Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. maí 1985 „Það er nú aðallega vellingur og slátur“ - Spjallað við bræðurna Aðalstein og Jón Aðalstein Jónassyni sem búa á Hrauni í Öxnadal Veðrið var sérlega gott þann dag sem við bönkuðum upp á hjá ábúendum að Hrauni í Óxnadal. Það þurfti ekki nema þrjú högg að gömlum sið, því þá var kominn til dyra glað- legur eldri maður. „Ég er nú á leið í bæinn með bróður mínum, svo það verður frekar lítið um viðtal," sagði hann. Það er ekki hægt að vera kom- inn langt fram í Öxnadal og fá ekki að spjalla örlítið við þá sem þar búa, svo fundið er umræðu- efni í snarhasti til að missa nú ekki af þessum ágæta manni í hendur Akureyringa. Við komuna að Hrauni veitt- um við athygli nýrri dráttarvél sem stóð í híaðinu, svo byrjað er á að spyrja hvað svona gripur kosti. „Hún kostar um 420 þúsund áður en búið er að endurgreiða skattinn," segir viðmælandi okkar. Sá skattur sem um er rætt er skattur sem ríkið greiðir þeim til baka sem kaupa dráttarvélar til landbúnaðarstarfa. „Þeir fá ekki neitt sem kaupa vélar í öðrum tilgangi." Þá verður að koma með næstu spurningu áður en allt er um sein- an. - Hvað ertu búinn að búa lengi hér að Hrauni? „Ég flutti hingað með foreldr- um mínum árið 1938. Mamma hefur verið heima fram til þessa en er nú komin á Kristnesspítala, enda orðin 91 árs. Annars búum við tveir bræðurnir hér.“ - í þess- um orðum töluðum er sagt innar Séð heim að Hrauni. í húsinu, „góðan daginn". Þar er þá kominn hinn bróðirinn, hress að sjá eins og sá sem við höfum reynt að halda uppi á „snakki“ með heldur ófrumlegum spurn- ingum. „Talið þið við þennan, því hann er kaupandi að blaðinu,“ segir sá fyrri og hlær. Við látum ekki segja okkur slíkt tvisvar og spyrjum þessa heiðursmenn til nafns. „Ég heiti nú Aðalsteinn, og hann reyndar líka því hann heitir Jón Aðalstein," segir sá sem síð- ar kom til dyra og hlær dátt. Þeir bræður Aðalsteinn og Jón Aðalsteinn eru Jónassynir, og þá vaknar forvitnin vegna tengsla við Hraun í Öxnadal. - Var hann skírður eftir hin- um eina sanna Jónasi? „Nei, nei, pabbi var ekki skírður eftir Jónasi Hallgríms- syni. Hann er skírður eftir manni sem hér bjó fyrir aldamót og hét Jónas Jónatansson.“ - En hvað um Jónas Hall- grímsson, verðið þið aldrei varir við hann hér á heimaslóðum? „Nei aldrei, hann hefur ekkert látið okkur vita af sér,“ sagði Jón Aðalsteinn. - Hvað um kveðskapinn hans, kunnið þið eitthvað eftir hann? „Jú eitthvað kann maður ennþá. Annars er maður farinn að ryðga ansi mikið í því,“ sagði hann ennfremur. - Er ónæði af fólki sem kemur hér og vill skoða staðinn? „Nei það er ekkert ónæði,“ segir Aðalsteinn. „Það er mjög eðlilegt að fólk vilji skoða stað- inn og sjá hvar skáldið átti heima.“ - Hvað vill fólk helst sjá? „Það er aðallega að spyrja um hvar gamli bærinn hafi staðið. En þessi bær stendur að mestu leyti á grunni þess gamla. - Ef við snúum okkur að bú- skapnum, hvaða búgreinar stundið þið aðallega? „Við erum bara með fjárbú- skap,“ segir Aðalsteinn. „Að vísu eigum við nokkrar merar líka en það er bara til gamans." Þeir bræður sögðust vera að fara til Akureyrar að sækja áburð og fleira. Ekki sögðust þeir fara oft í bæinn. „Þeir sem búa hér í kringum okkur fara þeim mun oftar.“ - Hvor ykkar keyrir vörubíl- inn? En hann sáum við er rennt var heim í hlað. „Ég keyri,“ sagði Aðalsteinn, enda hefur Jón ekki próf. „Nei ég hef alltaf haft frekar erfiða sjón, og þess vegna tók ég aldrei próf, aftur á móti fékk ég verðlaun fyr- ir 10 ára akstur frá tryggingunum um daginn, og það þótti mér skemmtilegt. Það kemur til af því að bíllinn er á mínu nafni," segir Jón Aðalsteinn og hlær dátt. - Þið eruð með heimarafstöð, hvernig hefur það gengið? „Ekki þarf að sjá eftir þeim krónum sem settar voru í hana. Það er meðal annars það sem hefur hjálpað okkur með ekki stærra bú en við höfum, að ekki höfum við þurft að borga rafmagn. Við þurfum að vísu að hafa olíukyndingu með, yfir erf- iðasta tímann, en stöðin hefur staðið fyrir sínu og vel það. Það hefur aðeins einu sinni þurft að líta á dínamóinn í henni, það er nú það eina,“ segir Aðalsteinn og virðist ánægður á svip. „En þeir voru búnir að marg- bjóða okkur rafmagn, ekki vant- ar það!“ segir hann ennfremur. - Það er varla mögulegt að eyða tíma þessara hressu bænda öllu lengur, svo síðasta spurning- in er komin fram á varirnar. - Hvor ykkar sér um matseld- ina yfir sauðburðinn, þegar mikið er að gera? „Blessaður það er ekkert mál,“ segir Aðalsteinn. „Við erum báð- ir í þessu, annars hef ég mjög gaman af að stússast í matar- gerð.“ - Hvað er mest á borðum? „Það er nú aðallega vellingur og slátur. Hann Jón er snillingur í sláturgerð,“ segir Aðalsteinn og klappar bróður sínum létt á öxl- ina. „Við eigum alveg yfrið nóg af slátri núna.“ Með þessum orðum þykir okk- ur vera tími til kominn að kveðja þessa heiðursmenn sem voru á leið til Akureyrar í kaupstaðar- ferð. gej Bræðumir á tröppunum að Hrauni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.