Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. ágúst 1985
Hefurðu farið í
ferðalag í sumar?
Harpa Hauksdóttir:
Já, ég var í sumarbústað í
Borgarfirði í eina viku og það
var alveg æðislegt.
Ingimar Örn Erlingsson:
Ég hef ekki farið í ferðalag, en
ég var í sveit á Gunnars-
stöðum í Þistilfirði. Ég var
mest á baggavélinni og það var
mjög gaman.
Heiðdís Pétursdóttir:
Ekki enn, en um helgina fer ég
til Danmerkur og verð þar í
einn mánuð hjá systur minni.
Rúnar Sigtryggsson:
Ég fór á Norðurlandsleika
æskunnar á Sauðárkróki og
svo fer ég til Reykjavíkur
bráðum.
- segir Fjóla Stefánsdóttir útibússtjóri í Gljúfrabúi við Laxárvirkjun
Fjóla Stefánsdóttir útibússtjóri í Glúfrabúi við Laxárvirkjun: Þá hreinsaði
fólkið gjarnan niður úr hillunum . . . IVfynd: HJS
„Það er sama sagan alls staðar,
það er fremur lítið um ferða-
menn í sumar. En hins vegar
hefur verið vaxandi ferða-
mannatraffík hér um slóðir og
í fyrra sumar var mjög mikið
um ferðamenn,“ sagði útibú-
stjórinn að Gljúfrabúi, Fjóla
Stefánsdóttir, en Gljúfrabú er
útibú K.Þ. að Laxárvirkjun.
Þar hefur verið starfrækt versl-
un í ein 35 ár, að sögn Fjólu.
„Við erum með allar nauð-
synjavörur og hér verslar fólk í
sveitinni mikið. Svo eru það
ferðamennirnir yfir sumartímann
og fólk sem dvelur í veiðikofan-
um hér niður við Laxá. Við reyn-
um alltaf að vera með nokkurt
úrval af veiðivörum til að geta
hlaupið undir bagga ef eitthvað
kemur uppá hjá veiðimönn-
unum. Annars pöntum við yfir-
leitt eftir hendinni, því við viljum
ekki liggja með stóran lager.“
- Er mikið um að ferðamenn
komi hingað inn í leit að ódýrum
hlutum?
„Það var í eina tíð hægt að
finna margt ódýrt hérna og fólk
hreinsaði þá gjarnan niður úr
hillunum. Én nú orðið eru vörur
ekki til milli ára og því erfitt að
finna vörur hér sem eru ódýrari
en annars staðar.“
- Nú starfið þið aðeins tvær í
versluninni, er ekki mikið að
gera?
„Það er mikið að sumrinu og
eiginlega oft ansi strangt. Vet-
urnir eru svo aftur hæfilega ró-
legir. Verslun hér hefur aukist og
vöruúrvalið er meira en var. All-
ar aðstæður eru líka betri, við
fengum nýtt frystiborð fyrir
stuttu, en áður höfðum við ein-
ungis frystikistur. Það var mjög
óhentugt, sérstaklega fyrir þá
sem ekki þekktu sig hérna. Fólk
var hálffeimið við að líta ofan í
frystikisturnar í leit að vörum.“
- Hvernig líkar þér starfið?
„Þetta getur verið mjög
skemmtilegt. Það er undir hverj-
um og einum komið, auðvitað
koma alltaf leiðinlegir kaflar á
milli en í heildina er þetta mjög
skemmtilegt starf.“
- Ert þú héðan úr sveitinni?
„Nei, ég er Akureyringur, en
hef búið hér í níu ár. Maðurinn
minn sem er Dalvíkingur er vél-
stjóri við Laxárvirkjun. Upphaf-
lega ætluðum við að vera hér í
tvö ár, en þau eru orðin níu og
við erum ekkert á leiðinni
burtu.“
- Hvernig er félaslífið?
„Það er mikið og gott félagslíf
hérna, maður getur gjörsamlega
kaffært sig í félagsmálavafstri ef
maður kærir sig um. Það er
heilmikið um að vera öll sjö
kvöld vikunnar. Á meðan ég bjó
á Akureyri fannst mér hugsunin
vera sú að aðrir ættu að skemmta
manni. í sveitum byggist félags-
lífið upp á því að einstaklingarnir
skemmti sér sjálfir.“
- Tekur þú mikinn þátt í fé-
lagslífinu?
„Já, ég er í kvenfélaginu og
maðurinn minn er bæði í Lions-
klúbbnum og í hjálparsveitinni,
þannig að óbeint tek ég þátt þar
líka. Þetta er bara 400 manna
hreppur þannig að fólk verður að
passa sig á því að kaffæra sig ekki
í félagsmálunum.
- Það er kannski ekki viðeig-
andi í sumarblíðunni að spyrja
um snjóþyngsli á svæðinu?
„Það er frekar snjóþungt
hérna. Hér er kalt loftslag, ég
man að fyrsta veturinn sem við
vorum hér fraus vatn í pípum og
bæði á aðfangadagskvöld og
gamlárskvöld. En fyrst við
þraukuðum þennan fyrsta vetur
sem hefur verið sá erfiðasti þá
ákváðum við að þrauka fleiri
vetur. Undanfarna vetur hefur
ekki verið mikill snjór en það er
oft ansi kalt. Stundum í hávaða
sunnanroki getur verið allt upp í
20 stiga frost. Þetta þekki ég ekki
frá Akuryeri."
- Hvaða skóla sækja börn
héðan af Laxárvirkjun?
„Þau fara í Hafralækjarskóla
sem er um 10 kílómetra héðan.
Þeim er ekið á morgnana og
koma aftur heim seinnipartinn.
Á Hafralæk eru þau upp í átt-
unda bekk, en fara þá flest á
Lauga. Þangað er frekar stutt að
fara og dóttir mín er þar í skólá
og er mjög ánægð þar. Á
Laugum er fjölbrautaskólafyrir-
komulag, þannig að unglingarnir
geta verið lengur heima. En það
sem vantar hérna eru fleiri og
fjölbreyttari atvinnutækifæri sem
gætu orðið til þess að unga fólkið
ílerigdist lengur heima í héraði."
- mþþ.
Fötin hurfu
af snúrunni
Kona í Þorpinu hringdi:
Fataleysi virðist hafa hrjáð ein-
hverja bæjarbúa eða bæjargesti
fyrir verslunarmannahelgina,
því aðfararnótt föstudagsins
hvarf fatnaður af þvottasnúrunni
minni, blússa og buxur. Á snúr-
unni voru einnig barnaföt, en við
þeim var ekki hreyft. Þá er mér
einnig kunnugt um, að fatnaði
var stolið af snúru nágrannakonu
minnar sömu nótt. Ég vona að
viðkomandi hafi skemmt sér vel í
fötunum yfir helgina og ef til vill
skilar hann þeim aftur á snúrurn-
ar einhverja nóttina, ef eitthvað
er þá eftir nýtilegt í þeim. Ég segi
þetta öðrum til viðvörunar, það
virðist ekki lengur vera óhætt að
Iáta þvott hanga úti yfir nótt á
Akureyri.