Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 12. ágúst 1985 12. ágúst 1985 - DAGUR - 7 „Ljúfur sigur“ - sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA „Þetta var Ijúfur sigur,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir leikinn. „Stórgott að vinna þetta. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og áttum að gera út um leikinn þá. Fengum þrjú eða fjögur dauðafæri.“ Gústaf vildi ekki segja neitt um það hvort Bjarni hafi verið rangstæður þegar hann fékk boltann og skoraði. „Ég var ekki í aðstöðu til að sjá það. Hins vegar fullyrðir línuvörður- inn að Bjarni hafi verið réttum megin er sendingin kom fram á hann, og síðan hafi Bjarni kom- ið á miklum hraða inn fyrir og skorað." - Hvað um Völsungsliðið? „Það var eins og þeir hafi ekki trú á því sem þeir eru að gera, því þetta virkaði allt mjög líflaust hjá þeim, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Gústaf Baldvinsson. „Betra liðið vann“ - sagði Sigurður Halldórsson þjálfari Völsungs „Það er engum blöðum um það að fletta að betra liðið sigraði. Ég vil óska KA- mönnum til hamingju með sigurinn, þeir áttu hann fylli- lega skilið. Hins vegar er leiðinlegt að svona umdeilt mark skuli ráða úrslitum,“ sagði Sigurður Halldórsson leikmaður og þjálfari hjá liði Völsungs. „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir bæði liðin en þrátt fyrir það voru mínir menn slakir í fyrri hálfleik. Ég lagði áherslu á að við byrjuðum vel því KA- menn eru fljótir í gang. Þeir eru líka með skemmtilegasta fram- línupar á landinu. Það eru menn sem ég vildi hafa mín megin. Enda höfðu KA-menn undirtökin strax og það er erfitt að komast út úr slíku þrátt fyrir að mörk hafi ekki verið skoruð. Ég tel að KA sé með sterkasta liðið í deildinni í ár. En ég er ekki búinn að gefa upp alla von hvað okkur snertir, því það er mikið eftir af mótinu og við ætl- um að standa okkur,“ sagði Sig- urður Halldórsson. Njáll í - Steingrímur og Það getur orðið erfiður róður hjá KA í bikarleiknum annað kvöld í Keflavík. Fyrir utan að þurfa að kljást við ÍBK eru stór skörð í raðir KA-manna. Þeir Steingrímur og Tryggvi meiddust báðir í leiknum gegn Völsungi. Stein- bann Tryggvi meiddir grímur fékk slæmt spark í rist, og talið er að liðbönd hafi skaddast í Tryggva, og er óvíst hvort þeir félagar geta spilað í Keflavík. Síðan er Njáll fyrirliði Eiðsson í leikbanni svo það verður erfitt fyrir KA annað kvöld eins og fyrr sagði. Dyggir stuðningsmenn Húsvikinga: Fjölmenntu til Akureyrar Það vakti athygli vallargesta á leik KA og Völsungs hversu margir stuðningsmenn Húsa- víkurliðsins fylgja sínum mönnum og hvetja þá hvað sem á gengur. Völsungur átti undir högg að sækja, sérstaklega í fyrri hálfleik, en ekki var það til að draga úr hvatningarhrópum Erfið vika hjá Það er erfið vika hjá KA- mönnum frá föstudeginum síð- asta fram á föstudaginn 16. ágúst. Þeir leika þrjá mjög þýð- ingarmikla leiki á þessum tíma. Þeir léku við Völsung á föstu- stuðningsmanna. Það hlýtur að vera gott fyrir lið að hafa slíkan hóp með sér í leikjunum. Enda vildi Sigurður Halldórsson þjálfari Völsungs taka fram að hann væri þessu fólki ákaflega þakklátur, og sagði að þetta hefði mikil og góð áhrif á leik- menn. KA-mönnum daginn var, bikarleikurinn við Keflavík er annað kvöld og mikilvægur leikur í 2. deild verður næsta föstudag er Breiðablik kemur að leika við KA á Akureyri. Firmakeppni KRA Hin árlega firmakeppni KRA andi firmameistari er Útgerðar- hefst 19. ágúst nk. og er þá að félag Akureyringa, sem hefur vænta spennandi keppni. haldið þeim titli í tvö ár. Sjá Leikið er með 11 manna lið- nánar auglýsingu annars staðar um og ef að líkum lætur verða í blaðinu. - KGA 10-12 lið í keppninni. Núver- Eitt af ótal dauðafærum KA í fyrri hálfleik, Tryggvi hefur skotið, markmaður Völsungs nær ekki í boltann - sem fór rétt frambjó. Mynd: KGA 2. deild, KA-Völsungur 1:0: Sigurmaríc á síðustu mínútu - en var það rangstöðumark? Það viðraði ekki gæfulega til knattspyrnu er KA fékk Völs- ung í heimsókn á föstudags- kvöld. Hellirigning mestallan leikinn, norðanátt og kuldi. Þrátt fyrir það var töluverður fjöldi áhorfenda á leiknum. Einkurn fjölmenntu Húsvík- ingar til Akureyrar að hvetja sína menn. En það var ekki nóg því KA sigraði í leiknum skoraði eitt mark gegn engu. Fyrirfram var búist við miklum baráttuleik því sigur í þessum leik var báðum liðum nauðsyn ef möguleikar þeirra til að taka þátt í baráttu efstu liða áttu að vera mögulegir. En það verður að segjast eins og er að Völsungur var nánast áhugalaust lið á að horfa. KA- menn áttu fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig, og áttu oft hættulegar sóknir á mark Völsungs. Hins vegar voru sóknir Völsungs fáar og hættulitlar. Á tíundu mínútu áttu KA- menn hættulegt tækifæri en bolt- inn fór rétt framhjá markinu. Stuttu síðar átti Tryggvi skot í stöng eftir góða sendingu frá Erl- ingi. Þorvaldur Þorvaldsson átti síðan gott skot að marki Völs- ungs en rétt yfir. Steingrímur komst í dauðafæri á 13. mín. eftir góðan samleik en skotið fór rétt utan stangar. Þorvaldur átti síðan skot eftir mikla þvögu í mark- og vítateig Völsungs, en Gunnar Straumland markvörður varði. Á 33. mín. átti Völsungur þokka- lega sókn sem rann út í sandinn. Þannig gekk þetta í fyrri hálfleik og var eins og mark lægi í loftinu. Steingrímur komst einn inn fyrir vörn Völsungs en náði ekki að skora. Rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks fékk Erlingur Kristjánsson gult spjald hjá dómaranum, en Sigurður Halldórsson fékk að líta sama spjald fyrr í leiknum. Steingrímur meiddist þegar tvær mín. voru til hálfleiks og fór út af. Sigurður Halldórsson átti svo góðan skalla að marki KA á síð- ustu mínútu en framhjá. í síðari hálfleik komu Húsvík- ingar betur inn í leikinn og jafn- aðist hann nokkuð. KA átti góða sókn á 5. mín. og Kristján Ol- geirsson Völsungur átti gott skot á 10. mín. sem Þorvaldur í KA- markinu varði. Þorvaldur þurfti að taka á honum stóra sínum stuttu síðar er Jónas Hallgríms- son átti hörkuskot að KA-marki sem Þorvaldur sló yfir, Á 20. mín. síðari hálfleiks var Tryggvi Gunnarsson borinn af leikvelli eftir meiðsli. í hans stað kom Þorvaldur Örlygsson. Hinrik Þórhallsson kom í stað Stein- gríms sem fór einnig af velli vegna meiðsla. Það þótti mörg- um einkennilegur dómur hjá Ólafi Sveinssyni er hann dæmdi óbeina aukaspyrnu í vítateig KA. En Völsungur nýtti sér það ekki. Á 30. mínútu fékk Þorvaldur Ör- lygsson gult spjald. En stuttu áður komst Hinrik í mjög gott færi sem ekki nýttist. Kristján Olgeirsson komst einn í gott færi en Þorvaldur í marki KA bjarg- aði með góðu úthlaupi. Þannig gekk síðari hálfleikur að miklu leyti, nema KA virtist sterkari aðilinn þrátt fyrir að tveir menn þeirra fóru af velli vegna meiðsla. Það voru flestir farnir að bóka jafntefli í leiknum því venjulegur leiktími var liðinn, og tími sem dómarinn bætti við vegna tafa að hefjast, þegar Bjarni Jónsson skoraöi ágætt mark eftir snögga sendingu frá Erlingi. Það voru margir á þeirri skoðun að Bjarni hafi verið rangstæður. En Bragi Bergmann línuvörður virtist al- veg öruggur í sinni ákvörðun og markið var gilt. Um 4 mínútur voru síðan eftir af viðbótartíman- um og gerðist ekkert sem breytt gat úrslitum leiksins. Þessi sigur KA var mjög kær- kominn í baráttunni um sæti í 1. deild. En Völsungur og hans menn virtust ekki hafa trú á því sem þeir gerðu, eins og Gústaf þjálfari KA segir á öðrum stað á síðunni. Eftir gangi leiksins voru þessi úrslit sanngjörn, en hins vegar er sigur eftir svo umdeilt mark ekki eins skemmtilegur fyrir knatt- spyrnulið eins og annars gæti orðið. Að margra mati var Njáll Eiðs- son besti maður í liði KA en varla er hægt að nefna einn öðrum fremri í annars jöfnu liði Völsungs. veisia og goiimót Golfklúbbur Akureyrar verður 50 ára næstkomandi mánudag, þann 19. ágúst. En um næstu helgi verður haldið afmælis- mót á vegum klúbbsins, þar Glaðir kylfingar á góðri stund. dag. sem spilaðar verða 36 holur í öllum flokkum. Það verður opið mót. Og á laugardags- kvöldið verður afmælisveisla í Golfskálanum. Veislan hefst klukkan sjö með fordrykk, síðan er matur. Ein- hverjir munu halda ræður, skemmtiatriði eru á dagskránni og síðan verður dansað við undir- leik hljómsveitar Rafns Sveins- sonar. Formaður afmælisnefndar golfklúbbsins er Jónína Páls- dóttir, sem hefur, ásamt öðrum afmælisnefndarmönnum, veg og vanda af mótinu og veislunni. Veislustjóri í afmælishófinu verð- ur Jón G. Sólnes. Þá verða í fyrsta sinn útnefndir heiðursfé- lagar í golfklúbbnum. Jónína Pálsdóttir sagðist eiga von á allt að 150 veislugestum að Jaðri næstkomandi laugardags- kvöld - „þetta verður glæsilegt og umfram allt eftirminnilegt kvöld,“ sagði Jónína. Skráning þátttakenda fer fram að Jaðri, og einnig er hægt að hafa samband við Jónínu til að komast á listann. - KGA Það verður glæsileg veisia hjá þeim á laugar- Opna KEA-mótið í golfi: Akureyringar sigursælir Opna KEA-mótið í golfi var haldið á Jaðarsvelli um helg- ina. Það var Golfklúbbur Ól- afsfjarðar sem hélt mótið, en sökum ills ástands golfvallarins í Ólafsfirði héldu þeir mótið hér. Það voru alls 63 kylfingar sem tóku þátt, og mótið fór vel fram að vísu rigndi duglega báða dagana, en áhugasamir kylfingar láta það ekki á sig fá. Lítum þá á helstu úrslit. í karlaflokki var keppt með og án forgjafar, án forgjafar sigraði Magnús Jónsson GS, fór 36 holur á 150 höggum; í öðru sæti varð Sverrir Þorvaldsson GA á 153 höggum; í þriðja sæti Axel Reyn- isson GH á 154 höggum. Með forgjöf sigraði Axel Reynisson á 140 höggum; í öðru sæti varð Sverrir Þorvaldsson á 141 höggi; í þriðja sæti varð Þórhallur Páls- son GA á 142 höggum, ekki mik- ill munur á þeim þrem. í kvennaflokki sigraði án for- gjafar Inga Magnúsdóttir á 168 höggum; í öðru sæti varð Jónína Pálsdóttir á 181 höggi; í þriðja sæti varð Erla Adolfsdóttir á 187 höggum. Þær eru allar í GA. Og þær stöllurnar þrjár röðuðu sér einnig í efstu sætin í keppni með forgjöf. Þar varð Inga efst á 144 höggum; Erla í öðru sæti á 149 höggum og Jónína í þriðja sæti á 151 höggi. í unglingaflokki án forgjafar sigraði Kristján Gylfason á 160 höggum; í öðru sæti varð Ragnar Þ. Ragnarsson GH á 163 höggum og í þriðja sæti Magnús Karlsson GA á 164 höggum. Með forgjöf sigraði Vigfús Magnússon GA á 128 höggum; í öðru sæti Óli Magnússon GA á 131 höggi og í þriðja sæti Jón B. Árnason GA á 135 höggum. Tak hf. veitti aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 18. braut báða dagana. Fyrri daginn var það Aðalbjörn Pálsson sem var 3,70 m frá stöng og síðari daginn var Arnór Þorgeirsson 2,35 m frá stöng. - KGA Inga Magnúsdóttir sigraði í kvenna- flokki. KA-menn fagna innilega. Hvort sú verður raunin í Keflavík annað kvöld, veit enginn. Mynd: KGA „Að sjálfsögðu ætlum við að vinna“ -segir Erlingur fyrirliði KA um bikarleikinn Seinni Ieikurinn í undanúrslit- um Bikarkeppni KSÍ fer fram í Keflavík á þriðjudagskvöldið. Þar mætast IBK og KA og það lið sem sigrar mætir svo Fram í úrslitum á Laugardalsvelli síðar í þessum mánuði. „Ég vil nú helst litlu spá um úr- slit í þessum leik en að sjálfsögðu ætlum við að vinna Keflvíkinga og svo Framara í úrslitum," sagði Erlingur Kristjánsson í samtali við Dag en hann verður fyrirliði í þessum leik. Róðurinn verður eflaust þungur fyrir KA-menn í þessum leik en það er líka til mikils að vinna því með sigri í þessum leik gætu KA-menn tryggt sér sæti í Evrópukeppni ef Fram vinnur bæði deild og bikar. Nú og hver veit nema KA vinni bæði IBK og Fram. -yk. Erlingur: Ætlum að vinna. Þór-Víkingur í kvöld: „Þessi leikur má ekki tapast“ - segir Nói Björnsson fyrirliði Þórs í kvöld fer knattspyrnulið Þórs suður til að leika gegn neðsta liði deildarinnar, Víkingi á Laugardalsvelli klukkan 19.00. „Þetta er leikur sem má ekki tapast í stöðunni eins og hún er í dag,“ sagði Nói Björnsson fyrir- liði Þórs í samtali við Dag. Þór er í 5. sæti eins og er en með sigri í kvöld kæmist liðið í baráttu efstu liða í deildinni. Næsti heima- leikur Þórs er gegn Fram og verð- ur hann leikinn á fimmtudaginn. -yk. Nói: Verðum að vinna. Tveim leikjum lokið í úrslitum 4. deildar - Vaskur-Sindri 6:1 - Reynir-Sindri 5:1 Tveim leikjum er nú Iokið í úrslitakeppni 4. deildar. Þar leika efstu lið úr d-, e- og f-riðli en það eru Vaskur, Reynir Ár- skógsströnd og Sindri frá Hornafirði. Sindri kom norður og lék tvo leiki um helgina og tapaði báðum, 1:6 fyrir Vask og 1:5 fyrir Reyni. Leiknar verða tvær um- ferðir í úrslitunum, heima og heiman, og það lið sem verður efst að þeim loknum fer upp í 3. deild og leikur til úrslita við það lið sem sigrar í úrslitakeppni a-, b- og c-riðils um sigurinn í deild- inni. Næsti leikur í úrslitunum verður milli Vasks og Reynis og fer leikurinn fram á Akureyri á miðvikudaginn. Það verður ör- ugglega spennandi leikur því miðað við úrslit helgarinnar er líklegt að keppnin um 3. deildar sætið standi milli þessara tveggja liða. yk. Staðan Staða efstu liða í 2. deild breyttist lítið eftir leiki helgarinnar. Þrjú efstu liðin sem mesta möguleika eiga á sæti í 1. deild, eins og stað- an er nú, unnu öll sína leiki. KA sigraði Völsung 1-0 og Vest- manneyingar gjörsigruðu Skallagrím frá Borgarnesi 8-1. Staðan er því þessi eftir 12 um- ferðir: Breiðablik 24 ÍBV 12 23 KA 12 23 Völsungur 12 18 KS 12 18 ÍBÍ 12 14 Skallagrímur 12 13 Njarðvík 12 13 Fylkir 12 9 Leiftur 12 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.