Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 22. mars 1985
22. mars 1985 - DAGUR - 9
- Ævinlega blessað-
ur, Biggi Stefáns
hérna megin. Nú
œtla ég að gera þér
kostaboð, sem þú
getur ekki hafnað.
Ég œtla nefnilega að
skreppa vestur í
Skagafjörð á morg-
un til að heimsœkja
Stebba vin minn á
Keldulandi; ég þarf
að færa honum
heimilistœki, sem
eru viðkvœm íflutn-
ingi. Ertu ekki til
með að skjótast
með; Stebbi er höfð-
ingi heim að sœkja
og þú hefur eflaust
gaman af að spjalla
við hann, því hann
hefur frá mörgu að
segja.
Það var Birgir vinur minn Stefáns-
son, bifvélavirki með meiru, sem
hringdi til mín á dögunum og gerði
mér framangreint kostaboð. Og að
sjálfsögðu gat ég ekki hafnað slíku
boði. Það varð því úr, að við
lögðum í ’ann á laugardagsmorgni
á Bleisernum hans Bigga. Örn,
smiður, hestamaður, söngvari og
lyftuvörður með meiru, sonur
Bigga og Heiðu Jóa Konn, fékk að
fljóta með. Hann er sagður sér-
fræðingur í meðferð heimilistækja
og á þeim forsendum tókum við
hann með, þannig að örugglega
væri hægt að tengja tækið þegar
vestur kæmi.
9 Góðar
móttökur
Það var hlemmifæri vestur yfir. Að
vísu voru driftir hér og þar á heið-
inni - og blindað - en það aftraði
hvorki Bigga né Bleisernum. Við
renndum í hlaðið á Keldulandi rétt
að afloknum matmálstíma. Það
þótti Erni slæmt og kenndi okkur
Birgi um, að hafa nú haft af sér
hádegismatinn. Við Birgir gerðum
lítið úr því, en í huganum óskaði
ég þess að matmálstíminn á Keldu-
landi væri í seinna lagi. Að vísu
varð mér ekki að þeirri ósk minni,
því Hildigunnur Þorsteinsdóttir,
húsfreyjan á heimilinu, var nýbúin
að taka af borðum, þegar við
gengum í eldhúsið. En Skagfirð-
ingar hafa löngum verið gestrisnir
og Hildigunnur lét sig ekki muna
um að skerpa undir matnum og
leggja á borð upp á nýtt. Þá lyftist
nú brúnin á mér og Erni - já, og
sennilega á Birgi líka.
Á meðan á borðhaldinu stóð var
rætt um daginn og veginn, hross og
hrossakaup, landabrugg og sitt-
hvað fleira. Þegar við höfðum gert
matnum góð skil bar Hildigunnur
okkur kaffi, sem var vel þegið. Þá
sagði Stefán: Viljið þið ekki snafs
með? og var þegar staðinn á fætur
til að sækja það sem til þurfti. Það
komu einhverjar vöflur á þá feðga;
þeir hafa sennilega kunnað betur
við að sýna hefðbundna kurteisi í
þessum efnum og þekkjast ekki
slíkt boð um hábjartan daginn -
nema með semingi. En slíkt kann
„Aðalatriðið er að hrossin fari vel með mann, en ættbókin
skiptir minna máli.“
ég ekki og tók því af þeim ómakið.
- Já, þakka þér fyrir, auðvitað
viljum við snafs með kaffinu, sagði
ég með áherslu. Þar með voru
snafsaglösin komin á borðið og
flaskan líka. Skál!
Þegar ég heilsaði heimafólki
kynnti ég mig einungis með nafni.
Nú stundi ég því loks upp, að ég
væri blaðamaður og hygðist skrifa
um þessa ferð og vildi þar að auki
fá viðtal við Stefán. Stefán hló nú
bara að þessu, en frúin hafði um
Hildigunnur og Stefán á Keidulandi.
það orð, að nú væri betra að þegja,
en segja eitthvað sem maður vildi
helst ekki láta hafa eftir sér á
prenti. „Enda veit ég svo sem ekki
frá hverju við ættum að segja,“
bætti hún svo við. Loks gat ég
lokkað Stefán með mér inn í stofu.
„Blessaður taktu staupið með
þér,“ sagði hann, en það var svo
sem óþörf áminning. Ég er ekki
þekktur fyrir að yfirgefa glas mitt,
á meðan eitthvað er í því! Hitt
þótti mér öllu glannalegra, að
skilja þá feðga eftir eina með flösk-
unni!!! En það varð að hafa það.
9 Fór ekki langt
Kelduland er á svonefndum
„Kjálka", en þar er aðeins Flata-
tunga í byggð, auk Keldulands, en
tvö býli eru í eyði. Úr eldhúsglugg-
anum á Keldulandi sést yfir í
Tunguháls og virðist ekki vera
steinsnar þangað. En ekki er allt
sem sýnist, því Héraðsvötnin ber á
milli, nýtilkomin eftir samrennsli
jökulsánna úr Austur- og Vestur-
dal. Og ekki eru vötnin brúuð
þarna fremra, þannig að Stefán og
Hildigunnur þurfa að aka um 60
km leið um Varmahlíð, til að heim-
sækja nágranna sína á Tunguhálsi.
Já, Vötnin og jökulsárnar setja
strik í líf þeirra sem þarna búa, því
þeirra vegna verða bæjarleiðir víða
langar. En nú erum við Stefán bún-
ir að koma okkur vel fyrir inni í
stofu með staupin okkar og kaffi-
bolla. Ég spurði fyrst um uppruna
hans.
„Foreldrar mínir voru Valgerður
Kristjánsdóttir og Hrólfur Þor-
steinsson, sem bjuggu í Ábæ. Þar
fæddist ég, en Ábær var þá fremsti
bær í byggð í Austurdal. Þegar ég
var tveggja ára flutti ég með for-
eldrum mínum í Stekkjarflatir,
sem er hér næsti bær fyrir framan
Kelduland. Svo flutti ég hingað í
Kelduland 1954 og hef búið hér
síðan. Ég hef því ekki farið langt
um dagana.“
- Ætlaðir þú þér alla tíð að
verða bóndi?
„Já, það hygg ég. Ég var heima í
Stekkjarflötum fram eftir öllum
aldri, en Hanna systir mín býr þar
núna og hennar maður; Sigurður
Friðriksson. Þó vann ég talsvert
utan við búið á þessum árum, aðal-
lega við vegagerð. Ég var t.d. í
þrjú sumur við vegagerð við Stíflu
í Fljótum. Þá var verið að leggja
nýjan veg meðfram vatninu sem
myndaðist við virkjunina, allt frá
Stífluhólum inn að Deplum. Þetta
var á árunum 1943-5. Þarna var ég
keyrari sem kallað var, ók efni í
veginn með hesti og kerru, hafði
um 20 hesta til að passa upp á, en
átti fæsta þeirra sjálfur. Svo tók ég
meiraprófið 1950 og fékk mér
þriggja tonna Chevrolet. Á honum
vann ég til dæmis við vegagerðina
í Silfrastaðafjalli undir stjórn Jó-
hanns Hjörleifssonar, verkstjóra."
- Ertu mikill hestamaður?
„Ja, ég veit það nú ekki, en ég
byrjaði að sitja hest strax og ég
hafði getu til þess og geri það enn,
þegar svo ber undir. Ég hef líka
verið svo heppinn, að geta verið
vel ríðandi. Foreldrar mínir gáfu
mér hryssu þegar ég var tíu ára
gamall. Hún var afbragðsgripur og
hefði getað orðið enn betri til reið-
ar ef einhver annar hefði tamið
hana en ég, eins og þú skilur. Mað-
ur var nú ekki svo burðugur tamn-
ingamaður á þessum aldri. En út
frá þessari hryssu er minn hrossa-
stofn kominn, beint og óbeint.
Hins vegar hefur tímgunin mest
verið samkvæmt náttúrulögmálum,
því oftast hefur náttúran ráðið því
hvaða folar hafa verið notaðir á
mínar merar. Þó er það ekki ein-
hlítt.
0 Ættbókin skiptir
ekki öllu máli
- Þú ræktar þá ekki fyrir ættbók?
„Nei, ætli ég eigi bara nokkurt
hross í ættbók, ég held ekki. Ég
legg áherslu á að rækta upp sterka,
duglega og magnaða hesta, sem
maður getur setið með reisn, en
fara samt vel með mann. Fari þetta
allt saman skiptir það ekki svo
miklu máli hvort hesturinn er kom-
inn í ættbók eða ekki.“
- Hvað áttu marga hesta?
„Þetta er nú samviskuspurning,
ég man það ekki svo glöggt. Maður
er að selja úr stóðinu öðru hvoru
og þess á milli bætast nýir við. Ég
verð nú sennilega að teija í stóðinu
þegar ég geri skattskýrsluna!!“
- Ferðu oft í hrossakaup?
„Já, já, þetta gerist næstum áður
en maður veit af. Síðast gerði ég
hestakaup við Birgi Bogason, þeg-
ar ég hitti hann á Króknum í gær.
Hann lét mig hafa einn rauðan, en
ég lét hann hafa einn brúnblesótt-
an, sem ég fékk í hestakaupum á
Akureyri fyrir skömmu. En ég lét
hann ekki fyrr en Birgir féllst á að
láta mig hafa þann rauða með
öllum reiðtygjum. Já, það er ýmis-
legt haft í milligjöf. Einu sinni fékk
ég eina hænu í milli, en ég hef nú
ekki sótt hana enn. Já, já, oft er
maður hlunnfarinn í þessum við-
skiptum, en þetta er eins og hvert
annað happdrætti. Oft hef ég haft
kaup við Svein vin minn á Varma-
læk og oftast held ég að við höfum
báðir grætt. Nei, við höfum ekki
gert hvor öðrum grikk, en stundum
bregður fyrir örlítilli stríðni í okkar
samskiptum."
- En hvað með reiðmennskuna,
er hún í framför?
„Já, það held ég, það er miklu
meiri snyrtimennska í kringum
hestamennskuna heldur en var. Og
ungu mennirnir eru djöfull færir í
sínu starfi. Ingimar vinur minn
Ingimarsson á Hólum temur mikið
fyrir mig og hann hefur gert það
vel. Það er helst að það vanti meiri
frjálsari reið nú til dags. Mér finnst
menn gera of lítið af því að hleypa.
Ég man eftir því hér í gamla daga,
að við hleyptum alltaf spotta og
spotta. Við verðum líka að gæta
þess, að halda okkar íslensku ein-
kennum. Við megum ekki apa allt
eftir útlendingunum."
9 Greiðslurnar
koma svo seint
- Hvernig gengur svo búskapur-
inn?
„Það er nú varla hægt að kvarta,
eins og tíðin hefur verið í vetur. Ég
var með blandað bú, en svo seldi
ég kýrnar og er núna eingöngu með
fé, - jú, og svo hrossin. En það er
erfiðara að búa með fé núna, held-
ur en var fyrir nokkrum árum.
Greiðslurnar koma svo seint. Kúa-
bændur fá fyrir mjólkina mánaðar-
lega, en við sauðfjárbændur fáum
ekki fyrir okkar innlegg fyrr en
seint og um síðir. Uppbæturnar
koma jafnvel ekki fyrr en eftir
mörg ár, og dæmi eru þess að þær
skili sér aldrei. Milliliðakostnaður-
inn, frá okkur bændunum til neyt-
enda, er líka ægilegur. Og þar fá
allir sitt, þeir eru með sitt á þurru.
En fáist ekki fullt grundvallarverð
fyrir framleiðsluna sitja bændurnir
uppi með skaðann. Þetta er ég
ósáttur við, að allir skuli fá sitt að
fullu greitt, en ekki bændurnir. Það
er líka slæmt fyrir okkur að fá ekki
útborgað nema einu sinni á ári.
Þess á milli erum við upp á lánar-
drottna komnir. En ég er svo sem
ekki tilbúinn að segja til um hvern-
ig á að breyta þessu. En eitthvað
þarf að gera. Það er hreint öfug-
mæli, að segja að bændur séu drag-
bítur á þjóðarbúinu. Á einhverju
verða menn nú að lifa. Ég vil lifa af
landinu og þvf sem það býður.“
- Eru menn pólitískir hér í
sveit?
„Það held ég ekki, í það minnsta
ekki umfram það sem gengur og
gerist. Þetta hefur líka breyst. Hér
áður fyrr var hér nær einlit hjörð
Framsóknarflokksins. Nú eru
menn farnir að þora að hafa mis-
jafnar skoðanir. Ég var lengst af í
viðskiptum hjá kaupfélaginu, en
nú legg ég mitt fé inn hjá Slátur-
samlaginu. En það er ekki pólitík
sem blandast þar inn í hjá mér. Ég
hef aldrei verið pólitískur. Hins
vegar fæ ég fyrr greitt hjá Slátur-
samlaginu og ég þarf á því að
halda. Snúist dæmið við fer ég
sjálfsagt yfir til kaupfélagsins
aftur.“
0 Gott að koma
til byggða
- Mér er sagt að þú hafir farið
margar svaðilfarir hér inn á Aust-
urdal, jafnvel langt inn á öræfi, og
það um hávetur.
„Já, það kemur fyrir. Þannig er,
að ég á enn part í Ábæ og mitt fé
leitar þangað inn eftir eftir göngur.
Þess vegna kemur oft fyrir, að ég
þarf að fara þangað í eftirleit. Ann-
ars hefur þetta minnkað, því gróðri
œðum
u
„Fjárbændur fá seint og illa greitt fyrir sínar afurðir nú til
dags.“
hefur hnignað þarna inn frá á síð-
ustu árum, en hann tekur vonandi
við sér aftur, eftir þessa einmuna-
tíð í sumar og vetur. Ég er nýkom-
inn úr einni ferð innan að. Mig
vantar eina kollótta, en ég fann
hana ekki. Ég fór gangandi, þetta
var dágóður göngutúr, já, stóð í 8
tíma. Þetta hressir mann. Þá fór ég
yfir ána á kláfi hjá Skatastöðum.
Það getur verið svolítið erfitt þegar
maður er einn og enginn til að
draga kláfinn fyrir mann. Það gekk
vel út á miðja ána, en þá fór að
þyngjast drátturinn. Þá sá ég ekki
annað ráð en að fara upp úr kass-
anum og feta mig eftir vírunum á
höndum og fótum það sem eftir
var. Þegar ég var kominn að landi
dró ég svo kassann til mín. Þetta
var miklu léttara svona.
Mér er minnisstæð ferð sem ég
fór einu sinni þarna inn eftir með
Kristjáni á Skatastöðum. Við lent-
um í snarvitlausu norðaustanveðri
og það liðu 23 tímar frá því að við
lögðum frá Skatastöðum þar til við
náðum þangað aftur. Þá var ég nú
feginn að komast til byggða, en
alltaf langar mig samt í svona ferðir
aftur og aftur. Maður er svo frjáls
í óbyggðum. Þess vegna hélt ég
upp á 50 ára afmælið mitt inni í
Laugafelli 1977. Það er því ekki
hngt í að ég verði sextugur.“
- Nú er konan þín frá Efri-
Vindheimum í Hörgárdal; hvernig
kynntust þið?
„Við hittumst nú fyrst hérna
megin heiðar, en svo var ég líka
mjólkurbílstjóri hjá Baldri á Bæg-
isá um tíma. Það dugði til.“
9 Virðast
skemmta sér vel
Að þessum orðum sögðum rufum
við Stefán einangrun okkar í stof-
unni, enda búnir úr staupunum.
Gengum við því í eldhús aftur, til
þeirra feðga, Birgis og Arnar og
Hildigunnar. Ég spurði Hildigunni
í kerskni, hvorir væru nú skemmti-
legri, Skagfirðingar eða Eyfirðing-
ar. Hún hugsaði sig um, en sagði
síðan með hægð: „Ég veit það svo
sem ekki, en sumir Eyfirðingar
koma hingað til að skemmta sér og
þeir virðast skemmta sér vel.“
Yfir kaffinu tókum við upp létt-
ara hjal. Þá sagði Stefán mér frá
sérstökum hrossakaupum. Hann
hafði verið á ferð í Eyjafirði með
hest í kerru, sem mig minnir að
Sigmundur á Vindheimum hafi átt.
Þá hitti hann góðglaðan Eyfirðing,
sem vildi ómur kaupa hestinn. Og
Stefán sagðist hafa slegið til. Dag-
inn eftir kom svo maðurinn heim í
Kelduland til að greiða fyrir hest-
inn og sækja hann. Stefán sagðist
hafa boðið manninum inn upp á
kaffi og meðlæti, svona til að tefja
fyrir honum. „Á meðan brá ég mér
í símann og talaði við Sigmund vin
minn á Vindheimum, til að kaupa
af honum hestinn. Það gekk, enda
kunni ég betur við að eignast
hestinn, áður en ég seldi hann
formlega,“ sagði Stefán og hló
dátt. Hann og Örn rifjuðu líka upp
sögu af eftirleit, sem þeir fóru sam-
an í einn veturinn inn á Austurdal.
Þeir hrepptu leiðindaveður, „en
manstu Örn, hvað við vorum fegnir
þegar ég dró flöskuna upp úr vörð-
unni inn á Tinnárdal," sagði
Stefán. Báðir hlógu að minning-
unni, en flöskuna hafði Stefán skil-
ið þarna við sig einhverju sinni er
hann lá á greni. Hefur ef til vill
hugsað sem svo, að ef til vill ætti
hún eftir að koma sér vel síðar.
Nú var farið að halla degi og mál
að koma sér heim. Stefán gaf okk-
ur nesti til fararinnar, en kallaði á
eftir okkur út á hlaðið: „Þið skilið
kannski glerinu, strákar.“ Við
höfðum góð orð um það og héldum
á heiðina.
Myndir og texti:
Gísli Sigurgeirsson
*
„Eg fékk einu sinni hænu í milligjöf.“
- Dagur í heimsókn hjá Stefáni Hrólfssyni og Hildigjinni Þorsteinsdóttur á Keldulandi á Kjálka í Skagafirði