Dagur - 06.02.1985, Síða 8

Dagur - 06.02.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 6. febrúar 1985 Ungmennafélag Skríðuhrepps Agætu félagar! Aðalfundur félagsins verður haldinn 10. febrúar nk. og hefst kl. 13.00. Stjórnin. Norska Kennsla fyrir fullorðna í norsku verður á vor- önn ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á fimmtudögum kl. 18-19.30. Innritun fimmtudaga kl. 10-12 í síma 25413. Námsflokkar Akureyrar. Þar sem Bílasalinn sf. við Hvannavelli hefur verið seldur nýjum aðilum frá og með 1. febrúar nk. þá viljum við undirritaðir þakka hinum mörgu viðskiptavinum okkar ánægjuleg samskipti undanfarin ár. Vonumst við til að nýir eigendur megi njóta viðskiptanna framvegis. Akureyri 1. febrúar 1985. f.h. Bílasalans sf. Gunnar Haraldsson Haraldur Gunnarsson. Við undirritaðir yfirtökum rekstur Bílasalans sf. við Hvannavelli frá 1. febrúar nk. Munum við leggja áherslu á góða þjónustu í óbreyttri mynd en bjóða auk þess nýja bíla frá Mitsubishi og British Leyland. Vonumst við til að mega njóta áfram hins stóra viðskiptahóps Bílasalans sf. Höldur sf. Tryggvabraut 12, Akureyri. Hekla hf. Laugavegi 170-172, Reykjavík. FJÓRÐUNGSSAMBAND N0RÐLENDINGA 0G STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS, bjóða nú í annað skipti í vetur hið vinsæla: ritaranámskeið Markmið: Að auka hæfni ritara við skipulagn- ingu, bréfaskriftir, skjalavörslu og önnur almenn skrifstofustörf. Efni: Bréfaskriftir og skjalavarsla, símsvörun og afgreiðsla viðskiptavina, skipulagning og tíma- stjórnun. Þátttakendur: Þátttakendur þurfa að hafa nokkra reynslu sem ritarar og innsýn í almenn skrif- stofustörf. Leiðbeinandi: Jóhanna Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nón hf. Verð: Kr. 3.600 - fyrir félgsmenn í Stjórnunarfé- lagi íslands. Kr. 4.500 - fyrir aðra. Staður og tími: Sjallinn, Akureyri, 22.-23. febrúar, kl. 9.30-17.30 fyrri daginn og kl. 9.00- 12.00 seinni daginn. Skráning þátttakenda: Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga, sími 22270 og 22453. Frestur til að láta skrá sig á námskeiðið er til 15. febrúar. f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áður en ||uwhroar að stöðvunarlínu ^ er komið. Félag aldraðra Þorrablótið verður í Húsi aldraðra 16. febr. og hefst kl. 19.00. Félagar vitji aðgöngumiða sinna þar þriðjudaginn 12. febr. og miðvikudaginn 13. febr. kl. 14-18 báða daga. Stjórnin. r UTBOÐ Verkmenntaskólinn á Akureyri Tilboð óskast í innréttingar 3. áfanga VMA. Áfanginn er 1248 fm að grunnfleti, ein hæð og leiðslugangur. í útboðsverkinu er innifalið: 1. Einangrun þaks. 2. Frágangur gólfa. 3. Innveggir (tréverk, múrverk og málning). 4. Hita-, neyslu- og loftræstilagnir. 5. Raflagnir. Verkinu skal lokið 29. ágúst 1985. Útboðsgögn afhent á skrifstofu byggingarnefndar VMA, Kaupangi v/Mýrarveg frá 8. febrúar nk. kl. 14.00 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þann 25. febrúar nk. kl. 16.00. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans. Rýmingamlan er í fullum gangi. Erum að rýma til fyrir nýjum gerðum teppa og bjóðum því gæðateppi á góðu verði. Sem dæmi nefnum við: ★ Favorit 100% polyamid lykkjuofið teppi á herbergi o.fl. Verð aðeins kr. 299 pr m\ ★ Slitsterk teppi á stigaganga og skrifstofur. Verð frá kr. 329 pr. m\ ★ Ribalo - Berber 20% ull - 80% acryl á stofur, hol og herbergi. Verð kr. 499 pr. m\ ★ Kasahar - Berber 100% ull kr. 745 pr. m2. Tilboð: Verð kr. 559 pr. m2. Takið með ykkur málin afgóIfOetinum. Það tryggir skjóta og góða þjónustu. Tepprlrnd Sími 25055 • Tryggvabraut 22 • Akureyri Dyngja opin til 1. apríl í Helgar-Degi var sagt frá fyrir- hugaðri herrafataverslun Erlings Aðalsteinssonar í Bautahúsinu, þar sem Dyngjan var áður til húsa. Petta er ekki alls kostar rétt, því Dyngjan er enn á sínum stað og verður verslunin opin til 1. apríl. Aukin viðskipti við Græn- lendinga Við úrsögn Grænlands úr EBE nú um áramótin, breytist staða landsins verulega er varðar sam- skipti þess við aðrar þjóðir sér- staklega viðskipti og verslun svo og sjávarútveg. Grænland er samfélag í örum vexti og mikill hugur er í nývakn- aðri þjóð til átaka. Mikil upp- bygging hefur átt sér stað á flest- um sviðum nútíma þjóðfélags undanfarin ár. íslendingar hafa átt þar nokkurn hlut að máli, en alltof lítinn. Sannarlega má segja að fram- tíðarmöguleikar landsins séu miklir og þá aðallega í sjávarút- vegi, námugreftri og jafnvel olíu- vinnslu, og að ekki sé minnst á yngstu atvinnugreinina, ferða- mannaiðnaðinn, sem er ört vax- andi. Stór hótel rísa til að mæta sífellt vaxandi ferðamanna- straumi og nýir flugvellir byggðir. Rafvæðing byggða er ofarlega í hugum manna og leitað hefur verið til íslendinga til aðstoðar á því sviði. Á mörgum sviðum geta íslend- ingar átt samvinnu við nágranna- þjóðina í vestri, rétt eins og við Færeyinga og hin Norðurlöndin. Má þar nefna á sviði samgangna, þá sérstaklega flugmála og þar með ferðamála, sjávarútvegs og sölu afurða, rafvæðingar, land- búnaðar, auk mennta og menn- ingarsamskipta, svo nokkuð sé nefnt. Aðalvandkvæðin í samskiptum þjóðanna hafa e.t.v. verið skortur á upplýsingum og fyrir- greiðslu, enda ekki verið neinn starfandi aðili á þessu sviði. Nú hefur verið reynt að bæta úr þessu, með stofnun fyrirtækis- ins STOKKANES ApS, sem starf- ar á sviði verslunar og viðskipta og veitir auk þess hvers konar fyrirgreiðslu og upplýsingar til eflingar samskipta Jjjóðanna. Heimilisfang fyrirtækisins er í Narsaq, sem er ört vaxandi bær á S.-Grænlandi í miðri Eystri- byggð hinni fornu, í námunda við Narsarsuaq flugvöll og hin feng- sælu og íslendingum kunnu Julianehábsmið og í byggð þar sem heyra má íslensku talaða meðal fólks í sveitum. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér nánar þá möguleika sem hér um ræðir er velkomið að skrifa fyrirtækinu. íslenska er engin fyrirstaða og starfsmenn fyrirtækisins eru í nánu sambandi við stofnanir og fyrirtæki landsins og eru reiðubúnir að veita allar þær upplýsingar sem tiltækar eru hverju sinni. Og heimilisfangið er: STOKKANES ApS P.o. Box 75 DK3921 Narsaq Grönland.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.