Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 11
22. mars 1985 - DAGUR - 11
Nytjalist - félag áhugamanna um nytjalist og heimilisiðnað:
Hyggst korna á fót
listiðmðarverkstœði og verslun
16. febrúar síðastliðinn var stofn-
að félagið Nytjalist, komu rúm-
iega 50 manns á stofnfundinn.
Á fundinum urðu líflegar um-
ræður um markmið og tilgang
félagsins, ljóst var að mikill áhugi
og þörf er fyrir félag af þessu tagi
hér norðanlands. Heimili félags-
ins er á Akureyri en félagsmenn
geta verið frá öllu Norðurlandi.
Tilgangi sínum hyggst félagið
ná með því að vinna sem hér
segir:
1. Félagið vinni að því að finna
hentugt húsnæði er rúmað geti
ólík listiðnaðarverkstæði.
Einnig að hafa „gesta-verk-
stæði“.
2. Félagið komi á fót verslun
sem ber nafnið „Nytjalist".
3. Félagið kaupi frá framleið-
endum og annist sölu á ísl.
nytjalist og heimilisiðnaðar-
vörum.
4. Félagið efni til fræðslufunda
og sýninga.
5. Félagið standi fyrir námskeið-
um í hand- og myndmennt.
6. Félagið veiti framleiðendum
leiðbeiningar um gerð sölu-
hæfra muna.
7. Félagið vinni að því að efla
vandaða ísl. minjagripi, m.a.
með að boða til hugmynda-
samkeppni.
8. Félagið hafi náið samband við
Heimilisiðnaðarfélag íslands
og önnur listiðnaðarsamtök í
landinu.
9. Félagið verði virkur þátttak-
andi í erlendum listiðnaðar-
samtökum og heimilisiðnaðar-
samtökum.
Félagar geta orðið þeir ein-
staklingar eða félög sem vinna að
og hafa áhuga á nytjalist og heim-
ilisiðnaði.
Stjórnina skipta: Formaður -
Þórey Eyþórsdóttir, ritari - Guð-
mundur Ármann, gjaldkeri -
Guðný Stefánsdóttir, meðstjórn-
endur eru: Sigríður G. Valdi-
Grunnskólakennarar á Akureyri
lögðu niður kennslu þriðjudaginn
19. mars vegna stöðu skólamála
í landinu.
Nú er svo komið að skólastarf
er lamað í annað sinn á þéssum
vetri vegna vanmats og skilnings-
leysis stjórnvalda. í haust var það
grunnskólinn, nú er það fram-
haldsskólinn. Fjöldi kennara er
hættur kennslu og flóttanum úr
stéttinni linnir ekki fyrr en stjórn-
völd bæta kjör kennara til sam-
ræmis við ábyrgð og skyldur
starfsins og búa þannig að
skólum landsins að kennarar,
nemendur og foreldrar geti við
unað.
Kennarar Lundarskóla héldu
fund um þessi mál, hann hófst
klukkan 8.00 á þriðjudagsmorg-
un og stóð fram eftir degi.
marsdóttir og Árni Árnason,
varamenn eru: Rósa Júlíusdóttir
og Jóhann Ingimarsson.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á
því að ganga í félagið geta snúið
sér til formanns, Þóreyjar Ey-
þórsdóttur í síma 96-25774 Akur-
eyri.
Stjórnin.
Gestur fundarins var Erlingur
Sigurðarson fyrrverandi mennta-
skólakennari. Hann gerði grein
fyrir stöðu mála í kjarabaráttu
framhaldsskólakennara og þeirri
sorglegu staðreynd, að nemendur
eru fórnarlömb í strfði kennara
við stjórnvöld.
Þá hófust almennar umræður.
Þar kom m.a. fram að jafnframt
því sem þjóðfélagið gerir vaxandi
kröfur til kennara og skólastarfs,
skera stjórnvöld niður fjárveit-
ingar til þessara mála. Einnig var
rætt hvernig bæta má samstarf
grunnskóla og framhaldsskóla.
Kennarar voru sammála um að
skólinn á að vera stofnun sem
nýtur virðingar og velvildar þjóð-
félagsins.
Ef stjórnvöld sjá ekki að sér er
menntakerfi landsins í hættu.
Kennarar Lundarskóla.
Frá kennarafundi í Lundarskóla:
Menntakerfið er
í mikilli fwettu
'QjJOA
igæB ysuaigjoN
jjjAj. efioiueuij)
eios Qiiei
msíBúmlmmmf.
Rangárvöllum • Akureyri
Sími 96-26776
Singer ,
saumanamskeio
Saumanámskeið fyrir
Singer-eigendur verður
haldið miðvikudaginn
27. mars. Kennd verður
notkun Singer saumavéla.
Kennari verður Björg Thorberg frá Reykjavík.
Væntanlegir þátttakendur hafi samband
við Ágústu Sverrisdóttur
í Járn- og glervörudeild Vöruhússins.
Járn- og
glervörudeild.
JORÐ HL SOLU
Til sölu er jörðin Svæði við Dalvík.
Uppl. í símum 25678 og 61243.
Loðdýrabændur athugið!
Eigum fyrirliggjandi fóðurbretti í refabú,
lengdir 50 og 80 cm.
Mjög hagstætt verð. Leitið upplýsinga.
Bflaverkstæði Dalvíkur
Sími (96)61200 • 620 Dalvík.
wgiwinacsrwí s-M
býður yður velkomin í heitan mat,
hádegi og kvöld.
Kaffi og smurt brauð allan daginn.
Nýbakaðar vöfflur m/rjóma
í síðdegiskaffinu alla daga.
Hótel KEA
Dansleikur
laugardaginn 23. mars.
Hljómsveit Finns Eydal
ásamt Helenu og Alla leika til kl. 02.00.
Borftapantanir í síma 22200.
Tökum á móti pöntunum á mat
í fermingarveislur í síma 22200.
Hótel KEA. ^BB^ Verið velkomin.
HOTELKEA
AKUREYRI
f STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
er komið.
yUMFEHOAR
RÁD
íbúðirtil sölu:
Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í
fjölbýlishúsi við Melasíðu 6.
3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrs-
réttur.
íbúðirnar seljast tilbúnar undir
tréverk, sameign frágengin.
Verð þann 1. mars 1985:
2ja herb. kr. 944.000,-
3ja herb. kr. 1.307.000,-
4ra herb. kr. 1.465,000,-
ATH: Lán Húsnæðismálastofnunar ríkisins
þann 1. jan. 1985:
Einhleypinga kr. 601.000,-
2-4ra manna fjölskylda kr. 763.000,-
5-6 manna fjölskylda kr. 892.000,-
7 manna og fleiri kr. 1.031.000,-
FJÖLNISGÖTU 3a
'iQí 96-23248 Pósthólf 535 602 Akureyri.