Dagur - 14.06.1985, Page 10

Dagur - 14.06.1985, Page 10
10- DAGUR- 14. júní 1985 14. júní 1985 - DAGUR — 11 MiJdð að gera yfir sumarið - Stutt spjall við Pétur Hjálmarsson, útibússtjóra KÞ í Mývatnssveit í Mývatnssveit er rekið útibú útibússtjóri, eins og vera ber voru á ferð í Mývatnssveit á frá Kaupfélagi Þingeyinga á og heitir hann Pétur Hjálmars- dögunum, litu þeir inn í kaup- Húsavík. Þar er að sjálfsögðu son. Er tíðindamenn Dags félagið og tóku örstutt spjall við Pétur. Pétur sagðist hafa flutt í Mý- vatnssveit fyrir þremur árum, um leið og hann tók við stöðu útibús- stjóra kaupfélagsins, og líkar honum vel í sveitinni. Kaupfélag- ið er opið allan ársins hring og 2 mánuði, frá miðjum júní fram í miðjan ágúst er það opið alla daga. Þá er opið frá 9-22 virka daga og frá 10-22 um helgar. Að- spurður um ferðamannastraum- inn, sagði Pétur, að hann væri rétt að byrja núna og yfir sumarið væri mjög mikið að gera. Þau eru 11 að vinna í kaupfé- laginu í sumar. Það eru ekki vaktir, en það vinna ekki allir alltaf til 10, sumir hætta kl 6 og er skipst á um það. „Ég er ekki allt- af að vinna til 10 á kvöldin, en oftast er langur vinnudagur hjá mér,“ sagði Pétur, aðspurður hvort hann ynni til 10 öll kvöld. Sagði Pétur að í kaupfélaginu fengist allt mögulegt, aðallega matvara, en einnig ýmislegt fyrir ferðamenn. „Á sumrin leggjum við sérstaka áherslu á viðleguút- búnað og slíkt sem ferðamenn vanhagar um,“ sagði Pétur að lokum. - HJS um landið og er engan bilbug á honum að finna. „Nei, nei, ég er ekki þreyttur, það er bara hress- andi að ganga. Það var svolítið kalt í morgun þegar ég lagði af stað þannig að ég klæddi mig í þessa góðu peysu,“ segir Reynir og hampar blárri peysu. „Það er þægilegt að vera í þessari peysu úti á vegum, annars geng ég mér til hita. Jú, jú, það er mikið kapp í mér þegar ég er kominn af stað.“ Það snjóaði á Reyni á Möðru- dalsöræfum. „Ég klæddi mig þá bara í regnstakk. Það var bara gaman að lenda í þessu, hress- andi.“ Við spyrjum Reyni hvort hann sé aldrei einmana á göngunni. „Nei, ég er aldrei einmana. Ég hef margt að hugsa um á leiðinni. Ég geng mér til heilsubótar og þetta er sálarlífinu mikil hvíld, þetta er allt öðruvísi en daglega lífið heima á Sólheimum og með göngunni styrki ég gott málefni. En það er svolítið leiðinlegt þeg- ar vegurinn er beinn og alltaf sama landslagið, en þegar vegirn- ir eru hlykkjóttir og tilbreyting í landslaginu, þá er gaman. Nei, ég „Ég skal segja ykkur það að ég er mjög ánœgður með ferð- ina, hún hefur geng- ið vel í alla staði, “ sagði hinn eldhressi göngugarpur Reynir Pétur Ingvarsson þegar blaðamenn Dags hittu hann við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit á mið- vikudaginn. Hann hafði lagt að baki tutt- ugu og einn kílómetra um morg- uninn og áður en dagur yrði að kveldi kominn hugðist Reynir leggja fimmtíu kílómetra að baki, en hann gengur yfirleitt þá vegalengd á degi hverjum. Það eru tvær vikur síðan Reyn- ir lagði af stað í gönguna kring- man ekki eftir neinum kafla á leiðinni sem hefur verið leiðin- legur. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi og ég veit alltaf hvert ég er að fara. Já, já, ég les skiltin og reikna í huganum hvað ég er búinn að fara langt og hversu mikið er eftir. Ég er búinn að ganga um 830 kílómetra núna.“ Reynir Pétur segist ekki hafa lent í neinum vandræðum vegna þess að hann hafi ekki ratað. „Ég get alltaf fengið að sjá landakort í bílnum sem fyigir mér og ég hef gaman af því að sjá hvar ég er staddur.“ Reynir segist hafa æft sig áður en hann lagði af stað og gengið mikið á hverjum degi. „Ég geng Sólheimahringinn um helgar, stundum bæði laugardag og sunnudag,“ segir Reynir og lætur þess getið að umræddur hringur • sé tuttugu og fjórir kílómetrar. „Það virðist vera að ég sé á undan áætlun," segir hann. „Ég ætlaði að vera á Akureyri 16. júní, en verð þar þann 14. Það er um að gera að drífa þetta bara af. Ég hringdi í vinkonu mína á Sól- heimum þegar ég var á Egils- stöðum og sagðist hringja aftur þegar ég kæmi til Akureyrar næsta laugardag, sagði ég, en svo verð ég á Akureyri á föstudag. Ég er alltaf á undan áætlun." - Hvernig er að vera orðinn „heimsfrægur á íslandi“ Reynir? „Það er bara gaman, mjög gaman. Það taka allir vel á móti mér og söfnunin gengur vel. Þá er ég ánægður.“ Reynir segir okkur frá því að hann fái Færeyjaferð í verðlaun fyrir gönguna. Hann hefur áður farið til Færeyja í leikferð. „Ég var búinn að tala um það að mig langaði að komast af staðnum í smátíma og minntist á hvort ekki væri upplagt að fara til Færeyja. Svo kom upp þessi hugmynd að ganga hringinn og mér leist vel á það, en sagði: Hvernig er þá með Færeyjaferð- ina?, og þá kom svarið: Það verða verðlaunin, rúsínan í pylsuendanum." Samtal okkar Reynis fór fram í bílnum sem fylgir honum eftir á ferðinni. Við fengum góðfús- legt leyfi Reynis til að trufla hann augnablik frá matnum sem beið hans á hótelinu. Vildum ekki taka af honum allan matartímann svo við kvöddum þennan hressa göngumann frá Sólheimum. Áður en Reynir kom inn í bílinn að spjalla við okkur gekk hann að veginum og setti stein í kant- inn þar sem hann hafði endað gönguna. Við spurðum því að lokum af hverju hann gerði það. „Þá veit ég hvar ég á að byrja aftur, þetta geri ég alltaf og yfir- leitt byrja ég gönguna um einn metra frá steininum." - Þú ætlar greinilega ekkert að svindla á hringnum? „Oj bara, nei, ég hef ekki lyst á því að svindla. Það væri ekkert gaman að þessu þannig.“ Við látum þetta verða lokaorð Reynis Péturs Ingvarssonar og vonum að þau verði mönnum til eftirbreytni. Athygli skal vakin á því, að Reynir verður á Akureyri í dag kl. 4. Félagar í íþróttafélaginu Eikinni ætla að ganga á móti Reyni, en síðan verður móttöku- athöfn í göngugötunni. Þeir sem hafa hugsað sér að fagna Reyni eru vinsamlega beðnir að gera það fótgangandi, en ekki á reið- hjólum. - mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.