Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 6. febrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Miðjusæknin í stjómmálunum Innbyrðis deilur og átök í flestum íslenskum stjórnmálaflokkum hafa sett mikinn svip á stjórnmálin undanfarin misseri. Telja margir sig sjá þess ýmis merki að núverandi flokkakerfi sé að riðlast og sú þróun sé þegar hafin með til- komu Kvennalistans og Bandalags jafnaðar- manna. í því sambandi er þó rétt að minnast þess að áður hafa komið fram stjórnmálaöfl sem vænleg þóttu til að hasla sér völl. Raunin varð hins vegar önnur og má minnast Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna í því sambandi. Það er því ekkert sjálfgefið að sú lausung, ef svo má að orði komast, sem orðið hefur vart í íslenskum stjórnmálum muni leiða til einhverrar allsherjar uppstokkunar á flokkakerfinu. Óhætt er þó að fullyrða að innan allra ís- lenskra stjórnmálaflokka er til fólk sem skoðana sinna vegna gæti verið í einni og sömu stjórn- málahreyfingunni. í öllum flokkum er að finna fólk með hófsamar skoðanir sem byggjast á hæfilegu einstaklingsfrelsi en einnig ríkri sam- hjálparkennd. Erfitt er að flokka skoðanir þessa fjölmenna hóps í annað hvort hægri eða vinstri, eins og svo allt of oft er reynt að gera. Þetta fólk tengir sjálfrátt eða ósjálfrátt hugmyndir sínar ís- lenskum veruleika fyrst og fremst - hafnar að meira eða minna leyti alheimsstefnum í pólitík á borð við kommúnisma og kapitalisma eða al- þjóðlegum kratisma. Þetta er fólkið í miðjunni — fólkið sem upp á síðkastið hefur fengið heitið lausafylgi. Algengt er að þetta fólk kjósi einn flokkinn eft- ir annan, enda hefur þróunin verið sú á undan- förnum áratugum að flokkarnir í íslenskri póhtík hafa verið að nálgast hver annan á margvísleg- an hátt. Ein meginástæðan fyrir því kann að vera sú að þeir hafi unnið hver með öðrum í ríkis- stjórnum og allir þurft að gefa meira og minna eftir af kröfum sínum til að samvinnan gengi. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa á undan- förnum árum og áratugum verið að nálgast miðju stjórnmálanna. Þetta hefur þau áhrif að Framsóknarflokknum, sem segja má að þar hafi verið fyrir, hefur sífellt gengið erfiðlegar að skapa sér þá sérstöðu sem hann hafði og því hafa allir þessir nýju miðju- flokkar nagað úr fylgi hans. Þessi miðjusækni í ís- lenskum stjórnmálum er ekki öllum að skapi og er þar að finna meginástæðuna fyrir sívaxandi úlfúð og deilum innan flokkanna. Fyrir Framsóknarflokkinn er brýn nauðsyn að skapa sér aftur afgerandi sérstöðu, eigi hann að standa af sér þessar holskeflur frá hægri og vinstri. Það gerist fyrst og fremst með skýrri stefnumörkun sem yfirgnæfir þá fordóma sem flokkurinn hefur átt við að glíma. Það starf er nú þegar hafið og mun skila árangri í tímans rás. Myndir: KGA Þeir berjast um sigurinn - Áskell Orn Kárason, Kári Elíson og Pálmi Pétursson. Skákþing Akureyrar: Skákþingið hálfnað Nú þegar keppni í A-flokki á Skákþingi Akureyrar er hálfnuð er staðan þessi: Áskell Örn Kára- son 4 v., Pálmi R. Pétursson 3,5 v., Kári Elíson 3 v. og biðskák, Arnar Þorsteinsson 1,5 v., Jón G. Viðarsson 1 v. og biðskák, Gylfi Þórhallsson 1 v. Eins og sjá má er Áskell efstur en Kári getur náð honum ef hann vinnur biðskák sína, sem er líklegt. Úrslit í 4. og 5. umferð: Kári-Arnar 1-0 Pálmi-Gylfi 1-0 Áskell-Jón G. 1-0 Arnar-Pálmi xh-xh Jón G.-Kári biðskák Gylfi-Áskell 0-1 Tveimur biðskákum úr fyrstu umferð er einnig lokið, Arnar vann Gylfa í maraþonskák þeirra og Kári hélt óvænt jöfnu gegn Áskeli. í B-flokki er Sigurjón Sigur- björnsson efstur með 5 v., hefur unnið allar sínar skákir. Annar er Sveinbjörn Sigurðsson með 4 v. Síðan koma þeir Skafti Ingimars- son með 2,5 v. og Eymundur Eymundsson 2 v. og biðskák. í eftirfarandi skák teflir Gylfi byrjunina ónákvæmt, fer út í af- brigði sem hann þekkir hvorki haus né sporð á, og Pálmi inn- byrðir vinninginn af öryggi. Hvítt: Pálmi R. Pétursson. Svart: Gylfi Þórhallsson. 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-Bb4?! (Þetta er stór- hættulegt afbrigði sem svartur verður að kunna vel ef ekki á illa að fara.) 6. e5-Rd5 (Ekki gengur að leika 6. -Da5 7. exf6!-Bxc3 8. bxc3-Dxc3 9. Dd2-Dxal 10. fxg7-Hg8 11. Rb5-De5+12. Be2 og hvítur stendur betur.) 7. Bd2-Bxc3?! (Betra er 7. -Rxc3 8. bxc3-Be7 eða 8. -Ba5.) 8. bxc3-a6 9. Dg4-Kf8?! 10. c4-Re7 11. Bd3-Rbc6 12. Rf3-Dc7 13. Dg3-Rg6 14. Bc3-b6?? (Hér hefði svartur átt að leika 14. -b5 og framhaldið gæti orðið: 15. cxb5 (ekki 15. c5-b4 16. Bb2-Da5 og svartur fær gott mótspil) 15. -axb5 16. Bxb5-Ba6 17. Bxa6-Hxa6 18. 0-0-Rge7 og svartur lifir! En eftir textaleikinn fær svartur tap- að tafl.) 15. h4-Rge7 16. Rg5-h6 17. Re4-Rf5 18. Df4-f6 19. g4-Rxe5 20. Bxe5 (Ekki 20. gxf5 vegna -Rxd3 og hvíta daman fellur.) -fxe5 21. Df3-d5 22. gxf5-dxe4 23. Bxe4-Ha7 24. fxe6-Ke7? (Skömminni skárra var að leika 24. -Kg8 því nú lendir kóngurinn í mátneti.) 25. Df7+-Kd6 26. Hdl +-Kc5 27. Hd5+-Kb4 28. Df3 (Hótar máti á b3.) -Dxc4 29. Hh3 (og nú á a3.) -Dxa2 30. Dc3+-Ka4 31. Ha5+-bxa5 32. Bc6 Mát. Lokastaðan verð- skuldar stöðumynd. Að lokum birtist hér skemmtileg fórnarskák úr B-flokki. Hvítt: Óli Gunnarsson. Svart: Tómas Hermannsson. 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. RB-d5 4. a3-Be7 5. Rc3-0-0 6. Dc2-c5 7. e3-b6 8. Be2-Bb7 9. b3-Rbd7 10. Bb2-He8 11. dxc5-Bxc5?! (Betra var 11. -Rxc5 eða -bxc5.) 12. b4-Bf8 13. h4-dxc4 14. 0-0-0! (Sniðugur leikur því nú beinast öll spjót hvíts að svörtu kóngsstöðunni.) 14. -Dc7 15. Rg5-h6? (Alger óþarfi, svart- ur má ekki drepa riddarann því þá opnast h-línan með skelfi- legum afleiðingum. Nauðsynlegt var að leika 15. -a6.) 16. Rb5- . . . . . . Dc6. 17. Hxd7!-c3! (Ekki 17. -Dxd7 vegna 18. Bxf6.) 18. Bxc3-Dxd7 19. Bxf6-Hac8 20. Bc3-hxg5 21. hxg5-Hxc3 22. Rxc3-g6 23. Bb5-Bc6 24. Rd5!-Db7 (Ef 24. -exd5 eða Dxd5 tapar svartur eftir 25. Bxc6.) 25. Rf6-Kg7 26. Hh7 Mát. *l K p <x O A s- 'AttCEU % 'h 1 1 1 1 / i KÁRÍ k 1 6 1 3 +6 3 PÁtmi % % 1 r % 3 GVtFÍ o O ol i O 1 n dóUG. o 6 o* ol li i AKUilft o 0 •h. 11 0 ■r 4 4 Athygli skal vakin á því að vinningur fyrir ótefldu skákina úr fyrstu umferð milli Pálma og Jóns Garðars er hér færður Pálma til tekna. Jón Garðar hef- ur hins vegar áfrýjað þeim úrskurði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.