Dagur


Dagur - 14.06.1985, Qupperneq 7

Dagur - 14.06.1985, Qupperneq 7
14. júní 1985 - DAGUR - 7 Marína Sigurgeirsdóttir. - Hótel Reynihlíð. - Góðan daginn, þetta er á Degi, gæti ég fengið samband við Marínu Sigurgeirsdóttur, kokk? - Andartak. - Halló? - Er það Marína sjálf? - Jú, það er hún. - Komdu sæl og blessuð, Helga beiti ég, samstúdent þinn úr MA. - Já, margblessuð. - Hvernig er að kokka í Reynihlíð? - Það er alveg ágætt. Ég er búin að vinna hérna, með hléum í 4 ár, núna tók ég mér síðast frí frá áramótum og fram að mán- aðamótum mars-apríl. - Hvað varstu að gera? - Ég fór til Englands að læra ensku. Var á enskuskóla sem heitir Oxfor Academy og er enskuskóli fyrir útlendinga. - Hafðirðu mikið gagn af því? - Já, þetta var mjög gaman og reynsluríkt. Ég skoðaði að sjálfsögðu eins mikið af veitinga- húsum og ég gat og lærði mikið af því. Það er mjög gott fyrir þá sem eru í þessari starfsgrein að skoða sem víðast og finna breiddina. Það er það sem okk- ur vantar héma úti á landsbyggð- inni, að geta fylgst með. Það er svo mikilvægur þáttur í þessu. En eftir þessa ferð mína út var ég bara ánægð með íslensk veit- ingahús. - Er ferðamannastraumurinn byrjaður hjá ykkur? - Það er að byrja, já. Það verður skorpa fram í ágúst. Það er fullt flesta daga frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. - Og allir borða silung? - Ekki alveg allir, en hann er mjög vinsæll. Útlendingum finnst merkilegt að fá soðinn sil- ung og að hann skuli vera góður. Þeir steikja hann alltaf. Silungur er á boðstólum flesta daga. Það hefur veiðst vel í vatninu í vor, en undanfarin sumur hefur lítið veiðst og það hefur oft gengið illa að útvega silung. - Hvað eru margir kokkar á hótelinu? - Við verðum þrjú í 2 mánuði í sumar, þegar mest verður að gera, og veitir ekki af. Síðan erum við tvö í 4 mánuði. - Ergaman að elda? - Já, það er alltaf jafn gaman að elda. Þetta er þannig vinna að manni verður að þykja hún skemmtileg. Þetta getur verið slítandi til lengdar, sérstaklega á sumrin, en alltaf gaman. - Ætlaðirðu þér alltaf að verða kokkur? - Nei, ég tók stúdentspróf frá MA og þegar ég byrjaði í Menntaskólanum ætlaði ég mér að verða hússtjórnarkennari, en einhvers staðar á miðri leið missti ég áhugann á því. Þess vegna fór ég nú í Menntaskól- ann, því það er krafist stúd- entsprófs af hússtjórnarkennur- um, en það þarf hins vegar ekki í kokkinn. En ég sé alls ekki eft- ir menntaskólaárunum, þau voru mjög skemmtileg. Ég gerði mér grein fyrir því að ég nennti ekki í langskólanám og af ein- hverri tilviljun fór ég í kokka- námið. - Ákveður þú matseðilinn á hótelinu? - Já, en ég geri það í samráði við þá sem ég vinn með. Það er gott að fá hugmyndir frá öðrum. Ég ákveð bara daginn áður hvað ég ætla að hafa næsta dag, það er bara einn dagur í einu hjá mér. Ég reyni að hafa matseðil- inn svolítið sérstakan. Við erum t.d. með heimabakað brauð með súpunni, mér finnst gaman að hafa svona séreinkenni. - Hvernig er aðstaðan fyrir kokkana? - Eldhúsið er að mörgu leyti gott, en það er lítið og á háanna- tímanum er þröngt. En það er öllu vel fyrir komið og það eru því engin hlaup. Maður samlag- ast þessu eins og öðru. - Vitið þið alltaf hvað verður margt í mat? - Nei, ekki alltaf. Við getum alltaf átt von á gusu af fólki. Á vorin er aldiei hægt að vita hve- nær „trafficin" byrjar. Það getur óvænt komið 30 manna rúta í mat og allir vilja hamborgara. Það getur orðið meiriháttar martröð, en á háannatímanum myndi slíkt týnast í fjöldanum. - Svona að lokum, ætlarðu að halda áfram að elda ofan í gesti á Hótel Reynihlíð í vetur? - Nei, ég býst ekki við því. Annars er þetta allt óráðið hjá mér, ég verð hér í sumar og síð- an kemur bara í ljós hvað verður. - Jæja, Marína, ég tef þig þá ekki lengur frá eldamennsk- unni, þakka þér fyrir spjallið. - Sömuleiðis, það var gaman að heyra í þér, blessuð. - Bless, bless. - HJS rnrnn ad segir Marína Sigurgeirsdóttir, kokkur í Hótel Reynihlíð J Nýjar vörur Silkifatnaður í sérflokki Kjólar ★ Pils ★ Buxur ★ Dress ★ Blússur Festar og belti í úrvali. Verum vel klæddar á þjóðhátíðardaginn Opið laugardaga 10-12. {HdlaiWiðLtin *yteinunncLi_ Hafnarstræti 98 - Akureyri - Sími (96) 22214 Tilboð óskast í timbureiningahús sem á aö fjarlægja.. Húsiö er um 85 rrf aö flatarmáli og skiptist í 5 her- bergi, boröstofu, eldhús og bað. Húsiö selst þar sem það stendur viö stjórnstöö Rafmagnsveitna ríkisins Rangárvöllum viö Akur- eyri. Uppl. eru gefnar á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri, sími 26500. býdur yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Nýbakaðar vöfflur m/rjóma í síðdegiskaffinu alla daga. Opið frá 8-22. Hótel KEA Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í veitingasal sem er opinn alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð Dansleikur laugardagskvöldið 15. júní Miðaldamenn frá Siglufirði leika fyrir dansi frá kl. 22.00-02.00. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Verið velkomin. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.