Dagur - 06.02.1985, Side 3

Dagur - 06.02.1985, Side 3
6. febrúar 1985 - DAGUR - 3 Fíkniefni á Akureyri: - segir Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður „Það er mitt álit að tíkniefna- neysla hafí aukist talsvert hér í bænum. Ég hef hins vegar ekki möguleika á að rökstyðja það, málum hefur ekki fjölgað hjá okkur né heldur höfum við tekið meira af þessum efnum en áður, en þetta er samt sem áður mín tilfínning,“ segir Daníel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri. að um að það sé mikið um fíkni- efnaneyslu í hinum smærri út- gerðarstöðum víða um landið." - Á hvaða aldri eru þeir fíkni- efnaneytendur sem þið hafið haft afskipti af? „Langflestir þeirra sem hafa komið við sögu hjá okkur varð- andi þessi mál eru í kringum tvítugt. Það eru dæmi um bæði eldra fólk og yngra en langflestir eru um tvítugt." „Ég held að það sé ekkert vafamál að þessi þróun er að eiga sér stað hér eins og gerst hefur víða um landið,“ sagði Daníel. „Nú er að verða meira og meira um sterkari efni í Reykjavík eins og t.d. amfetamín og kókaín og það er viðbúið að þetta komi hingað líka. Annars held ég að Akureyringar séu enn eftirbátar margra smærri staða hvað fíkni- efnaneyslu varðar. Ég kann ekki skýringu á því nema þá að hér er stöðugt vinnuafl. F>að er t.d. tal- - Er það eingöngu hass sem þetta fólk hefur haft undir höndum? „Já, það er eingöngu hass sem við höfum tekið af fólki hér.“ gk-- „Erfitt að tjá sig um stöðuna“ - segir Geir Friðgeirsson læknir á Akureyri „Ég er ekki í aöstöðu til þess að dæma um það hvort fíkni- efnaneysla hefur aukist hér í bænum,“ segir Geir Friðgeirs- son læknir á Akureyri, en Geir á sæti í starfshópi um fyrir- byggjandi aðgerðir vegna notkunar fíkniefna meðal unglinga. „Ég held að það sé varasamt að úttala sig um þetta mál án þess að hafa vissar staðreyndir á borð- inu og þær hef ég ekki,“ sagði Geir. „Við höfum tekið þá af- stöðu í þessum samstarfshópi að úttala okkur ekki um þetta eða dæma stöðuna en þess í stað höfum við einbeitt okkur að því að kynna okkur fyrirbyggjandi starf." - Hvernig er ykkar fyrirbyggj- andi aðgerðum háttað? „Við fórum til Noregs sl. vor til þess að kynna okkur hvernig staðið er að þessum málum þar. Við höfum sent Heilsuverndar- stöð Akureyrar og fleiri aðilum greinargerð um þessa ferð og það er væntanleg grein í Sveitar- stjórnartíðindum þar sem við gerum grein fyrir þessu máli, og okkar hugmyndum um fyrir- byggjandi aðgerðir. Þar kemur margt til greina, fræðslustarfsemi, leitarstarfsemi og eftirlitsstarfsemi, m.a. toll- gæsla og löggæsla. Menn virðast sammála um að það sé nauðsyn- leg sem víðtækust samvinna heimila og skóla, hins opinbera og fleiri aðila til að vinna að þess- um málum. En ég held að það sé mjög erfitt að tjá sig um stöðuna eins og hún er á Akureyri í dag. Þetta er til hér í bænum, en við höfum ekki sannanir í höndunum til þess að slá neinu fram þar um nánar,“ sagði Geir. gk'- Ferðafélag Akureyrar Aðalfundur í Skátaheimilinu Hvammi kl. 20.00 föstudaginn 15. febrúar. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. ^HITACHI 22“ skermur, þráðlaus fjarstýring. Kr. 41.850,00. VT 34E kr. 44.800,00. Staðgreiðsluafsláttur eða afborganir. ■ONNUHUD S 22111 ÍUiWiBUÐIN Frá Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Tilboð Tilboð í búðinni fimmtudaginn 7. febrúar. Sænsk pylsa frá Kjötiðnaðarstöð KEA. 15% afsláttur. •¥■ ¥■ Ath. Fleiri tilboð í gangi. Það borgar sig að líta inn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.