Dagur - 03.07.1985, Side 2

Dagur - 03.07.1985, Side 2
2 - DAGUR - 3. júlí 1985 Hvaða bók ertu að lesa núna? Ólafur Ásgcirsson: Enga í augnablikinu, en síðast las ég Góða ferð til Parísar á norsku og þótti hún góð. Bogi Eymundsson: Stríðsfélaga eftir Sven Hazel. Það er mjög góð bók. Sigríður Rögnvaldsdóttir: Ég er að lesa Landið þitt, nýj- ustu bókina. Petta er forvitni- leg bók og vel myndskreytt. Mest gaman að lesa um Þing- velli. Guðrún Ásmundsdóttir: Enga eins og er, en síðast las ég bók númer tuttugu og eitt um ísfólkið. Ég hef lesið þær allar og þær eru alveg ágætar. er í - Spjallað við Guðmund Jónsson útibússtjóra og söngmann á Siglufirði bloðmu Inn af verslun Kaupfélags Ey- firðinga á Siglufirði hefur úti- bússtjórinn skrifstofu. Það er Guðmundur Jónasson og hann á annríkt þegar tíðindamenn Dags ber að garði. Samt er tími til að spjalla. Við höfðum fregnað að Guðmundur væri að láta af störfum. Hann er 67 ára og hefur verið útibússtjóri frá því KEA setti upp þessa verslun árið 1972. „Ég verð að fara að létta á mér, það er orðið allt of mikið að gera. Ég hef að vísu lofað því að ég muni verða hér með annan fótinn um óákveðinn tíma. Ann- ars er alveg óráðið hvað tekur við hjá mér. Maður verður alltaf að reikna með breytingum og það er hvíld í því að gefa sig að nýjum störfum.'1 - Þú ætlar ekki að flytja úr bænum? „Nei, ég fer ekki úr bænum. Ég er reyndar fæddur og uppal- inn Húnvetningur og kom hingað til Siglufjarðar árið 1945 - það eru orðin 40 ár síðan - og ætlaði að vinna hér eitt sumar. Ég fór þá strax að kunna vel við mig og er enn á því, mér fellur vel við fólkið og umhverfið. Og hér hef ég alltaf haft nóg að gera, eftir að ég tók við stjórn útibúsins hefur aldrei verið friður, maður hefur verið á bakvakt allan ársins hring.“ Á Siglufirði kynntist Guð- mundur konu sinni, Margréti Jónsdóttur, og þau eiga nú þrjú uppkomin börn. Guðmundur hóf störf hjá mjólkurbúinu á Hóli 1947 og var þar bústjóri. Að Hóli voru um eitt hundrað kýr og einnig önnur dýr. „Mjólkin frá Hólsbúinu var að ýmsu leyti öðruvísi en sú mjólk sem var flutt hingað frá Sauðár- króki og Akureyri, t.d. var hún seld ógerilsneydd. Búið þótti góð trygging fyrir börn og einnig sjúkrahúsið og aðra þá sem ekki gátu án mjólkur verið. Það kom jafnvel fyrir að ekki fékkst hér önnur mjólk í heila viku eða jafn- vel lengur, sökum samgönguerf- iðleika. Hólsmjólkin var seld í Hólsbúð, og eftir árið ’63 var einnig seld þar mjólk frá Akur- eyri og Sauðárkróki. En eftir að samgöngur bötnuðu fór aðflutt mjólk að berast hingað reglulega og þá hætti Hólsbúið að borga sig og var lagt niður.“ Það var Kaupfélag Siglfirðinga sem byggði það húsnæði sem KEA er nú í. „Það var óskað eft- ir því að KEA setti hér upp úti- bú og því var startað ’72,“ segir Guðmundur. Síðan hefur versl- unin alltaf verið að aukast og er nú aðalmatvöruverslunin í bænum. Fyrir nokkru var gerð verðkönnun í ýmsum verslunum landsins og þá kom útibú KEA á Siglufirði mjög vel út. Guðmundur: „Það hefur verið stefnan að halda vöruverði lágu. Fyrir ári var farið að setja margar vörur á kjörmarkaðsverð, sem kallað er, og ýmsar matvörur hafa lent í þeim flokki. Útibúið hefur ætíð sýnt góða útkomu." Einhvern tíma í spjalli okkar nefndi Guðmundur að hann hefði alltaf haft mikið að gera. Samkvæmt því drógum við þá ályktun að hann hefði lítið um frístundir, en í ljós kemur að þær hafa þó nokkrar gefist. „Ég hef reyndar aðeins einu sinni tekið mér reglulegt frí, og þá fór ég til Bandaríkjanna. Annars er það helst að ég skreppi í sumarbústað sem við systkinin eigum á æsku- stöðvunum í Húnavatnssýslu." En aðaltómstundastarf Guð- mundar er söngur. Hann hefur sungið mikið með Karlakórnum Vísi. „Söngurinn er í blóðinu. Við systkinin höfum öll sungið mikið, og sú ágæta söngkona Ólöf Kolbrún Harðardóttir er systurdóttir mín.“ Söngstarf hefur ætíð verið nokkuð á Siglufirði. „En það hef- ur gengið svolítið í bylgjum,“ segir Guðmundur. „Hér er margt fólk sem getur sungið og hingað hafa komið ýmsir góðir tónlistar- menn. Það er misjafnt hvað menn endast í músíkinni. Sumir detta strax út en aðrir eru alla sína tíð.“ Og það kemur upp úr kafinu að líklega er Guðmundur í síðarnefnda flokknum, því hann er einn af elstu starfandi meðlimum Vísis. „Það eru einn eða tveir sem hafa sungið lengur en ég. Ég hef alltaf reynt að hafa tíma fyrir söngæfingar. Ef maður á annað borð stundar eitthvað verður að gefa sig að því. Annars næst enginn árangur og þá verður ekkert gaman." - KGA Guðmundur Jónasson: „Maður verður alltaf að reikna með breytingum og það er hvfld í því að gefa sig að nýjum störfum.“ Mynd: KGA Ellilífeyrisþegi: Gömlu lampatækin em ekki með FM-bylgju Ellilífeyrisþegi hringdi og vildi koma á framfæri smá athuga- semd. Sagðist hann því miður aldrei geta hlustað á Rás 2, því útvarpstæki hans, gamalt lampa- tæki væri ekki með FM-bylgju. Fannst honum fólki mjög mis- munað með því að hafa Rás 2 á FM, því vitað er að fjöldi fólks á ekki þannig tæki. „Og kannski sérstaklega eldra fólkið,“ sagði maðurinn og bætti því við, að eins og ástandið í þjóðfélaginu væri í dag, þá væri það nánast úti- lokað fyrir ellilífeyrisþega að festa kaup á nýju útvarpstæki. Það væri helst ef ættingjar og vinir gaukuðu að gamla fólkinu tæki sem hætt er að nota, og þá oftast vegna slæms hljómburðar. Vissi gamli maðurinn af konu sem fékk FM-tæki að gjöf frá systurdóttur sinni og væri það áberandi að eftir að konan fór að hlusta á Rás 2 væri hún öll hressi- legri í viðmóti. „Víð höfum alveg jafn gaman af vinsældalistanum og unga fólkið,“ sagði gamli maðurinn, „en því miður getum við ekki fylgst með þegar við þurfum að láta gömlu larripatækin okkar duga.“ Og til gamans sagðist maðurinn hafa vitað síðast til að „Karnivalkarl“ hringdi og vildi koma þeirri áskorun á framfæri til allra Akureyringa að þeir taki virkari þátt í fyrirhugaðri „hundadagahátíð“ á Ákureyri en þeir gerðu á „karnivalinu“ í fyrra. Save a Prayer með Duran Duran hafi verið númer eitt á vinsælda- listanum. Það eiga allir að taka þátt í þessu. Fólk á að klæða sig í frum- leg föt, mála sig í framan og virkilega sletta úr klaufunum þessa daga sem hátíðin stendur yfir. „Hundadagar“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.