Dagur - 18.03.1985, Page 4

Dagur - 18.03.1985, Page 4
4 - DAGUR - 18. mars 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fyrirhyggju í ferðaþjónustu íslendingar virðast hafa takmarkaða hæfileika til að byggja upp með fyrirhyggju. Þeir eiga það hins vegar til að rjúka af stað með ný mál, t.d. nýjar atvinnugreinar, af miklum fítonskrafti og helst sem flestir í einu. Allir ætla að græða og það fljótt. Helst á gróðinn að koma áður en nokkru hefur verið hætt, enda áhættufjármagn ekki á lausu. Ríkisvaldið hefur síðan einstakt lag á að hafa allt sitt, sem oftast er ekkert smáræði, á hreinu í formi alls kyns gjalda. Oftar en ekki er það ríkið sem eitt situr uppi með einhvern hagnað. Fyrirtækin sjálf lepja dauðann úr skel og týna tölunni hvert af öðru. Saumastofuæðið er gott dæmi um þetta, skuttogaradæmið virðist á góðri leið með að enda á sama veg. Fyrir íslendinga virðist mikið magn vera miklu eftirsóttara en mikil gæði. Þessa hefur séð stað í undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, bæði sjávarútvegi og landbúnaði, og þarf ekki að eyða fleiri orðum að því. Nú er mjög horft til nýrrar atvinnugreinar sem á að bjarga þjóðinni út úr öllum efnahagsvanda. Það er svokölluð ferðamannaþjónusta. Ferða- mannaþjónusta á raunar að geta orðið stór at- vinnugrein hér á landi ef rétt er á spilunum haldið. Þegar íbúar hinna stóru, fjölmennu landa vestan hafs og austan eru búnir að ferðast um hnöttinn þveran og endilangan, sjá flest það sem hægt er að skoða á hinum hefðbundnu ferðamannastöðum, fara þeir í síauknum mæli að beina augunum að fjarlægari löndum með sérkenni, sem hin fjölmennari hafa ekki. ísland er eitt þessara landa. Þar er að finna einstaka náttúru, hreint loft og fleiri verðmæti, sem hefð- bundnir ferðamannastaðir hafa ekki upp á að bjóða í sama mæli. ísland er í augum erlendra þjóða hálfgert ævintýraland. Það er bara ekki nægilegt að hér sé falleg nátt- úra og hreint loft. Sjálfsagt geta íslendingar í framtíðinni fengið slatta af erlendum ferða- mönnum út á þessar dásemdir en fleira verður að koma til ef þessi atvinnugrein á að skila ein- hverju í þjóðarbúið. Það verður nefnilega að byggja upp góða og fjölbreytta þjónustu fyrir ferðamenn sem hingað koma. Það kostar mikla peninga að byggja fleiri hótel, veitingastaði og koma upp ýmiss konar afþreyingariðju. Við get- um ekki ætlast til þess að erlendir ferðamenn góni á náttúruna út úr tjöldum sínum, jafnvel sitjandi í vatnspolli, eins og borið hefur við, og hafi lítið annað við að vera. Það getur svo sem verið ævintýralegt svona einu sinni en varla mjög aðlaðandi til lengdar. Ef íslendingar ætla að byggja upp ferða- mannaþjónustu og fá þannig auknar gjaldeyris- tekjur verða þeir að sýna fyrirhyggju. Þeir verða að leggja mikið fé í þessa nýju atvinnugrein. Því meira fé því meiri gæti ágóðinn orðið, ef rétt er á málum haldið. Lánskjara- vísitala rans- kjaravísitala 27.16. Þann 20. c í tilefni af stofnun landssamtaka áhugafólks um úrbætur í húsnæð- ismálum vill undirritaður vekja fólk til umhugsunar um nokkur atriði. Að mati áhugafólksins er núverandi lánskjaravísitala órétt- látasta viðmiðun sem fundin hef- ur verið á endurgreiðslu lána. Dæmi: Þegar t.d. áfengi, tóbak og matvara hækkar þá fer meira af okkar ráðstöfunartekjum til kaupa á þessum vörum. Jafn- framt þessu, þá hækkar láns- kjaravísitalan og þar af leiðandi lánin hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Fyrirtækin reyna að hækka sínar vörur til að mæta vaxtahækkunum, hækkanir á vörunum hækka síðan aftur lánin, þannig að hér er um sam- fellda vísitöluhækkanavitleysu að ræða. Einstaklingurinn getur þó ekki velt vaxtahækkunum út í verðlag- ið eins og fyrirtækin, heldur verð- ur hann að mæta þeim með auknu greiðsluhlutfalli af ráð- stöfunartekjum sínum, (sjá töflu), prósentuhlutfall af árs- launum sem fer í greiðslur. Verðtryggt lán að upphæð kr. 50.000,00 til 25 ára bundið láns- kjaravísitölu. Vextir 2% og breytast samkvæmt vaxtaákvörð- un Seðlabankans: Lánskjara- vísitala 100 stig 160 stig 245 stig 359 stig 656 stig 885 stig 1.140 spá Ásgeir Arngrímsson. kjaravístala (verðtrygging) legg- ur í dag þúsundir heimila í rúst, útilokað er fyrir venjulegt fjöl- skyldufólk að eignast eigið hús- næði. Bygging íbúðarhúsnæðis úti á landsbyggðinni stöðvast, vegna þess að fólk fær aðeins hálfvirði fyrir húsin í sölu, ef þau þá seljast. Verkamannabústaðakerf- ið er hrunið, verðtryggingarlán eru að sliga mörg fyrirtæki. Hverjir græða svo á öllu tilstand- inu, jú bankar, lífeyrissjóðir og lögfræðingar. 27,16. Þann 20. desember 1983 var lánskjaravísitalan 836 stig en dollar kr. 28,73. Lánskjaravísi- talan hækkaði um 27,4% en doll- arinn um 5,8%. Mismunur er 21,6%. Ætli það sé mögulegt að Seðia- bankinn og aðrir bankar hafi tek- ið (og taki) lán erlendis í pundum, dollurum eða öðrum gjaldmiðlum og láni síðan út hér á landi með lánskjaravísitölu og hirði raunvexti á þessu hálfa ári upp á 21,6%. Er þetta ekki harla óiíklegt, eða hvað finnst ykkur, bankarnir eru jú alltaf að tapa, að eigin sögn, þó að þeir eyði tæpum 30 milljónum til einskis í auglýsingar á ári og þó svo árs- reikningar þeirra sýni hagnað upp á 500 milljónir á síðasta ári. Á meðan eru íbúðakaupendur dregnir unnvörpum fyrir dóm- stóla, þar sem eignir þeirra eru boðnar upp á nauðungaruppboð- um, þar sem 5 til 10 ára vinna fjölskyldu er gerð að engu. Jú, þeir mega svo sannarlega vel við una þeir Nordal og Haralz, bjargvættir þjóðarinnar, veldi bankanna er tryggt, og þeir sextíu þingmenn sem svo vel gera sér grein fyrir vandanum að eigin sögn, verða að viðurkenna að þeir ráða engu, Seðlabankinn ræður. Ár Hækkun Árslaun Hækkun Vextir Árs- Hlutfall af vísitölu kjararanns. launa afborg. árslaunum 1979 júní kr. 20.592,- 2,0% 1980 60,0% kr. 31.152,- 51,3% 2,0% kr. 4.800,- 15,41% 1981 145,0% kr. 52.296,- 153,9% 2,0% kr. 7.252,- 13,87% 1982 259,0% kr. 76.668,- 272,3% 2,0% kr. 10.483,- 13,68% 1983 556,0% kr. 125.028,- 507,2% 2,2% kr. 19.470,- 15,57% 1984 785,0% kr. 139.260,- 576,3% 3,5% kr. 30.710,- 22,05% 1985 1.040,0% kr. 174.276,- 846,3% 5,5% kr. 46.626,- 26,80% Eftirstöðvar af láninu í júní 1985 eru óverðtryggðar 38.000,00 kr. Eftirstöðvar af láninu í júní 1985 eru verðtryggðar 409.260,00 kr. Taflan sýnir á ótvíræðan hátt hvers konar endaleysa er hér á ferðinni. Ljóst er að núverandi láns- Dollaralán eru í dag talin verstu lán sem hægt er að taka. 1. júní 1983 var lánskjaravísitala 656 stig, dollarinn var þá kr. Svei ykkur kjarklausu Íöggjaf- arfulltrúar þjóðarinnar. Gjört á Akureyri 13.3. 1985 Asgeir Arngímsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.