Dagur


Dagur - 06.02.1985, Qupperneq 9

Dagur - 06.02.1985, Qupperneq 9
s ~ «<e?y<voi - H r*or/.' -.t.Víi’oV 6. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Sjónvarpað í Höllinni Eins og skýrt hefur verið frá, verður Bautamótið í knatt- spyrnu háð í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Mótið hefst á laugardagsmorg- un kl. 9 og verður leikið fram á kvöld. Um miðjan dag er í sjón- varpinu bein útsending frá An- field Road í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Arsenal og verður sjónvarpstæki komið fyrir í íþróttahöllinni svo leik- menn og áhorfendur geti fylgst með leiknum um leið og leikjun- um í Bautamótinu. Urslitin í Bautamótinu hefjast síðan kl. 10 á sunnudagsmorgun. Körfubolti: Tveir leikir á Akureyri í 1. deild, Þór og UMFL leika í Höllinni kl. 20 á föstudag og í Skemmunni kl. 15.30 á laugardag. Miklar breytingar hjá KA: Mark og Hafþór aftur til KS! Gottlieb KonráðssoiV. Það mun nú vera endanlega ákveðið að Siglfírðingarnir Mark Duffíeld og Hafþór Kol- beinsson sem léku með KA í 1. deildinni sl. sumar snúi heim aftur, og klæðist búningi KS að nýju. Ljóst er að mjög miklar breyt- ingar verða á liði KA sem féll í 2. deild sl. haust. Auk þeirra Mark og Hafþórs hafa þeir skipt um félag Ormar Örlygsson, Hinrik Þórhallsson, Birkir Kristinsson varamarkvörður og Bjarni Jó- hannsson, og heyrst hefur að Þórarinn Þórhallsson muni ekki leika með KA þó það hafi ekkí verið staðfest. Hins vegar er vitað um fjóra Bikarmót í skíðagöngu: Gottlieb var í al- gjörum sérflokki Fyrsta Bikarmót ársins í skíða- göngu var haldið á Siglufírði Námskeið í karate Nú er nýhafíð í íþróttahöllinni, byrjendanámskeið í karate. Kennt er þrjá daga vikunnar, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 18 til 19.15. Að sögn Magnúsar Sigþórs- sonar, leiðbeinanda (svart belti 2. Dan) þá eru kennd undir- stöðuatriði karate á þessu nám- skeiði. Þeir sem ljúka námskeið- inu geta farið í framhaldsflokk- inn síðar meir en nú er einmitt framhaldsnámskeið í gangi sem er opið öllum þeim sem stundað hafa karate og lokið hafa undir- búningsnámskeiðinu. Kennt er á sömu dögum en tímarnir hefjast kl. 19.30. Það er Karatefélag Akureyrar sem stendur fyrir þessari kennslu en félagið er nú komið í nýtt hús- næði í íþróttahöllinni. - ESE um helgina. Þar mætti 31 keppandi til leiks og voru þeir frá ísafírði, Fljótum, Siglu- fírði, Ólafsfirði og Akureyri. Mótið var haldið við Hól, og var í tengslum við mótið tek- in í notkun búnings- og bað- aðstaða þar á staðnum. Að- stæður voru góðar, gott færi og gott veður. Úrslit í hinum ýmsu flokkum urðu: Karlar 20 ára og eldri, 20 km: mín. Konur, 5 km: 1. Guðrún Pálsdóttir S 19,43 Stúlkur 16-18 ára, 3,5 km: 1. Stella Hjaltadóttir í 13,31 Stúlkur 13-15 ára, 2,5 km: 1. Auður Ebenesard. í 10,49 2. Ósk Ebenesard. í 11,20 3. Eyrún Ingólfsd. í 12,07 menn sem KA fær sennilega í sínar raðir. Þar er fremstur í flokki markakóngurinn Tryggvi Gunnarsson sem skoraði grimmt með ÍR í 4. deild og 2. flokki sl. sumar, Þróttarinn Þorvaldur Þor- valdsson hefur tilkynnt félaga- skipti í KA og allt bendir til þess að Helgi Jóhannsson komi frá Árroðanum. Þá eru miklar líkur á því að markvörðurinn Her- mann Haraldsson sem leikið hef- ur í Danmörku verði með KA í sumar. Það þarf ekki að fjölyrða um að það að fá Mark og Hafþór er hvalrcki á fjörur Siglfirðinga, en í herbúðum þeirra er mikill hug- ur í mannskapnum þessa dagana. Þeir hafa engan leikmann misst frá sl. keppnistímabili, en þá var KS í fremstu röð í 2. deild. Þeir ættu því að hafa alla burði til að blanda sér af alvöru í baráttuna í sumar. Og ekki má gleyma Völsung- um, liðinu sem svo oft hefur vantað herslumuninn. Þangað hafa leikmenn komið sem vænta má mikils af, eins og Skaga- mennirnir Sigurður Halldórsson og Jón Leó Ríkharðsson, Breiða- bliksmaðurinn Ómar Rafnsson er einnig á leiðinni til Húsavíkur og er því ljóst að Völsungarnir verða geysisterkir í sumar. Fjórða liðið á Norðurlandi, sem leikur í 2. deild, Leiftur frá Ólafsfirði, sem sigraði í 3. deild á sl. keppnistímabili mun byggja á heimamönnum, en Leiftur hef- ur verið eitt mesta „sputniklið“ í íslenskri knattspyrnu tvö sl. sumur. 1. Gottlieb Konráðss. Ó 2. Haukur Eiríksson A 3. Ingþór Eiríksson A Drengir 17-19 ára, 10 km: 1. Bjarni Gunnarsson í 2. Ólafur Valsson S 3. Sigurgeir Svavarss. Ó Drengir 15-16 ára, 7,5 km: 1. Ingvi Óskarsson Ó 27,03 2. Baldur Hermannsson S 3. Rögnvaldur Ingþ.son í Drengir 13-14 ára, 5 km: 1. Sölvi Sölvason S 18,27 2. Magnús Erlingsson S 18,57 3. Óskar Einarsson S 19,51 48,38 52,17 54,53 35,06 35,25 36,33 27,22 27,53 r Siglufjörður: Ólafur íþrótta- maður ársins Ólafur Helgi Valsson, 17 ára skíðagöngumaður, var kjörinn „íþróttamaður ársins 1984“ á Siglufirði, en það er Kiwanis- klúbburinn Skjöldur sem stendur fyrir þessu kjöri. Ólafur vann mörg góð afrek á Siglfirðingar ánægðir: Hogdson kemur - og markvörður frá Tindastóli „Við erum himinlifandi með þessa lausn á málinu, Hogdson er okkar drauma- þjálfari og sá besti sem við höfum haft fram til þessa,“ sagði Karl Pálsson formað- ur KS á Siglufirði er við ræddum við hann í gær. Eins og skýrt var frá í Degi sl. mánudag benti ekkert til þess að Skotinn Billy Hogdson sem hefur þjálfað KS undanfarin ár myndi verða með liðið í sumar, og reyndar hafði hann gefið afsvar með það. Siglfirðingar voru því komnir á fulla ferð við að leita sér að þjálfara, og leituðu bæði innan- lands og í Skotlandi. Málin breyttust síðan heldur betur í fyrrakvöld en þá tilkynnti Hogdson Siglfirðingum að hann væri hættur við að hætta við að koma til þeirra. Siglfirðingar eru því himinlifandi þessa dag- ana. Ekki ætti ánægja þeirra að minnka við þær fregnir sem að vísu eru óstaðfestar að Gísli Björnsson markvörður frá Sauðárkróki er lék með Tinda- stóli í 2. deild sl. sumar hyggist leika með KS. Gísli er ungur markvörður sem vakti athygli með góðum leikjum í marki Tindastóls, og þar fá Siglfirð- ingar góðan mann. Ómar Guðmundsson sem leikið hefur í marki KS mun ekki leika með liðinu í sumar, og hefur heyrst að hann hafi til- kynnt félagaskipti yfir í KA. sl. ári. Hann varð íslandsmeistari í skíðagöngu 15-16 ára og einnig sigraði hann er hann „keppti upp fyrir sig“ í flokki 17-19 ára. Hann varð bikarmeistari SKÍ í flokki 15-16 ára og að sjálfsögðu Siglu- fjarðarmeistari. f öðru sæti t' kjörinu varð Ólaf- ur Þ. Ólafsson fyrirliði KS, Guð- rún Pálsdóttir göngukona varð þriðja, Hörður Júlíusson knatt- spyrnumaður fjórði og Særún Jóhannsdóttir sem keppir í bad- minton og blaki í 5. sæti. áMÉÉ Ólafur H. Valsson. 1—X—2 - Guðjón H. Sigurðsson. Nær hann „fullu húsi“? Guðjón H. Sigurðsson sem spáir að þessu sinni er aðdá- andi Newcastle en þeir eru ekki í „kippum" hér á landi. Guðjón tekur yfirleitt þátt í getraunum og tvær síðustu vikurnar hefur hann státað af 11 leikjum réttum. Hver veit nema herslumunurinn komi að þessu sinni og hann standi uppi með „fullt hús“ á laugar- dag. Á seðlinum núna eru 9 leik- ir úr 1. deild og þrír úr 2. deild, og spá Guðjóns er sem hér segir: Coventry-Everton 2 Ipswich-Leicester 1 Liverpool-Arsenal x Newcastle-Man.Utd. 1 N.Forest-QPR 1 Stoke-Norwich 1 Tottenham-Sheff.Wed. 1 Watford-W.Ham x WBA-Sunderland x Barnsley-Portsmouth 2 Leeds-Grimsby 1 Schrewsbury-Huddersf. 2 Kristján úr leik Kristján Arngrímsson Wat- ford-aðdáandi með meiru reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við síðasta getraunaseðil. Kristján var ekki nema með 4 leiki rétta og er því ljóst að ekki kemst hann í úrslit. Guðmundur Frímannsson heldur forustunni með 10 leiki rétta, Hinrik Þórhallsson er með 9, Sigurður Pálsson með 6 og síðan koma nokkrir með 5 leiki rétta. Þeir fjórir sem bestum ár- angri ná munu fara í sérstaka úrslitakeppni og spá þá allir í nokkrar vikur. Einnig er í at- hugun að jafnframt þeirri keppni verði um keppni við fjóra efstu spámenn blaðsins „Víkurfrétta" í Keflavík að ræða, en í því blaði er get- raunaþáttur með sama sniði og í Degi. Verður nánar til- kynnt um þetta síðar. 1—X—2

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.