Dagur


Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 6

Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 22. mars 1985 Alþingismenn vorir hafa verið framtakssamir í vetur, eins og þeirra var von og vísa. Um ára- mótin sendu þeir frá sér lög um tóbaksreykingar, þar sem ná- kvæmlega er tiltekið hvar má reykja og hvar ekki. Þá hefur svokallað „bjórfrumvarp” enn verið til umræðu í þinginu, og loks hefur kvisast að nýtt „bfl- beltafrumvarp” enn verið til um- ræðu í þinginu, og loks hefur kvisast að nýtt „bflbeltafrum- varp” sé í undirbúningi, þar sem mönnum verði gert að skyldu að mæta dauða sínum í bundnu ástandi, ef bílslys ber að höndum. Þessi fáu og fátæklegu dæmi, valin af handahófi, úr því mikla flóði laga og frumvarpa, ályktana o.s.frv., sem renna út úr Alþing- ishúsinu, vetur hvern, ættu að nægja til að sýna framsýni þing- manna vorra, og forsjá þá, er þeir veita landslýðnum, með því að setja svo göfugmannleg lög, er veita ómetanlega fræðsiu í lífs- háttum, á þessum lífshættuiegu tímum og eru því í rauninni lífs- nauðsynleg. Tegn. Murten Kristiunsen Svo vikið sé aftur að reykinga- lögunum, þá marka þau tímamót i Iagasetningu þjóðarinnar, því þar er í fyrsta sinn ákveðið með lögum að skilja skuli sauði frá höfrum, sem auðvitað hefur allt- af verið mikilvægt, svo að þeir fyrrnefndu spilli ekki þeim síðar- nefndu, eða gagnkvæmt. Þetta er auðvitað því meiri nauðsyn, þeg- ar svona er í pottinn búið, að sauðirnir spilla beinlínis and- rúmslofti hafranna og menga það með krabbameinshvetjandi efnum. (Eins og sannað hefur verið af vísindamönnum í Amer- íku.) Það eru auðvitað ekki annað en sjálfsögð mannréttindi (sem ástæða væri til að taka fram í stjórnarskránni), að hver mann- skepna og raunar hver einasta líf- vera, fái að anda að sér, því ósp- illta andrúmslofti sem guð gaf okkur í öndverðu, og samsett er af 78% köfnunarefni, ca. 20% súrefni, 0-4% vatnsgufu, 1% argon og 0,33% koldíoxíði (ásamt snefil af vetni, neoni, hel- íum, kryptoni, xenoni, ózoni, ammoníaki o.fl.). Sú stefna sem mörkuð er með reykingalögunum, og orða má þannig í stuttu máli: Að hver fái að njóta síns andrúmslofts (eða þess lofts sem hann skapar sér), án íblöndunar frá öðrum, hlýtur hins vegar að verða tekin gild á fleiri sviðum en í sambandi við reykingar. Verður mér sérstak- lega hugsað til bílanna í því efni. Samkvæmt nýlegum athugunum vísindamanna í Bandaríkjunum, stafa rúmlega 40% allrar loft- mengunar þar í landi, frá um- ferðinni, þ.e.a.s. frá bílum í einu eða öðru formi, að viðbættum flugvélum og skipum. Hér munu bílarnir eiga langdrýgstan hlut, og sérstaklega er mengun frá þeim yfirgnæfandi í þéttbýli og borgum. Eins og flestum er kunnugt, brennir bílvélin olíu í ýmsum myndum. Aðalefnin, sem mynd- ast við brennsluna eru að sjálf- sögðu koldíoxið (C02) og vatn (eins og við aðra brennslu), en af því að brennslan fer fram í lok- uðu rými, með takmörkuðu að- streymi lofts, verður einnig til nokkuð af kolmónoxíði (CO) (kolsýringi), sem er baneitrað efni fyrir menn og dýr, af því það veldur efnabreytingu í blóðinu, sem leiðir til eins konar köfnun- ardauða ef miklu er andað að sér af því. (Þess vegna er svo hættu- legt, að láta bíla ganga í lokuðu húsi.) Eigum við að banrn bíla á Akureyri? - Hugleiðing ei-bíl-eiganda í tilefni af lögum um reykingavamir Sem betur fer, eyðist kolsýr- ingurinn fljótlega í loftinu, þar sem hann samlagast súrefni þess og myndar koltvísýring (C02). Þetta tekur þó jafnan dálítinn tíma, og fer eftir ýmsum aðstæð- um, hve fljótt það gerist. Því eru að jafnaði nokkur prósentybrot af kolsýringi í andrúmsloftinu, þar sem mikið er af bílum, en samkvæmt umgetinni athugun, koma um 65% kolsýringsmeng- unar frá umferðinni. Af öðrum efnum, sem myndast við brennsl- una í bílvélinni má sérstaklega geta um köfnunarefnisoxíð (sam- bönd köfunarefnis og súrefnis), sem geta verið af ýmsum gerðum (t.d. NO, N02, N203) en um 40% af þeim mengunarefnum eru talin stafa frá umferðinni. Svipað er að segja um brenni- steinsdíoxíð (S02), en meiri hluti þess kemur þó frá verksmiðjum og annarri brennslu. Öll þessi súrefnissambönd (oxíð) eru varasöm fyrir heilsu manna og fyrir lífverur yfir höfuð, enda er mjög lítið af þeim í lofti við eðlilegar aðstæður. Eðli þeirra er að umbreytast á sama hátt og kolsýringurinn, þ.e. að ganga í samband við meira súr- efni eða vatn (oxíderast), eða önnur efni, og verða þannig skaðlítil með tímanum, en sú breyting gerist hægar hjá þessum efnum, og því er að jafnaði mun hærra hlutfall af þeim í andrúms- lofti borga og bæja og í þéttbýl- um löndum yfirleitt. Einnig berast þau oft langar leiðir með loftstraumum og fram- kalla hið svokallaða „súra regn“, oft víðs fjarri uppruna sínum, en það hefur skaðleg áhrif á vatnalíf og ýmsan gróður. Talið er auk þess, að sum köfnunarefnisoxíð geti verið krabbameinsvaldar. Þá má enn nefna kolvetni í formi lofts eða gufu, sem bílvélin gefur frá sér í dálitlum mæli, einkum ef brennslan í vélinni er ófullkomin (eins og finna má stundum á lykt- inni) og að lokum er svo sótið, sem vélin sendir frá sér við ýmsar aðstæður, einkum við gangsetn- ingu í kulda, of mikið erfiði, eða vélarbilun. Sótmyndun bílanna leynir sér ekki á vetrum, þegar snjórinn meðfram miklum um- ferðarvegum, verður grár eða svartur, jafnvel eftir fáeina daga, og í rauninni sést það líka á göt- unum á sumrin, þar sem lítil úr- koma er, eins og hér á Akureyri, að þær eru allar meira eða minna gráar og svartar. í góðviðrinu í vetur, hefur ofi mátt líta gulbrúna móðu, sem lá yfir Akureyri og firðinum. Héð- an frá séð, bar mest á henni þeg- ar horft var til norðurs, í áttina að Kaldbak. Höfðu menn stund- um orð á því, að þetta myndi vera fyrirboði „álversins“ fræga, sem einmitt hefur verið rætt um að reisa í þessari átt. Það er varla efamál, að þessi furðulega móða er fyrst og fremst orðin til af bíla- menguninni hér í Eyjafirði, og kemur því að langmestum hluta frá Akureyri. (Liturinn stafar m.a. af sótögnum, kolvetnum og köfnunarefnisoxíðum). Hér er að líkindum sama fyrirbæri á ferð- inni, og erlendis er kallað „smog“. Ótalið ér hér, það efni sem mest hefur verið til umræðu í sambandi við bílamengun síðustu árin, en það er blýið og sambönd þess. Blýsambönd hafa verið sett í bensínið viljandi, til að „rnilda" sprengikraft þess, og minnka vél- arslit. Blýið brennur ekki, en skilar sér út í loftið og fellur fljót- lega til jarðar, þar sem það sam- lagast gróðri og mold. Mikið blýmagn í heyi eða matjurtum er hins vegar mjög hættulegt fyrir menn og skepnur. Hefur það ver- ið mælt nokkrum sinnum í grasi og mosa í Reykjavík, og hefur reynst þar langt ofan við hættu- mörk sums staðar, en líklega er það þó enn hærra hér á Akureyri og grennd, vegna meiri staðviðra og minni úrkomu. Grænmeti úr görðum Akureyringa inniheldur vafalítið töluvert magn af blý- samböndum, svo er bílaflotanum okkar fyrir að þakka. Hér mætti enn bæta við langri runu af óþægindum og óhollustu, sem frá bílunum stafar, svo sem allri hávaðamenguninni, tauga- spennunni og æsingnum. T.d. má nefna, að fjöldi fólks sefur ekki hálfan svefn, vegna þessa hávaða á nóttum, og getur hver sem er sagt sér afleiðingarnar, fyrir heilsu þess. Ekki má heldur gleyma slysun- um, sem bílarnir valda, en síð- ustu árin hafa að meðaltali um 300 manns slasast alvarlega eða látist í umferðarslysum (sbr. meðfylgjandi línurit). Þegar á allt þetta er litið, sýnist mér einsýnt, að gera verði kröfu til þess að bílaeign og bílanotkun lands- manna verði takmörkuð í fram- tíðinni, ekki síður en reykingarn- ar, enda er ljóst að hér er miklu meira í húfi, þ.e. líf og heilsa vel- flestra landsmanna og raunar nær allra lífvera, sem land þetta byggja. Hvorki meira né minna en það. Sérstaklega vil ég benda á það, að þeir sem ekki eiga bíla (og kalla mætti „nóbílmenn"), eða nota þá lítið sem ekki, hljóta að eiga kröfu á því, að andrúmsloft þeirra sé ekki eitrað af bflaum- fcrðinni. Þetta eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi, á sama hátt og að menn fá að velja sér loft án itóbaksreyks. Ef þingmenn vorir þekkja ekki sinn vitjunartíma í þessu efni, og setja hið snarasta einhver lög til að vernda okkur „nóbílmennina" fyrir „bílmennunum" og eitur- brasi þeirra, má búast við því, að við tökum okkur saman, og höfðum mál fyrir dómstólum, gegn þeim sem eitra fyrir okkur loftið og valda okkur varanlegu heilsutjóni, eða þá gegn stjórn- völdunum beint, sem leyfa slíkan ósóma. Lögin um takörkun bfla í land- inu, get ég hugsað mér að verði fyrst eitthvað í líkingu við reyk- ingalögin. í fyrsta lagi verði bannað að auglýsa bíla. í öðru lagi verði settar viðvaranir í alla bíla, sem gera mönnum ljósa hættuna af því að eiga þá og nota, jafnvel að vera nálægt þeim (ef þeir eru í gangi). í þriðja lagi verði svo settar reglur um það, hvar má nota bíla og hvar ekki. Verði þá farið eftir niðurstöðum mengunarrann- sókna á hinum ýmsu stöðum landsins. Fari bílamengun yfir visst stig, verði öll notkun einka- !bíla bönnuð á viðkomandi stað. Aðeins strætisvagnar, vörubílar og sjúkrabílar verði leyfðir að vissu marki. (Sjálfsagt er einnig að lofa Norðurleiðarrútunni að ganga.) Efast ég þá ekki um, að Akur- eyri verður fyrsti staðurinn hér- lendis, þar sem lögleiða verður bílabann, skv. þessum nýju lögum. Mun sú ráðstöfun hafa hinar bestu afleiðingar fyrir staðinn, því að þetta mun sam- stundis fréttast um allan heim, og hingað munu streyma túristar svo skiptir tugum þúsunda, til að líta þessa bílalausu borg með eigin augum. Einnig mun þessi norð- læga borg verða lýsandi fordæmi öðrum borgum og öðrum þjóðum, og verður þá talað um að „akureyrisera" borgirnar. Vetni og kvikasilfur. Heimildir: Mengun. Rit Landverndar 1. Rvík. 1972. Umhverfismál. Útg. MFA, 1981.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.