Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. júní 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Tryggjum byggð í sveitum Fjórðungssamband Norðlendinga gekkst um helgina fyrir ráðstefnu um atvinnumál í dreif- býli. Þar var einkum fjallað um byggðaþróun í sveitum, sem hefur farið halloka fyrir að- dráttarafli þéttbýlisins. Einkum var horft til þess, með hvaða hætti væri hægt að auka fjöl- breytni í atvinnulífi til sveita, til að draga úr fyrirsjáanlegri íbúafækkun til sveita, vegna þeirra takmarkana sem settar hafa verið á framleiðslu í hefðbundnum búgreinum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á ráð- stefnunni: Ráðstefnan um atvinnumál í dreifbýli hald- in að Laugaborg í Eyjafirði, föstudaginn 7. júní 1985, telur mikilvægt að efla byggð í sveitum og tryggja þar búsetu. Ráðstefnan leggur megináherslu á eftirtal- in atriði: 1. Hefðbundinn landbúnaður verði treystur, enda er hann undirstaða byggðar í sveit- um og kauptúnum víðs vegar um land. 2. Áætlun verði gerð um uppbyggingu ný- búgreina og mörkuð skýr stefna ríkisvalds um ótvíræðan fjárstuðning við þær. 3. Efldur verði smáiðnaður í sveitum. Ráð- stefnan átelur harðlega að áætlun sem Framkvæmdastofnun ríkisins gerði fyrir nokkrum árum um smáiðnað í sveitum hefur ekki hlotið eðlilega umfjöllun og komið til framkvæmda. 4. Stofnunum er inna af hendi ýmiss konar þjónustu verði dreift um landið, svo sem Byggðastofnun sem verði nú ákveðinn staður á Akureyri. Ráðstefnan felur strjálbýlisnefnd að vinna fyllri tillögur um þessi mál og leggja fyrir næsta fjórðungsþing. Það er svo sem ekki fram á mikið farið. Það er ekki annað en sjálfsagt, að tryggja hefð- bundinn landbúnað, enda er hann undirstaða byggðar í sveitum og bæjum og kauptúnum víðs vegar um land. Það er ekki nema ein- staka Reykjavíkurbarni, sem dettur í hug að leggja landbúnað niður og flytja allar land- búnaðarvörur inn frá öðrum löndum. Það er líka sjálfsagt að koma á markvissari upp- byggingu í nýbúgreinum. Tískusveiflur frá einni búgrein til annarrar eiga að tilheyra lið- inni tíð. „Tískusveiflur“ í öðrum mikilvægum atvinnugreinum landsmanna hafa verið og eru því miður enn að rísa og hníga. Nægir þar að minna á „frystitogaraæðið". Um smáiðnað í sveitum hefur margt verið rætt og ritað, en fáar slíkar hugmyndir hafa orðið að veruleika. Þann kost þarf að skoða grannt. Það gæti orðið fyrsta verkefni fyrir- hugaðs þróunarfélags, sem vonandi verður með aðsetur sitt á Akureyri. Því máli þarf að fylgja fast eftir. - GS „Það er alltaf gott veður í BergerT - Flugleiðir hefja flug frá Keflavík til Bergen í Noregi Síðastliðinn laugardag hófu Flugleiðir reglubundið áætlun- arflug milli Islands og Bergen í Noregi. Á milli þessara staða hefur ekki verið reglubundið flug um nokkurra ára skeið. í þessari fyrstu ferð sumarsins var mikið um dýrðir og á flugvell- inum var fyrstu farþegunum heilsað með lúðrablæstri. Reynd- ar var lúðrablásturinn til heiðurs ungmennum af íslandi sem fóru utan til.að taka þátt í lúðrasveita- móti þar ytra. Engu að síður var sveiflan ljúf. Markaðsrannsóknir Flugleiða hafa sýnt að góður grundvöllur er til að taka upp beint flug til Berg- en og eru bókanir góðar í báðar áttir. Farþegaflutningar eru vax- andi á flugleiðinni milli íslands og Bergen, auk þess sem mikill áhugi er á meðal Bandaríkja- manna að nota þennan mögu- leika sem nú opnast, að fljúga beint til Bergen með millilend- ingu á íslandi. Forkólfar ferðamála í Bergen hafa sýnt þessu flugi mikinn áhuga og binda þeir vonir við að ferðamannastraumur aukist frá Bandaríkjunum, auk þess sem vonast er til að samskipti fs- lendinga og Norðmanna aukist. Áhugi meðal ungs fólks að ferðast til íslands er mikill. Norð- menn hafa mikinn áhuga á gönguferðum og útivist og er ís- land því upplagt land að heim- sækja. Á laugardaginn skartaði Berg- en sínu fegursta, sólskin og 13 stiga hiti. Heimamenn segja það misskilning að ætíð rigni í Bergen. „Hér er alltaf gott veður,“ sagði einn þeirra við blaðamann Dags. Bergen er skógi vaxin, mikið er um gamlar og fallegar bygg- ingar og það er tilkomumikið að sjá sum húsanna standa um- kringd ógnarháum trjám uppi í hlíðunum. Möguleikar ferða- mannsins í Bergen eru óteljandi. Flugleiðir hafa gert sérsamn- inga við hótel á staðnum og geta menn þá skoðað allt sem borgin hefur upp á að bjóða, stóran fiski- markað, útimarkaði, gamlar byggingar, þarna er fæðingar- staður túnskáldsins fræga Edwards Grieg og þarna eru ýmsir tónlist- arviðburðir allan ársins hring. Stærsta sædýrasafn Norður- Evrópu er og í Bergen. Flugleiðir bjóða upp á fjöl- breytta ferðaþjónustu í tengslum við áætlunarflugið. Hægt er að fá bílalelgubíl og aka um Noreg og fyrir þá sem vilja, er hægt að skilja bílinn eftir í Osló og fljúga þaðan heim. Þá bjóða Flugleiðir,“ sumarhús í Harðangursfirði, en þar er einstaklega fallegt um- hverfi og endurnýjun sálarlífinu að dvelja þar. -mþþ lönsýning á Akureyri í naust eða vor „Við höfum leitaö til fyrir- tækja í iðnaði og ýmissa ann- arra aðila og þau viðbrögð sem við höfum fengið hafa undan- tekningalaust verið jákvæð; það hafa allir lýst miklum áhuga á að úr veglegri iðnsýn- ingu geti orðið á Akureyri í haust eða næsta vor,“ sagði Ingi Björnsson, hagfræðingur og starfsmaður hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar, í samtali við Dag. Sú hugmynd, að halda iðnsýn- ingu á Akureyri dagana 11.-18. september í haust, hefur verið viðruð af Iðnþróunarfélaginu. Viðbrögð fyrirtækja hafa verið jákvæð og Atvinnumálanefnd Ak- ureyrarbæjar bókaði, að hug- mynd þessi væri mjög jákvæð og fól Iðnþróunarfélaginu að gera nánari grein fyrir framkvæmd sýningarinnar. „Við nánari athugun kom í ljós, að það er meira mál heldur en við héldum, að koma svona sýningu upp, þannig að útlit er fyrir að undirbúningstími sé orð- inn of skammur, til að sýningin geti orðið að veruleika í haust,“ sagði Ingi. „Þar spilar inn í, að sumarfrí eru á næstu mánuðum og svona sýning þarf góðan undirbúning. Við höfum áhuga á að hafa þessa sýningu veglega, þannig að hún verði norðlensk- um iðnaði til sóma og laði hingað fólk úr öllum áttum. í því sam- bandi höfum við hugsað okkur að veitingastaðir, hótel og fleiri aðilar í ferðaþjónustu komi inn í mynd- ina. Einnig er reiknað með að ýmsum menningarviðburðum verði fléttað inn í dagskrána, t.d. með sýningum Leikfélags Akur- eyrar, svo dæmi séu nefnd. Þess vegna viljum við ekki brenna okkur á að undirbúningstími verði of skammur,“ sagði Ingi Björnsson. Það kom fram í samtalinu við Inga, að hugmyndin er að halda sýninguna í íþróttahöllinni. Mörgum þykir vorið fýsilegur kostur, ekki síst vegna þess að á haustin eru oft stórar sýningar í gangi í Reykjavík. - GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.