Dagur - 18.03.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 18. mars 1985
Spurt í Glerárskóla:
Hvað finnst þér
skemmtilegast í
skólanum?
Soffía Frímannsdóttir 11 ára:
Mér finnst skemmtilegast í
stafsetningu og málrækt. Pað
er líka stundum gaman í
dönsku, sundi og leikfimi.
Kennarinn hún Elín er líka
svo góður kennari.
Arnar Sigurðsson 7 ára:
Ætli mér finnist ekki mest
gaman að teikna.
Hanna Jóhannesdóttir 9 ára:
Mér finnst teikning, sund og
saumar.
Jóna Dögg Jóhannesdóttir 6
ára:
Reikna og næstskemmtilegast
að læra stafina, ég kann dálítið
marga stafi.
„Markmiðið er
að draga úr van-
líðan nemenda"
- Kristinn G.
Jóhannsson
skólastjóri
Bröttuhlíðar-
skóla í
Viðtali
Dags-ins
„Skólinn var stofnaður að
frumkvæði fræðsluráðs Norð-
urlands eystra og tók til starfa
haustið 1982. Leitað var að
heppilegu húsnæði fyrir 10
nemendur eða færri og þetta
hús við Bröttuhlíð þótti hent-
ugt eftir smá lagfæringar. Skól-
inn á að þjóna Norðurlandi
eystra, þó hingað til hafi nem-
endur í skólanum eingöngu
verið frá Akureyri og ná-
grannahreppum. Nemendur
eru oftast frá 4 til 6 og þetta er
dagskóli þ.e. börnin eru í
skólanum frá 8 á morgnana og
til svona 3 á daginn, þetta er
hinn idealiski skóli að því leyt-
inu til.“ Það er Kristinn G.
Jóhannsson skólastjóri Bröttu-
hlíðarskóla sem kominn er í
Viðtal Dags-ins og hann ætlar
að segja okkur frá starfsemi
skólans.
„Pessi skóli er fyrir nemendur
sem ekki hafa notið sín í hefð-
bundnu skólastarfi og eiga við
þannig vandamál að etja sem tal-
ið er betra að leysa úr í lítilli
stofnun fremur en fjölmennri.
Meginmarkmið skólans er að
draga svo úr vanlíðan nemenda
að þeir verði færir um að taka aft-
ir til við nám í sínum heima-
skólum. Nemendur koma hingað
úr öðrum grunnskólum, en þar
hafa ekki verið tök á að veita
þeim þá umönnun sem til þarf.
Par sem markmið skólans er að
senda börnin aftur út í þá skóla
sem þau eiga að ganga í er dvöl
barnanna misjafnlega löng. Ef
það er mælikvarði á árangur í
skólastarfi hér, þá er einn nem-
andi við nám í skólanum sem
upphaflega hóf hér nám haustið
’82, hinir eru allir komnir í aðra
skóla. Hins vegar veit ég ekkert
hvað er mælikvarði á árangur,
það verða aðrir að dæma um.“
- Eru bæði piltar og stúlkur
við nám í skólanum?
„Nei, það eru eingöngu piltar
hér núna og hafa verið fram að
þessu, skólinn er engu að síður
opinn fyrir stúlkur, en eftirspurn
fyrir pilta hefur verið meiri. Á
opinberum plöggum er talað um
að hér séu atferlistrufluð börn,
en mér leiðist orðið, þetta eru
börn sem eiga við hegðunar-
vandamál að etja, bráðgáfaðir
strákar en ráða kannski ekki al-
veg við sig. Við verðum að hafa
nokkuð sveigjanleg vinnubrögð
því það eru engir tveir nemendur
með sömu vandamálin.“
- Kemur ekki til greina að
nemendur hér stundi nám í al-
mennum grunnskólum, er ástæða
til að hafa þá sér, nemendur sem
í gamla daga hefðu verið kallaðir
óþægir eða baldnir?
„Það má velta því fyrir sér
hvort svona skólar eigi að vera til
og þurfi að vera til, eða hvort
ekki væri ástæða til að efla hina
almennu grunnskóla svo að
starfsliði að þeir gætu annast
þessa nemendur. Það er sífellt
verið að gera meiri og meiri
kröfur til grunnskólans og ýmsu
hefur verið breytt í innra starfi
hans í samræmi við lög og má þar
nefna blöndun í bekki, en hins
vegar hefur láðst að koma þeim
hluta grunnskólalaganna í fram-
kvæmd sem kostar aukna fjár-
muni og aukið starfslið. Kennur-
um er ætlað að stunda einstakl-
ingskennslu í blönduðum bekkj-
um þar sem allt að 30 nemendur
eru saman komnir. Það sér hver
maður að það er vonlaust verk
frá upphafi að ætla að sinna þeim
nemendum sem skyldi sem kall-
aðir eru erfiðir. Þess vegna er ili
nauðsyn enn um skeið að hafa
slíkar öryggisstofnanir sem
þessa. Ég lít á þennan skóla sem
illa nauðsyn á meðan ekki er búið
það vel að grunnskólunum að
þeir geti sinnt öllum sem þangað
sækja.“
- Er skóladagur hér eitthvað
svipaður og í almennum grunn-
skóla?
„Við erum að reyna að greina
þann vanda sem veldur því að
nemandi hefur elcki átt samleið
með jafnöldrum sínum og við
freistum þess að gera nemandann
hæfan til að takast á við vinnu í
almennum grunnskóla. Sam-
kvæmt þessu er skóladagur hér
frábrugðinn því sem gerist í
öðrum grunnskólum. Nemendur
fá kennslu við sitt hæfi, en jafn
mikill tími fer í viðtöl og um-
ræður við nemendur. Við vinnum
náið með sálfræðideild skóla og
fræðsluskrifstofu og fáum þaðan
sérfræðilega aðstoð, auk þess
sem við reynum að hafa náið
samband við fjölskyldur nem-
enda. - mþþ
Kristinn G. Jóhannsson.
Ok rakleiðis
Sigríður hringdi:
Mig langar að koma á framfæri
kvþrtun vegna hegðunar strætis-
vágnabílstjóra hér í bæ.
Þannig er mál með vexti að ég
ætlaði að taka strætisvagninn sem
fer frá Torginu kl. 10.05 upp í
Þórunnarstræti. Ég var komin á
stöðina vel fyrir 10 en þegar
vagninn kom, þá ók hann rak-
leiðis framhjá mér.
Þetta er eitt það óforskammað-
asta sem ég hef orðið vitni að.
Bílstjórinn var að kjafta við ein-
hvern strák í vagninum og hafði
ekki fyrir því að athuga hvort
einhver væri á biðstöðinni. Ég
hef heyrt það frá öðrum að þeir
hafi lent í svipuðu og það er
slæmt ef satt er að bílstjórarnir
nenni ekki að stoppa.
framhjá mér