að mestu kyrru fyrir. Þá tók ég fram prjónana og prjónaði ósköpin öll, ég var satt að segja alveg búin að fá nóg, en í 7. mánuðinum fengum við að eigin ósk að vita að þetta voru strákur og stelpa og þá tók ég fram prjónana að nýju og prjón- aði eina bláa peysu og eina rauða, svona af skyldurækni. Undir það síðasta var ég farin að sofa ansi lítið á næturnar, stelpan var í sitjandi stellingu og hún þrýsti svo mikið á mig. En þetta er fljótt að gleymast þó það hafi verið erfitt." - Þau voru tekin með keisara- skurði? „Já og það er alveg heilmikil upplifun, ég fékk mænudeyfingu og var því vakandi allan tímann og gat fylgst með og tekið þátt í fæðingunni eins og um venjulega fæðingu hefði verið að ræða. Eg myndi ráðleggja öllum konum sem fara í keisaraskurð að láta deyfa sig, en ekki svæfa. Maður er mikið fljótari að jafna sig á eftir.“ - Þú hefur þá ekkert kviðið fyrir? „Nei, nei, þetta er ekkert mál, ég myndi hiklaust fara aftur ef svo bæri undir.“ - Þú ætlar að halda áfram? „Fyrst ég er byrjuð á annað borð, þá ætla ég að eiga 1 í viðbót.“ - Tvíbura aftur kannski? „Það er nú búið að spá því fyrir mér. að það verði þríburar næst,“ Hrefna hlær að þessu og sýpur á koffeinlausa Bragakaffinu. - í sambandi við keisaraskurð- inn, er ekki fjöldi manns við- staddur? „Jú þetta var bara meiriháttar partý! Jónas Franklín skar mig, en hann þurfti svo að hlaupa frá og þá tók Bjarni Rafnar við og saumaði, síðan voru þarna 2 Ijósmæður, Guðríður og Ingi- björg, fyrir utan allt skurðstofu- liðið, nú og að sjálfsögðu var Gunnar viðstaddur. Þannig að það var vel partýfært." - Hvað voru þau stór? „Strákurinn sem heitir Gunnar Már var lO'/í: mörk og stelpan, Ragnheiður Diljá var 11 V4,“ Jákvœð viðbrögð eftirjyrsta sjokíað - sagði Hrefna Birgisdóttir sem eignaðist strák og stelpu þann 24. október á síðasta ári - Diljá, sóttuð þið hugmynd- ina í Vefarann hans Laxness? „Nei, ekki var það. Þetta nafn hefur lengi verið til í minni fjöl- skyldu. Sagan segir að fyrir langa löngu hafi franskt skip strandað einhvers staðar undir Eyjafjöll- um og gengu skipbrotsmenn á land og komu á bæ þar sem for- móðir mín á að hafa búið. Gerði einn fransmaðurinn henni barn og tók af henni það loforð áður en hann hvarf á braut að ef barn- ið yrði telpa myndi hún skíra það eftir móður hans, en hún mun hafa heitið Dalía. Eitthvað skolaðist nafnið til hjá henni blessaðri og úr varð Diljá. Nafnið hefur síðan verið til í fjölskyld- unni og amma mín hét á mig þeg- ar ég var lítil að ef ég myndi eign- ast stelpu að skíra hana þá Diljá.“ Eftir þessa sögu spurði ég Hrefnu hvernig hefði gengið eftir að heim kom. „Satt að segja hefur gengið al- veg sérlega vel, miklu betur en ég þorði nokkurn tíma að vona. Ég held að aldurinn skipti miklu máli, þetta hefði verið allt öðru- vísi ef maður hefði eignast tví- bura ungur og tiltölulega óþrosk- aður.“ - Hvernig hafa næturnar verið? Hann er stoltur hann Gunnar Karlsson með tvíburana sína, Ragn- heiði Diljá og Gunnar Má. „Næturnar eru tiltölulega ró- legar hjá okkur, þau sofa yfirleitt alla nóttina, rétt vakna til að fá sér pela. Það hefur engin and- vökunótt komið enn, 7-9-13. (Og 3 högg undir borð!) Hrefna segir að þeim Gunnari þyki tvíburarnir mjög ólíkir bæði að útliti og skapgerð. „Þau eru svo ólíkar persónur, að erfitt er að stilla þau saman,“ segir hún. „Stelpan er mikið rólegri og er yfirleitt ósköp vær. Það þarf meira að hafa fyrir stráknum, hann er kröfuharðari. Þetta er bara eins og úti í lífinu, þar er svo lítið vesen með okkur konurn- ar.“ Blaðamaður samsinnti því, enda mikill sannleikur. Börnin voru sofandi, en vöknuðu rétt mátulega til mynda- töku. Þó þau væru glorsoltin voru þau hin rólegustu fyrir framan myndavélina og létu sér vel líka. Á meðan á myndatökum stóð sagði Hrefna mér frá því að börn- in hefðu tekið gríðarlegum fram- förum, þau væru mjög hraust og líklega orðin 6-7 kíló að þyngd. Þegar ég var að kveðja horfði Gunnar Már á eftir mér stórum augum eins og hann væri að hugsa: Hvað var þessi manneskja að trufla mig frá mat mínum! -mþþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.