Dagur - 22.03.1985, Blaðsíða 13
22. mars 1985 - DAGUR - 13
Bridgefélag Akureyrar:
Aöeins ein
umferð eftir
í Sjóvá-
hraðkeppninni
- Halldórsmótið
hefst 2. apríl
Nú er lokið þremur spilakvöldum
af fjórum í Sjóvá-sveitahrað-
keppni Bridgefélags Akureyrar.
Alls spila 22 sveitir og er þeim
skipt í tvo riðla.
Röð efstu sveita eftir 3 kvöld
er þessi:
Stig
1. Sv. Zarioh Hamadi 919
2. Sv. Antons Haraldssonar 895
3. Sv. Júlíusar Thorarensen 876
4. Sv. Hauks Harðarsonar 864
5. Sv. Páls Pálssonar 864
6. Sv. Arnar Einarssonar 859
7. Sv. Þormóðs Einarssonar 850
8. Sv. Sigurðar Víglundss. 842
9. Sv. Hallgríms Júlíussonar 836
10. Sv. Jóns Stefánssonar 835
Zarioh og félagar hans tóku for-
ustuna strax í fyrstu umferð.
Fjórða og síðasta umferð verður
spiluð nk. þriðjudagskvöld í Fé-
lagsborg og hefst kl. 19.30.
Næsta keppni félagsins og jafn-
framt sú síðasta á þessum vetri
verður Halldórsmótið, sem er
minningarmót um Halldór
Helgason. Spiluð verður sveita-
keppni eftir Board-o-Max fyrir-
komulagi. Spiluð verða 4-5
kvöld.
Tveir á
Króknum
Pað er víðar en á Akureyri sem
pylsuvagnar spretta upp, því nú
hefur bæjarstjórn Sauðárkróks
samþykkt að veita leyfi fyrir
tveim slíkum vögnum í miðbæ
Sauðárkróks. Það er Baldur
Heiðdal sem fær annað leyfið, til
að reka pylsuvagn við Faxatorg,
en hitt leyfið er til Auðar Valdi-
marsdóttur og Guðbrands Guð-
brandssonar.
Vegna leikferðar L.A.
til Færeyja verður
8. sýning ekki fyrr en
sunnud. 24. mars kl. 20.30.
9. sýning fimmtud.
28. mars kl. 20.30.
Miðasala I turninum við göngu-
götu alla virka daga frá kl. 14-18
og í leikhúsinu laugard.
frá kl. 14i18 og sunnud.
frá kl. 14 og fram að sýningu
Sími 24073.
Sími í miðasölu: 24073.
, LNAULTII
AST VH) FYRSTU KYHNI
Renault 11 hefur fengið margar vfðurKennlngar fyrlr frábæra hönnun og flððrunln er engu lik. Rýml og þægindl koma öllum
í gott skap. Komdu og reyndu hann, það veröur ást vlð fyrstu kynnl. Þú getur reltt þlg á Renault
KRISTINN GIIÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
Söluumboð Akureyri:
Bifreiðaverkstæði
Bjarnhéðins Gíslasonar,
Fjölnisgötu 2a, sími 96-22499.
Fólk vantar
til fiskvinnu
Uppl. í síma 92-8089.
Gjögur hf. Grindavik.
Samtök um kvennaathvarf
á Norðurlandi
Munið aðalfund samtakanna sunnudaginn 24. mars
kl. 14.00 í Húsi aldraðra.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun
Ragnheiður Guðmundsdóttir segja frá starfi sínu
með samtökum sem styðja konur sem hafa orðið
fyrir nauðgun.
Nýir félagar velkomnir. Framkvæmdanefnd.
Hjúkrunarfræðingar -
Sjúkraliðar
Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík óskar að
ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Uppl. veitir forstöðumaður, Gunnar Bergmann, í
síma 96-61379 virka daga frá kl. 11-12.
Starfsmaður óskast
við Hitaveitu og Vatnsveitu Dalvíkur.
Æskileg kunnátta í logsuðu og rafsuðu. Umsókn-
arfrestur er til 15. apríl nk. og skal skila umsókn-
um til Guðmundar Árnasonar veitustjóra sem
veitir allar nánari upplýsingar í síma 61375 eða
61687.
Veitustjóri.
Óska eftir að ráða
menn til starfa
Fjölbreytileg störf. Æskilegur aldur 25-40 ára.
Aðeins fjölskyldumenn koma til greina.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu leggi nöfn, heim-
ilisfang og símanúmer á afgreiðslu Dags merkt:
„Áhugi“ fyrir 25. mars.
Járniðnaðarmenn
ÓSkaSt Vélsmiðjan Atli,
sími 96-23000.
Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
Fundarboð
Félag málmiðnaðaðarmanna Akureyri heldur fé-
lagsfund miðvikudagskvöldið 27. þ.m. á Hótel
KEA kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Fjármál.
3. Umræður um breyttan vinnutíma.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður og ömmu okkar,
SIGÞRÚÐAR GÍSLADÓTTUR,
frá Lögmannshlíð.
Gísli Sigfreðsson, Pála J. Björnsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför
EGILS HALLDÓRSSONAR,
Holtseli.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Lyfjadeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins.
Vandamenn.