Dagur


Dagur - 03.07.1985, Qupperneq 8

Dagur - 03.07.1985, Qupperneq 8
8-DAGUR-3. júlí 1985 Allar veiðivörur bússur og vöðlur. Sealdri vöðlurnar voru að koma Veiðileyfi í ám og vötnum. Jensen spúnarnir veiða vei. Opið á laugardögum kl. 10-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 ■ sími 22Z75 Bautabúrið Skipatanga 35, Akureyri. Tökum að okkur að reykja lax, silung og allar kjötvörur. Einnig pökkum við í lofttæmdar umbúðir ef óskað er. Bautabúrið Skipatanga 35, Akureyri, sími 21343. Húsnæði óskast Viljum taka á leigu strax eða 1. ágúst nk. 3ja herb. íbúð í blokk og 4-5 herb. íbúð í raðhúsi eða einbýli. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri. 4? Akureyringar Umboðsmaður hitahlutfallsmælanna frá Kosan-Brunata verður á Akureyri dagana 4. og 5. júlí. Þeir aðilar sem ætla að fá sér mæla fyrir haustið ættu að snúa sér til Hita sf. sem fyrst. INDUS Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. / Kellogg’s kornflögur. Kellogg’s kokopops. Kellogg’s fiber rig. Kellogg’s Variety pack. Holta banana/súkkulaðikex. Holta bourbon/súkkulaðikex. Mikill afsláttur. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Minning: Ý Sigríður Soffía Asgeirsdóttir F. 16.02.1966-D.21.06.1985 Sigríður Soffía Ásgeirsdóttir fæddist á Grenivík 16. febrúar 1966 dóttir hjónanna Elísu Ing- ólfsdóttur og Ásgeirs Kristins- sonar. Mig langar að minnast Síssu, en það var hún kölluð, í örfáum orðum á þann hátt sem hún kom mér fyrir sjónir. í fyrsta skipti sem ég hitti hana kom hún í heimsókn til mín til að sjá nýfædda bróðurdóttur sína. Eg tók strax eftir því að hún var mikið gefin fyrir börn og var hún dóttur minni ákaflega góð. Hún kom ekki svo í heimsókn að hún kæmi ekki með eitthvað handa henni. Hún kom oft til að taka hana með sér á rúntinn og áttu þær þá góðar stundir saman og talaði dóttir mín um það lengi á eftir. Fyrst varð vart við veikindi Síssu í febrúar síðastliðnum en með hjálp Guðs og læknavísind- anna náði hún sér aftur. Hún hélt áfram að ganga veg lífsins eins og ekkert hefði í skorist og virtist sem veikindin væru að baki. Hún fór meðal annars í skólaferðalag til Spánar um páskana með Menntaskólanum á Akureyri en þar stundaði hún nám. Er hún kom þaðan hafði hún svo sannar- lega ekki gleymt litlu frænku sinni og færði henni mjög fallegar gjafir. Síssa kaus að eyða sumrinu sem barnfóstra í Þýskalandi sem og að læra tungumálið. En hún hafði ekki verið þar nema fimm daga er hún veiktist snögglega aftur og varð það til þess að hún var kvödd burtu úr þessum heimi. Stundum skilur maður ekki til- gang þessa lífs og af hverju ungt og lífsglatt fólk er tekið burtu en eins og máltækið segir: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Eg og þó sérstaklega dóttir mín munum sakna hennar og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég votta foreldrum Síssu og bræðrum innilega samúð og vona að Guð styrki þau í þessum mikla missi. Habba. Heimsfrægir „bítlar" í Sjallanum The Searchers, ein allra vin- sælasta hljómsveit heimsins á 7. áratugnum mun leika í Sjall- anum á Akureyri nk. sunnu- dagskvöld. Þessi hljómsveit stóð ekki langt að baki The Beatles, Kinks og RoIIing Stones hvað vinsældir snerti. Hijómsveitin var stofnuð 1962 og allt fram til dagsins í dag hefur hún verið skipuð sömu mönnum með einni undantekningu þó. Hljómsveitin hefur ávallt vakið athygli fyrir sinn sérstaka stíl og „sound“ og hverjir muna ekki lög eins og Sweets for my sweet, Sug- ar and spice, Needles & pins, Don’t throw your love away, Goodbye my love, What have they done to the rain og Love potion no. 9? Heildarhljómplötusala The Searchers fór yfir 30 milljónir eintaka og enn er mikil eftirspurn eftir hljómplötum þeirra. Þeir hafa hlotið 6 gullplötur og 11 silf- urplötur. Árið 1963 voru þeir kosnir önnur besta hljómsveitin í Englandi hvað söng snerti og komu þar á eftir hinum einu og sönnu The Beatles. Ekki er að efa að marga mun fýsa að sjá þessa snillinga á sviði Sjallans. Mikils aðsókn er í borð fyrir matargesti en forsala miða verður í Sjallanum á sunnudag kl. 17-19. Gítartónleikar í Laxdalshúsi Páll Eyjólfsson, gítarleikari heldur tónleika í Laxdalshúsi á morgun, fimmtudag kl. 20.30. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir J.S. Bach, I. Albeniz og Misti Þorkelsdóttur. Páll hóf nám í Barnamúsík- skóla Reykjavíkur, síðar í Gítar- skólanum, þar sem kennari hans var Eyþór Porláksson. Hann lauk einleikaraprófi þaðan árið 1981. Fór síðan í framhaldsnám á Spáni, undir handleiðslu spánska gítarleikarans Jose Luis Gonza- lez. Hann starfar nú sem gítar- kennari í Reykjavík. Glæsilegt sumarhús til leigu í júlí og ágúst á einum fallegasta stað í Aðaldal. í húsinu eru 5 svefnherbergi, húsgögn og eldhúsáhöld fylgja. Húsið leigist allan tímann eða í eina-tvær vikur í einu. Uppl. gefur Gunnar Haraldsson sími 24372. HAGA eíningatr ★ Eldhúsinnréttingar ★ Baðinnréttingar ★ Fataskápar Hagstætt verð og greiðslukjör. Opið frá kl. 9-18. Hagi hf. Oseyri 4, Akureyri, sími 96-21488 Asgeir Sigurvinsson áritar myndir á fimmtudag kl. 13-15. Sporthú^idi HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Verkamannabústaðir á Akureyri Utboð Stjórn verkamannabústaða á Akureyri óskar eftir tilboðum í að byggja fjögur raðhús, alls 15 íbúðir við Fögrusíðu, Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu Hauks Haralds við Mýrarveg gegn 10 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. júlí nk. kl. 11.00. Stjórn verkamannabústaða á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.