Dagur - 10.06.1985, Page 2

Dagur - 10.06.1985, Page 2
2-DAGUR-10. júní 1985 Heldur þú að sumarið verði gott? Randver Gunnarsson: Mjög gott. Ég sé fram á mikið stuð og gott veður í sumar. Arvid Kro: Það verður mjög gott. Alveg einstakt eins og fyrrasumar. Ingibjörg Heiðarsdóttir: Ætli það verði ekki bara ágætt? Er ekki búið að spá góðu sumri? Það rætist von- andi. Sigrún Lárusdóttir: Hundrað prósent viss um að það verður æðislega gott. Sölvi Sölvason: Það verður býsna gott, en samt ekki eins gott og í fyrra. Það er ekki á hverjum degi að menn sem komnir eru yfír þennan svokallaða skólaaldur útskrifast úr skóla. Slíkt gerð- ist nú er Verkmenntaskólinn á Akureyri útskrifaði nemendur sína. Meðal nemenda sem þá fengu skírteini sitt var Jósep Sigurjónsson sem undanfarin ár hefur starfað hjá Rafveitu Akureyrar. Hann hefur verið í starfí línumanns. En eins og áður sagði útskrifaðist hann frá Verkmenntaskólanum, og þá sem rafvirki. Jósep er spurður í hverju starf línumanns sé fólgið. „Það felst meðal annars í því að klifra í staura og gera við loft- línur sem eru á svæði Rafveitu Akureyrar." - Eru loftlínur ekki að mestu aflagðar hjá fyrirtækinu? „Að vísu er það, en alltaf er eitthvað um að þurfi að leggja slíkar línur, og þá í bráðabirgða- skyni, t.d. fyrir hús í byggingu, eða skammtímanotkun. Annars vinn ég flest tilfallandi störf hjá fyrirtækinu." - Þú hefur bæði landspróf og gagnfræðapróf, hvernig stóð á því að þú hélst ekki áfram námi og fórst í menntaskóla? „Það er eins og gengur á þess- „Það er svo gaman að læra á þessum aldri“ - segir Jósep Sigurjónsson - sjö barna faðir sem er ný- útskrifaður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri um aldri, maður hefur ekki nógu mikinn áhuga á náminu, en það er óhætt að segja að áhuginn auk- ist.með adrinum." - Hvað ertu gamall? „Ég er fæddur 1949.“ - Þú ert fjölskyldumaður, og átt fleiri börn en flestir nú til dags. „Ég á sjö börn, en er það nokkuð mikið?" - Hvernig stóð á að þú dreifst þig í skóla aö nýju? „Þetta var gamall draumur að fara út í eitthvað svona. Ég var svo heppinn að vera einn þeirra síðustu sem fara í gegnum iðn- nám með gamla laginu, þ.e.a.s. ég var á verksamningi hjá meist- ara, þannig að ég var ekki eins bundinn við skólann eins og nú tíðkast. Nú þarftu að fara í gegn- um þetta með verklegu námi og bóklegu. Gamla meistarakerfið sem margir blóta gaf aðra mögu- leika.“ - Varst þú elsti nemandinn í skólanum? „Ætli ég hafi ekki verið það í vetur. Margir kennara minna voru yngri en ég er sjálfur, og margir skólafélaga voru á aldur við elsta barnið mitt. En það var ekkert tiltökumál, því mér var tekið sem einum úr hópnum.“ - Voru vinnufélagarnir áhuga- samir um námið hjá þér? „Þeir fylgdust nokkuð vel með mér nokkrir þeirra, þeir voru að spyrja um útkomu í prófum og fleira." - Hvað sagði fjölskyldan um þessa ákvörðun þína að fara í nám? „Konan mín, Pála Ragnars- dóttir var búin að hvetja mig lengi að gera eitthvað í þessa átt- ina, og börnin voru á sama máli. Þegar við eigum leið fram hjá gamla Iðnskólanum þá segja yngstu börnin „þetta er skólinn hans pabba“.“ - Heimanám? „Það vildi oft verða lítið um slíkt, en maður reyndi að kíkja í bók þegar stund gafst til. Ég var duglegri við heimanámið tvo fyrri veturna sem ég var í þessu, en hef verið frekar slakur í vetur.“ - Hvernig gekk þá námið? „Ætli það hafi ekki gengið svipað og hjá öðrum. Ég hef að vísu alltaf verið frekar lélegur að læra tungumál, en aftur á móti haft meira gaman af eðlis- og efnafræði og slíkum fögum.“ - Þá kemur stór spurning, hvernig gengur að framfleyta níu manna fjölskyldu, og vera jafn- framt í skóla? „Þú sérð það nú,“- segir Jósep og klappar á magann, „þetta hef- ur gengið alveg ljómandi því ég er á námslánum sem margir námsmenn blóta. En ég get sagt þér að þessi lán björguðu mér alveg. Ég held ekki að ég sé að brjóta neinn eið með því að segja að ég hafi meiri framfærslueyri fyrir mig og mína meðan ég er í námi, heldur en þegar ég er í vinnu. Að vísu þarf að borga þessi lán en það ætti að vera hverjum manni auðvelt sem lokið hefur námi og er byrjaður að vinna.“ - Ertu þá kannski að hugsa um að fara í frekara nám? „Það vill svo til já, - en það er ekki vegna námslána. Ég hef sótt um inngöngu í fornámsdeild Tækniskólans, og ef ég fæ ják- vætt svar þá er ég að hugsa um að drífa mig. En það er einn stór ók- ostur við það, ég þarf að fara til Reykjavíkur í þetta nám, og það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að fara þangað. En ætli maður verði ekki að láta sig hafa það.“ - Er þá ætlunin að fara í tækninám? „Ekki í tæknifræði, heldur í það sem kallast iðnfræði." - Lokaspurning: Hveturðu fólk sem komið er yfir þennan venjulega skólaaldur til að taka sig til og fara í nám? „Með þá reynslu sem ég hef öðlast þá er enginn vafi á að fólk á að gera meira af því að fara í nám á þessum aldri. Það er miklu skemmtilegra að læra þá,“ sagði Jósep Sigurjónsson nýútskrifaður rafvirki, vonandi iðnfræðingur eftir tvö ár, og sjö barna faðir úr „Þorpinu". gej,- „Eg gæti gripið til örþrifaráða" Kona á Eyrinni skrifar eftir erf- iða vökunótt. Ég er nú ekki vön að vera með kvartanir í blöðum þótt mér finn- ist eitthvað athugavert. En nú get ég ekki á mér setið. Ég bý í frið- sælli götu á Oddeyri og þegar ég hripa þessar línur á blað er klukkan 8 að morgni og and- vökunótt að baki. Skömmu eftir miðnætti hófu kettir nokkrir upp raust sína hérna í næsta garði við mig, og stóð söngur þeirra alveg fram undir mörgun. Þarna var greini- lega „dálítið“ á ferðinni og katta- skammirnar að sinna kalli nátt- úrunnar, en er það ekki dýru verði keypt þegar það þarf að kosta andvökunótt hjá fjölda fólks. Ég er viss um að nágrannar mínir hafe heldur ekki sofið rótt undir þessu kattabreimi sem stóð klukkustundum saman. Þetta gengur ekki, og ég hlýt að skora á það fólk sem heldur ketti hér í bænum að sjá svo um að þeir séu heima hjá sér á nóttunni. Ég væri vís til að grípa til örþrifaráða ef ég lendi í því aftur að geta ekki sofið vegna kattabreims.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.