Dagur - 18.03.1985, Síða 8

Dagur - 18.03.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 18. mars 1985 DAGS-MÓTIÐ DAGS-MÓTIÐ DAGS-MÓTIÐ DAGS-MÓTIÐ DAGS-MÓTIÐ DAGS-MÓTIÐ Dags-mótiö í kraftlyftingum var íþróttaviðburður helgar- innar á Akureyri og það er ósennilegt að mörg íþróttamót á landsvísu hafi komist í hálf- kvisti við það þessa helgi. Orðið metaregn er oftast notað til að lýsa því ef mörg met eru sett á mótum en miðað við það þarf að grípa til sterk- ari lýsingarorða. Metasteypi- regn væri nær sanni. 17 ís- landsmet, þar af 15 í kvenna- flokki, tvö unglingamet og 26 Akureyrarmet eru staðreyndir sem tala sínu máli. Það var auk þess frábær stemmning í Dyn- heimum á mótinu. Fjölmargir áhorfendur og þegar mikið lá við sem var næstum í hverri lyftu, „þrusaði“ plötusnúður- inn laginu „The eye of the tiger“ úr kvikmyndinni Rocky III á fóninn þannig að þakið ætlaði af húsinu. Nú getur fólk farið að telja dagana. Næsta Dags-mót verð- ur haldið eftir tæpt ár. - ESE Hjalti Úrsus Árnason fagnar „heimsmetsþyngd“. Myndir: KGA ' : '.'.V 1 m tíar,í-(Htr5t> Laufey Kristjánsdóttir. Valdís Hallgrímsdóttir. Aðalsteinn Kjartansson Víkingur Traustason - tröllslegt afrek, Jóhannes M. Jóhannesson ingamet. Kári fagnar bekkpressumetinu, Sauðkrækingar sömdu við Brunabótafélagið Nýlega var gengið frá samningi milli bæjarstjórnar Sauðárkróks og Brunabótafélags íslands um alhliða vátryggingarvernd félags- ins fyrir kaupstaðinn. Er hér um að ræða svokallaðan „sveitar- stjórnarpakka BÍ“. Auk hefðbundinna trygginga á fastéignum, lausafé óg starfs- fólki, er í pakkanum víðtæk ábyrgðartrygging gagnvart atvik- um, sem bærinn kann að vera skaðabótaskyldur gagnvart þriðja aðila. Pá felur pakkinn í sér það nýmæli, að öll skólabörn í bænum eru slysatryggð á skóla- tíma og á leið úr og í skóla. Nær sú tryggingarvernd einnig til þeirrar starfsemi, sem er á vegum bæjarins á sumrin fyrir börn á skólaskyldualdri. Með samningi þessum er Sauðárkrókur kominn í hóp þeirra fjölmörgu sveitarfé- laga, sem gert hafa slíkan vá- tryggingarsamning við Bruna- bótaíélagið. Á fundi, sem haldinn var þ. 10. janúar með bæjarstjórn Sauðár- króks, gerði Ingi R. Helgason forstjóri BÍ grein fyrir þeirri endurskoðun, sem gerð var á brunabótamati fasteigna á Sauð- árkróki á sl. hausti. Voru þá endurskoðaðar vátryggingarfjár- hæðir allra fasteigna í bænum og leiddi það til verulegra leiðrétt- inga á mörgum húseignum. Við þetta hækkaði heildarmat til brunabóta um 18,6%. Má segja, að með þeirri endurskoðun og hinum nýja samningi séu vátrygg- ingarmál þau, sem snúa að bæjar- stjórn, í góðu horfi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.