Dagur - 10.06.1985, Page 3

Dagur - 10.06.1985, Page 3
10. júní 1985 - DAGUR - 3 Kaskó- tiygging hækkar Þar sem Samstarfsnefndin hef- ur að undanförnu orðið vör við áhuga fjölmiðla fyrir endurnýj- unum bifreiðatryggingaið- gjalda hverju sinni, hefur nefndin talið rétt að senda eftirfarandi upplýsingar til fjöl- miðla: Árið 1984 var almennt slæmt ár í bifreiðatryggingum. Iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja hækkuðu aðeins um 10% og ið- gjöld kaskótrygginga um 20%. Hins vegar hækkaði almennt verðlag á árinu um 25%-30% varlega áætlað. En það sem verra var, almennt verðíag á tjónum hækkaði enn meir eða á bilinu 35%—45%. Jafnframt fjölgaði tjónum og þau urðu alvarlegri. Áfleiðingin varð mjög erfiður rekstur bifreiðatrygginga almennt . . . í framhaldi af þessu hefur Samstarfsnefndin nú sent bréf til Tryggingaeftirlitsins, dags. 31. maí sl., þar sem því er tilkynnt, að meðaliðgjald kaskótrygginga muni hækka um 68,7% á gjald- dögum 1985. Jafnframt muni sjálfsábyrgðir tryggingataka hækka um 91%-109%. Nokkrar fleiri hliðarráðstafanir voru gerðar, aðallega vegna endur- skoðunar á áðgjaldaskrám. Nokkrir áhættuflokkar voru hækkaðir eða lækkaðir innbyrðis vegna mismunandi tjónareynslu (mesta hækkun umfram meðaltal 10% og mesta lækkun á sama hátt 10%), breyting var gerð á aldursflokkum og nokkrar til- færslur voru gerðar á bifreiðum í 1. áhættuflokki, sem byggðist á varahlutaverði þeirra bifreiðateg- unda. Allar þessar breytingar voru byggðar á tölfræðilegum niðurstöðum. Þegar við renndum í hlaðið á Fornhaga í Skriðuhreppi í Hörgárdal, var ungur piltur, Hjörtur Valsson, úti að tína rusl. Ég gekk til hans og spurði hvort ég mætti ekki taka viðtal við hann. Hann var alveg til í það. Ég spurði hann fýrst hvað hann gerði aðallega. „Ja, nú er sauðburðurinn hafinn. Þá tek ég á móti lömbun- um, gef kindunum og svo geri ég stíur.“ - Til hvers er það? „Þá hólfa ég niður svo að hver kind geti verið út af fyrir sig.“ - Hvað gerirðu svo í frístund- um? „Ég fer á hestbak.“ - Hafið þið marga hesta? „Við erum með fimm. Það er einn taminn og svo er verið að temja tvo.“ - Hvar ertu í skóla? „Ég er í Þelamerkurskóla. Þar er ég í heimavist. Þá komum við í skólann á mánudögum og för- um aftur heim á föstudögum. 6. bekkingar fá að ráða hvort þeir eru í heimavist eða ekki. En þeir yngri eru allir í heimavist.“ - Ferðu mikið í bæinn? „Nei, það er nú ekki oft. Svona einu sinni í viku aðallega til að versla. Ég fer t.d. ekki oft í bíó.“ (Unnið af Kristínu M. Jóhannsdótt- ur og Olgeiri Þór Marinóssyni í starfskynningu.) Grímsey: Sundlaugarbygg- ingin er nú hálfnuð „Þaö var mikið um aö vera hér í eyjunni um helgina, þá kom Samkór Dalvíkur hingað og hélt söngskemmtun og gaf ágóðann til sundlaugarbygg- ingarinnar og það fannst okkur ansi myndarlegt af þeim. Það er mikið átak fyrir svona lítið byggðarlag að koma sér upp sundlaug, en þetta framtak hleypir í okkur auknum krafti,“ sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir fréttaritari Dags í Grímsey er við ræddum við hana fyrir nokkru. Sundlaugarbyggingin í Gríms- ey er nú hálfnuð að sögn Stein- unnar og er verið að setja glugga í yfirbyggingu hennar sem er úr límtré. „Við erum að vona að við getum komið henni undir þak í sumar,“ sagði Steinunn, „og stefnum að því, en það vantar alltaf aura.“ Að kvöldi laugardagsins hélt hljómsveitin Fimm frá Húsavík dansleik. „Og við launuðum þessar skemmtanir með góðu veðri,“ sagði Steinunn. Félagslíf hefur verið gott í Grímsey í vetur, Leikfélag Siglu- fjarðar kom í heimsókn og sýndi Fjölskylduna og vakti það mikla lukku. Þorrablót og aðrar hefð- bundnar skemmtanir fóru vel fram. „Hér er stödd kona frá Slysa- varnafélagi íslands og hún er með skyndihjálparnámskeið í gangi, konurnar sækja námskeið- ið á daginn og karlarnir á kvöldin. Annars er heilsufar í Hrafnagilsskóli í Eyjafirði bæt- ist í sumar inn í keðju Eddu- hótelanna, sem Ferðaskrif- stofa rikisins rekur um allt land og bætir úr brýnni þörf fyrir gistiaðstöðu á Akureyri og ná- grenni um háannatímann. Hrafnagilsskóli er á fögrum stað aðeins 14 km frá Akureyri og þar er góð gistiaðstaða í 33 tveggja manna herbergjum. eyjunni mjög gott, hingað hefur ekki borist nein norsk flensa og við erum bjartsýnir Grímseyingar, enda hefur verið eilíft sumar hér í eitt og hálft ár,“ sagði Steinunn, en gat þess að lokum að það hefði verið ansi kalt nú fyrir helg- ina. - mþþ Sundlaug er í skólanum. Hótelið verður opnað 14. júní og verður Ingibjörg Sigurðardóttir hótel- stjóri, en hún var áður á Eddu- hótelinu Stóru-Tjörnum. Edduhótelin njóta sívaxandi vinsælda innlendra og erlendra ferðamanna og eru nú bókaðar gistinætur á hótelunum 19 um það bil 70 þúsund, á sumum stöðum er nær allt gistirýmið upppantað. Edduhótel að Hrafnagili SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. 0 NÝLAGNIR VIOGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. HAFNARSTHCTI 96 SIMI 96*24423 AKUREVRI Fyrir 17. júní Kjólar og pils nr. 36-52. Blússur og bolir, margar gerðir. Jakkar, hvítir, blair og rauðir. Buxur og stakkar í gráu og hvítu. Jogginggallar, bláir og bleikir. Glansgallar á börn og fullorðna. Dúkar í úrvali. Sokkabuxur, 3 í pakka kr. 100,- Hagstætt verð. SiguiftarChihmmíhomrhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI STRÖNDIN EIMSKIP Eimskip annast reglubundnar siglingar á átta hafnir innanlands auk afgreiöslu á vörum með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum. Áætlun Slgllrtgalelð tklpanna: Tíðnl éætlunaralglinga: A6r» hv»r|a vlku: Mánatotc Reykjavlk - Isatjörður - Akureyri - HÚMvfk - l*atjörður - Patrekstjörður - Reykjavlk. MAnatoat: Reykjavlk - Itafjöröur - Akureyri - Slgluflöröur - Sauðárkrókur - Itafjöröur - Reykjavlk. Skartdlnavluaklp: Reykjavlk - Royöartjöfður (á leið til Norðurtandanna) HerjöNur: Veatmannaeyjar - Þorlákshötn - Vestmannaeyjar D*gl*ga Tviavar Ivlku VlkuMga Aðra hvorja vlku ÞoriákstWn Votlmannaoyjar Roykjavlk laaljörður Akuroyri StGlufiörður Sauftárkrókur Húaavik Patroksfjóröur Rayðarijörður Vöruafgrelðslur Reykjavik: Tekið er á móti smærri sendingum f Klettsskála við KÖIIunarklettsveg frá klukkan 8:00 til 17Æ0 alla virka daga. Stærri sendingum og heilum gámum er veitt móttaka f strandflutningaskála f Sundahöfn frá klukkan 8:00 til 17:00 alla virKa daga. Á mánudögum, til klukkan 10:00 á morgnana, er tekió á móti sendingum sem fara oiga meó skipi samdægurs. Sfmar: (91) 686464 - Klettsskáli, eóa (91) 27100 (91) 27100 - Strandflutningaskáli í Sundahöfn. (aafjör&ur: Vöruafgreiösla I Vöruhúsinu viö Ásgeirsgötu frá klukkan 9:00 til klukkan 17:00 alla virka daga. Umboðsmaöur: Tryggvi Tryggvason. Slmar: (94) 4556 - Vöruhús, (3055 - heimasími verkstjóra), (94) 3126/4555 - Skrifstofa, (3962) Akureyrl: Vöruafgreiósla er f OddeyrarskáJa viö Strandgötu frá klukkan 8:00 ti! 17:00 alla virka daga. Umboösaölli: EIMSKIP (Kristinn Jón Jónsson). Sfmar: (96) 24131 - skrifst., 21725 - Oddeyrarskáli, (24171). Húuvík: Vöruafgreiösla er hjá Skipaafgreiðslu Húsavfkur hf. viö Húsavfkurhöfn alla virka daga frá kl. 8:30 til 17:00. Umboösaðili: Skipaafgreiösla Húsavfkur hf. (Ámi Q. Gunnarsson, Hannes Höskuldsson). Sfmar: (96) 41020, (41730 - ÁG, 41633 - HH) (Til 1. febr. 1985 er vöruafgreiðsla hjá Skipaafgreiöslu Kaupfólags Þingeyinga fré kl. 8:30 tll 17.-00. Slmar: (96) 41660, (41287).) VestmanruMyjar: Vöruafgrelösla EIMSKIPS, Tangagötu 7, alla virka daga fré klukkan 8:00 til 17:00. Umboösaöili: Gunnar ólafsson & Co. hf. (Gfsli Guðlaugsson). Sfmar: (98) 1051, (1894). Vöruafgreiósla Herjólfs, Básaskersbryggju 10, alla virka daga frá klukkan 08:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00. Slmar: (98) 1838 - vöruafgr., 1792 og 1433 - skrifst. Siglufjörftur: Vóruafgreiðsla vió Hafnarbryggju. Umboösaöili: Þormóöur Eyjólfsson hf. (Hermann Jónasson). Sfmar: (96) 71129, (71248). Petreksfjörftur: Vöruafgreiösla er I vöruskemmu kaupfélagsins viö höfnina á milli klukkan 8:00 og 19:00 alla virka daga. Umboösaólli: Kaupfólag Vestur-Baröstrendinga (Bjami Sigurjónsson, Kristlnn Fjeldsted). Slmar: (94) 1201 - skrifst., 1203 - skemma, (1130 - BS, 1328 - KF). Sauftárkrókur: Vöruafgreiósla er f Eyrarskála alla virka daga frá klukkan 9:00 til 18:00. Umboösaöili: Kaupfólag Skagfiröinga (Friörik Guðmundsson). Símar: (95) 5200, (5352). Reyöarfjörftur: Vöruafgreiðsla er á Búðareyri 25 alia virka daga frá klukkan 8:00 til 17:00. Umboösaóili: Lykill hf. (Siguröur Aöalsteinsson). Sfmar: (97) 4199, (4350)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.