Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. maí 1985 Fylgist þú með íþróttum? Þyrí Traustadóttir: Já, stundum. Sigbjörn Gunnarsson: Já, ég geri það. Eggert Bogason: Já, í sjónvarpinu. Harpa Gylfadóttir: Nei! Gréta Kristjánsdóttir: Já, stundum geri ég það. Unnið af Kristínu M. Jóhanns- dóttur og Olgeiri Þ. Marinós- syni. „Hún sefur með hljóð- færið undir koddanum - Heimsókn til „flðlufjölskyldu“ í Grænumýrinni Fiðlutónar hljómuðu um Grænumýri á Akureyri í góð- viðrinu sl. þriðjudag. Þeg- ar við runnum á hljóðið komu tónarnir úr sólskýli við hús númer 6 við Grænumýrina. Þar býr Michael Jón Clarke tónlistarkennari ásamt Sigur- línu Jónsdóttur konu sinni og tveimur dætrum, Guðrúnu Dóru níu ára og Helgu Mar- gréti sem er eins og hálfs árs. „Fiðla er nú ekki útihljóðfæri,“ segir Michael Jón Clarke, þegar búið er að bjóða upp á nýbakað- ar vöfflur með rjóma og djús að drekka. „Þegar veðrið er svona gott er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sé innandyra við að spila á fiðlu. Þess vegna fékk ég nem- endurna hingað heim til að kenna þeim.“ Ekki bar á öðru en að nemend- um þætti nýnæmi í kennslustund undir berum himni. Berglind Jónsdóttir, yngsti nemandi Michaels renndi sér fimlega í gegnum „Nornadans" eftir Paga- nini, og fékk lof fyrir frá kennara sínum og öðrum sem voru að hlusta. Nú vildi Helga Margrét yngsti meðlimur fjölskyldunnar fá að spila á fiðlu. Sótt var fiðla af þeirri stærð sem venjulega flokk- ast undir leikfang. „Jæja, nú spilar þú með Gunnu Dóru,“ sagði Michael. Sú litla lét ekki segja sér það tvisvar, og hóf að spila af meiri leikni en margir gætu ímyndað sér. „Hún hefur alveg náð taktin- um,“ segir Sigurlína stolt. Og hún heldur áfram, „við vorum búin að ákveða að halda ekki hljóðfæri að þeirri stuttu en hún þurfti ekki meira en að heyra í fiðlu hjá einhverju okkar hinna, þá var hún farin að biðja um að fá að spila, svo við slógum til og létum hana fá þessa litlu, sem hún hefur varla látið frá sér síðan. Þetta er svo alvarlegt hjá henni að hún sefur með hljóðfær- ið undir koddanum." - Það spila allir í fjölskyldunni á fiðlu, hvernig gengur þegar þarf að æfa sig? þátt í þessu með okkur. Það verða skemmtiatriði, og það á að stofna hljómsveit, ef mögulegt er, því hér í götunni eru fleiri sem spila á hljóðfæri en við hér. Það er strákur hér ofar í götunni sem spilar á harmoniku, og svo getur hver og einn tekið með sér hárgreiðu eða hvað sem er í hljómsveitina,“ segir Michael. En nú er varla hægt að tefja leng- ur því nýr nemandi er kominn í tíma, svo við þökkum fyrir vöfflur, djús og tónlist. gej „Þetta er hálfgerð heimilis- plága,“ segir Sigurlína og hlær við. „Annars gengur þetta allt ljómandi, og er ekkert annað en skemmtilegt." - Úr því að allir í Grænumýri 6 spila á fiðlu, hvað eru þá.til mörg hljóðfæri á heimilinu? „Þau eru nokkuð mörg, en ætli sé ekki eitt gott á mann, og þá er sú litla reiknuð með,“ segir Michael Jón Clarke. - Hvað gera tónlistarmenn sem lokaðir eru inni í skóla allan veturinn í sumarfríinu? „Ætli ég haldi ekki áfram að vera lokaður inni. Ég hef fengið vinnu á Edduhótelinu hér á Ak- ureyri, við ýmis störf, þar á með- al ætlum við Soffía Guðmunds- dóttir að vera með tónleika á laugardögum í sumar fyrir út- lenda matargesti hótelsins. Það er nýnæmi sem verið er að brydda upp á,“ segir Michael. „Ég get líka sagt þer að við hér í Grænumýri ætlum að halda karnival, sem við köllum bara garðveislu. Það er meiningin að fá sem flesta í götunni til að taka „Svona aðfarir stinga í augun“ get ábyrgst þessa krakka og víst upp í skólanum, ef börnin væru er að gripdeildir hefðu komið haldin slíkum tilhneigingum. „Spretthlaup" Ásthildur Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi sögu að segja: Ég fór vestur í Skagafjörð mánu- daginn 13. maí með 27 börn úr Hrafnagilsskóla. Þegar við komum í verslun Kaupfélags Skagfirð- inga í Varmahlíð hljóp af- greiðslufólkið þar til og lokaði fyrir hluta verslunarinnar. Ég bað um að fá að tala við verslun- arstjórann til að fá skýringar á þessu. Meðal þeirra skýringa sem hann gaf mér var það, að við lægi að leita þyrfti í bílunum þegar svona hópar kæmu í heimsókn. Það virtist sem sagt vera reiknað með að þarna væru rummungs- þjófar á ferð, þar sem voru 9-12 ára börn úr Hrafnagilshreppi. Ég hef aldrei séð slíkt gert áður, þannig að ég spurði verslunar- stjórann, hvort það væri ekki beinasti vegurinn til þess að gera börn að annars flokks fólki, að umgangast þau í uppvextinum sem slíkt. Við komum í fleiri verslanir, m.a. hjá kaupfélaginu á Sauðár- króki, en þar var ekki búnaður til að loka hluta af versluninni. Virt- ist það þó ekki koma að sök. Svona aðfarir gagnvart börnum stinga í augun, en mér skilst að þetta sé siður í Varmahlíð þegar rútur renna þar í hlað. Ég var búin að brýna fyrir börnunum að ganga snyrtilega um og vera sjálf- um sér og öðrum til sóma, en síð- an fá þau svona meðhöndlun. Ég Kona á Brekkunni hringdi og vildi vekja athygli á því hve ljósin við Mýrarveg og Þingvallástræti loguðu skamman tíma. „Maður þarf helst að vera spretthlaupari til að ná yfir götuna," sagði konan. Sagði hún þennan skamma tíma sem ljósin loga ákaflega óþægilegan, það væri t.d. óþægilegt fyrir börn og gam- almenni sem væru á leið yfir götuna og færu ekki mjög hratt. Oftar en ekki yrðu þau stranda- glópar á umferðareyju sem þarna er. Vildi hún bera fram fyrir- spurn til ráðamanna hvort ekki væri hægt að breyta þessu og lengja tímann örlítið sem ljósin loga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.